Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988.
Viðskipti
Fasteignaverð í Reykjavík
lækkað um 6% frá því í vor
Verð á fasteignum í Reykjavík er Að sögn fasteignasala var meðal-
að lækka, samkvæmt upplýsingum
frá Fasteignamati ríkisins. Hér er átt
við raunverð. Það hefur lækkað um
6 prósent frá því í vor. Búist er við
frekari verðlækkunum í vetur vegna
almenns samdráttar í þjóðfélaginu.
Á meöfylgjandi línuriti sést hvern-
ig raunverð íbúða í fjölbýlishúsum
hefur breyst frá því í byrjun ársins
1980. Það sýnir einkar vel að sú
þensla á fasteignamarkaðnum er
búin. Hún hófst um mitt sumar árið
1986 og hefur staðið sleitulaust síðan
og náði hámarki síðastliðið vor.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 5-9 Lb.Úb,- Bb
Sparireikningar
3jamán. uppsógn 9-10 Lb.Úb,- Sp
6mán. uppsógn. 10-11 Vb.Ab,- Sp
12 mán. uppsogn 11-13 Ab
18mán. uppsogn 17 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-4 Ab
Sértékkareikningar 5-10 Ab
Innlan verötryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir nema Lb og Úb
6mán. uppsögn 4 Vb.Sb,- Ab
Innlánmeðsérkjörum 11-20 Lb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7,25-8 Vb.Ab
Sterlingspund 9.7,5-10,50 Vb.Ab
Vestur-þýsk mörk 4-4,50 Vb.Sp,- Ab
Danskarkrónur 7,50-8,50 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 19-20,5 Sb.Sp
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 19,5-25 Vb
Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengí Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 22-25 Lb.Sb
Útlán verðtryggð
. Skuldabréf 8-9,25 Vb
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 23-34 Lb
SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp
Bandaríkjadalir 10,25-11 Úb.Sp
Sterlingspund 12,75- 13,50 Úb.Sp
Vestur-þýsk mórk 7-7,50 Allir nema Vb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 33,6 2,8 á - mán.
MEÐALVEXTIR
överðtr. okt. 88 25,0
Verðtr. okt. 88 9,1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala okt. 2264 stig
Byggingavísitalaokt. 398 stig
Byggingavísitala okt. 124,5stig
Húsaleiguvísitala Engin hækkun 1. okt. Verðstóðvun
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,285
Einingabréf 2 1,880
Einingabréf 3 2,128
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,552
Kjarabréf 3,327
Lífeyrisbréf 1.651
Markbréf, 1,752
Skyndibréf 1,022
Sjóósbréf 1 1,604
Sjóösbréf 2 1,385
Sjóðsbréf 3 1,143
Tekjubréf 1,552
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 118 kr.
Eimskip 346 kr.
Flugleiðir 273 kr.
Hampiðjan 130 kr.
Iðnaðarbankinn 172 kr.
Skagstrendingur hf. 160 kr.
Verslunarbankinn 134 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðjá
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari uppíýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.
verð 3ja herbergja íbúða í Reykjavík
um síðustu áramót í kringum 4 millj-
ónir króna. Nú er verðið svona í
kringum 4,4 til 4,5 milljónir króna.
Þetta er hækkun um 12 prósent. En
á sama tíma hefur lánskjaravísitalan
hækkað um 20 prósent. Niðurstaðan
er einföld, raunverðið hefur lækkað.
Næststerkasti fasteignamarkaður
landsins er fasteignamarkaðurinn á
Akureyri. Að sögn Guðmundar Gylfa
Guðmundssonar, yfirhagfræðings
Fasteignamats ríkisins, hefur verðið
á Akureyri ekki fylgt verðinu í
Reykjavík á þessu ári.
Verðið á Akureyri hækkaði gífur-
lega á síðasta ari og langmest á öllu
landinu. Og frá áramótum hefur það
mjakast lítillega upp en samt ekki
eins mikið og í Reykjavík. Það þýðir
aftur miðað við lánskjaravísitöluna
að raunverð fasteigna á Akureyri
hefur lækkað meira en í Reykjavík.
-JGH
FJÖLBÝLISHÚS í REYKJAVÍK. FASTEIGNAVERÐ MIÐAÐ VIÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU
Janúar 1984 = 100. Ársfjórðungstölur. Heimild: Fasteignamat Ríkisins.
120
110
100
1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988
Gildi fyrir II og III ársfjórðung 1988 eru bráðabirgðartölur
Raunverð íbúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík. Toppurinn er búinn. Verðið er á niðurleið. Það hefur lækkað um 6
prósent frá því í vor, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fasteignamati ríkisins. Dv-línurit: JRJ
Um 13 prósent raunvextir bank-
anna í snarlækkandi verðbólgu
Raunvextir af óverðtryggðum
skuldabréfum bankanna eru í þess-
um mánuði um 13 prósent. í október
hafa meðalnafnvextir þessara
skuldabréfa veriö um 20 prósent en
á sama tíma hefur verðbólgan mælst
í kringum 6 prósent og útlit er fyrir
áframhaldandi lækkun verðbólg-
unnar. Spurningin er því sú hvort
bankarnir fylgja á eftir með lækk-
andi vexti. Þetta er mjög athyglisvert
mál.
Á næstu mánuðum er reiknað með
að lánskjaravísitalan hækki mjög lít-
ið: í nóvember um 4,7 prósent á árs-
grundvelli, í desember um 7 prósent,
í janúar um 2,7 prósent, í febrúar um
0,5 prósent og í mars um 3,7 prósent.
Þessar tölur endurspegla greinilega
verðstöðvunina í landinu.
Ef litiö er frekar á þessar tölur sést
100
80
60
Svona er verðbólgan
Jan. 1988 til Mars 1989
lonpgq
J FMAMJ J As ON DJ F M
Þetta er verðbólgan á þessu ári.
Hún er greinilega að snarlækka
og á eftir að lækka enn fram í
mars á næsta ári samkvæmt
spám.
DV-línurit JRJ
að gangi þær eftir á lánskjaravísital-
an eftir að hækka um 4,7 prósent frá
1. október til 1. janúar. Þetta eru þeir
þrír mánuðir sem bankarnir hljóta
að miða sig við í ákvörðun vaxta á
næstunni.
Verði bankarnir áfram með um 20
prósent nafnvexti þessa mánuði á
sama tíma og verðbólgan er um 5
prósent eru bankarnir með raun-
vexti upp á næstum 14 prósent.
Þetta bendir til þess aö bankarnir
eigi eftir að lækka vexti, jafnvel um
næstu mánaðamót, og síðar í næsta
mánuði.
Miðað við verðbólguna til áramóta
verða bankarnir aö fara með nafn-
vexti sína niður í um 12 prósent til
að útkoman sé raunvextir upp á um
6 til 7 prósent.
-JGH
Sanitas verður með um 3
til 4 tegundir af bjór
- enn óvíst hvaöa tegund Davíð tappar á
Páll G. Jónsson, aðaleigandi Sani-
tas, segir að verksmiðjan undirbúi
nú að vera með þrjár til fjórar teg-
undir af bjór en til þessa hefur hún
einungis framleitt bjórinn Viking. Þá
hefur Davíð Scheving Thorsteinsson
enn ekki ákveðið hvaða tegund verð-
ur átöppuð hjá Sól hf.
Bjórdagurinn mikli veröur hér-
lendis 1. mars næstkomandi og ríkir
PáÍ! G. Jónsson, aðaleigandi Sani-
tas.
nú gífurleg spenna á meðal manna
um hvaða tegundir verða í boði og
eins hvað bjórinn muni kosta.
„Okkur íinnst nú að hið opinbera
þurfi að fara aö ákveða sig með verð-
ið á bjórnum og annað sem enn er
óafgreitt varðandi bjórmálið,“ segir
Páll.
Tahð er að hið opinbera ákveði
verð á bjórnum um mánaðamótin.
íslenskir bjórframleiðendur vilja
bjórvernd þannig að íslenski bjórinn
verði mun ódýrari en sá útlenski.
Tillögur þeirra eru þær að átappaður
bjór hérlendis verði 30 prósent dýr-
ari og innfluttur bjór á dósum um
60 prósent dýrari.
Þetta þýðir að kosti dósin af inn-
lendum bjór 80 krónur, eins og sum-
ir spá að verði raunar, kostar átapp-
aður bjór hérlendis 104 krónur og
dósin af útlenda bjórnum um 130
krónur.
„Ég bíð enn eftir reglugerðinni,
hvaö hiö opinbera ætlar að gera. Það
er lítið hægt að átta sig á því hvemig
bjórmarkaðurinn verður hérlendis
fyrr' éii 'tiTdæinis'' vérðið liggúr fyr-1
ir,“ segir Davíð Scheving Thorsteins-
son, framkvæmdastjóri Smjörlíkis-
Sólar. Að sögn Davíðs hefur hann
enn ekki ákveðið hvaða tegund hann
hyggst velja til að tappa á í verk-
smiðju sinni.
„Ég hef ekki áhuga á að fara út í
bjórinn nema ég verði með besta
bjórinn. Þess vegna er ég ekki búinn
að ákveða mig ennþá,“ segir Davíð.
-JGH
Davlð ScRéving Thorstelnsson, (ór-
stjóri Smjörlikis-Sólar.
útlit fyrir
bensínlækk-
un herlendis
Ekki er útlit fyrir að verð á
bensíni lækki hér á landi á næst-
unni samkvæmt upplýsingum
sem DV hefur aflað sér. Aðalá-
stæðan er sú að innkaupajöfnun-
arreikningar bensíns, svartolíu
Það er ekki útlit fyrir verðlækkun
á bensíní hérlendis á næstunni
þrátt fyrir að verð á hráoliu og
oliuvörum hafi verið óvenjulágt
að undanförnu erlendis.
og gasolíu eru allir neikvæðir
vegna gengislækkananna á þessu
ári.
Síðasta sendingin af bensíni til
landsins var keypt í síðasta mán-
uði þegar verðið úti var um 153
dollarar tonnið. Um þessar
mundir er verð á blýlausu bens-
íni í kringum 160 dollarar tonnið.
Staðan á imikaupajöfnunar-
reikningunum var mun veni í
sumar en hún er núna. Lækkandi
olíuverð ytra hefur haft jákvæð
áhrif á þessa reikninga en á móti
lcemur lækkandi gengi íslensku
krónunnar.
Verð á bensíni, gasolíu og svart-
olíu er ákveðið af Verðlagsstofn-
UIl.