Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1988, Síða 31
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988. ,1 LífsstOl „Fantaserað'' með mynstur og liti Mynstur á mynstur ofan boöa tískuhönnuðir heimsins fyrir kom- andi tíma. Þetta er mynstur sem margir heföu hlegið að fyrir svo sem einu ári en þetta er það sem koma skal, kniplingamynstur, blóma- mynstur, málverkamynstur, franskt mynstur, köflótt og röndótt, bara að nefna það. í raun er það orðið þann- ig að ef einhver hefur nógu frumleg- ar hugmyndir um mynstur eða mynstursamsetningu þá slær það í gegn. Franski hönnuðurinn Ungaro er yfir sig hrifinn af blómamynstri, sérstaklega á kjólum, skyrtum og bolum. Hann notar gjarnan settlegar samsetningar sem stinga ekki mikið í augun. Bill Bass er hins vegar öllu djarfari í sínum mynstursamsetn- Ungaro og Oscar de la Renta eru nokkuð svipaðir í sinni hönnun. Þeir velja einfaldar ieiðir og taka upp gamia blómamynstrið. Simamyndir Reuter ingum og blandar saman köflóttu og frönsku mynstri sem hefði þótt held- ur ósmekklegt undanfarin ár. Jakk- inn er með frönsku mynstri á ann- arri hliðinni en köflóttur á hinni. Hann er hentugur að því leyti að það er hægt að snúa honum við að vild. Oscar de la Renta er að venju mjög fágaður í sinni hönnun og aðhyllist mjög blómamynstur eins og kollegi hans Ungaro. Kjólamir hans eru oft- ar en ekki annaðhvort svartir eða hvítir að grunnfleti með skærhtum blómaknippum hér og þar. Jean Louis Sherrer tekur frum- skógarmynstur í grænu hermanna- htunum og blandar saman viö það hlébarðamynstri. Til þess að setja punktinn yfir i-ið hefur hann safarí- hatt í stíl. Þessi myndi falla vel inn í frumskógarrjóðrið enda er hún í frumskógarlitum fatnaði með hlébarðamynstri og safarihatt. Fatnaðurinn er hannaður af Jean Louis Sherrer. Kniplingamynstur verða vinsæl aftur á næstunni. að minnsta kosti hjá hönn- uðunum. Þau Valentino og Lolita Lempicka hafá þegar tileinkað sér knipl- ingamynstrið í létta fatnaðinn. Tíska Kniplingamynstrin eru einnig að verða nokkuð algeng að nýju en þau hafa ekki sést í óratíma. Þessi tegund mynsturs er algengust í toppum og léttum samkvæmisjökkum. Valent- ino hannaði einmitt svoleiðis sam- setningu í ljósum Utum. Franski hönnuðurinn Linda Lempicka gerði sig öllu breiðari og hannaði aldress í samkvæmisstíl með kniphnga- mynstri, vesti, pils og sam- kvæmisjakka. Og við það hafði hún háa hanska. -GKr Frumlegur jakki frá Bill Bass, öðrum megin með frönsku mynstri en hin- um megin köflóttur og honum er hægt að snúa á báða vegu. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Furuvöllum 13, Egilsstöðum, þl. eign Heim- is Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. nóvember nk. kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Jón Sveinsson hdl., Kristján Ólafsson hdl. og Byggingarsjóður ríkisins. Sýslumaður Suður-Múlasýslu _______________________og bæjarfógetinn á Eskifirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.