Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Side 48
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. Ævintýri á Hestshálsi: Geithafur raeðst á ijúpnaskyttu hverjuþessitöfsætti. Rjúpnaskytt- anhékkþáennáhornunumogvar allur orðinn aumur og marinn. í sameiningu tókst mönnunum þó að losna við geithafurinn og hlupu þeir síðan eins og fætur toguðu að bíl sínum með skepnuna á hælun- um. Inn í bílinn komust þeir án. frekari vandra:ða og óku á hrott. Ekkí veiddist nein rjúpaá Hests- hálsinum í i«;ttaskiptiö. -gb Geithafrar geta verið varasamir um fengitímann. Það fékk rjúpna- skytta uppi á Hestshálsi aö reyna í gærmorgun þegar stór og mikill hafur frá bæ einum í Lundar- reykjadal réðst á hann og vildi stanga. Rjúpnaskyttan átti fótum sínum fjör að launa. Maðurinn hafði skiliö við félaga sinn þegar hann heyrði mikið þrusk fyrir aftan sig. Þegar hann leit við sá hann hvar geithafúr stefndi á hann á fullri ferð. Rjúpna- skyttunni tókst að grípa í hom hafursins og gat þannig forðast að fá þau í síðuna. En um leið og horn- unum var sleppt geröi hafurinn sig líklegan til að ráðast aftur á mann- inn. Eftir rúman klukkutíma var fé- laga ijúpnaskyttunnar farið að leiðast biöin og fór því að gæta að Hafskipsmálið: Ákærur birtar í dag Gunnlaugur Briem, yfirsakadóm- ari í Reykjavík, birtir ákærur í Haf- skipsmálinu um hádegisbil í dag. DV hitti Gunnlaug að máli í morgun og sagði hann Jónatan Þórmundsson, sérskipaðan saksóknara í málinu, hafa skilað ákærum til sakadóms á fóstudag. Ætti eftir að ganga frá birt- ingu og því var ekki hægt að fá upp- gefið í morgun hverjir eru ákærðir. Þegar ákæra var gefin út voru Haf- skipsmennirnir Björgólfur Guð- mundsson forstjóri, Ragnar Kjart- ansson stjórnarformaður, Páll Bragi Kristjónsson, forstöðumaður fjár- málasviös, og Helgi Magnússon end- urskoðandi ákærðir. Ljóst er að Jóhann Einvarðsson þingmaður verður ákærður nú en hann átti sæti í bankaráði Útvegs- banka íslands. Með Jóhanni, sem var varaformaður, sátu í bankaráðinu þeir Valdimar Indriðason, fyrrver- andi alþingismaður, sem var formað- ur, Kristmann Karlsson fram- kvæmdastjóri, Garðar Sigurðsson, fyrrverandi alþingismaður, og Þór Guðmundsson hagfræðingur. Bankastjórarnir Axel Kristjáns- son, Halldór Guðbjarnarson, Lárus Jónsson, Ólafur Kristmann Helga- son, Ármann Jakobsson, Bjarni Guð- björnsson og Jónas Rafnar voru ákærðir í málinu 1987. -hlh Vigdis afhenti Evrópuverðlaun Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, aíhenti tveimur sigurveg- urum fyrstu Evrópuverðlaunin fyrir besta sjónvarpshandritið á verð- launahátíð í Genf nú rétt fyrir hádeg- ið. Þegar DV fór í prentun lá ekki fyrir hverjir sigruðu. Vigdís er í forsæti níu manna dómnendar sem velur tvö handrit af tíu handritum ungra höfunda sem til greina koma til verðlauna. Eitt þess- ara handrita er íslenskt, Steinbarn eftir Vilborgu Einarsdóttur. -HK Heilbrigöiseftirlitið: Gerði óstimplað hreindýrakjöt upptækt „Það fannst óstimplað hreindýra- kjöt á einum stað og það var gert upptækt," sagði Oddur Rúnar Hjart- arson, forstöðumaður Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkur, er DV ræddi við hann. Eins og greint var frá í blaðinu fyr- ir helgi virðist vera mikið magn af hreindýrakjöti í verslunum og á veit- ingastöðum í Reykjavík þrátt fyrir mjög skertan kvóta. í samtali við blaöið sagöist fólk á Austfjöröum ekki hafa getaö selt kjöt í verslanir því þar hefði verið til nóg kjöt. Sögð- ust kaupmennirnir hafa fengið það á lægra verði en nú tíðkast og munaði 2-300 krónum á kílóinu. „Þetta kemur upp á hverju einasta hausti,“ sagði Oddur Rúnar. „Við höfum að undanförnu farið í verslan- ir og á veitingastaði, eins og við ger- um raunar allan ársins hring, til að fylgjast með að allt fari eftir settum reglum og eins og áöur sagði fannst ólöglegt kjöt aðeins á einum stað. Var um lítið magn að ræða. Unnu á öllum borðum islenska skáksveitin vann sveit Puerto Rico á öllum boröum á ólymp- íuskákmótinu á Þessalóniku í gær. Jóhann Hjartarson hvíldi en Jón L. Árnason telfdi á fyrsta borði, Mar- geir Pétursson á öðru, Helgi Ólafsson á þriðja og Þröstur Þórhallsson á fjórða. Jón og Helgi höfðu svart og Margeir og Þröstur hvítt. Eftir þennan góða sigur lenti ís- lenska skáksveitin í þriðja sæti sam- kvæmt töfluröð eftir fyrstu umferð og fær því veröugan andstæðing í dag. kanadísku sveitina. í morgun var enn ekki búið að tilkynna hvern- "•Tg Kanadamenn stilltu upp sinni sveit en i henni eru ágætir skák- menn; til dæmis Spraget. sem íslend- ingar kannast við frá St. John. og landflótta Rússi, Ivanov að nafnigse Keflavíkurtogararmr: Staðan að > breytast „Ég verö að segja það áð viðræður sem við höfum átt við stjórnarmenn Hraðfrystihúss Keflavíkur og þá Guðjón B. Ólafsson, forstjóra Sam- bandsins, og Val Arnþórsson, stjórn- arformann þess, um helgina hafa aukiö mér bjartsýni á að togararnir verði áfram á Suðurnesjum," sagði Jón Norðflörö, stjórnarformaður Eldeyjar hf., í morgun. Hann sagði að það sem máhð sner- ist nú um væri að Suðurnesjamenn keyptu hlut Sambandsins í fyrirtæk- inu öllu. Ef þaö gengi eftir myndu Eldey hf„ Gæðaftskur hf. ogValbjörn í Sandgerði taka höndum saman um að kaupa þennan hlut í frystihúsinu ■*óg togurunum tveimur. „Mér finnst menn sem við höfum rætt við um helgiha vera mun já- kvæðari en verið hefur og menn hafa verið að skoöa máliö í ööru ljósi en áður,“ sagði Jón Norðfjörð. Það kemur í ljós alveg næstu daga hver endir veröur á þessu mikla hita- máli. -S.dór Bílstjórarnir aðstoða senDiBíLnsTOÐin Nýtt íslandsmet í maraþondansi var sett í gærkvöldi þegar nemendur Seljaskóla höfðu dansað stanslaust i 54 klukkustundir. Krakkarnir, sem höfðu skipt sér í tvo hópa, byrjuðu dansinn klukkan 5 á föstudaginn og dansaði hver hópur i þrjú kortér og fékk síðan hvíld í kortér. Gekk allt snurðulaust og það voru þreyttir en ánægðir dans- arar sem hættu kl. 11 i gærkvöldi. Þess má geta að fyrra metið var 48 klukkustundir og var það einnig sett af nemendum Seljaskóla. DV-mynd KAE LOKI Nú hefur snúist við hið fornkveðna: að fara upp í sveit að elta gamla geit! Veðrið á morgun: Slydda og snjókoma fyrir norðan Á morgun verður norðlæg átt um vestanvert landið, en suðlæg átt um landiö austanvert. Víðast verð- ur veöurhæðin gola eða kaldi. Norðvestanlands er búist við slyddu eða snjókomu en rigningu eða súld í öðrum landshlutum. Hiti nálægt frostmarki á Vestíjöröum en annars staðar 2-5 stig. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.