Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988.
Fréttir
Tugmilljóna tjón í bruna á Stöðvarfírði:
Síldarvertíð lokið á
staðnum vegna brunans
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Tugmilljóna tjón varö á Stöövar-
firöi aðfaranótt síöasta laugardags
þegar eldur kom upp í saltfiskverk-
unarhúsi Hraöfrystihúss Stöðvar-
fjarðar. Aö undanförnum hefur verið
söltuö síld í húsinu. Eldurinn viröist
hafa komið upp í hleðsluherbergi þar
sem rafmagnslyftari er hlaöinn en
annars eru eldsupptök ókunn.
Bjarni Gíslason, slökkviliösstjóri á
Stöövarfiröi, sagöi aö slökkviliðið
heföi veriö kallað út um kl. tvö eftir
miönætti. Þá var töluveröur eldur í
húsinu. Slökkvistarf hófst þegar í
staö og lauk því á sjötta tímanum.
Að sögn Guöjóns Smára Agnars-
sonar, framkvæmdastjóra Hrað-
frystihússins, er ljóst aö tugmilljóna
tjón hefur oröiö af völdum eldsvoð-
ans. í húsinu voru um áttatíu tunnur
af saltaðri sOd, auk þess töluvert af
salti og áttatíu tonn af saltfiski. Óvíst
er hversu mikið af framleiðslunni er ónýtt eftir brunann.
er hve mikið af þessari framleiöslu
er ónýtt fyrr en eftir skoöun.
Alls var búið að salta í um 1700
tunnur af síld hjá Hraðfrystihúsinu
og sagði Guöjón Smári að líklegast
væri síldarvertíð lokið hjá þeim á
þessari vertíð. Húsið, sem brann, var
aðalhús fyrirtækisins fyrir utan
sjálft frystihúsið.
Úlfar Jónsson, lögregluvaröstjóri á
Egilsstöðum, sagði aö lögreglan heföi
verið komin á staöinn um hálfsjö um
morguninn en boö um eldsvoöann
fengu þeir á fjóröa tímanum um nótt-
ina þegar þeir voru á leið til Eski-
fjaröar. Lögreglan hélt vakt um hús-
ið þangað til starfsmenn Brunamála-
stofnunar komu á staðinn.
Um atvinnuhorfur söltunarfólks
sagði Guðjón Smári að einhverjir
yrðu við hreinsun á húsinu og aörir
yrðu í vinnu í frystihúsinu. Þó yrði
sennilega að fækka fólki vegna brun-
ans.
Fiskverkunarhúsið er mjög mikið skemmt eins og myndin ber með sér.
DV-myndir: Ægir
Framkvæmdastjóra félagsheimllisins í Bolungarvik sagt upp:
Hagnaður af áfengissólu
minni en innkaup benda til
- segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík
Bæjarstjórinn í Bolungarvík hefur
sagt framkvæmdastjóra félagsheim-
ilisins á staðnum upp störfum vegna
óreiðu sem verið hefur á rekstri
hússins. Málið hefur ekki verið kært
og sagði Ólafur Kristjánsson, bæjar-
stjóri í Bolungarvík, að engin
ákvörðun heföi verið tekin um fram-
hald þess.
„Það er rétt að áfengissala á bam-
um átti að skfia meiri innkomu mið-
að við innkaup en raunin hefur orð-
ið. Framkvæmdastjórinn á eftir að
gefa sínar skýringar og það er rétt
að hann fái að gera það áður en farið
er að bera sakir á menn. Skipting á
milli einstakra rekstrarþátta er enn
óljós,“ sagði Ólafur Kristjánsson
bæjarstjóri í samtali við DV.
Bæjarráð og bæjarstjóri sögðu
framkvæmdastjóranum upp í síð-
ustu viku en hann haföi þá rekið
veitingaþjónustu í félagsheimOinu og
annast skemmtanahald þar í tvo
mánuði.
Sá kvittur hefur komið upp að um
fjárdrátt upp á nokkur hundruð þús-
und sé að ræða en Ólafur Kristjáns-
son vildi ekki staðfesta það. „Fram-
kvæmdastjórinn á rétt á að gefa sínar
skýringar fyrst,“ sagði Ólafur. Um-
talsverður halli hefur verið á rekstr-
inum í félagsheimilinu síðustu mán-
uöi. Ólafur Kristjánsson staðfesti að
halUnn væri á aðra mOljón.
„Ég býst við aöframkvæmdastjór-
inn hafi tekið rangar ákvarðanir í
skemmtanahaldi en við það þarf ekk-
ert að vera saknæmt,“ sagði Ólafur.
„Bærinn sér um bókhald félags-
heimilisins og ég gat því fylgst með
framvindu mála. Ég var búinn að
hafa reksturinn undir smásjánni
undanfarinn hálfan mánuð og bar
skylda til að grípa í taumana strax.“
Aður en reksturinn í félagsheimil-
inu var leigöur út haföi Bolungarvík-
urbær lagt sjö til átta miOjónir í end-
urbætur á húsinu bæði utan og innan
og til kaupa á búnaði í það. Nú er
verið að leita að nýjum rekstraraðOa
og sagði Ólafur að viðræður stæðu
. yfir við nokkra menn.
-GK
ÞórhaHur AsmundsBon, DV, Sauðárkrólau
í síðustu viku tók landhelgis-
gajsluflugvélin TF-Sýn Blátind
SK-88 að ólöglegum dragnótaveið-
um í innanverðum Skagafirði,
skammt undan Hegranesvita, en
friðaða svæðiö nær firá Hegranestá
í beinni línu út að Fagranesi á
Reykjanesströnd. Dæmt var i mál- á raeðal skipstjórinn, eiga bátinn.
inu hjá sýslumanni Skagfirðinga Þetta eru menn sem lengi eru bún-
og var skipstjórinn á Blátindi ir aö vera tO sjós og hafa þeir haft
dæmdur í 180 þúsund króna sekt að orði að þeir fari í úreldingu með
ogafliog veiöarfæri gert upptækt. bátnum. Ekki er vitaö, né talið lík-
Þess má geta að Blátindur átti að legt, að þeir séu landhelgisbrjótar
fara í úreldingu fyrir nokkrum vik- að upplagi.
um en fékk undanþágu til 1. desem-
ber. Þrír af fjórum skipverjum, þar
Gunnar Bender, veiðifréttamaður DV, tekur viö fjölmiðlabikarnum á laugar-
dagskvöldið úr hendi Rafns Hafnfjörð, formanns L.S. Þetta er i fyrsta skipti
sem bikarinn er afhentur. DV-mynd ÞE
Fjölmiðlabikar
til DV-manns
Á aðalfundi Landssambands
stangaveiðimanna um helgina var í
fyrsta skipti afhentur fjölmiðlabikar
og hlaut veiðifréttamaður DV, Gunn-
ar Bender, bikarinn.
Stjórn L.S. ákvað að afhenda bikar-
inn þeim flölmiðlamanni er að henn-
ar mati heföi gert hvað mest og best
fyrir stangaveiðnþróttina.