Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 31
MA-NUI)A‘GUR 12.' DRSEMBER 1988. ' 3r Iþróttir Félagaskipti Guðna Bergssonar til Tottenham munu marka tímamót í íslenskri knattspymusögu: - kaupverðiö á Guðna Bergssyni er áformað um 29 milljónir íslenskra króna eða 350 þúsund sterlingspund Eftir því sem áreiðanlegar heimildir DV herma er áformað kaupverð á knattspymuraanninum Guðna Bergssyni, sem skrifar undir samn- ing við Tottenham Hotspur í Eng- landi nú í vikunni, rúmar 29 milljón- ir íslenskra króna eða 350 þúsund sterlingspund. Sömu heimildir segja að mjög sterkur áhugamaður geti látið sig dreyma um sölu á 100 til 150 þúsund pund þar í landi enda kveður heim- ildarmaður DV leikmann eins og Cyrille Regis hafa verið falan fyrir upphæð á því bilinu á sínum tíma. Söluverð Guðna er því einstakt og markar tímamót í íslenskri knatt- spyrnusögu. „Ég get ekki staðfest hvert kaup- verðið er vegna tengsla minna við samningsgerðina en það er hátt. Ég hef heyrt að upphæðin sé helmingi hærri en nokkur áhugamaður hefur fengið til þessa í Englandi og jafnvel víðar. Ég held að það sé óhætt að segja að Guðni Bergsson verði vel launaður knattspyrnumaður á hvaða mælikvarða sem er en kaup- Guðni Bergsson. verðiö sjálft er óháð öllura öðrum launagreiðslura." Þetta sagði Bergur Guðnason, faðir Guðna, en Bergur var í Lundúnura með syni sínum í síðustu viku er þeir ræddu við forvígismenn Totten- ham. „Guðni er ánægður með samning- inn og það er búið að ná samkomu- lagi um skiptingu kaupverðsins milh Guðna og Vals,“ sagði Bergur enn- fremur í samtalinu við blaðið. „Það er hins vegar hluti af sam- komulaginu að láta ekkert uppi um skiptinguna. Báðir aðilar eru hins vegar mjög sáttir og samningurinn verður gerður í því forminu að hann verður milli Vals annars vegar og Tottenham hins vegar. „Áherslan á tímalengdina er vegna þess stöðugleika sem ráðamenn Tott- enham vilja ná í liðinu en áformaö er að samningurinn gildi annaðhvort í þrjú og hálft ár eða í íjögur og hálft ár,“ sagði Bergur. „Ráðamennirnir vilja að leikmenn séu lengi hjá félag- inu ef þeir viija fá þá á annað borð í raðir þess,“ sagði hann. -JÖG Sigurður Sveinsson freistar þess að skora gegn Amicitia á laugardaginn en Marc Baer reynir að stöðva hann. Sigurður skoraði 6 mörk i leiknum og átti einnig jtangarskot. Simamynd Keystone/Reuter Hægur bati Arnórs - leikur með varaliðinu um næstu helgi Kristján Bemburg, DV, Beigiu: „Ég er byrjaður að æfa með aðallið- inu aftur og var á tveimur æfingum í vikunni. Þó er ég alls ekki orðinn góður og get ekkert skotiö ennþá. Trúlega mun ég reyna að leika einn hálfleik með varaliðinu um næstu helgi en með aðailiðinu byrja ég ekki að leika fyrr en eftir áramót,“ sagöi Arnór Guð- johnsen í samtali við DV i gær. „Við eigum bikarleik á jóladag, 25. desember, gegn 3. deildar liðinu Hamme og fyrir bragðið komast útlend- ingarnir átta hjá Anderlecht ekki til síns heimalands um jóhn. Þó geturver- ið að ég fái að fara fyrr,“ sagði Amór. Anderlecht átti ekki í erfiðleikum meö Genk á laugardag, vann 6-1. Kmcevic skoraði 3 mörk, Vervoort, Grun og Jankovic eitt hver. Mechelen vann Cerle Brugge, 2-0, í gær og er meö 30 stig en Anderlecht 29. Liege er I þriöja sæti með 26 stig. Stuttgart áfram - Ásgeir lék ekki með gegn Saarbriicken Siguröur Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: Leikiö var í 16 liða úrshtum í v- þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu um helgina. Stuttgart, lið Ásgeirs Sigurvinssonar, komst í hann krapp- an gegn Saarbrúcken sem siglir lygn- an sjó í 2. deildinni. Ásgeir lék ekki með vegna meiðsla í nára en Arie Haan hefur álitiö leikinn htilvægan á leið Stórgarðsmanna í 8 liða úrsht og því ekki taliö ástæðu til að tefla í tvísýnu með Ásgeir. Staðan var 0-0 eftir heíðbundinn leiktíma en þeir Gaudino og Allgöwer skoruöu mörk Stuttgart úr víti í framlengingu. Þá vann Werder Bremen liö Fort- una Köln, 3-1, eftir framlengingu en síöartalda liöiö er efst í 2. deild. Wehen, sem er í 4. deild, lék gegn Kaiserslautern og tapaöi, 2-3, en staðan var 2-2 rétt undir lokin en til skamms tíma var Wehen yfir, 2-1. Sigurmark Kaiserslautern geröi Allevi. Leverkusen vann Mannheim, 5-2. Leik Bayern og Karlsruhe var frestað vegna ofankomu. Frétta- stúfar Kanarunnu heimsbikarinn í golfi Bandaríkjamenn urðu sigurveg- arar í heirasbikarkeppninni í golfi sem lauk í Melboume í Ástr- alíu í gær. Þeirra menn, Ben Crenshaw og Mark McCumber, léku samtals á 560 höggum en fengu gífurlega haröa keppni. Japanir, sem tefldu fram Tateo Ozaki og Magashi Ozaki, léku á 561 höggi og síöan komu Ástralir, Pefer Senior og Roger MacKay, á 562 höggum. Þessar þrjár þjóðir vom í nokkrum sérflokki á mót- inu. Real Madrid aftur efst á Spáni Real Madrid endurheimti í gær forystu sína í 1: deild spænsku knattspyrnunnar með því að sigra Cadiz, 2-0, á útivelli. Miguel Gonzalez og Hugo Sanc- hez skomöu mörkin. Barcelona tapaöi hins vegar, 3-2, fyrir At- letico Bilbao en lék þar án fram- hetjanna Linekers og Carrascos sem báðir Mggja með flensu. Real Madrid er með 25 stig en Barcel- ona 23 og síðan koma Atletico Madrid, Sevilla og Valencia með 18 stig hvert. Körfuboltí A r stadan X , 1. deild karla: Léttir - Snæfell............81-97 Reynir.........8 7 1 518-397 14 UÍA............8 6 2 563-155 12 UBK............8 5 3 581-550 10 Skallagrímur...7 4 3 447-459 8 Laugdælir.....8 4 4 483-459 8 Snæfell........9 4 5 654-672 8 Léttir........10 3 7 659-749 6 Víkverji.......8 0 8 428-592 0 1. deild kvenna: Grindavík - Njarðvík.......37-50 ÍR - Haukar................58-56 ÍS - Keflavík...............49-51 Keflavík.......9 9 0 474-324 18 ÍR............10 7 3 555-516 14 KR.............9 6 3 442-415 12 ÍS............10 5 5 491-469 10 Haukar........11 5 6 458-479 10 Njarðvík......10 3 7 366-423 6 Grindavík.....11 0 11 440-600 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.