Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988.
9
Utlönd
Fimmtíu létust í eldsvoða
Að minnsta kosti fimmtíu og einn
lét lífið og fjörutíu særðust þegar eld-
ur geisaði á sælgætismarkaði í
Mexico City í gær. Að sögn yfir-
manns Rauöa krossins voru fjórtán
fórnarlambanna undir tíu ára aldri.
Sjónarvottar greina frá því að
sprenging hafi orðið í sölutjaldi utan
við markaðinn þar sem seldir voru
heimatilbúnir flugeldar. Breiddist
eldurinn á örfáum sekúndum um
markaðssvæðið. Gífurleg hræðsla
greip um sig og komust margir ekki
út úr sölutjöldum sínum. Þrjátíu sek-
úndum eftir að sprengingin varð var
allt markaössvæðið orðiö eitt eldhaf.
Eldurinn geisaði í tvo klukkutíma
um svæðið sem er um þrjú þúsund
fermetrar. Markaöurinn var troð-
fullur af fólki sem var að kaupa jóla-
skreytingar og sælgæti fyrir jólin.
Mexíkanar halda venjulega upp á
hátíð dýrlings nokkurs með því að
skjóta upp flugeldum þann 12. des-
ember. Götusalar eru vanir að græða
mikið á sölu heimatilbúinna flugelda
af þessu tilefni. Nýútnefndur borgar-
stjóri Mexico City tjáði fréttamönn-
um í gær að allt yrði gert til að forð-
ast að slík hörmuleg slys endurtækju
sig. Sagði hann að banna yrði alla
flugeldasölu í borginni.
Síðast þegar stórslys varð í Mexíkó
af völdum sprengingar var árið 1984.
Þá létust fjögur hundruð manns og
þrjátíu og eitt þúsund misstu heimili
sín þegar áttatíu þúsund tunnur af
própangasi sprungu í úthverfi borg-
arinnar San Juanico.
Reuter
ísraelskur lögreglumaður hand-
tekur palestínska stúlku í Jerúsalem.
Hermaðurinn er í þann veginn að
fara að hlaða táragasriffil sinn.
Símamynd Reuter
Tuttugu
særðust
í óeirðum
Tuttugu Palestínumenn og þrír
ísraelskir hermenn særðust í gær í
óeirðum á herteknu svæðunum. Efnt
var til skyndiverkfalls á Gazasvæð-
inu til að mótmæla morðunum á
tveimur arabískum mótmælendum.
í útjaðri Jerúsalems skaut lögregl-
an táragasi til að dreifa mótmælend-
um í flóttamannabúðum og voru
fimm manns handteknir. Talsmaöur
hersins í Tel Aviv mótmælti í gær
ásökunum um aö hermenn á Gaza-
svæðinu hefðu barið táning sem
handtekinn var eftir að skotið hafði
verið á hann. Unglingurinn lést. Að
sögn vitna var unglingurinn barinn
hvað eftir annað í höfuðið þar sem
hann lá særður á götunni. Reuter
Einn farþeganna með flugvélinni er
reynt var að ræna í gær.
Símamynd Reuter
Misheppnað
flugrán
Kúbanskur útlagi, sem kvaðst vera
með sprengju á sér, reyndi að ræna
flugvél frá flugfélaginu Trans World
Airlines og láta fljúga tfi Havana í
gær. Flugvélinni var hins vegar flog-
ið til eyjunnar Grand Turk í Karíba-
hafi. Reyndu yfirvöld þar að telja
flugræningjanum trú um að hann
væri lentur á Kúbu og var farið með
hann í vörslu lögreglunnar.
Hundrað tuttugu og einn farþegi
var í flugvélinni og sjö manna áhöfn.
Var vélin á leiðinni frá San Juan til
Miami þegar flugránstilraunin var
gerð. Eftir árangurslausa sprengju-
leit fékk vélin að halda áfram til
Miami í gærkvöldi. Reuter
FJÖGUR TÆKNIUNDUR
FRÁ Panasonic
• 4 MYNDHAUSAR
• BEINDRIFINN MÓTOR
• 99 RASIR, 99 STÖÐVAMINNI
• HREIN KYRRMYND, MYNDRAMMI FYRIR
MYNDRAMMA
• HÆGMYND A MISMUNANDI HRAÐA
• „LONG PLAY" ALLT AÐ 8 TlMA UPPTAKA
• HÆGMYND A MISMUNANDI HRAÐA
• TEUARI ( KLUKKUST. MlNÚTUM OG SEK.
• MYNDLEITUN SAMKVÆMT TlMA
• UÓSPENNI FYRIR UPPTÖKU FRAM I TlMANN
• MÁNAÐARUPPTÖKUMINNI, 4 DAGSKRÁRLIÐIR
• TVÖFALDUR AFSPILUNARHRAÐI
• AFSPILUN AFTURÁBAK
• TEUARI I KLUKKUST., MlNÚTUM OG SEK.
• MYNDLEITUN SAMKVÆMT TlMA
• UÓSPENNI FYRIR UPPTÖKU FRAM I TlMANN
• MÁNAÐARUPPTÖKUMINNI, 8 DAGSKRÁRLIÐIR
• 3 MYNDHAUSAR
• BEINDRIFINN MÓTOR
• 99,99% HRAÐANÁKVÆMNI
• 99 RÁSIR, 56 STÖÐVAMINNI
• HREIN KYRRMYND, MYNDRAMMI FYRIR
MYNDRAMMA
PANASONIC NV-G45
Verð: 54.900,-*
PANASONIC NVM7
Verð: 104.625,-*
Panasonic stærsti myndbandaframleiðT
andi heims kynnir nú fjögur tækniundur.
Tækniyfirburðir Panasonic tækjanna sjást
með afgerandi betri myndgæðum og
fleiri og aðgengilegri notkunarmögu-
leikum.
Með öllum Panasonic myndbands-
tækjum fylgir nú sendipenni sem gerir
tímaupptöku að barnaleik. Helstu fagrit
heims hafa lýst yfir hrifningu sinni með
tæknibyltingu Panasonic. I október hefti
tímaritsins „What video" fá nýju Pana-
sonic myndbandstækin *****
(5 stjörnur) af 5 mögulegum fyrir mynd-
gæði.
Neytendakannanir sýna að Panasonic
tækin endast betur og bila minna en
önnur myndbandstæki, því er Panasonic
varanleg fjárfesting í'gæðum.
* Verð miðað við staðgreiðslu.
JAPfSS
■ BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■
■ SÍMI27133 ■
■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■
■ SÍMI 96-25611 ■
• STILLANLEGUR UÓSLOKUHRAÐI 1/50, 1/500, 1/1000
• TASKA FYLGIR MEÐ
PANASONIC NVMC6
Verð: 76.900,-*
FULLKOMIÐ UPPTÖKU- OG AFSPILUNARTÆKI.
SBSS 30 MlN.
4 MYNDHAUSAR
UÓSNÆMI 10 LUX
INNSETNING Á DEGI OG TlMA
VHS 4 TlMA UPPTÖKUTÆKI.
4 MYNDHAUSAR
UÓSNÆMI 10 LUX
INNSETNING A DEGI OG TlMA
6X ZOOMLINSA MEÐ MACRO 9-54MM
HREIN MYNDINNSETNING
HUÓÐSETNING EFTIR Á (AUDIO DUB)
STUDEO. KEFLAVÍK - BÓKASKEMMAN AKRANESI - RADÍÓVINNUSTOFAN AKUREYRI TÓNABÚÐIN AKUREYRI ■ KJARNISF. VESTMANNAEYJUM • EINAR GUÐFINNSSON HF
BOLUNGARVÍK KAUPFÉL. HÉRAÐSBÚA EGILSSTÓÐUM PÓLLINN HF ÍSAFIRDI HÁTÍÐNI HÖFN HORNAFIRÐI ■ RADÍÓLÍNAN SAUÐÁRKRÓKI ■ TÓNSPIL NESKAUPSTAD