Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 12..DES^pER 1988. Lesendur 17 Sjúk er þjóð sem m.a heldur uppi slagorðum og spennu í tilefni bjórkomu, segir hér m.a. - Fjármálaráðherra og forstjóri ÁTVR kynna blaðamönnum bjórmálin. íslendingar á lágu plani Magnús S. hringdi: Ég var að ljúka við að lesa leiðara Morgunblaðsins í dag (7. des.) undir yflrskriftinni „Er þetta sjúkt þjóðé- lag?“. Og þar sem einmitt þessa dag- ana er verið aö ræða mörg þau mál, sem telja verður einni þjóð til van- sæmdar, datt mér í hug að hringja til lesendasíðunnar og láta í ljós álit mitt á þjóðfélaginu. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn, en það verður þá svo að vera. Ég er innilega sammála leiðarahöf- undi Mbl. í þetta sinn um allt er hann telur fram sem einkenni á sjúku þjóðfélagi. - Það er þó eitt atriði í lok leiðarans sem ég er ekki sammála, þar sem segir að höldum við áfram á sömu braut sé hægt að færa rök að því að við búum í sjúku þjóðfélagi og þess vegna sé tímabært að doka við og gæta að þvi hvert við stefnum. - Þama vil ég bæta við og segja að við höfum þegar gengið brautina að sjúku þjóðfélagi á enda því það hefur verið sjúkt um nokkurra ára skeið. Þjóð, sem t.d. heldur uppi spennu og slagorðum vegna tilkomu bjórs á markaðinn og gerir þaö mál að aðal- umtalsefni frétta í öllum fiölmiðlum dag eftir dag, er sjúk. Þjóðmálaforingjar, sem láta sem þeir megi ekki vamm sitt vita og tala digurbarkalega um þjóðararf og þjóðhollustu en standa svo sjálfir í stímabraki við að verja sig fyrir áfóll- um freistinganna og fá jafnvel minni eða stærri skrámur í bægslagangin- um, eru sjúkir menn. í viðskiptum flestum erum við villi- menn vegna þekkingarskorts. Og til- hneigingu til aö pretta á flestum stig- um verslunar og viðskipta er við brugðið. - Það er fátt sem stendur upp úr nema ef vera skyldi sjúklegur áhugi á soramálum þjóðfélagsins, neysluæði, ábyrgðarleysi og tillits- leysi. Þetta gerir það að verkum að viö íslendingar verðum aö teljast á afar lágu plani. Skrifstofuþjálfun Ritaraskólans Innritun fyrir næsta misseri, á allar námsbrautir, stendur nú yfir. Upplýsingar í símum (91)-10004 og (91)-21655 á skrifstofutíma. Ánanaustum 15, Rvík. Mítnir SKUCCSJÁ' ÞORÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið / mannlegur og vinsæll. Ás^eir Jakobsson hcfur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Studunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim .sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, íÞórðar sögu, í íslendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn Ijóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa giögga mynd af Sveini og viðhorfu'm hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna. SKVGGSJA - BOKABUÐ OLIVERS STEMS SF ASCEIR JAKOBSSON VIKINGS LÆKJARÆTT ÞATTUR AF SICURÐI SKURÐI OC SKÚLA SÝSLUMANNI VÍKINGSLÆKJARÆTT IV Pétur Zophoníasson Þetta er fjórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k: og 1-liþir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjarna- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu mypdum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurði skurdi og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr cn hér. Sveinn m mmuin ANDSÍTÆDUR SKUCCSJfl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.