Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. 9 Utlönd Krefjast aukins sjáifstæðis frá Sovétríkjunum Ný íjöldahreyfmg í Litháen féll í gær segði sig úr lögum við Sovétríkin. frá kröfum um að Sovétlýðveldið Akvörðunin var tekin á stofnfundi Ungir Litháenbuar dansa á strætum fyrir framan dómkirkjuna i Vilna, en sovésk yfirvöld létu fyrir stuttu kaþólsku kirkjuna fá dómkirkjuna á nýjan leik og var fyrsta messan í gær. Um hálf milljón manna tók þátt í fagnaðar- látunum. Simamynd Reuter grasrótarhreyfmgar sem berst fyrir umbótum í lýðveldinu. Leiðtogi Kommúnistaflokks Litháen var á fundinum og varaði fulltrúa við því að flokkurinn myndi ekki hða svo róttækar tillögur sem þessa. Eftir tveggja daga heitar umræður, sem útvarpað var beint um lýðveld- ið, urðu fulltrúar á stofnfundi sam- takanna, sem heita Sajudis, ásáttir um að sætta sig við breytingar á borð við efnahagslegt sjálfstæði fyrir landið og frjálsar kosningar. Samskipti við önnur Sovétlýðveldi vildu fundarmenn að yröu meðal annars byggð á jafnrétti þjóða og sjálfsákvörðunarrétti. Þá var felld með naumum meirihluta tillaga um vítur á ríkisstjóm lýðveldisins. Algirdas Brazauskas, sem tók við embætti flokksleiðtoga í Kommún- istaflokknum síðastliðinn fimmtu- dag og er almennt álitinn umbóta- sinni, lofaði á fundinum að styðja hreyfmguna en varaði við öfgum og bað fólk um að sýna þolinmæði. Þetta þing var kallað saman til að gefa hreyfmgunni, sem hefur vaxið gífurlega síðan hún var stofnuð í júlí, formlegan grunn. Þingið kaus sér tvö hundruð og tíu manna þing og þrjá- tíu og eins manns stjómarráð, en enginn einn leiðtogi var kjörinn. Meðal þeirra íjörutíu ályktana, sem þingið samþykkti, vom kröfur um að Litháen fengi efnahagslegt sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Einnig var þess krafist að hömlur yrðu sett- ar á innflutning fólks til Litháen og að komið yrði á ríkisborgararétti í lýðveldinu. Auk þess var samþykkt krafa um fijálsar kosningar. Reuter Kynþáttahatri blandað í kosningabaráttuna Steinunn Böðvaisdóttir, DV, Washington; Enn á ný ganga haröorðar ásakan- ír manna á milli í baráttunni um for- setaembættið í Bandaríkjunum. Blökkumaðurinn Jesse Jackson, sem tapaði útnefningu demókrata til for- setaframbjóðanda flokksins fyrir Michael Dukakis, ásakaði repúblik- ana í gær um að blanda afar við- kvæmu máh í þessa kosningabar- áttu, kynþáttahatri. Máli sínu til stuðnings vísaði Jack- son til auglýsingar kosningaherbúða Georges Bush, frambjóðanda repú- blikana. í umræddri auglýsingu not- færa repúbhkanar sér atburð sem gerðist þegar blökkumaður strauk úr fangelsi í Massachusetts, heima- fylki Dukakis, þegar hann var í helg- arleyfi úr fangelsinu. Fanginn nauðgaöi ungri hvítri konu áður en hann náðist á ný. Auglýsingunni er ætlað að sýna Kjósendum að Dukakis sé ófær um að beijast gegn sífjölgandi glæpum í Bandaríkjunum. Jackson sagði einnig að staðhæf- ingum Bush um fijálshyggju Dukak- is væri ætlað að sýna fram á að þeir sem börðust fyrir afnámi kynþátta- misréttis væru „óvinir Bandaríkj- anna“. Lloyd Bentsen, varaforsetaefni demókrata, tók undir ásakanir Jack- sons í sjónvarpsviðtali í gær. Hann kvaðst telja kosningabaráttu repú- blikana skírskota til kynþáttafor- tz______________________________ Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jack- son sakar repúblikana i Bandarikj- unum um að blanda kynþáttahatri í baráttuna um forsetaembættið. Símamynd Reuter dóma fólks. Talsmaður Bush hefur neitað þessum ásökunum. Stúðningsmenn beggja frambjóö- enda virðast nú reiðubúnir til að leggja allt í sölurnar til að knýja fram sigur 8. nóvember næstkomandi. Nýjustu auglýsingar repúhlikana um afstöðu Dukakis til vamarmála eru ekki alltaf sannleikanum samkvæm- ar og margir stuðningsmanna Duk- akis hafa ásakað repúblikana um að ljúga að kjósendum í þessum auglýs- ingum. En þrátt fyrir að fréttaský- ren^jr f JjafLr ^nt. á hvernig .isló3-8iilihö(m8 iiójl George Bush og Michael Dukakis takast i hendur i kvöldverðarboði • hjá Ítalsk-ameríska félaginu í Was- hington um helgina. Báðir fluttu þeir ávarp í boðinu. Simamynd Reuter frambjóðendurnir hagræði sannleik- anum hefur ekkert breyst. Og í síðustu viku var einum starfs- manna Dukakis vikið úr starfi vegna ummæla um einkalíf Bush. Þessi kosningabarátta snýst nú meira um persónulegar árásir og ýktar stað- reyndir en málefnalega umíjöllun. En ólíklegt er aö nokkuð muni breyt- ast þær tvær vikur sem eftir eru til kosninga. Skoðanakannanir sýna nefnilega að árásir og rangtúlkun staöreynda ná athygh kjósenda mun betur en blákaldur sannleikurinn. ,i iiiM i/, ituíbu ,rri -2íti9iaioríTaíiiv9rio3 öíveG ligss 'Vii Líkja eftir Vesturlöndum Kosningar til nýs sovésks þings munu verða opnar frambjóðendum sem hafa mismunandi skoðanir, samkvæmt róttækum tillögum sem voru birtar í gær. Þessar nýjustu breytingar undir sljóm Mikhails Gorbatsjovs í bar- áttu hans fyrir endurbótum eru mjög í andstöðu við hefðbundinn hátt í Sovétríkjunum þar sem ávallt hefur verið einungis eitt nafn á kjörseðlinum. Frumvarp þetta verður lagt fyrir æðsta ráðið í nóvember. Þvi er ætl- að að verða grunnur nýs kerfis þar sem kjörið verði þing, sem veröi mun valdameira en það þing sem nú situr, í aprfl næstkomandi. Þetta frumvarp endurspeglar ákvarðanir sem teknar voru á ráð- stefnu Koramúnistaflokksins í júní síðastliðnum og fela í sér aö Sovét- ríkin verði færð í lýöræðisátt og að vald verði íært frá flokki til rik- is, í ályktuninni ftá því í júní er tal- að um að líkja eftir vestrænu kosn- ingakerfi og leyfa fólki að tjá sig um menn og máiefni. Reuter Samkomulag við indíána Agúsl Hjöitur, DV, Ottawa: Samkomulag náöist um helgina milh lubiconindíána og fylkis- stjórnar Albertafylkis um stærö á friðlandi fyrir ættflokkinn. Fylkiö mun láta lubiconindíánana fá 246 ferkílómetra svæði til eignar og yfirráða. Þar með er brotiö blaö í 48 ára langri deilu sem náöi hámarki sínu í sföustu viku. Þá handtók lögregl- an 27 indíána og tók niður vega- tálma sem þeir höföu komið upp eftir aö þeir lýstu yfir sjálfstæði sínu fýrr í mánuöinum. Ekki eru þó allar deilur úr sög- unni því rfldsstjórn Kanada á eftír að samþykkja samkomulagið. Þá á einnig eftir að semja um bætur til indíánanna og eins hvemig staöiö verði að uppbyggingu á friö- landinu. Búist er við að þær samn- ingaviðræöur geti hafist nú í vik- unni. Bernard Ominayak, leiðtogi lubiconindíánanna, lýsti yfir ánægju sinni með samkomulagiö en sagöi aö ekki væri tímabært aö tala um sigur fyrr en endanlegt samkomulag hefði tekist við ríkis- sljórnina. OG þÚ FLÝGUR í GEONUM OAGIN {sm . / t"i - £ Æ«lÍ'Sfe^!lentarV Hvernig á að nota fjölskyldutrimmtækið rétt? Burt mc Æflð 5 mín. á dag. Tll þets að ná árangrl verAur að a*fa hinar þrjár mlkilvægu undirstöðuxfingar daglega. Eftlr að byrjaö er að a?fa samkvxmt æflngar- prógramml mótast vaxtarlag líkamans af sjálfu sér. Æflng I Þessl aeflng er fyrlr magavöðva og stuðlar að mjóu mlttl Setjlst á sætlð á trlmmuekinu, legglð faeturna undlr þverslána, hendur spenntar aftur fyrlr hnakka. Látlð höfuðið siga haegt að gólfl. Efrl hluti líkamans er relstur upp og teygður ( átt að tám. Mlkllvxgt: Æflngu þessa verður að framkvæma með Jöfnum hraöa án rykkja. í byrjun skal endurtaka aeflnguna flmm sinnum, en slöan fjölga þelm í allt að tlu slnnum. Æflng 2 Þessi aeflng er fyrir handleggl og rassvöðva. Legglst á hnén á saetlð á trlmmtaeklnu. Taklö báðum höndum um vlnklana, handieggimlr hafðlr beinlr og stlflr allan timann. Teyglð úr fótunum þannlg að setan renni út á enda, hnén dregln aftur að vlnklunum. Æflngln endurtekin a.m.k. flmm slnnum. Æflng 3 Þessl irflng er tll þess að þjálfa og móta laervööva. faetur og handleggl. Setjlst á saetlö og takiö báöum höndum um handföngln á gormunum og draglð saetlð að vlnklunum. Teyglð úr fótunum og halllö efrl hluta Ifkamans aftur og toglð I gormana. Haldlö gormunum strekktum allan tfmann og spennlö og slaklð fotunum tll sklptls. Æflngln endurtekln a.m.k. tlu slnnum. Enginn llkami er góöur án vööva I brjóái. maga og bakhluta KúMTWgt IHukcppí. llúpp brjbtt lidppu bdkNuO oslrv) FJÖLSKYLDUTRIMMTÆKIÐ NÚ KR. 2.750,- mt 62 33 88 Póstverslunin Príma Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. ______g VISA g EUROCARD_________ Fótóhúsið - Príma ■ ljósmynda- og gjafavöruverslun, _ Bankastrœti, sími 21556. LP- •-it*Sr- '.t.liu i.iouoinn. .aul -ÖBitismBQnineq mu isgniaýlqqu hsnéH .muQöbuImniil é Vú i UaMiö nni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.