Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Síða 29
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. 29 Lífestfll Kafnsopinn indaell er - sérstaklega ítalskur Italia og allt ítalskt er í tísku, segja menn og benda á fót, húsgögn 9g ferðir tíl Ítalíu því til sönnunar. ítalskt kaffi, espresso og cappuc- cino, er líka í tísku og á sér marga fylgjendur. Og eins og aðrir heitír ítalskir straumar á kaffið greiða leið að hjörtum íslendinga. íslendingar hafa í áranna rás ver- ið mikhr kaffisvelgir. Álls staðar þar sem maður rekur inn nefið er boðið upp á kaffi í tíma og ótíma. í heimahúsum, á vinnustöðum og núna síðast í opinberum stofnun- um og bönkum. En íslenskur uppá- hellingur er í öllum atriðum ólíkur ítölsku aðferðinm. Og maður þambar ekki ítalskt kaffi öllum stundum - þá .þyrfti maður ekki annað farartæki en hjartsláttinn. En hvað er espresso og cappucino og hver er munurinn? Espresso er lagað í könnum eða vélum sem hita vatnið undir þrýstingi. Könnumar em loftþéttar og við hitann leitar vatnið upp í trektina þar sem kaffið er. Útkoman er vel sterkt kaffi sem borið er. fram í litlum bollum. Cappuccino er í raun espressokaffi með mjólk út í. En öðru vísi en við eigum að venjast hér heima - Espressovél, sem fæst í mörgum búsáhaldaverslunum, frá Russell Hobbs og kostar um 5000 krónur. í þessari vél er líka hægt að búa til cappuccino. mjólkin er þeytt eða flóuö með gufuþrýstingi. Flestir vilja strá súkkulaðispónum yfir kaffið og þá er sælan fullkomnuð. ítölsk kaffidrykkja á íslandi Fyrir þijátíu ámm kom ungur maður frá söngnámi á Ítalíu. Guð- mundur Baldvinsson heitir hann og setti á stofn fyrsta kaffihúsið að ítalskri fyrirmynd. Síðan hefur Mokka verið fastur punktur í til- veru margra sem segja að á Mokka sé eini möguleikinn á að fá al- mennilegt kaffi á þessu landi. Fleiri staðir, sem bjóða upp á espresso, hafa siglt í kjölfarið og nú er enginn maður með mönnum sem ekki hef- ur bragðaö espresso eða cappuc- cino. En þó kaffihús séu vinsæl vill fólk hka eiga kost á almenni- legu kaffi heima hjá sér. Könnur og vélar sem laga espresso Á markaði hér á landi eru nú alls kyns tæki og tól til lögunar þessa eðaldrykks. Tveir möguleikar em Matur í boði - annar er einfóld útfærsla á kaffikönnum sem notaðar eru á eldavélarhellu og hinn er nokkrar gerðir af vélum sem settar eru í samband við rafmagn. Báðir mögu- leikar gefa góða raun, gott espresso eða cappuccino. Verðmunurinn er hins vegar töluverður. Ódýrustu könnurnar kosta um og yfir 1000 krónur en vélamar kosta frá fimm þúsund til tuttugu þúsund krónur. Ódýrasta Einföld kanna sem lagar bæði espresso og cappuccino. Kannan er úr stáli og kostar 3.995 i Te- og kaffibúöinni. DV myndir KAE Einfaldasta gerð af espressokönnu en með henni er ekki hægt að búa til cappuccino. Kostar frá 945 krónum fyrir 3 bolla og til 2290 fyrir 12 bolla. Hér er sýnt hvernig kannan er notuð. Hún er sett á eldavélar- helluna og önnur kanna tekur við kaffinu. í lokin er gufunni hleypt í mjólkina og hún þeytt. Kaffinu er haldið heitu á meðan. espressokannan hehir eingöngu upp á espressokaffi en með öðmm er líka hægt að gera cappuccino. Vélamar sjá yfirleitt um hvoru- tveggja, kaffið og mjólkina. Kaffið í lögunina Ekki er nóg að eiga tól og tæki til að laga kaffi. Kaffið sjálft verður líka aö uppfylla ákveðnar gæðakr- öfur. Aðeins er ein sérverslun með kaffi en það er Te- og kaffibúðin á Laugavegi í Reykjavík. Verslunin selur.tvær gerðir af sérstökum es- pressokaffibaunum. Espresso Roma er mikið brennt, dökkt, sterkt og gott espressokaffi. Es- presso Krana er sterkt en ljósara, mýkra og mhdara en Espresso Roma. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að nota aðrar tegundir ef fágað bragðskyn útheimtir það. Sumir vhja kaffið sitt nýmalað og því eru th espressovélar sem hafa sambyggða kvörn. Þær eru yfirleitt töluvert dýrari en aðrar. Hinir geta fengið kaffið sitt malað í Te- og kaffibúðinni eftir þörfum. Cappuccino Cappuccino er, eins og áður sagði, espresso með flóaðri mjólk saman við, nánast th helminga. Kaffiáhugamenn segja að G-nyólk gefi betri árangur. Hin venjulega, íslenska mjólk er fremur fltusnauð og þeytist þar af leiðandi illa. Mjólkurkannan á helst að vera úr stáli og ekki á að fyha hana nema th hálfs. Mjólkin á að vera vel köld og helst kannan líka. Rörið er látið ná 1-1 Vi cm undir yfirborðið og síðan er gufuþrýstingnum hleypt á. Og sjá - mjólkurfroðan er tilbú- in. Nánast því jafnmikið af mjólk og kaffi er þeytt saman, svolitlu súkkulaði stráð yfir og þú ert kom- inn með boha af ekta cappuccino. Hvernig áhald á að kaupa Eins og áður hefur komið fram er til mikið af könnum og vélum. Fyrst er að gera sér grein fyrir hve kaffiþyrstur maður er og síðan hversu miklum fjármunum maður vih eyða í munaðinn. Ef fáir eru í heimili og lítið kaffi drukkið er hæfilegt aö eiga einföldustu gerð af espressokönnunni. Fyrir þá sem vilja cappuccino fæst lítil, hand- hæg kanna úr stáli og er líka hægt að þeyta mjólkina í henni. Þeir sem vilja eyða meiru og koma sér upp fullkominni vél hafa úr ýmsu að velja. Flestar búsáhaldaverslanir selja shkar vélar sem merktar eru Russel Hobbs og kosta þær um 5000 krónur. Sú vél hellir upp á fjóra bolla. í Habitat fæst espressovél úr stáh og kostar hún 7740 krónur og hehir hún hka upp á fjóra boha. í Te- og kaffibúðinni fæst aht frá ein- földustu könnunum th flókinna og dýrra véla. Sú verslun hefur líka haft th sölu espressovél frá Pavoni. Hún er í óbreyttri útgáfu frá 1921 og er sett saman í höndum. Hún fæst úr kopar eða látúni og kostar um 20.000 krónur. Og að lokum - Ecco h cappuccino! -JJ -Tvö tímafaií: Ekkert útskriftargjald. $$ *919 Samkori - Ármúla 3 - 108 Reykjavik - Sími91-680988

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.