Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1988, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1988. Heimsbikannótið í skák 15. umferð heimsbikarmótsins: Tal vann stystu skákina - Jóhann hafði betur gegn Nikolic Margar spennandi skákir voru tefldar í 15. umferð heimsbikar- mótsins sem fram fór á fóstudag. Mest var fylgst með tvísýnu tafli Jóhanns og júgóslavneska stór- meistarans Nikolic en öruggur sig- ur Kasparovs gegn Sax og snagg- araleg skák Tais gegn Timman vöktu einnig athygli. Margeir og Speelman sömdu um jafntefli eftir 37 leiki er þráskák blasti við. Um tíma virtist Speel- man vera hætt kominn en taflið var þó allan tímann afar flókið og erfitt viðureignar. Þá gerðu Kortsnoj og Beljavsky jafntefli eftir fjöruga skák, þar sem Kortsnoj hafði lengst af undirtökin. Nunn og Spassky, Ribli og Andersson, Portisch og Skák Jón L. Árnason Jusupov og Sokolov og Ehivest sættust á hinn bóginn á jafntefli eftir fremur bragðdaufa baráttu. Eftir aöeins 10 leiki í skák Tals og Timmans hafði sá síðarnefndi ratað í slíkar ógöngur, að hverfandi hkur voru á því að hann myndi bjarga skákinni. Það er ótrúlegt að vendipunkturinn komi svo snemma í tafli svo snjallra garpa - enn eitt dæmiö um óendanlega möguleika skáklistarinnar. Timman lagði mikið á stööu sína í 8. og 9. leik en sást bersýnilega yfir skemmtiiegan möguleika „töframannsins frá Riga“, eins og Tal er gjarnan nefndur. í erfiðri stöðu lék hann síðan kæruleysis- lega af sér og varð að gefast upp. Hvitt: Mikhail Tal Svart: Jan Timman Drottningarbragð 1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 Rc6 4. e3 e6 5. d4 d5 6. cxd5 exd5 7. Be2 cxd4 8. exd4 Re4?! 9. 0-0 Bb4? 10. Rxe4! dxe4 11. d5 exf3 12. Bxf3 Re5 13. Da4 + Tal nær manninum til baka á þennan hátt. Ekki veröur séð að svartur geti bætt taflmennsku sína í næstu leikjum. 13. - Dd7 14. Dxb4 Rxf3+ 15. gxf3 Dxd5 16. Bf4! Be6 17. Hfel a5 Svarið við 17. - Dxf3 yrði 18. Bg5! og nú er engin leið að svara máthót- uninni á e7. Ekki gengur heldur 17. - fB, vegna 18. Hxe6+ (18. Hadl er ekki lakara) Dxe6 19. Hel o.s.frv. 18. Da3 Hc8 19. Hadl Dc5? Beint í gin ljónsins en staða svarts er töpuð. 1 # I Á iii A i m Jl w A A A A A n s * ABCDEFGH 20. Hcl! Og Timman gafst upp. Eftir 20. - Dxa3 21. Hxc8+ Kd7 22. Hc7+ Kd8 23. bxa3 hefur hvítur unnið heilan hrók. Blikur á lofti Jóhann tefldi byrjunina djarft í skák kvöldsins gegn Nikolic. Hann var óánægður með peðsfórn sína í byrjuninni sem miðaði að því aö tvístra peðastöðu Júgóslavans. Áhorfendum sýndist sitt hverjum en auðheyrt var að flestum líkaði vel við aðferðir okkar manns. Svo fór að Jóhann vann peð á drottningarvæng og var þá kominn með tvo samstæða frelsingja á þeim helmingi borðsins. Sá galli var á gjöf Njaröar aö riddarar Jóhanns lentu þar í hringdansi en á kóngs- væng voru ýmsar blikur á lofti. * Er Jóhann og Jonathan Speel- man, stórmeistarinn hugmynda- ríki, skoðuðu skákina að henni lok- inni fundu þeir sterkan leik fyrir Nikolic í tímahrakinu Sem hefði leitt til mikilla sviptinga. Nikolic fann hann ekki og er fyrri tíma- mörkunum var náð átti Jóhann yfirburðastöðu sem hann vann úr af miklu öryggi. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Predrag Nikolic Pirc-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Rf3 Bg7 5. Be2 0-0 6. 0-0 c6 7. h3 b5 8. a3 a6 9. Be3 Rbd7 10. e5 Re8 ll.Dd2 dxe5 12. dxe5 Dc7 13. e6 fxe6 14. Bh6 Rdf6 15. Hfel Rd6 16. Bxg7 Kxg7 17. Hadl Rf718. De3 Hb8 19. Rd4 e5 20. Rb3 Hd8 21. Hxd8 Dxd8 22. Bf3 Bf5 23. Bxc6 Bxc2 24. Rc5 Db6 25. Bd5 Rxd5 26. Rxd5 Dd6 27. Rb4 Hc8 28. Rbxa6 Kg8 29. Hcl h5 30. De2 Bf5 31. Dxb5 Dd2 32. Hfl Dc2 33. b4 Rd6 34. Db6 e4 35. Rc7 s ® á m m & i A k A A w A A H<ý> ABCDE FGH 35. - Dd2? Hér leyndist leikurinn hættulegi sem Speelman og Jóhann skoöuðu eftir skákina. Eftir 35. - e3! 36. fxe3 (hugmyndin er að svara 36. Rd5 með 36. - exf2+ 37. Khl De2 38. Hxf2 Del+ 39. Kh2 De5+ 40. Rf4 g5 og vinnur mann) Rc4 37. Dc6! Rxe3 38. Hf2 Ddl+ 39. Kh2 Rfl + 40. Hxfl Dxfl 41. Dd5+ Kh7 42. De5 gefur taflið möguleika á báða bóga. 36. R5e6 Da2 37. Rd4 Dc4 38. Rcb5 Rxb5 39. Rxb5 e3 40. fxe3 Bd3 41. Hf2! Tímamörkunum var náö og Jó- hann gaf sér góðan tíma til að finna besta leikinn. Ekki gengur nú 41. - Dxb5 vegna 42. De6 + og Hc8 fellur. 41. - Dc6 42. Dxc6 Hxc6 43. Rd4 Hcl + Mikhail Tal - töframaðurinn frá Riga. 44. Kh2 Hal 45. Hb2 Hxa3 46. b5 Be4 47. b6 Bb7 48. Rb3 Bd5 49. Rc5 Hann hefði getað varið kóngspeð- ið fyrst með 49. Kgl-f2, en þetta gefur auðunnið tafl. 49. - Hxe3 50. b7 Bxb7 51. Hxb7 g5 52. Rb3 Kf7 53. Rd4 He4 54. Rf3 Kf6 55. Hb5 g4 56. hxg4 hxg4 57. Rd2 Hd4 58. Rfl Hd3 59. Hb4 Og Nikolic gafst upp. -JLÁ Lokaumferð heimsbikarmótsins í dag: Jóhann gæti náð þriðja sæti íslensku keppendurnir, Jóhann og Margeir, hafa séö til þess síðustu daga að skákunnendur í Borgar- leikhúsinu hafa horfið á braut með bros á vör. Á fimmtudag vann Margeir Nunn, á föstudag vann Jóhann Nikolic og á laugardag var röðin aftur komin að Margeiri er hann vann fyrrverandi heims- meistara Boris Spassky. Fyrir síðustu umferð sem tefld verður í dag eru heimsmeistarinn Garrí Kasparov og Alexander Beljavsky efstir og jafnir með 10,5 vinninga. Kasparov hefur unnið þrjár síðustu skákir sínar og það Skák Jón L. Árnason hefur ekki farið framhjá neinum að hann hefur tekið gleði sína á ný. Beljavsky vann einnig í 16. umferð. Þeir hafa vinningsforskot á Mik- hail Tal, sem hefur 9,5 v. en Jóhann Hjartarson og Ehivest koma næstir með 9 v. Jóhann hefur hvítt gegn Anders- son í dag og ef hann vinnur gæti hann náð þriöja sæti, þ.e. ef Tal tekst ekki að vinna Ehlvest. And- ersson er vitaskuld afar öruggur skákmaður sem erfitt er að leggja að velli en Jóhann náði þó aö fella hann á heimsbikarmótinu í Belfort. í 6.-7 sæti eru Jusupov og Tim- man með 8,5 v., síðan koma Sax, Speelman, Andersson og Nunn - Margeir vann Spassky 116. umferð með 8 v„ Sokolov og Nikolic hafa 7,5 v., Ribh, Portisch og Kortsnoj hafa 6,5 v. og Spassky og Margeir reka lestina meö 6 v. Kurteis þjálfari Jóhann Hjartarson braut ísinn í 10. umferð er hann vann Boris Spassky fyrsturíslendinga. Á laug- ardag tapaði Spassky svo aftur fyr- ir íslendingi er hann gaf taflið gegn Margeiri eftir 56 leiki. Spassky hefur verið ráðinn sér- stakur þjálfari íslensku skáksveit- arinnar fyrir ólympíumótið í Þess- alóniku sem hefst 12. nóvember. Fyrirhugað er að hann dvelji með sveitinni í vikutíma í æfingabúð- um, strax að heimsbikarmótinu loknu. Gárungarnir gripu þetta strax á lofti er sýnt var að Margeir væri að vinna. „Getur Spassky eitt- hvað kennt ykkur?” var spurt og í sama dúr: „Eru nú eggin farin að kenna hænunni?” Alkunna er að Spassky er mikill heiöursmaður og þar þótti sumum ástæöan komin fyrir töpum hans gegn íslendingunum. Þeir sögðu að hann væri auðvitað að reyna að auka sjálfstraust liðsmanna! Margeir iagöi annars fullmikið á stöðu sína í miðtaflinu og Spassky sneri smám saman taflinu við - vann peö og fékk um leið hættuleg- an frelsingja á b-línunni. í tíma- hrakinu snerust vopnin hins vegar gjörsamlega í höndum hans. Hann lék af sér frelsingjanum stolta og Margeir kom peði niður á g6 sem olli heimsmeistaranum fyrrver- andi miklum óþægindum. Er tíma- hrakinu létti var staöan þéssi: 1 # m i 1 1 á ABCDEFGH Margir vildu gangrýna síðasta leik Spasskys sem var 41. - Ha8-d8, töldu 41. - He8 betri kost. Margeir fann snjallan leik í stöðunni: 42. He6! Nú hótar hvítur 43. Hd6! og svar- ið við 42. - Dxd4? yrði 43. He8+ og mát í næsta leik. Drottning svarts veröur að hafa auga með f7-reitn- um. 42.--Ðd5 43. Da3+c5? Eftir 43. - Kg8 hefur Spassky ótt- ast 44. De7 en með 44. - HfB er ekki Ijóst hvernig hvítur fer að því aö vinna. T.d. 45. Hd6 Dg5! 46. Hd8 Dcl + 47. Kh2 Df4 + og þráskákar. Eða 45. He4 Dh5! og hótar skák á dl og peöinu á g6. 44. Dxc5 + Dxc5 45. dxc5 He8 46. Hc6! Besti leikurinn. Lakara er 46. Hb6 Hc8 47. c6 Hc7 og síðan Ke7-d6. 46. - He7 Margeir taldi 46. - Ke7 47. Hc7 + Ke6 48. Hxg7 Hc8 meö jafnteflis- færum, betri kost. 47. f4 Ke8 48. Kf2 Ha7 49. Ke3 Nú er hvíta taflið léttunnið. 49. - Kd7 50. Hd6+ Ke7 51. g4 Ha5 52. Hd5 Hb5 53. f5 Ha5 54. Ke4 Ha7 55. Hd4 Hal 56. Hb4 Ha7 Og um leið og Spassky lék, gafst hann upp. Einfaldasta vinnings- leiðin er 57. Hb7+! Hxb7 58. c6 + Kc7 59. cxb7 Kxb7 60. Ke6 o.s.frv. Kasparov í ham Jusupov virtist ætla að ná yfir- höndinni gegn Jóhanni en Jóhanni tókst að halda jafnvæginu og skák- inni lauk með því að þeir þráléku - jafntefli eftir 23 leiki. Jóhann má vei við þau málalok una. Skák Sax og Tal lauk með jafntefli í fáum leikjum og Andersson og Portisch sættust á skiptan hiut er fyrri tíma- mörkunum var náð. Þetta voru einu jafntefli umferðarinnar sem var með fjörugasta móti. Speelman fómaði manni fyrir all- mörg peð gegn Ribh og knúði fram sigur í 61 leik. Þá vann Nikolic Sokolov og loks mikilvægustu skákir umferðarinnar: Beljavsky lagði Nunn í endatafh eftir 59 leiki og Kasparov fór hla með Ehlvest sem mátti gefast upp eftir aöeins 25 leiki. Hvítt: Jan Ehlvest Svart: Garrí Kasparov Enskur leikur 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. e3 Bb4 5. Dc2 0-0 6. d3 Væminn leikur sem gefur svört- um auðvelda tafljöfnun. Hér er 6. Rd5 beittasta tilraunin. 6. - He8 7. Bd2 Bxc3 8. Bxc3 d5 9. cxd5 Rxd5 10. Be2 Bf5! Heimsmeistarinn hefur í huga leikjarööina 11. e4 Rf4 12. exf5 Rd4 13. Bxd4 exd4 14. Rgl Dd5 15. 0-0-0 Dxa2 meö miklum flækjum. 11. Hdl a5 12. 0-0 De7 13. a3 a4 14. Bel? Veikt, því að biskupinn stendur þarna í vegi fyrir kóngshróknum. Ehlvest er heillum horfinn í þess- ari skák. 14. - Bg6 15. Dc4 Hed8 16. Rd2? 8 7 6 5 4 3 2 1 16. - Rd4! 17. exd4 Rf418. Bf3 Hxd4! Mun sterkara en 18. - Bxd3 sem hvítur gæti svarað með 19. Dc5. Nú á hvítur afar erfitt tafl. Ehlvest grípur tíl þess ráðs að gefa mann- inn til baka. 19. Db5 c6! 20. Bxc6 Ef 20. Db6, þá 20. - Ha6 og fangar drottninguna. 20. - bxc6 21. Dxc6 Dd8! Bráðsnjailt. Eftir 21. - Had8 22. Rf3 Be4 á hvítur björgunarleikinn 23. Bb4! og heldur velli. 22. Rf3 Hd6 23. Db5 Hd5 24. Db4 e4! 25. Bc3 Engu betra er 25. Rd2 sem strand- ar t.d. á 25. - Dh4 með hótuninni 26. - Re2 + 27. Khl Dxh2 +! 28. Kxh2 Hh5 mát. 25.-Re2 + Og Ehlvest gafst upp. -JLÁ ' 5Í1L*- I I * 1 i «ui * A 4 A Á ♦ A A A A ©Mfl & aiié ABCDEFGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.