Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 12
12 . Útlönd MÁmJQASUR 12. 'DESEMBER 198é. Gorbatsjov lofar endur- uppbyggingu Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Raisa, kona hans, reyna aó hugga fólk sem á um sárt að binda eftir jarðskjálftann i Armeniu. Simamynd Reuter Sjötíu og átta manns fórust þegar flugvél nteö björgunarfólki fórst í aðflugi aö flugt’ellinum í Lenínak- an í gær. Vélin lenti í árekstri við þyrlu nteö áðurgreindum afleiöing- unt. Sextíu og níu herntenn. sem voru unt borö. og níu áhafnarmeð- limir fórust meö henni. Gorbatsjov. forseti Sovétríkj- anna. var á jaröskjálftasvæöinu um helgina og stjórnaöi björgunar- aðgerðum. Hann hellti sér yfir tækifærissinna. sem reyna aö not- færa sér hörmungarástandið sér til framdráttar. í sjónvarpsræöu sem hann hélt í gær. Yfirvöld segja aö samkvæmt fyrstu tölum hafi fjörutíu til fjöru- tíu og ftmm þúsund manns farist í jarðskjálftanum. Óopinberar tölur benda hins vegar til þess að í þaö minnsta tvöfalt fleiri hafi farist. Alla helgina voru hjálparmenn og -gögn aö streyma til Lenínakan, bæði frá Sovétríkjunum og erlendis frá. Flugslysiö í gær er enn eitt áfalliö sem þetta hrjáöa fólk verður fyrir. Fréttamenn. sem voru á jarö- skjálftasvæðunum. uröu ekki varir viö slysið en íbúar svæöisins sögöu þeim aö vélin heföi veriö um fimmtán kílómetra frá flugvellin- um þegar liún hrapaöi. Gorbatsjov heimsótti þá staði sem uröu verst úti í skjálftanum og sagöi aö mikilvægt væri aö hafa hraðan á við að ná lifandi og dauð- Fjölskylda ekur með líkkistu eins fjölskyldumeðlimsins á þakinu í átt að kirkjugarðinum í Lenínakan. Simamynd Fteuter í gær fordæmdi Gorbatsjov einn- ig þá þjóðernishyggju sem hefur einkennt óeiröirnar í Armeníu og nágrannalýðveldinu, Azerbajdz- han,. Hann sagöi að valdasjúkir menn heföu komiö af staö orðrómi um að armensk börn yröu send í burtu frá Armeníu til Rússlands. Gorbatsjov reiddist mjög þegar hann ræddi um mótmælaaðgerðir sem urðu í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna þessa oröróms og einnig vegna þess að fólki fannst ekki hafa verið nægilega mikið gert til að sjá jarðskjálftann fyrir. „Hvers konar siðferði hefur fólk sem talar svona á slíkri stundu?“ sagöi hann ákveöið. Gorbatsjov hélt því ákveðið fram aö orðróminum um barnaflutning- ana heföi verið vísvitandi komið af staö og bætti við: „Halda þeir að viö ætlum aö senda Armena í út- legö til Síberíu?" Talsmaður armensku fréttastof- unnar sagöi að hermenn heföu þurft aö skjóta upp í loftið til aö dreifa mannfjöldanum í mótmæf- unum í gær. Fréttamenn, sem eru staddir f Lenínakan, segja aö sjálfboðaliðar séu að eiga viö rústir og brak illa búnir, með lélega krana og stund- um hafi þeir engin verkfæri nema berar hendur sínar. Líkkistur eru í háum stöflum á götum borgarinn- ar og umhverfis þær er nályktin megn. Neyðaróp heyrast enn úr rústun- um en víöast hvar er þó komin þögn. Björgunarmenn, sem margir eru sjálfir aö jafna sig efir ástvina- missi, kvarta undan því aö skipulag sé ófullkomiö og verkfæri algerlega ófullnægjandi. Taliö er að minnst fimmtán hundruð manns hafi verið bjargað úr rústunum, mörgum með aðstoð erlendra hjáiparmanna og þefvísra hunda. Ekki hefur þó frést af nein- um sem hefur náöst lifandi frá því á laugardag. Gorbatsjov hét því í ræöu sinni aö verja þrjú hundruð og sextíu milljöröum íslenskra króna til end- urbyggingar á svæðinu sem verst varð úti í skjálftanum. Hann sagði að einungis væru sjö dagar til stefnu. Eftir sjöunda dag væri hætta á að farsóttir breiddust út. „Við verðum að bjarga þeim sem eru á lífi og kveðja hina sem eru látnir og grafa þá.“ Reuter um út úr rústunum. Lik skolabarna liggja á grasflöt fyrir utan skólann þeirra, sem hrundi yfir þau í jarðskjálftanum á miðvikudag- inn. Ættingjar þeirra eru í kring og eiga að bera kennsl á þau. Simamynd Reuter Walesa og Sakharov hittust í París Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýðsfélaga í Póllandi, sagði í gær við pólska út- laga og stuðningsmenn sína að breyt- ingum yrði að koma á í Póllandi með þróun en ekki byltingu. Walesa er nú t París í tilefni hátíða- halda vegna fjörutíu ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna. Á laugardaginn hitt- ust Walesa og sovéski andófsmaður- inn Sakharov í fyrsta skipti. Báöir voru þeir gestir frönsku stjórnarinn- ar. Walesa bauð Sakharov aö ræða við sig á hótelherbergi sínu í út- hverfi Parísarborgar. Bæði Walesa og Sakharov hafa lýst ánægju sinni með umbótastefnu Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga en leggja áherslu á að í henni verði að felast full virðing fyr- ir mannréttindum. Walesa, sem er nú í fyrsta skipti utan Póllands síðan Samstaða varö bönnuð áriö 1981, eyddi mestum hluta sunnudagsins í heimsóknir til franskra verkálýðsleiðtoga. Hann sótti messu í pólskri kirkju í miðborg Parísar og var honum fagnað eins og hetju. Reuter Danielle Mitterrand, eiginkona Frakkklandsforseta, Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu i Póllandi, sovéski andófsmaðurinn Andrei Sakharov og Hort- ense Allende, ekkja Salvadors Allende Chileforseta, við hátíðahöldin í Par- is á laugardaginn i tilefni fjörutíu ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.