Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 52
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. Æ2 Andlát Herdís Karlsdóttir, Grýtubakka 20, andaðist á Reykjalundi 9. desember sl. Jarðarfarir Guðmundína Bjarnadóttir frá Gauts- hamri. Háteigsvegi 22, Revkjavík. andaðist í Landakotsspítalanum þriðjudaginn 6. desember. Jarðarför- in verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14. desember kl. 15. Minningarathöfn um Margréti Árna- dóttur frá Gunnarsstöðum, Hring- braut 91, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30. Guðrún Elísabet Kristjánsdóttir verður jarðsungin þriðjudaginn 13. desember kl. 15 frá Fossvogskapellu. Sólveig María Andersen, Ljósheim- um 6, lést í Landspítalanum að morgni sunnudagsins 4. desember. Jarðarförin fer fram frá Langholts- kirkju í dag, 12. desember. kl. 13.30. Útför Alberts Jónssonar frá ísafirði fer fram frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 13. desember kl. 13.30. - Útför Sigurðar Þorbjörnssonar, Neðra-Nesi, fer fram frá Stafholts- kirkju miðvikudaginn 14. þ.m. kl. 14. 1 Gestaíbúðin Villa Bergs- y hyddan í Stokkhólmi íbúóin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. ald- ar húsi) er léð án endurgjalds þeim sem fást við list- ir og önnur megningarstörf í Helsingfors, Kaup- mannahöfn, Osló eða Reykjavík, til dvalar um tveggja til fjögurra vikna skeið á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember. Myndlistarmönnum er þó vísað á Ateljé Apelberg, Hásselbyhöll (umsóknareyðublöð fást hjá Nordiskt Konstcentrum, Sveaborg, SF-00190 Hels- ingfors). Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby slott, Box 520, S-162 15 Vállingby. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgarstjóra, sími 18800. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Hóli, Hvammshreppi, þinglesinni eign Árna Ingvarssonar og Júlíusar Baldurssonar, fer fram að kröfu Búnaðarbanka íslands, veðdeildar, Stofn- lánadeildar'landbúnaðarins og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á skrifstofu embætt- isins þriðjudaginn 13. desember nk. kl. 14.00. Sýslumaður Dalasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Hólum, Hvammshreppi, þinglesinni eign Kristjáns E. Jónssonar, fer fram að kröfu'Búnaðarbanka Islands, veðdeildar, og Stofnlánadeildar land- búnaðarins á skrifstofu embættisins þriðjudaginn 13. desember nk. kl. 14.30. ________________________Sýslumaður Dalasýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 46. og 49. tbl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Sunnubraut 9, Búðardal, þinglesinni eign Guðbrandar Hermannsson- ar, fer fram að kröfu Landsbanka Islands, Tryggingastofnunar ríkisins, Þór- unnar Guðmundsdóttur hdl., Gísla Kjartanssonar hdl„ Eggerts B. Ólafsson- ar hrl., Sigurðar G. Guðjónssonar hdl. og Hróbjartar Jónatanssonar hdl. á skrifstofu embættisins þriðjudaginn 13. desember nk. kl. 15.00. Sýslumaður Dalasýslu Lausafjáruppboð Eftir kröfu Landsbanka islands verða eftirtaldir nautgripir seldir á nauðungar- uppboði sem haldið verður á Melanesi, Rauðasandshreppi, fimmtudaginn 15. desember 1988 kl. 11.30: Perla, Þraut, Bleikja, Klauf, Kinna, Kola, Skripla, Skekta, Stjarna og Fleyta. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Lausafjáruppboð Eftir kröfu Gústafs Þórs Tryggvasonar hdl. verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði, sem haldið verður I fiskverkunarhúsi íshafs s/f á Tálknafirði fimmtudaginn 15. desember 1988, kl. 17.00. 1 stk. ísvél af gerðinni ísmark sf. 10.000. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Lausafjáruppboð Eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl„ Klemens- ar Eggertssonar hdl„ Benedikts E. Guðbjartssonar hdl., Kristins Hallgríms- sonar lögfr., Sigríðar Thorlacius hdl, Péturs Guðmundssonar hrl„ Reynis Karlssonar hdl., Landsbanka íslands, Útvegsbanka íslands, Tryggva Guð- mundssonar hdl., Agnars Gústafssonar hrl„ Steingríms Þormóðssonar hdl., Hróbjarts Jónatanssonar hdl., Helga Jóhannessonar lögfr. og innheimtu ríkissjóðs verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði sem haldið verður á lögreglustöðinni, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 15. desember 1988 kl. 15.00 eða þar sem þessir munir finnast. Kvikmyndasýningarvél af gerðinni Zeissekon, sjónvarpstæki, Ferguson, Sharp videotæki, Marantz hljómflutningstæki, Economic videotæki, Emi- nett orgel 520, Zerowatt þvottavél, Panasonic litsjónvarpstæki, Snowcap 15 DL kæliskápur, Tecnics hljómflutningstæki, Philips litsjónvarpstæki, 22", Orion sjónvarpstæki, Ö-4709, R-23830, R-50153, B-19, B-215, B-223, B-346, B-524, B-971, B-1179, B-1236, B-1321, B-1379, B-442, B-738, 3ja sæta sófi, 1 stóll og skápasamstæða. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Menning i>v Bruckner-tónleikar Kór Langholtskirkju ásamt stjórnanda sinum, Jóni Stefánssyni. Kór Langholtskirkju ásamt blásara- sveit Stjornandi: Jón Stefánsson Langholtskirkja, 10.desember 1988 Það var með sérstakri eftirvænt- ingu að maður mætti í Langholts- kirkju á laugardaginn til að hlusta á kórverk eftir Anton Bruckner. Hann var mikill trúmaður og skoð- ast nú meira og meira sem einn af meisturum kirkjukórverka seinni tíma, maður sem hægt er að nefna í sömu andrá og Palestrina. Meira að segja kemur það fyrir í einstök- um köflum að smíð Bruckners minnir á þennan meistara endur- reisnartímabilsins. Aðalefni tónleikanna var önnur messa tónskáldsins, í e-moll. En á undan voru fluttar fimm mótettur fyrir kapellukór, skrifaðar á tæp- um aldarfjórðungi. Strax í fyrstu mótettu. Locus iste, var hægt að merkja fallegar raddir kórsins. Bassarnir voru sérstaklega góðir og kvenraddirnar fylgdu fast á eft- ir. Þótt öil fimm verkin væru feiknaerfið á köflum voru þau flutt- ar af öryggi undir fínlegri stjórn Jóns Stefánssonar. Á meðal þeirra var Christus fac- tus est, skrifað frekar seint á ævi tónskáldsins. Þetta verk hefur orð fyrir að vera óvenjuáhrifamikið. En á laugardaginn var síðasta mót- ettan, Ave Maria, engu lakari hvað varðar áhrif á hlustendur. Svo komu stórviðburðirnir. Messan í e-moll er sérstök að því leyti að þótt tónskáldið hafi verið komið yflr fertugt telst þetta samt sem áður meðal frumverka hans þar sem það var ekki fyrr en á því aldursskeiði að Bruckner var sæmilega sáttur við tónsmíðar sín- ar. Flest verk þar á undan voru ekki viðurkennd opinberlega af tónskáldinu. Efasemdir um ágæti útfærslna á eigin verkum háðu Bruckner alla sína ævi. Það verður Tónlist Douglas A. Brotchie þó að segja að ekki markar fyrir því í verkinu. Messan, sem hér var flutt, einkennist af hugmynda- og sköpunarauðgi og algjöru valdi tónskáldsins á viðfangsefninu. Það er annað sérkennilegt við verkið og það: er að undirleikinn annast fímmtán tré- og málmblás- arar. Er þetta óvenjulegt ef ekki einsdæmi. Á köflum minnir hljóð- færaleikurinn á svokallaða „harm- onie“-blásarsveit sem var mjög vinsæl í Austurríki á seinni hluta átjándu aldar og fram á þá nítj- ándu. Þess á milli heyrist Bruckn- er-hljómurinn eins og hann þekkist úr sinfóníum hans. Flutningur messunnar var sann- færandi og heillandi. Kórinn stóðst vel þær miklu kröfur sem verkið gerir til hans. Eftirminnilegast var e.t.v. þegar kórinn ákallaði guð eða Krist. Tónskáldið skrifaði hér á sérstaklega áhrifamikinn hátt í „Gloria" og „Credo“. Komst það fyllilega til skila hér. í miðjum síð- arnefnda þættinum kemur einnig textinn „Et resurrexit tertia die“, þessi undursamlega trúarjátning, einn af hornsteinum kristinnar trúar sem hvert einasta tónskáld leggur metnað í að útsetja á sem áhrifamestan hátt. Messan, sem hér var flutt, er engin undantekn- ing og spennan hér var mögnuð. Viö stjórn tónleikanna notaði Jón Stefánsson tónsprota sem hefur verið í eign Bruckners og barst Jóni nýlega að gjöf. Sá tónsproti er mjög frábrugðinn þeim sem við erum vön að sjá nú til dags: allm- iklu þyngri bæði að sjá og væntan- lega í meðferð. Með notkun hans mynduðust sterkari tilfinninga- tengsl milli tónskáldsins, flytjend- anna og hlustendanna, sem gerði það að verkum að tónleikarnir voru sérstaklega ánægjulegir. -dab Bílferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík kl. 11. Útför Sæmundar L. Jóhannessonar skipstjóra, Hverfisgötu 52b, Hafnar- firði, sem andaðist 8. desember í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag- inn 13. desember kl. 15. Kjartan Ragnar Rjartansson verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 12. desember, kl. 15. Minningarathöfn um Jónínu Ás- mundsdóttur frá Vífilsnesi, Háagerði 59, Reykjavík, verður í Bústaða- kirkju þriðjudaginn 13. desember kl. 15. Jarðsett verður frá Kirkjubæjar- kirkju í Hróarstungu fimmtudaginn 15. desember kl. 13.30 Marta Jónsdóttir lést 4. desember sl. Hún fæddist 25. júní 1915 á Patreks- firði, dóttir hjónanna Sigríðar Bach- mann og Jóns Snæbjörnssonar. Hún lærði hárgreiðslu og rak um margra ára skeið hárgreiðslustofu í Hafnar- firði. Hún giftist Böðvari Sigurðssyni en hann lést árið 1985. Þau hjónin eignuðust þrjú böm en misstu tvö þeirra stuttu eftir fæðingu. Útför Mörtu verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kí.' 15. Vilhjálmur Þórðarson lést 1. desem- ber. Hann fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 5. október 1913. Foreldrar hans voru Þóröur Vilhjálmsson og kona hans, Þorbjörg. Þórarinsdóttir. Vilhjálmur starfaði lengst af við leigubílaakstur. Eftirlifandi eigin- kona hans er Helga Finnbogadóttir. Þau hjónin eignuðust sex börn. Útfór Vilhjálms verður gerð frá Bústaða- kirkju í dag kl. 13.30. Þuríður Guðjónsdóttir lést 4. desem- ber. Hún fæddist 3. júlí 1898 í Nefs- holti, Holtum, Ragnárvallasýslu. Hún var dóttir hjónanna Guðjóns Jónssonar og Sólveigar Magnúsdótt- ur. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Sigurvaldi Björnsson. Útför henn- ar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Jólatréssala Hjálpar- sveitar skáta Nú fyrir jólin gengst Hjálparsveit skáta í Reykjavík fyrir jólatréssölu eins og und- anfarin ár. Líkt og áður verður gott úr- val af jólatrjám í öllum stærðum. Boðið er upp á hin vinsælu barrheldnu tré af gerðinni normannsþinur. Einnig er á boðstólum gott úrval af grenigreinum. Salan fer fram í Skátabúöinni, Snorra- braut 60. Opið er á virkum dögum kl. 14-22 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10-22. ÚÍA gefur út jólamerki Ungmenna- og íþróttasamband Austur- lands hefur gefiö út jólamerki með mynd af Seyðisfjarðarkirkju. Frosti Þorkelsson á Egilsstöðum teiknaði merkið og var það prentáð í Héraðsprenti sf. á Egilsstööum. Jólamerkin eru bæöi ætluð til að líma á póst og eins er mjog algengt að arkirnar séu keyptar heilar til varöveislu og eiga þá vafalaust eftir að verða verðmætir safngripir. Ný fótaaðgerða- og snyrtistofa Nýlega var opnuð fótaaðgerða- og snyrti- stofa í Stúdíó Hallgerði, Grensásvegi 5. Á stofunni er boðið upp á alla almenna snyrtiþjónustu, s.s. andlitsböð. andlits- hreinsanir, förðun, litanir, vaxmeðferð,’ handsnyrtingu, fótsnyrtingu og fleira. Eigandi stofunnar er Ester Helga Ólafs- dóttir. Stofan er opin virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 9-16. Síminn á stof- unni er 688110. Myndakvöld Ferðafélagsins Miövikudaginn 14. desember verður næsta myndakvöld hjá Ferðafélaginu og hefst stundvíslega kl. 20.30 í Sóknarsaln- um, Skipholti 50a. Efni: 1. Þráinn Þóris- son sýnir myndir og segir frá gönguferð frá Eldgjá í Álftavatn. 2. Snorri Árnason sýnir myndir frá hálendinu norðan Vatnajökuls og leiöinni norður í Kverk- fjöll og suður fyrir jökla. 3. Jón Viðar Sigurðsson og Jóhannes I. Jónsson sýna myndir frá gönguferðum á Hrútfjalls- tinda og Stóra-Björnsfell. Þetta mynda- efni er kjörið til þess að fræðast um ferð- ir Ferðafélagsins. Allir velkomnir, félag- ar og aðrir. Aðgangur kr. 150. Veitingar í hléi. Fundir Kvenfélagið Seltjörn heldur árlegan jólafund þriðjudaginn 13. desember kl. 20.30. Heitt súkkulaði og smákökur. Munið eftir jólapökkunum. Mætum kátar og hressar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.