Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. 43 Meiming Upphaf samtíma- geggjunar Þaö má færa rök aö því að hver tími hafi sína geggjuB- (paranoia). Geggjun tímans fyrir fyrri heims- styrjöld hefur annan blæ en geggjun styrjaldanna og tímans á milli þeirra. Og geggjun samtímans er með enn öörum brag. Það er ekki gott að segja hvar þessi síðasta geggjun fékk fyrst á sig form lita, tóna og bókmennta. Sumir þykj- ast geta rakið hana í beinni línu frá kynslóð Kerouacs, „beat-kynslóð- inni“ eða „beatnikunum", eins og þeir voru líka kallaðir, um Bítlana til þess bitlingaliðs 68-kynslóðarinn- ar sem hvarvetna er að hreiðra um sig í valdastöðum stofnanaveldisins í hinum vestræna heimi nú. Hvað sem því líður var bók Kerou- acs, On the Road (Á vegum úti í ís- lensku þýðingunni), um skeið biblía andófssinnaðrar háskólaæsku í Bandaríkjunum og flækingurinn, sem stefnulaust reikaði stranda á milli í þá átt sem nefið sneri, fullur, graður og sóandi hamslausri orku á báðar hendur, hin mikla fyrirmynd og fullkomna andstæða við lög- hlýðna, leiöinlega smáborgarann, hnepptan í spennitreyju púrítanskra dyggða og botnlausrar hræsni. Aðiögun og útlegð Amerískar bókmenntir hafa löng- um leikið á hvörfum aðlögunar (con- formisma) og útlegðar (dropout). Annars vegar eru þeir sem tengja sig þjóðfélaginu, stofnanaveldinu, að- laga sig því, freista þess að lifa innan þess, eða snúast öndverðir gegn því til að endurbæta það, jafnvel um- bylta því. Hins vegar eru þeir sem ekki aðeins draga í efa mikilvægi þeirra svara sem samfélagið gefur heldur draga líka í efa gildi sjálfra spurninganna, gefa skít í samfélagið og heila gillið, vilja snúa við því baki og lifa frjálsu lífi og óhömdu. í bók- menntunum er þetta venjulega tákn- að meö einhvers konar afturhvarfi til náttúrunnar, í kvikmyndunum ríður hinn einmana kúreki út í sólar- lagið eftir að hafa séö réttvísinni full- nægt samkvæmt eigin réttlætis- kennd. Einmani, utangarðsmaður og út- lagi Kerouacs snýr ekki aftur tíl náttúrunnar heldur út á vegirin. Hann gefur skít í allt og finnur sér sálufélaga með svipuð viðhorf. Þetta gengi þeytist fram og aftur um Bandaríkin í fullkomnu eirðarleysi, án annars takmarks og tilgangs en að fíla lífið í botn á linnulitlu fylliríi, kvennafari og ferðalagi, ýmist á putt- anum eða stolnum bílum. Þetta gengi er nauðalíkt gengi Steinbecks í Cann- ery Row (Ægisgötu) nema hvað það er hreyfanlegt og á sífelldu iði. Sviðið hefur verið fært út frá smábæ í Kali- forníu til Bandaríkjanna allra. Þegar bókin kom út 1958 olli hún sprengingu, svo þvert kom hún á pólitískt og menningarlegt andrúms- loft tímans. Frá styrjaldarlokum höfðu Bandaríkjamenn unnið kapp- samlega að því að þurrka út menjar geggjunar kreppunnar og stríðsár- anna. Fjölskyldur voru endursameinað- ar í almennri velmegun sem byggði á traustum undirstöðum vinnusemi og reglufestu. Smáborgaralegar dyggðir voru hafnar til skýjanna og nánast lögfestar. Allar efasemdir um gildi þeirra voru lýstar „óamerí- skar“ og hvert hliðarspor frá við- teknum hefðum og skoðunum gat þýtt rannsókn „óamerísku nefndar- innar“ undir forsæti McCarthys. Framandi kynslóð Kynslóðin, sem nú spratt fram í bókmenntunum með Howl Gins- burgs, On the Road Kerouacs og Naked Lunch Burroughs virkaði álíka framandi á bandaríska menn- ingarpostula og þessi hlutur sem Rússar slöngvuðu um þessar mundir upp á himinhvolfið og nefndu Spútn- ik. Þeir voru því fljótt uppnefndir bítnikkar. Upphaflega var talað um bítkynslóðina (af beat = hljóðfall, taktur) vegna skyldleika þessara bókmennta við djassmúsíkina sem nú var að vinna hylli allrar ungu kynslóðarinnar, foreldrunum tíl skelfmgar og viðbjóðs. McCarthy var að syngja sitt síðasta um þessar mundir og auk þess var óhægt um vik að taka á þessum nýja óvini sam- félagsins. Bítnikkarnir höfðu enga hugmyndafræði nema fátæklegar shtrur úr Zenbúddisma og voru svo sem ekkert að blása í lúöra gegn saim Bókmeimtir Ólafur Hannibalsson félaginu. Þeir einfaldlega sneru baki viö því, höfnuðu því. Þeir vildu lifa lífínu lifandi, gera það sem þá lang- aöi til, óheftír af almenningsáliti, sið- um og venjum. Á vegum úti telst í dag klassísk bók af því að hún ásamt djassinum, af- straktmálverkinu og nokkrum öðr- um bókum boðaði þáttaskil í menn- ingu tuttugustu aldar. Það er því auðvitað fengur aö því að fá hana á íslensku þrjátíu árum eftir útkomu hennar. En mikið skelfmg fínnst mér hún hafa elst illa. Það er á mörkunum að manni takist að finna samúð með sögupersónunum sem engum tengsl- um ná hver við aðra nema gegnum endalausar ruglingslegar samræður, vimusvíma og sameiginlega reynslu á tilgangslausu rápi sínu. Og svo langt hefur kvenfólkið náð í jafnrétt- isbaráttunni að manni kemur á óvart sú kvenfyrirlitning sem þarna skín alls staðar í gegn og fór fram hjá manni við lestur hennar fyrir þrjátíu árum. Kvenfólkið á síðum bókarinn- ar er þar bara til þess aö söguhetj- urnar geti neglt það. Tilfmninga- tengsl viö það þýða frelsissviptingu, fórusveinninn er tekinn og taminn, heimilisvaninn og heftur í fastri vinnu. Góð þýðing Það er erfitt að þýða þessa bók á íslensku þar sem safinn í upphaflegu málfari hennar er að verulegu leyti kreistur úr amerísku slangurmáli. Ekki hef ég gert samanburð á þýðing- unni og frummálinu en sé ekki í fljótu bragði annað en að þýðandinn hafi komist vel frá sínu erfiða hlut- verki. Þó fmnst mér hann forðast um of lýsingarorðið „geggjaður" sem ég hefði haldið að íslenskum æskulýð væri munntamt fyrir ýmis ensk orð sömu merkingar. í staðinn notar hann „bilaður", „truflaður", „tjúll- aður“. Það síðasttalda virkar á mig sem millistríðadönskusletta. Má þó vera aö hér valdi um ókunnugleiki minn á orðfæri æskufólks. Bókin er vel úr garði gerð af útgef- andans hálfu. Það leiðindalýtí var þó að finna í því eintaki sem ég fékk í hendur aö efst á bls. 183 eru endur- teknar tvær neðstu línurnar af blað- síöunni á undan og efst á bls. 184 virðast tvær línur hafa falliö brott í staðinn. Borgarheitið Tucson er og víðast ritað Tuscon og má kannski einu gilda. Þessi þýðing er þarft framtak en hefði að skaðlausu mátt vera svona tuttugu og fimm árum fyrr á ferðinni. A vegum úti Höfundur: Jack Kerouac. Þýöandi: Ólafur Gunnarsson. Útgefandi: Mál og menning 1988. ÓH Pea Diát sælgætisvörur með ávaxtasykri fást á eftirtöldum stöð- um: Stórmörkuðum Hagkaups; Heilsubúðinni, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði; Heilsuhúsinu, Kringlunni/Skólvörðustíg; Allra-Best, Suðurveri, Rvk.; Skalla, Hafnarfirði; Stjörnuapóteki, Akureyri; o.fl. stöðum. Sælgætí þetta hentar sykarsjúkum HEILDSALA 91-83891 Skúli Pálsson á Laxalóni lýsir viðburðaríkri ævi sinni, segir frá ætt sinni og samferðamönnum, frumkvæði sínu í fiskeldi og áratugabaráttu fyrir að fá að rækta regn- bogasilung. „Framkoma valdastofnana í minn garð er eitt mesta hneyksli í atvinnusögu þjóðarinnar11 segir Skúli. kjaftshögg á kerfið. Mörgum þykir bókin vera BROSUI ^ í og alltgengur ^IIumferoar betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.