Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 52
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988.
Æ2
Andlát
Herdís Karlsdóttir, Grýtubakka 20,
andaðist á Reykjalundi 9. desember
sl.
Jarðarfarir
Guðmundína Bjarnadóttir frá Gauts-
hamri. Háteigsvegi 22, Revkjavík.
andaðist í Landakotsspítalanum
þriðjudaginn 6. desember. Jarðarför-
in verður gerð frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 14. desember kl. 15.
Minningarathöfn um Margréti Árna-
dóttur frá Gunnarsstöðum, Hring-
braut 91, fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30.
Guðrún Elísabet Kristjánsdóttir
verður jarðsungin þriðjudaginn 13.
desember kl. 15 frá Fossvogskapellu.
Sólveig María Andersen, Ljósheim-
um 6, lést í Landspítalanum að
morgni sunnudagsins 4. desember.
Jarðarförin fer fram frá Langholts-
kirkju í dag, 12. desember. kl. 13.30.
Útför Alberts Jónssonar frá ísafirði
fer fram frá Fossvogskapellu þriðju-
daginn 13. desember kl. 13.30. -
Útför Sigurðar Þorbjörnssonar,
Neðra-Nesi, fer fram frá Stafholts-
kirkju miðvikudaginn 14. þ.m. kl. 14.
1 Gestaíbúðin Villa Bergs-
y hyddan í Stokkhólmi
íbúóin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. ald-
ar húsi) er léð án endurgjalds þeim sem fást við list-
ir og önnur megningarstörf í Helsingfors, Kaup-
mannahöfn, Osló eða Reykjavík, til dvalar um tveggja
til fjögurra vikna skeið á tímabilinu 15. apríl til 1.
nóvember. Myndlistarmönnum er þó vísað á Ateljé
Apelberg, Hásselbyhöll (umsóknareyðublöð fást hjá
Nordiskt Konstcentrum, Sveaborg, SF-00190 Hels-
ingfors).
Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram
komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað,
svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til
Hásselby slott, Box 520, S-162 15 Vállingby.
Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð.
Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgarstjóra,
sími 18800.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign-
inni Hóli, Hvammshreppi, þinglesinni eign Árna Ingvarssonar og Júlíusar
Baldurssonar, fer fram að kröfu Búnaðarbanka íslands, veðdeildar, Stofn-
lánadeildar'landbúnaðarins og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á skrifstofu embætt-
isins þriðjudaginn 13. desember nk. kl. 14.00.
Sýslumaður Dalasýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign-
inni Hólum, Hvammshreppi, þinglesinni eign Kristjáns E. Jónssonar, fer
fram að kröfu'Búnaðarbanka Islands, veðdeildar, og Stofnlánadeildar land-
búnaðarins á skrifstofu embættisins þriðjudaginn 13. desember nk. kl. 14.30.
________________________Sýslumaður Dalasýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign-
inni Sunnubraut 9, Búðardal, þinglesinni eign Guðbrandar Hermannsson-
ar, fer fram að kröfu Landsbanka Islands, Tryggingastofnunar ríkisins, Þór-
unnar Guðmundsdóttur hdl., Gísla Kjartanssonar hdl„ Eggerts B. Ólafsson-
ar hrl., Sigurðar G. Guðjónssonar hdl. og Hróbjartar Jónatanssonar hdl. á
skrifstofu embættisins þriðjudaginn 13. desember nk. kl. 15.00.
Sýslumaður Dalasýslu
Lausafjáruppboð
Eftir kröfu Landsbanka islands verða eftirtaldir nautgripir seldir á nauðungar-
uppboði sem haldið verður á Melanesi, Rauðasandshreppi, fimmtudaginn
15. desember 1988 kl. 11.30: Perla, Þraut, Bleikja, Klauf, Kinna, Kola,
Skripla, Skekta, Stjarna og Fleyta.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu
Lausafjáruppboð
Eftir kröfu Gústafs Þórs Tryggvasonar hdl. verða eftirtaldir lausafjármunir
seldir á nauðungaruppboði, sem haldið verður I fiskverkunarhúsi íshafs s/f
á Tálknafirði fimmtudaginn 15. desember 1988, kl. 17.00.
1 stk. ísvél af gerðinni ísmark sf. 10.000.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu
Lausafjáruppboð
Eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl„ Klemens-
ar Eggertssonar hdl„ Benedikts E. Guðbjartssonar hdl., Kristins Hallgríms-
sonar lögfr., Sigríðar Thorlacius hdl, Péturs Guðmundssonar hrl„ Reynis
Karlssonar hdl., Landsbanka íslands, Útvegsbanka íslands, Tryggva Guð-
mundssonar hdl., Agnars Gústafssonar hrl„ Steingríms Þormóðssonar hdl.,
Hróbjarts Jónatanssonar hdl., Helga Jóhannessonar lögfr. og innheimtu
ríkissjóðs verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði sem
haldið verður á lögreglustöðinni, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn
15. desember 1988 kl. 15.00 eða þar sem þessir munir finnast.
Kvikmyndasýningarvél af gerðinni Zeissekon, sjónvarpstæki, Ferguson,
Sharp videotæki, Marantz hljómflutningstæki, Economic videotæki, Emi-
nett orgel 520, Zerowatt þvottavél, Panasonic litsjónvarpstæki, Snowcap
15 DL kæliskápur, Tecnics hljómflutningstæki, Philips litsjónvarpstæki,
22", Orion sjónvarpstæki, Ö-4709, R-23830, R-50153, B-19, B-215,
B-223, B-346, B-524, B-971, B-1179, B-1236, B-1321, B-1379, B-442,
B-738, 3ja sæta sófi, 1 stóll og skápasamstæða.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu
Menning i>v
Bruckner-tónleikar
Kór Langholtskirkju ásamt stjórnanda sinum, Jóni Stefánssyni.
Kór Langholtskirkju ásamt blásara-
sveit
Stjornandi: Jón Stefánsson
Langholtskirkja, 10.desember 1988
Það var með sérstakri eftirvænt-
ingu að maður mætti í Langholts-
kirkju á laugardaginn til að hlusta
á kórverk eftir Anton Bruckner.
Hann var mikill trúmaður og skoð-
ast nú meira og meira sem einn af
meisturum kirkjukórverka seinni
tíma, maður sem hægt er að nefna
í sömu andrá og Palestrina. Meira
að segja kemur það fyrir í einstök-
um köflum að smíð Bruckners
minnir á þennan meistara endur-
reisnartímabilsins.
Aðalefni tónleikanna var önnur
messa tónskáldsins, í e-moll. En á
undan voru fluttar fimm mótettur
fyrir kapellukór, skrifaðar á tæp-
um aldarfjórðungi. Strax í fyrstu
mótettu. Locus iste, var hægt að
merkja fallegar raddir kórsins.
Bassarnir voru sérstaklega góðir
og kvenraddirnar fylgdu fast á eft-
ir. Þótt öil fimm verkin væru
feiknaerfið á köflum voru þau flutt-
ar af öryggi undir fínlegri stjórn
Jóns Stefánssonar.
Á meðal þeirra var Christus fac-
tus est, skrifað frekar seint á ævi
tónskáldsins. Þetta verk hefur orð
fyrir að vera óvenjuáhrifamikið.
En á laugardaginn var síðasta mót-
ettan, Ave Maria, engu lakari hvað
varðar áhrif á hlustendur.
Svo komu stórviðburðirnir.
Messan í e-moll er sérstök að því
leyti að þótt tónskáldið hafi verið
komið yflr fertugt telst þetta samt
sem áður meðal frumverka hans
þar sem það var ekki fyrr en á því
aldursskeiði að Bruckner var
sæmilega sáttur við tónsmíðar sín-
ar. Flest verk þar á undan voru
ekki viðurkennd opinberlega af
tónskáldinu. Efasemdir um ágæti
útfærslna á eigin verkum háðu
Bruckner alla sína ævi. Það verður
Tónlist
Douglas A. Brotchie
þó að segja að ekki markar fyrir
því í verkinu. Messan, sem hér var
flutt, einkennist af hugmynda- og
sköpunarauðgi og algjöru valdi
tónskáldsins á viðfangsefninu.
Það er annað sérkennilegt við
verkið og það: er að undirleikinn
annast fímmtán tré- og málmblás-
arar. Er þetta óvenjulegt ef ekki
einsdæmi. Á köflum minnir hljóð-
færaleikurinn á svokallaða „harm-
onie“-blásarsveit sem var mjög
vinsæl í Austurríki á seinni hluta
átjándu aldar og fram á þá nítj-
ándu. Þess á milli heyrist Bruckn-
er-hljómurinn eins og hann þekkist
úr sinfóníum hans.
Flutningur messunnar var sann-
færandi og heillandi. Kórinn stóðst
vel þær miklu kröfur sem verkið
gerir til hans. Eftirminnilegast var
e.t.v. þegar kórinn ákallaði guð eða
Krist. Tónskáldið skrifaði hér á
sérstaklega áhrifamikinn hátt í
„Gloria" og „Credo“. Komst það
fyllilega til skila hér. í miðjum síð-
arnefnda þættinum kemur einnig
textinn „Et resurrexit tertia die“,
þessi undursamlega trúarjátning,
einn af hornsteinum kristinnar
trúar sem hvert einasta tónskáld
leggur metnað í að útsetja á sem
áhrifamestan hátt. Messan, sem
hér var flutt, er engin undantekn-
ing og spennan hér var mögnuð.
Viö stjórn tónleikanna notaði Jón
Stefánsson tónsprota sem hefur
verið í eign Bruckners og barst
Jóni nýlega að gjöf. Sá tónsproti er
mjög frábrugðinn þeim sem við
erum vön að sjá nú til dags: allm-
iklu þyngri bæði að sjá og væntan-
lega í meðferð. Með notkun hans
mynduðust sterkari tilfinninga-
tengsl milli tónskáldsins, flytjend-
anna og hlustendanna, sem gerði
það að verkum að tónleikarnir
voru sérstaklega ánægjulegir.
-dab
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöð-
inni í Reykjavík kl. 11.
Útför Sæmundar L. Jóhannessonar
skipstjóra, Hverfisgötu 52b, Hafnar-
firði, sem andaðist 8. desember í St.
Jósefsspítala, Hafnarfirði, fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag-
inn 13. desember kl. 15.
Kjartan Ragnar Rjartansson verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík í dag, 12. desember, kl. 15.
Minningarathöfn um Jónínu Ás-
mundsdóttur frá Vífilsnesi, Háagerði
59, Reykjavík, verður í Bústaða-
kirkju þriðjudaginn 13. desember kl.
15. Jarðsett verður frá Kirkjubæjar-
kirkju í Hróarstungu fimmtudaginn
15. desember kl. 13.30
Marta Jónsdóttir lést 4. desember sl.
Hún fæddist 25. júní 1915 á Patreks-
firði, dóttir hjónanna Sigríðar Bach-
mann og Jóns Snæbjörnssonar. Hún
lærði hárgreiðslu og rak um margra
ára skeið hárgreiðslustofu í Hafnar-
firði. Hún giftist Böðvari Sigurðssyni
en hann lést árið 1985. Þau hjónin
eignuðust þrjú böm en misstu tvö
þeirra stuttu eftir fæðingu. Útför
Mörtu verður gerð frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði í dag kí.' 15.
Vilhjálmur Þórðarson lést 1. desem-
ber. Hann fæddist á Vestdalseyri við
Seyðisfjörð 5. október 1913. Foreldrar
hans voru Þóröur Vilhjálmsson og
kona hans, Þorbjörg. Þórarinsdóttir.
Vilhjálmur starfaði lengst af við
leigubílaakstur. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Helga Finnbogadóttir.
Þau hjónin eignuðust sex börn. Útfór
Vilhjálms verður gerð frá Bústaða-
kirkju í dag kl. 13.30.
Þuríður Guðjónsdóttir lést 4. desem-
ber. Hún fæddist 3. júlí 1898 í Nefs-
holti, Holtum, Ragnárvallasýslu.
Hún var dóttir hjónanna Guðjóns
Jónssonar og Sólveigar Magnúsdótt-
ur. Eftirlifandi eiginmaður hennar
er Sigurvaldi Björnsson. Útför henn-
ar verður gerð frá Fossvogskapellu
í dag kl. 13.30.
Tilkyimingar
Jólatréssala Hjálpar-
sveitar skáta
Nú fyrir jólin gengst Hjálparsveit skáta
í Reykjavík fyrir jólatréssölu eins og und-
anfarin ár. Líkt og áður verður gott úr-
val af jólatrjám í öllum stærðum. Boðið
er upp á hin vinsælu barrheldnu tré af
gerðinni normannsþinur. Einnig er á
boðstólum gott úrval af grenigreinum.
Salan fer fram í Skátabúöinni, Snorra-
braut 60. Opið er á virkum dögum kl.
14-22 og á laugardögum og sunnudögum
frá kl. 10-22.
ÚÍA gefur út jólamerki
Ungmenna- og íþróttasamband Austur-
lands hefur gefiö út jólamerki með mynd
af Seyðisfjarðarkirkju. Frosti Þorkelsson
á Egilsstöðum teiknaði merkið og var það
prentáð í Héraðsprenti sf. á Egilsstööum.
Jólamerkin eru bæöi ætluð til að líma á
póst og eins er mjog algengt að arkirnar
séu keyptar heilar til varöveislu og eiga
þá vafalaust eftir að verða verðmætir
safngripir.
Ný fótaaðgerða- og
snyrtistofa
Nýlega var opnuð fótaaðgerða- og snyrti-
stofa í Stúdíó Hallgerði, Grensásvegi 5. Á
stofunni er boðið upp á alla almenna
snyrtiþjónustu, s.s. andlitsböð. andlits-
hreinsanir, förðun, litanir, vaxmeðferð,’
handsnyrtingu, fótsnyrtingu og fleira.
Eigandi stofunnar er Ester Helga Ólafs-
dóttir. Stofan er opin virka daga kl. 10-18
og á laugardögum kl. 9-16. Síminn á stof-
unni er 688110.
Myndakvöld Ferðafélagsins
Miövikudaginn 14. desember verður
næsta myndakvöld hjá Ferðafélaginu og
hefst stundvíslega kl. 20.30 í Sóknarsaln-
um, Skipholti 50a. Efni: 1. Þráinn Þóris-
son sýnir myndir og segir frá gönguferð
frá Eldgjá í Álftavatn. 2. Snorri Árnason
sýnir myndir frá hálendinu norðan
Vatnajökuls og leiöinni norður í Kverk-
fjöll og suður fyrir jökla. 3. Jón Viðar
Sigurðsson og Jóhannes I. Jónsson sýna
myndir frá gönguferðum á Hrútfjalls-
tinda og Stóra-Björnsfell. Þetta mynda-
efni er kjörið til þess að fræðast um ferð-
ir Ferðafélagsins. Allir velkomnir, félag-
ar og aðrir. Aðgangur kr. 150. Veitingar
í hléi.
Fundir
Kvenfélagið Seltjörn
heldur árlegan jólafund þriðjudaginn 13.
desember kl. 20.30. Heitt súkkulaði og
smákökur. Munið eftir jólapökkunum.
Mætum kátar og hressar.