Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. 9 Utlönd Fimmtíu létust í eldsvoða Að minnsta kosti fimmtíu og einn lét lífið og fjörutíu særðust þegar eld- ur geisaði á sælgætismarkaði í Mexico City í gær. Að sögn yfir- manns Rauöa krossins voru fjórtán fórnarlambanna undir tíu ára aldri. Sjónarvottar greina frá því að sprenging hafi orðið í sölutjaldi utan við markaðinn þar sem seldir voru heimatilbúnir flugeldar. Breiddist eldurinn á örfáum sekúndum um markaðssvæðið. Gífurleg hræðsla greip um sig og komust margir ekki út úr sölutjöldum sínum. Þrjátíu sek- úndum eftir að sprengingin varð var allt markaössvæðið orðiö eitt eldhaf. Eldurinn geisaði í tvo klukkutíma um svæðið sem er um þrjú þúsund fermetrar. Markaöurinn var troð- fullur af fólki sem var að kaupa jóla- skreytingar og sælgæti fyrir jólin. Mexíkanar halda venjulega upp á hátíð dýrlings nokkurs með því að skjóta upp flugeldum þann 12. des- ember. Götusalar eru vanir að græða mikið á sölu heimatilbúinna flugelda af þessu tilefni. Nýútnefndur borgar- stjóri Mexico City tjáði fréttamönn- um í gær að allt yrði gert til að forð- ast að slík hörmuleg slys endurtækju sig. Sagði hann að banna yrði alla flugeldasölu í borginni. Síðast þegar stórslys varð í Mexíkó af völdum sprengingar var árið 1984. Þá létust fjögur hundruð manns og þrjátíu og eitt þúsund misstu heimili sín þegar áttatíu þúsund tunnur af própangasi sprungu í úthverfi borg- arinnar San Juanico. Reuter ísraelskur lögreglumaður hand- tekur palestínska stúlku í Jerúsalem. Hermaðurinn er í þann veginn að fara að hlaða táragasriffil sinn. Símamynd Reuter Tuttugu særðust í óeirðum Tuttugu Palestínumenn og þrír ísraelskir hermenn særðust í gær í óeirðum á herteknu svæðunum. Efnt var til skyndiverkfalls á Gazasvæð- inu til að mótmæla morðunum á tveimur arabískum mótmælendum. í útjaðri Jerúsalems skaut lögregl- an táragasi til að dreifa mótmælend- um í flóttamannabúðum og voru fimm manns handteknir. Talsmaöur hersins í Tel Aviv mótmælti í gær ásökunum um aö hermenn á Gaza- svæðinu hefðu barið táning sem handtekinn var eftir að skotið hafði verið á hann. Unglingurinn lést. Að sögn vitna var unglingurinn barinn hvað eftir annað í höfuðið þar sem hann lá særður á götunni. Reuter Einn farþeganna með flugvélinni er reynt var að ræna í gær. Símamynd Reuter Misheppnað flugrán Kúbanskur útlagi, sem kvaðst vera með sprengju á sér, reyndi að ræna flugvél frá flugfélaginu Trans World Airlines og láta fljúga tfi Havana í gær. Flugvélinni var hins vegar flog- ið til eyjunnar Grand Turk í Karíba- hafi. Reyndu yfirvöld þar að telja flugræningjanum trú um að hann væri lentur á Kúbu og var farið með hann í vörslu lögreglunnar. Hundrað tuttugu og einn farþegi var í flugvélinni og sjö manna áhöfn. Var vélin á leiðinni frá San Juan til Miami þegar flugránstilraunin var gerð. Eftir árangurslausa sprengju- leit fékk vélin að halda áfram til Miami í gærkvöldi. Reuter FJÖGUR TÆKNIUNDUR FRÁ Panasonic • 4 MYNDHAUSAR • BEINDRIFINN MÓTOR • 99 RASIR, 99 STÖÐVAMINNI • HREIN KYRRMYND, MYNDRAMMI FYRIR MYNDRAMMA • HÆGMYND A MISMUNANDI HRAÐA • „LONG PLAY" ALLT AÐ 8 TlMA UPPTAKA • HÆGMYND A MISMUNANDI HRAÐA • TEUARI ( KLUKKUST. MlNÚTUM OG SEK. • MYNDLEITUN SAMKVÆMT TlMA • UÓSPENNI FYRIR UPPTÖKU FRAM I TlMANN • MÁNAÐARUPPTÖKUMINNI, 4 DAGSKRÁRLIÐIR • TVÖFALDUR AFSPILUNARHRAÐI • AFSPILUN AFTURÁBAK • TEUARI I KLUKKUST., MlNÚTUM OG SEK. • MYNDLEITUN SAMKVÆMT TlMA • UÓSPENNI FYRIR UPPTÖKU FRAM I TlMANN • MÁNAÐARUPPTÖKUMINNI, 8 DAGSKRÁRLIÐIR • 3 MYNDHAUSAR • BEINDRIFINN MÓTOR • 99,99% HRAÐANÁKVÆMNI • 99 RÁSIR, 56 STÖÐVAMINNI • HREIN KYRRMYND, MYNDRAMMI FYRIR MYNDRAMMA PANASONIC NV-G45 Verð: 54.900,-* PANASONIC NVM7 Verð: 104.625,-* Panasonic stærsti myndbandaframleiðT andi heims kynnir nú fjögur tækniundur. Tækniyfirburðir Panasonic tækjanna sjást með afgerandi betri myndgæðum og fleiri og aðgengilegri notkunarmögu- leikum. Með öllum Panasonic myndbands- tækjum fylgir nú sendipenni sem gerir tímaupptöku að barnaleik. Helstu fagrit heims hafa lýst yfir hrifningu sinni með tæknibyltingu Panasonic. I október hefti tímaritsins „What video" fá nýju Pana- sonic myndbandstækin ***** (5 stjörnur) af 5 mögulegum fyrir mynd- gæði. Neytendakannanir sýna að Panasonic tækin endast betur og bila minna en önnur myndbandstæki, því er Panasonic varanleg fjárfesting í'gæðum. * Verð miðað við staðgreiðslu. JAPfSS ■ BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ ■ SÍMI27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■ • STILLANLEGUR UÓSLOKUHRAÐI 1/50, 1/500, 1/1000 • TASKA FYLGIR MEÐ PANASONIC NVMC6 Verð: 76.900,-* FULLKOMIÐ UPPTÖKU- OG AFSPILUNARTÆKI. SBSS 30 MlN. 4 MYNDHAUSAR UÓSNÆMI 10 LUX INNSETNING Á DEGI OG TlMA VHS 4 TlMA UPPTÖKUTÆKI. 4 MYNDHAUSAR UÓSNÆMI 10 LUX INNSETNING A DEGI OG TlMA 6X ZOOMLINSA MEÐ MACRO 9-54MM HREIN MYNDINNSETNING HUÓÐSETNING EFTIR Á (AUDIO DUB) STUDEO. KEFLAVÍK - BÓKASKEMMAN AKRANESI - RADÍÓVINNUSTOFAN AKUREYRI TÓNABÚÐIN AKUREYRI ■ KJARNISF. VESTMANNAEYJUM • EINAR GUÐFINNSSON HF BOLUNGARVÍK KAUPFÉL. HÉRAÐSBÚA EGILSSTÓÐUM PÓLLINN HF ÍSAFIRDI HÁTÍÐNI HÖFN HORNAFIRÐI ■ RADÍÓLÍNAN SAUÐÁRKRÓKI ■ TÓNSPIL NESKAUPSTAD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.