Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988.
Útlönd
Framlög Markosar ólögleg
Nýr vlnstrl flokkur í Mexíkó
Cuauhtemoc Cardenas og Poriiro Munoz Ledo, leiötogar stjómarand-
stööunnar í Mexikó, rétta upp hönd til merkis um þaó aö þeir sam-
þykki stofnun nýs flokks. Simamynd Reuter
Stjórnarandstaöan í Mexíkó sameinaðist á föstudag um stofnun nýs
stjórnmálaflokks í landinu. FLokkurinn hlaut nafnið Lýðræðislegi bylt-
ingarflokkurinn og er undir forystu Cuauhtemoc Cardenas, fyrrum for-
setaframbjóðanda. Tahð er að flokkurinn geti orðið næststærsti flokkur
landsins og mjög áhrifamikill á næstu árum.
Hjukrunarkonur hætta verkfalli
Hjúkrunarkonur í Frakklandi
samþykktu i gær að hætta verk-
falli sínu sem staöiö hefur í tvær
vikur, en sögðust myndu halda
áfram baráttu sinni fyrir hærri
launum.
Hjúkrunarkonumar eru í hópi
fleiri stétta sem hafa lagt tiJ atlögu
við Rocard forsætisráðherra vegna
stefnu stjórnar hans, að laun opin-
berra starfsmanna hækki ekki um
meira en 2%.
Hjúkrunarkona mótmælir á laug-
ardag meó áritaðri skuróstofu-
grímu. Simamynd Reuter
Papandreou fagnað sem hefju
Papandreou ásamt Dimitru Liani
flugfreyju á leió út á Heathrow-
flugvöll á laugardag.
Símamynd Reuter
Papandreou, forsætisráðherra
Grikklands, var fagnað sem hetju
viö komuna til Aþenu eftir langa
dvöl á sjúkrahúsi i London þar sem
hann gekkst undir hjartaaögerð.
Flokksmenn hans þyrptust i þús-
undatali til að hylla leiötoga sinn á
flugvellinura.
Forsætisráðherrann notaði tæki-
færiö og kynnti kærustuna sína,
Dimitru Liani, sem er helmingi
yngri en hann.
Reuter
Undirnefnd bandaríska þingsins
kannar nú hvort eitthvaö sé til í
þeim ásökunum aö Ferdinand
Markos haö greitt ólögleg framlög
í kosningasjóð Ronalds Reagans
Bandaríkjaforseta, segir í News-
week.
Biaðiö segir að þingnefhdin hafi
fengið upplýsingar sem bendi til aö
Markos hafl greitt fjórar milljónir
dollara í sjóðinn áriö 1980 og átta
milljónir 1984.
Formaöur nefndarinnar vildi
ekki staöfesta þessar ásakanir en
sagði að alvarlegar ásakanir hefðu
borist.
Talsmenn Reagans hafa neitað
að hafa tekið við peningum frá
Markosi.
Einungis bandarískir ríkisborg-
arar hafa leyfl til að leggja framlög
í kosningasjóði í Bandaríkjunum,
og hámarksupphæð undir eðlileg-
um kringumstæðum er eitt þúsund
dollarar á hvem einstakling.
Nýjar tillögur frá írönum
Rudolph Giuliani saksóknari les
upp ákaeru á Ferdinand Markos og
niu aöra. Slmamynd Reuter
Subroto, aðalritari OPEC, sagði að
Opec ætlaði ekki að auka fram-
leiðslu sína næstu fjórar vikur.
Simamynd Reuter
íranir settu fram óvæntar tillög-'
ur á fundi OPEC um helgina til
lausnar á deilu þeirra um fram-
leiöslukvóta á olíu við íraka. TaHö
er að þessar tfllögur geti hjálpað
við að sameina OPEC á nýjan leik,
sem aftur mun leiða til hækkunar
á oiíuverði.
Á fundinum, sem haldinn var í
Madrid, var friðsamlegri andi en á
flestum fundum samtakanna að
undanfórnu, og varð að samkomu-
lagi að aðildarríkin ætla ekki að
auka framleiðslu sína á næstu fjór-
um vikum, og i nóvember ætla þau
að reyna að komast aö smkomulagi
um framleiðsluminnkun.
Tfllaga írana miðar við aö sömu
framleiöslutakmörk verði sett á
bæði íran og írak.
_____________DV
Árangursríkar
viðræður
Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og
Frelsissamtaka Palestínumanna,
PLO, hafa sagt að viðræöurnar milli
þeirra um helgina um stefnuna í
málefnum Miðausturlanda hafi bor-
ið árangur. Bíða menn nú spenntir
eftir næsta skrefi leiðtoganna.
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði
í gær að fulltrúar samtaka hans og
jórdanskir embættismenn myndu
fylgja eftir viðræðunum í Aqaba milh
Husseins Jórdaniukonungs og Mu-
baraks Egyptalandsforseta en það
var hann sem kom saman hinum
tveimur fyrrnefndu.
Arafat og Hussein komust að sam-
komulagi 1985 um að vinna sameig-
iniega að málefnum Miðausturlanda.
Það samstarf lagðist hins vegar niður
ári seinna þar sem ekki tókst að finna
formúlu fyrir viðurkenningu PLO á
ísrael sem er mikilvægt til þess að
friðarviðræður geti farið fram.
Aðstoðarmenn Mubaraks gáfu í
skyn að ein af ástæðunum fyrir því
að fundi Arafats og Husseins var
komið á hafi verið sú að sýna ísra-
elskum kjósendum að hógværir
arabar væru reiðubúnir tfl friðarvið-
ræðna ef ísraelsmenn vildu.
Mubarak vísar hins vegar á bug
þeim ásökunum stuöningsmanna
Shamirs forsætisráðherra að leið-
togar arabaríkja séu að heyja kosn-
ingabaráttu fyrir Peres utanríkisráð-
herra sem styður hugmyndina um
alþjóðlega ráðstefnu um frið í Mið-
austurlöndum.
Mubarak Egyptalandsforseti, i miðið, horfir á Hussein Jórdaníukonung og
Arafat PLO-leiötoga heilsast í Jórdaníu á laugardaginn. /
Símamynd Reuter
Eftir viðræðurnar við Jórdaníu- Bagdad til viðræðna við Saddam
konung héldu Mubarak og Arafat til Hussein, forseta íraks.
Kohl til Sovétríkjanna
Asgeir Eggerisson, DV, Mimchen:
Miklar vonir eru bundnar viö
heimsókn Kohls, kanslara V-
Þýskaiands, tfl Sovétríkjanna sem
hefst í dag. Eitt af markmiðum
Kohls með heimsókninni er aö
halda viö því sambandi sem skap-
ast hefur mflfl þessara tveggja rikja
eför stríö. Hann sagði einnig að
með þessari ferö myndi verða skr if-
aöur nýr kafii í sögu beggja landa.
í viðtali við v-þýska tímaritiö Der
Spiegel sagði Gorbatsjov aö sam- í nokkurn tima. Þá mun Kohl hafa
bandiö á milU V-Þýskalands og áhuga á að tengja V-BerUn betur
Sovétríkjanna væri mikilvægtfyrir við V-Þýskaiand en hingað tflhefur
alla Evrópu. í þessari ferö munu ætíö þurft samþykki Sovétríkjanna
stjórnmálamennimir undirrita ef alþjóölegir samningar eiga að ná
samninga sem meðal annars munu til V-BerHnar.
veita Sovétríkjunum nokkurra Gerasimov, utanrikisráðherra
milljaröa lán. Sovétríkjanna, sagði hins vegar að
Gorbatsjov mun aö öllura líkind- reynt væri að gera V-Berlín að
um vflja heyra viðbrögö Kohls við meira vandamáli en hún væri í
nýjustuafvopnunartfllöguraSovét- raun. Því í raun og veru væri V-
ríkjanna en frá Atlantshafsbanda- Berlín ekki hluti af V-Þýskalandi.
laginu hafa engin viðbrögð heyrst
Hvorugur sigurvegari
í kappræðunum í gær. Er ekki talið
líklegt að þeim hafi tekist að breyta
skoðunum kjósenda, nú þegar níu
dagar eru til kosninga. Hvorugur
kom á óvart með nýjar tillögur í
friðarumleitunum í Miðausturlönd-
um. Kappræðunum, sem stóöu yfir
í þrjátíu mínútur, var sjónvarp-
að.
Flestar skoðanakannanir sýna að
litlu munar á fylgi Likud bandalags-
ins og Verkamannaflokksins. Flokk-
amir tveir mynduðu samsteypu-
stjórn árið 1984 þegar hvorugum
tókst að mynda stjórn upp á eigin
spýtur.
Peres sagði í gær aö hann myndi
mynda stjórn með Likud-bandalag-
inu á ný ef það yrði til þess að friður
kæmist á en Shamir hvatti kjósendur
til að veita flokki sínum nægan
stuðning til þess að hann gæti mynd-
aö breiöa stjóm sem yrði traust og
gæti unnið sameiginlega aö hags-
munum fólksins.
Flokkarnir tveir hafa ekki getað
komið sér saman um tillögur að friði
í Miðausturlöndum.
Stjórnmálaskýrendur í ísrael segja ráðherra né Shimon Peres, utanrík-
aö hvorki Yitzhak Shamir forsætis- isráðherra, hafi borið sigur úr býtum
Shamir, forsætisráðherra Israels, og Peres, utanríkisráðherra landsins, tak-
ast í hendur eftir kappræðurnar í gær.