Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 35
 MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. dv Menning Þrælar f rá sælustað Frá blómaskeiði þrælahaldsins. Bókmenntir Magdalena Schram vissi alveg hvað hún átti viö: að kom- ast á stað þar sem mátti elska hvað sem manni sýndist - að þurfa ekki leyfi fyrir ástríðu sinni - já, það var frelsi." (bls. 150-151). Toni Morrison er nú sögð einn merkasti rithöfundur Bandaríkj- anna. Hún er blökkukona, fædd í Ohio, menntuð í virtum háskólum og hefur lagt stund á kennslu, í það minnsta þangað til henni varð unnt að snúa sér alveg að skáldsagnagerð. Hún hefur sent frá sér fimm skáld- sögur, þ.á m. bækur sem heita „Sula“, „Tar Baby“ og „Song of Solomon" auk bókarinnar „Beloved" sem hefur nú fyrst bóka Toni Morri- son verið þýdd á íslensku og gefið nafnið Ástkær. Ástkær gerist í kringum lok þræla- stríðsins í Bandaríkjunum og riíjar upp daga þrælahaldsins sjálfs. Blökkukonan Sethe býr ásamt dóttur sinni í húsi tengdamóður sinnar sál- ugu. Báðar höfðu þær í eina tíð veriö þrælar á búgarðinum Sælustað. Halle, maður Sethe, var þar líka þræll en hann gat keypt móður sína lausa. Sex karlþrælar, konurnar tvær og þrjú börn Sethe og Halles voru í Sælustaö en Sethe hefur tekist að strjúka þaðan, þá ólétt að yngstu dóttur sinni, hin börnin tókst henni að senda á undan sér til tengdamóður sinnar. í ráði hafði verið að allir þrælarnir strykju saman en það mi- stókst og aðeins einn þeirra, Paul D„ komst undan. Strokuþrælar voru dýr fengur þrælaveiðurum sem eltu þá uppi langan veg og þegar eigendur Sethe birtast skyndilega við hús tengdamóðurinnar í því skyni að færa hana og afkvæmi hennar aftur á Sælustað grípur Sethe til þess ráðs að myröa börnin sín fremur en að sjá þau falia í hendur þrælahaldar- ans. Henni tekst að drepa eitt - dótt- ur sína, Ástkæra. Ástkær afturgengin Þegar bókin hefst býr Sethe ein með Denver, yngstu dóttur sinni, þeirri sem hún eignaðist á flóttanum. Tengdamamma hennar er dáin fyrir átta árum, húsið sem áður var sam- komustaður svertingjanna, athvarf flóttafólks, áningarstaður flakkara, opið og rausnarlegt og hlýtt, er ofur- selt Ástkærri - hún gengur aftur á illkvittinn hátt. Hún hefnir sín mis- kunnarlaust á Sethe, morðingja sín- um. Ástkær var tveggja ára þegar hún dó. Það eru nú liðin átján ár síð- an Sethe tókst að strjúka og allt í einu gengur Paui D. upp að húsinu hennar. Smátt og smátt opnast saga þeirra, fundur þeirra Sethe og Pauls eftir svo langan tíma verður þeim tilefni til að rifja upp veruna á Sælu- stað, flóttann, afdrif hinna og sín eig- in. Ekki síður verða þau hvort öðru tilefni til að skoða eigin hug, minnast þess sem var of sársaukafullt tú að hugsa um, hvað þá að tala uppriátt um. Þau hafa neitað sér um minning- ar fortíðarinnar en nú bruna þær fram. Paul D. rekur drauginn í hús- inu á flótta en aðeins tímabundið - Ástkær kemur aftur, að þessu sinni holdgerö í líkama stúlku, jafngamall- ar og Ástkær hefði verið hefði hún lifað. Henni tekst að bola Paul D. frá Sethe og brjála móður sína um stundarsakir. Þó lýkur bókinni á bjartsýnan hátt, Paul og Sethe sam- an. Hann segir: „Við eigum meira af fortíð en nokkur annar. Við þörfn- umst einhvers konar framtíðar." Voðalegt og fagurt Þetta er ekki auðveld bók aflestrar. Það sem hún hefur að segja er í senn voðalegt-og fagurt og hún segir það á fikrandi, flöktandi hátt, sagan er toguð á sársaukafullan hátt fram í dagsbirtuna og það eru þung tog. Lýsingarnar á örlögum þrælanna eru miskunnarlausar og sárar, bæði líkamleg meðferð en þó ekki síður áhrif þrælahaldaranna á sálarlíf þrælanna. Sethe segir á einum staö við Paul og er þá að segja honum frá því að hún drap barnið sitt: „Ég var stór, Paul D„ og ég var svona breið. Það var eins og ég elskaði þau meira eftir að ég kom hingað. Eða kannski hefði ég ekki getað elskað þau al- mennilega í Kentucky (þ.e. á Sælu- stað) vegna þess að ég átti ekki með það. En þegar ég kom hingaö, þegar ég stökk af vagninum - þá var enginn í heiminum sem ég gat ekki elskað ef ég kærði mig um.“ Og Paul D. veit hvað hún á við: „Því hann hafði gætt sín og verið spar á ást sína. Valdi sér minnstu stjörnuna á himn- inum, lagðist út af með höfuðið reigt aftur til þess að sjá þessa ástar- stjörnu yfir gryfjubrúnina áður en hann sofnaði. Gægðist feimnislega til hennar milli tijánna og keðjunnar. Grasstrá, salamöndrur, spætur, bjöllur, konungsríki maura. Ekkert stærra kom til greina. Kona, barn, bróðir - svo mikil ást myndi tæta mann á hol í Alfred, Georgia. Hann Djúp, slungin og krefjandi Þrælarnir voru barðir, tjóðraðir, sveltir, pískaðir áfram í vinnu og undirgefni, neitað um tilfinningar og þeim gefin nöfn sem þeir þekktu ekki sjálfir. Körlum var hleypt upp á kon- ur eins og hrútum á fengitíma, börn- in ræktuð og seld, barin, tjóöruð, svelt... Sethe kynntist varla móður sinni en var sagt að hún, Sethe, væri sú eina sem mamma hennar „setti á“, sú eina af börnunum sem hún leyfði sér að halda lifandi. Sagan er lystilega upp byggð og Toni Morrison segir hana þannig, að manni fmnst næstum hún hljóti að hafa reynt allt sjálf. Sagan verður merkilega raunsæisleg vegna þess hvernig höfundinum tekst að nýta sér það sem lesandinn þekkir til að bregða ljósi á sviðið; notar hluti, verk og reynslu sem við könnumst við - kannski konur frekar en karlar - sem brú á milli þess ímyndaða og okkar. Og þrátt fyrir grimmd bókar- innar tekst henni líka að lýsa vin- áttu, ástarþrá, samhygð og sam- heldni og skapa þannig fagurt mann- líf í ljótleikanum. Ég er að gera mér vonir um að þessari bók verði tekið hér með kost- um og kynjum, mér fmnst hún eiga það skilið fyrir að vera djúp, slungin og krefjandi á seiðmagnaöan hátt sem getur haldið lesanda í greipum sér löngu eftir að lestrinum lýkur. Þýðing Úlfars Hjörvars er vel af hendi léyst og oft snilldarlega en á ensku virðist bókin oft og tíðum næstum óþýöanleg á þjála íslensku! Elisabet Cochran hefur hannað útlit bókarinnar en aldrei þessu vant fannst mér henni hafa mistekist með kápumyndina sjálfa sem er alls ekki nógu aðlaðandi. Toni Morrison - Ástkær Þýöing: Úlfar Hjörvar Forlagið, Rvik 1988. MS 35 Meiriháttar stefnumót er um Svenna, 15 ára Akurnesing. Hann er hrifinn af tveimur stelpum, sem báðar sýna honum áhuga. Hvora þeirra á hann að velja? Meiriháttar stefnumót er 7. unglingabók metsöluhöfundarins Eðvarðs Ingólfssonar, höfundar „Fimmtán ára á föstu“, „Sextán ára í sambúð" „Pottþétts vinar“ o.fl. pottþéttra unglingabóka. Meiriháttar stefnumót er fjörlega sögð og skemmtileg saga, sem vekur lesandann jafnframt til umhugsunaTum lífið og tilveruna. Meiriháttar stefnumót — Meiriháttar unglingabók! MEIRIHÁTTAR UNGLINGABÚK! BROSUM / alltgengurbetur * KR. 182.900 (Staögreiösluverö) Við rýmum til fyrir '89 árgerðinni og seljum það sem til er af Skoda 105 L, 120 L og 1 30 L '88 á sérstöku útsöluverði. Góö greiðslukjör: 25% útborgun og afgangurinn á 12 mánuðum. JÖFUR -ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.