Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 38
50
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988.
Jarðarfarir
Ester Georgsdóttir, Barónsstíg 16,
Reykjavík, lést 17. október sl. Hún
var fædd í Reykjavík 28. febrúar 1931,
dóttir hjónanna Guðfinnu Bjarna-
dóttur og Georgs Grundfjörð Jóns-
sonar. Hún lætur eftir sig 5 börn.
Útfor Esterar verður gerð frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 25. október
kl. 13.30.
Sigurður Bjarnason frá Innri-
Lambadal, Dýrafirði, Skúlagötu 52,
Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
13. október sl. Hann fæddist í Litla-
Garði, Dýrafirði, 27. ágúst 1909. For-
eldrar hans voru Bjarni Sigurðsson
og Sigríður Gunnjóna Vigfúsdóttir.
Hann vann í 20 ár hjá Trésmiðjunni
Víði eftir að hann fluttist suður. Sig-
urður var kvæntur Karitas Hinriks-
dóttur sem lést 18. janúar 1954. Þau
hjónin áttu þrjú börn. Útför Sigurðar
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 15.
Minningarathöfn um dr. Pálma Möll-
er prófessor, sem lést í Birmingham,
Alabama, 19. júní sl„ veröur í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
25. október kl. 13.30.
Þorvaldur Ásgeirsson, Miðleiti 1,
verður jarösunginn frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 25. okt. 1988 kl.
15.
Jóhanna Elínborg Sigurðardóttir,
áður Selvogsgötu 9, Hafnarfirði,
verður jarðsungin þriðjudaginn 25.
október frá Hafnarfjarðarkirkju kl.
15.
Tilkyimingar
Alþýðubandalagiö í
Kópavogi
Félagsvist í Þinghól, Hamraborg 11, í
kvöld, 24. október, kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Þrídrangur í nýtt húsnæði
Þrídrangur er fluttur í rúmgott verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæði að Garðastræti
17, fast við hliöina á Bókakafíi. Félagið
er fræðslu- og upplýsingaþjónusta um
heildræn málefni. Þá hefur Þrídrangur
komið á fót fombókaverslun með bókum
um andleg, dulfræðileg og sálfræðileg
málefni og rit um nýja valkosti á ýmsum
sviðum. Einnig em tekin í umboðssölu
sams konar rit fyrir einstaklinga og
samtök. Ennfremur em seldir steinar,
kristallar og heilunarsnældur. Viðeig-
andi aðilum er bent á að hafa samband
ef þeir vilja koma á framfæri efni í frétta-
blaðið sem kemur út á næstunni. Félags-
menn fá blaðið sent minnst fjórum sinn-
um á ári. I því koma fram greinar og
upplýsingar um sálræktamámskeið,
fundi og fyrirlestra og aðra þjónustu eða
vöm sem hinir og þessir aðilar bjóða upp
á um heildræn efni. Opið kl. 10-19, simi
622305.
Ný fótaðgerðarstofa tekur til
starfa
Guðríður Jóelsdóttir fótaaðgerðasér-
fræðingur hefur opnað fótaaðgerðarstofu
að Borgartúni 31, Reykjavík. Guðríður
stundaði nám við Axelsons Gymnastiska
Institut í Stokkhólmi og lauk þaðan prófi.
Hún fór síðan í framhaldsnám og öðlað-
ist kennsluréttindi. Undanfarin ár hefur
hún starfað við Heilsuhæli N.L.F.Í. í
Hveragerði. Tekið er við tímapöntunum
alla virka daga kl. 9.30-10.30 í síma 623501.
Athygli er vakin á því að stofan er einnig
starfrækt á laugardögum.
Dagur Sameinuðu þjóðanna
24. október er dagur Sameinuðu þjóð-
anna. Þann dag árið 1945 gekk í gildi
stofnsamningur samtakanna en íslend-
ingar gerðust aðilar 19. nóvember 1946.
Lionshreyfingin á íslandi hefur gengist
fyrir því að festa kaup á fimmtíu fánum
Sameinuðu þjóðanna og gefa ýmsum
sveitarfélögum á Islandi, sem
vænst er að dragi fánann að húni á degi
Sameinuöu þjóðanna, mánudaginn 24.
október. Þess er einnig óskaö að flaggað
verði á opinberum byggingum þennan
dag.
Fundir
Aðalfundur Foreldra-
félags Breiðholtsskóla
Tuttugasta starfsár Breiðholtsskóla er
hafið og um leið annað starfsár endur-
vakins foreldrafélags skólans. Aðalfund-
ur félagsins verður haldinn þriðjudaginn
25. október kl. 20.30 í Breiðholtsskóla.
Almennar umræður um vetrarstarfið
fara fram að loknum hefðbundnum aðal-
fundarstörfum. Þetta verður gert í
nokkrum vinnuhópum þar sem öllum
gefst kostur á aö leggja orð í belg. Þannig
geta foreldrarnir haft áhrif á hvaða mál-
efni næsta stjóm mun leggja áherslu á.
I.T.C. Kvistur
heldur fund á Holiday Inn í dag, 24. októb-
er, kl. 20. Fundarefni: Kynning á I.T.C.
Gestir velkomnir.
Jöklarannsóknafélag íslands
Haustfundur verður haldinn að Hótel
Lind, Rauðarárstíg, þriðjudaginn 25. okt-
óber kl. 20.30.
Hið íslenska sjóréttarfélag
gengst fyrir fræðafundi þriðjudaginn 25.
október nk. Fundurinn verður haldinn í
Lögbergi, stofu 102, og hefst hann kl. 17.
Fundarefni: Amór Halldórsson lögfræð-
ingur flytur erindi er hann nefnir: Rift-
un skiprúmssamninga. Að erindinu
loknu er að venju gert ráð fyrir fyrir-
spumum og umræðum. Frummæl-
andinn lauk embættisprófi í lögfræði frá
Háskóla íslands 1988. Hann starfar í lög-
fræðideild Útvegsbanka íslands hf. Loka-
prófsritgerð hans í lagadeild Háskólans
fjallaði um vanefndir skiprúmssamn-
inga. Fundurinn er öllum opinn og em
félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjó-
rétt og vinnurétt hvattir til að mæta.
Erindi um ákvörðunarfræði
Þriðjudaginn 25. október kl. 17.15 heldur
Marinó G. Njálsson erindi um ákvörðun-
arfrasði. Fundarstaöur er Lögberg, stofa
101. Lögberg er sunnan við aðalbyggingu
Háskóla íslands. Marinó G. Njálsson er
með M.Sc,- og verkfræðigráðu í aögerða-
greiningu frá Standfordháskóla í Kali-
fomíu. I þessum fyrirlestri verður gefin
örstutt kynning á ákvörðunarfræði en
síöan tekið raunverulegt dæmi um það
hvemig hún vinnur. Fundurinn er öllum
opinn.
Ný beitusíld
Höfum nýfrysta beitusíld til afgreiðslu strax.
BAKKAFISKUR HF.
Símar 98-31194, 98-31094 og 98-31438, Hjör-
leifur.
Menning
Tónlist
Leifur Þórarinsson
og vináttuna), að vera fyrsta flokks.
Maijorie söng fyrir hlé, við undir-
leik Tutts, Aríu úr Mattheusarp-
assíunni, Frauenliebe und Leben
eftir Schumann og Zwei Lieder fúr
Bratsche und Alt eftir Brahms.
Hlíf lék með á fiðlu í aríu Bachs og
á violu í Brahmslögunum. Þetta
var fallegur og innilegur söngur og
leikur.
Eftir hlé áttu Freyr og kona hans
Margarita sviðið og léku af mikilli
Frá tónleikunum i nýopnuðu Listasafni Sigurjóns Olafssonar í gær
DV-mynd S
snilld Grande Sonate Concertante
eftir Kuhlau og Rómönsu eftir G.
Brun. Hljómurinn í tónlistarsal
safnsins er bæði mikill og hlýr, en
þó alveg laus við erfiða ágengni.
Þarna væri sannarlega gaman að
heyra strengjakvartett innan um
nokkur bestu listaverk sem búin
hafa verið til á íslandi. Að þessu
loknu á maður reyndar varla orð
yfir þakklætistilfinninguna sem
sest í hjartað, að þetta safn skuli
vera orðið að veruleika. Þar er
reyndar fyrst og fremst einni
manneskju að þakka, Birgitte Spur,
ekkju Sigurjóns, sem hefur unnið
með þessu mikið kraftaverk í þágu
landsoglistar.Húnlengilifi. LÞ
Hún lengi lifí
Fjölskyldu- og vinakvöld í Siguijónssaöii
Það var dýrlegt tónlistarkvöld í
nýopnuðu Listasafni Sigurjóns Ól-
afssonar í gær. Þama voru að verki
tvö af börnum Sigurjóns, Hlíf fiðlu-
leikari og Freyr með flautuna,
ásamt tengdadóttur, píanóleikar-
anum Margarita Reizabal og tveim
vinum, Marjorie Melnick messó-
sópransöngkonu og píanóleikaran-
um David Tutt.
Allt eru þetta afbragðs listamenn
og þó að þau séu býsna ólík öll, að
innri sem ytri gerð, þá eiga þau það
sameiginlegt (fyrir utan familíuna
Píanóvígsla
Frá hátíðatónleikum í íslensku óperunni
rómantík frá 19du öld og byijun
þeirrar 20stu, þ.e. frá Chopin til
Rachmaninovs. Þá mátti líka heyra
Scriabin, Debussy og Snorra Sigfús,
sem fóru ágætlega saman. Það hefði
að vísu verið gaman að heyra Beet-
hoven og Brahms, já og kannski
Haydn og Bach líka, að ógleymdum
Mozart. En það bíður bara betri tíma,
þegar hamrarnir hafa þést og hljóð-
færið fengið eðlilega skerpu. í milli-
tíðinni óskum við Tónlistarfélaginu,
Óperunni og okkur sjálfum til ham-
ingju.
LÞ
Mikill merkisviðburður átti sér
stað í íslensku óperunni sl. laugar-
dag. Þá var tekinn í notkun nýr
glæsilegur Steinwayflygill sem Tón-
listarfélagið og Styrktarfélag ísl, ópe-
runnar hafði keypt til starfseminnar.
Á þessum vígslutónleikum, sem voru
sannkölluð stórhátíð, komu fram
hvorki meira né minna en 13 íslensk-
ir píanistar, hver öðrum betri. Sá
elsti var gamli meistarinn Rögn-
valdur Sigurjónsson, sem kom þama
fram eftir margra ára hlé, og sá
yngsti líklega Guömundur Magnús-
son. En þeirra á milli voru allir hin-
ir, á ýmsum aldri, Brynja Guttorms-
dóttir, Þorsteinn Gauti, Órn Magnús-
son,
Tónlist
Leifur Þórarinsson
Snorri Birgisson, Anna Guðný Guð-
mundsdóttir, Lára Rafnsdóttir,
Selma Guðmundsdóttir, Jónas Ingi-
mundarson, Gísli Magnússon, Halld-
ór Haraldsson, Guðríður Sigurðar-
dóttir, allt öndvegisfólk.
Efnisskráin var mestmegnis píanó-
SniHingar framtíðarinnar:
Tónlistarhátíð ungra nor-
rænna einleikara í Reykjavík
Átta sigurvegarar úr tónlistar-
keppni fyrir ungt fólk á Noröurl-
öndum halda jafnmarga tónleika í
Reykjavík þessa viku. Slíkar tón-
listarhátíðir hafa verið annað hvert
ár í höfuðborgum Norðurlanda síð-
an 1980 en aldrei fyrr í Reykjavík.
Margir þátttakendanna eiga mikla
frægð fyrir höndum. Þeir velja
sjálfir verkin sem flutt verða og er
þar að finna ýmsar perlur úr safni
sígildra tónbókmennta.
Fyrstu tónleikamir verða í kvöld,
þriðjudag, í íslensku ópemnni. Þar
leika Finninn Jan-Erik Gustafsson
seUóleikari við undirleik Arto
Satukangas og Svíinn Anders
Kilström píanóleikari verk eftir
Bach, Beethoven, Chopin og fleiri.
í hádeginu á morgun, kl.12.30, leik-
ur Norðmaðurinn Geir Draugsvoll
á harmóníku verk eftir Messiaen
og þekkt nprræn samtímatónskáld.
FuUtrúi íslendinga í þessum fríða
hópi er að þessu sinni ÁshUdur
Haraldsdóttir flautuleikari. Hún
kemur fram með Sinfóníuhljóm-
[ sveit íslands á imðyikudagskvöld.
Ashildur Haraldsdóttir, eini islenski þátttakandinn að þessu sinni.
kl. 20.30 í flautukonsert eftir Carl
Nielsen.
Þar verður einnig Michaela
Fukacová Christensen frá Dan-
mörku sem einleikari í seUókon-
sert Dvoráks. Svíinn OUe Persson
syngur Lieder. eines. fahrenden
Gesselen eftir Mahler og Norðmað-
urinn Leif Ove Andsnes er einleik-
ari í þriðja píanókonsert Prokofi-
evs. Petri Sakari stjómar.
Tónleikarnir halda áfram á ýms-
um stöðum fram á laugardag og
veröur nánarrfrá þvíisagtsíðar. j .i