Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 22
22 Lausafjáruppboð Eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hrl. verða eftirtaldir lausafjármunir seld- ir á nauðungaruppboði sem haldið verður á Stökkum, Rauðasandshreppi, fimmtudaginn 15. desember 1988 kl. 10.30 eða þar sem munir þessir finnast: Ferguson traktor, Braun traktor, heytætla, rakstrarvél, úrgangstimb- ur og heyvagn. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaður Barðastrandarsýslu HEILSUEFNI - AUKINAILÍFSKRAFTUR OG ÞREK ERTU KVEFSÆKINN j SKAMMDEGINU? „Síðan ég fór að taka reglulega Bio-Selen Zink og Polbax-blómafrjókornin góðu hef ég ekki fengið kvefpestir. Stirðleiki i liðamótum hefur minnkað og húðin hefur lagast rnikiö." Þannig vitna ánægðir neytendur sem kaupa aftur og aftur þessi kröftugu heilsuefni. Það er ótrúlegt hvað 1 tala á dag af Bio-Seleni + Zink og 3-4 töflur af Polbax-blómafrjókornunum geta bætt heilsu þina. í Bio-heilsulinunni eru auk þess: Bio-Glandin-25, Bio-Chrom, Bio-Fiber og Bio-Carotene. Fæst i heilsubúðum, mörgum apótekum og mörkuóum. DREIFING: BIO-SELEN UMBOÐIÐ, SÍMI 76610 Organisk bundet Selen og Zink med vitaminer - det ideelle antioxidanl-komplex Bio-Sden +Zink + A-vitamin + C-vitamin + E-vitamin (da - E) + B6-vitamin POLLEN BLÓMAFRJÓKORN OG BLÓMAFRÆFUR BÆTT MEO. KALCIUM, KIESEL OG MAGNESIUM. INNIHELDUR EINNIG SOD EFNAKLJÚFA SEM STYRKJA ÓNÆMIS- KERFID. OFNÆMISPRÓFAO POLLENEFNI. KRÖFTUGT HEILSUEFNI. 2 — 4 TÖFLUR DAGLEGA. Þreytan hverfur meö Polbaxi. BJOEHJM VK> // AFALLRI m 11 1 m w 1 1 - - n \\ \ 7 \ i 1 J1 \ i u Jl J u ' OG KOPERINGU UÖSMYNBABÚBIN LAUGAVEGI 118 VIÐ HLEMM S. 27744 MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. Menning ________________________ dv Óbeliski og höddusteinn Þótt rithöfundar séu stundum mátt- ugir efa ég að margir þeirra leiki það eftir Birni Th. Björnssyni að vekja upp heilan kirkjugarð, jafnt mann- skap sem mónúment - eða „minning- armörk“, svo notaö sé nýyrði Bjöms. Auk þess hugsa ég að Islendingum sé tamara að líta á kirkjugarð sem rétta og slétta dauðraborg - nekró- pólis - eða þá sem afdrep fyrir elsk- endur og drukkið fólk heldur en lif- andi safn og sögu. En engum þeim sem stendur í fræg- ustu kirkjugörðum Evrópu, til að mynda Pére Lachaise i París eða San Michele í Feneyjum, dylst að hann er staddur í lista- og menningarsög- unni miðri, þar sem rekast á stór- menni og smámenni, þær hugmyndir sem samtíminn gerði sér um hina látnu og hlutverk þeirra í lífinu og handverk þeirra fjölmörgu lista- smiða sem fengnir voru til að færa þær hugmyndir í stein eða járn. Ef til vill eiga íslendingar sér þá afsökun að „greftrunarmenning" á evrópska vísu, „Sakralkultur" á þýsku, er hér ekki mjög gömul, nán- ast jafngömul kirkjugarðinum við Suðurgötu, sem hér er til umræðu. En það er einmitt í tilefni af 150 ára afmæh garðsins sem bók Björns kemur fyrir almennings sjónir í há- tíðarbúningi, þrykkt virðulegu Pala- tínuletri og prýdd ýkjulausum, svart-hvítum ljósmyndum Pjeturs Þ. Maack. „Dálítið krydd mannfræðinnar“ Bókinni er einna best lýst með þeim orðum sem Björn hefur um skoðunarferðir sínar og nemenda sinna í hstasögu i kirkjugarðinn forðum daga : „Þar vestur við Mela, oft milli sól- skins og hryöju, reyndum við að lesa á þessa óskrifuðu bók lista- og menn- ingarsögunnar, og tuggðum með dá- lítið krydd mannfræðinnar, ætti ein- hver skrýtna sögu, sá er undir lá. Við reyndum að lesa i steinformin, af hvaða evrópskum stil þau væru sprottin, við reyndurn að ráöa í tákn- in, uppruna þeirra og merkingu, lesa í handbragð steinhöggvaranna, strukum mosann af til þess að spá í leturgerðirnar, steinskrift, antíkvu, fraktúru, og væri einhver svo fróður, þá í það, hvernig steinn eða skreyttur kross rímaði við líf og lund þess sem gröíina átti. í þessum gamla garði kynntumst við bæði yfirlæti og lítil- læti, og við fengum góða lexíu í því, að dauður væri ekki dauður, þegar hugur hans og verk - og jafnvel sam- Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson tíð hans - lifðu enn á meðal okk- ar.. .“(bls. 255 ) Og þegar leiðsögumaðurinn um þetta „stærsta og elzta minjasafn Reykjavíkur" - er Björn Th. Björns- son má lesandinn eiga von á fróöleik í skemmtilegasta búningi sem völ er á, krydduðum hæfilega mikilli skáld- list því eins og höfundur segir á ein- um stað (bls. 168): „Skáldskapur (er) hverri staðreynd máttugri.“ Skondnar útleggingar Gott dæmi um skáldlega sagnfræði Björns er að finna í kaflanum „Tvær heldrikonur koma í garðinn" (bls. 29-30): „Sem við sitjum hér í hugan- um þennan júlídag árið 1839, í þurru grasinu og blíðunni, sjáum við allt í einu út undan okkur hvar tvær kon- ur koma suöur veginn og leiðast. Þær stanza við hliðiö; önnur tekur upp úr rósóttum dragposa sínum stóran pípulykil og reynir að opna með hon- um skrána. Og sem við horfum þang- að, sjáum við nokkru fjær að Magnús í Melkoti er aö reisa upp stjaka eða langa rá við héðra homið á rófugarð- inum sínum, hverju sem það á að gagna. Annars er varla hljóð að heyra, nema eitthvert marr eða brak í mylluvængjunum og svo auövitað ískriö í hliðinu sem konurnar hafa nú opnað.“ í lýsingum sínum af helstu íbúum kirkjugarðsins, sérkennum þeirra og útförum er Björn út af fyrir sig ekki að reiða fram nýjar upplýsingar. Hins vegar matreiðir hann gamlar heimildir af þekktu andríki og stíl- snilld, sérstaklega ef þær gefa tilefni til skondinna útlegginga. Um danska leikfimikennarann C. P. Steenberg má lesa í bók Björns: „Steenberg (var) æði hávaðasamur og umvöndunarsamur, og það ekki aðeins í leikfimitímum, svo manni kemur í hug hvort orðin á legsteini Dorotheu konu hans séu óafvitandi sannyrði: I Graven er Fred.“ Bráðfyndin er líka endursögn höf- undar á rómantískri ástarsorg þeirra Gísla Brynjúlfssonar og Astríðar Helgadóttur biskups, sem mikið hef- ur verið af spunnið „rétt eins og önn- ur ungmenni verði ekki líka skotin um tvítugt og fari jafnvel líka að yrkja". (bls. 137) Saga steinsmíða En merkilegust er bók Bjöms kannski fyrir þá sögu steinsmíða á íslandi sem þar er skráð en hingað til höfum við sjálfsagt ekki talið okk- ur eiga slíka sögu. Þar kemur fram að fyrsti íslenski steinsmiðurinn, sem eitthvað kveður aö, hét Sverrir Runólfsson (d. 1879) sem lærði áð kljúfa og slétta grjót í Danmörku. Hann var maður ekki einhamur því milli þess sem hann klappaði út í legsteina vítt og breitt um landið stundaði hann glímu af kappi og gerði út leiðangra til að berjast við skrímsli og útilegumenn. Eftirmaöur hans, Lúðvík Alexíus- son, var öllu spakari, enda sonur Alexíusar pólitís Árnasonar (sem „átti til undarlegar kenjar í göngu- lagi. Hann gekk ekki eins og aörir menn, erinda beint af augum, heldur víxlsporaði með snöggum rykkjum, og stundum aftur á bak jafnt sem áfram.“ bls. 107). Lúövík læröi iðn sína við byggingu hegningarhússins við Skólavörðustíg en það hús, ásamt með Alþingishúsinu, voru hinar eig- inlegu akademíur íslenskra stein- smiða. Safn mannamynda Þegar nær dregur aldamótum fylltu íslenskir steinhöggvarar hálf- an tug en þar við bættust afkasta- miklir erlendir steinhöggvarar á borð við Júlíus Schau sem síðar varð svo frægur að sýna skúlptúr á vor- sýningunni í Charlottenborg. Lýsingar Björns á þeim manna- myndum, sem í kirkjugarðinum er að finna, eru einnig bæði fjörlegar og fræðandi en ýmislegt bendir til þess að margar þessara mynda séu eftir þá Einar Jónsson og Ríkharð Jónsson þótt þeir hafi ekki haft hátt um þau handverk sín. Loks er fengur að yfirlitskorti yfir helstu minningarmörk í garðinum og skrá yfir legstaði nokkurra nafn- kenndra manna. Yfirlitskortið hefði að ósekju mátt vera laust við því tæplega fara menn í skoðunarferö upp i garö með þessa glæsilegu bók í höndunum. En víst er að enginn skrifar menn- ingarsögu eins og Björn Th. Björns- son. -ai Björn Th. Björnsson - Minningamörk í Hólavallagarói Ljósmyndun: Pjetur Þ. Maack 278 bls. Mál og menning, Rvik 1988. ísak fýlupoki Út er komin hjá Máli og menningu myndabók handa litlu börnunum. Hún er um strákinn ísak sem er ótta- legur fýlupoki. Hann skortir ekkert. Mömmu hans og pabba þykir svo vænt um hann að þau eru stööugt að gefa honum eitthvað, til þess að reyna að gleðja hann, samt er ísak einlægt óánægður og finnst allt ómögulegt. Loks missa foreldrarnir þolinmæðina og reka ísak út að leika sér. Reyndar finnur hann þá gleði sina þegar hann eignast vin við sitt hæfi. Höfundur bókarinnar er danskur, Jan Mogensen, fæddur 1945. Hann er fyrst og fremst myndlistarmaður, fékkst við leikmyndagerð bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. Fyrsta bókin hans, Har du sovet godt, Bamse? kom út áriö 1981. Strax á eftir komu svo bækumar Bamse og Den kinesiske prinsesse og Marias julegave. Áriö 1982 kom út nútíma- Bamabækur Vilborg Dagbjartsdóttir ævintýri, sem vakti mikla athygli, Fuglen i hjertet. Síðan hafa komið út eftir hann margar smábarnabæk- ur. Hann fékk Burg Wissem verð- launin, sem veitt eru fyrir mynd- skreytingu, árið 1983. Bækur hans hafa verið þýddar á sænsku, ensku, þýsku, frönsku og nú íslensku. Myndirnar í ísak óánægða eru ein- faldar, næstum eins og barnateikn- ingar, hæfilega stílfærðar og aðalat- riðin dregin fram svo að þær höfða ágætlega til ungra barna. Mogensen notar vatnsliti til að grunna og nær mjög skærum og lifandi flöturn í myndirnar. Útlínur eru svartar með sterkum dráttum. Textinn er stuttur en í samspih við myndirnar segir hann dálitla sögu. Á hverri opnu kemur til nýr hlutur sem ísak eignast og verður óánægður með. Höfundurinn leikur sér að stærðarhlutföllum og ýkir mátulega til þess að myndirnar verða bráð- fyndnar. Á sama hátt leikur hann sér að orðunum og skýrir merkingu þéirra um leið. Þýðing Sigrúnar Árnadóttur er hnökralaus. Letrið er stórt, pappír- inn kannske aðeins of gagnsær en þjáll og gott að fletta bókinni. Bókin er í mátulega stóru broti. Litlir krakkar hljóta að verða ánægðir með þessa bók. ísak óánægðl Höfundur texta og mynda: Jan Mogensen Þýðandi: Sigrún Árnadóttir Útgefandi: Mál og menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.