Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 26
26. íþróttir Frétta- stúfar Iraklis tapar Iraklis Saloniki, gríska liðið sem Arn- ljótur Davíðsson ger- ist að öllum líkindum leikmaður með, tapaöi útileik um helgina gegn Diagoras, 2-1, og féll fyrir bragðið niður um sæti. AEK, sem er á toppnum, vann Apolion, 4-2, og Paok, sem er í 2. sæti, lagði Doxa, 1-0. Staðan er þessi: AEK............12 8 2 2 19-7 18 PAOK...........12 8 1 3 20-12 17 Iraklis........12 6 4 2 22-13 16 Olympiakos.....12 6 3 3 23-11 15 Donadoni aftur með Miðjumaðurinn Roberto Dona- doni lék í gær sinn fyrsta leik með ítölsku meisturunum AC Milano, síðan hann var nær dauða en lífi eftir slys í leik í Evrópukeppni gegn Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Endurkoma Donadoni hafði mjög jákvæð áhrif á gang AC en liðið féli saman er hann mátti yfirgefa vöilinn eftir árekstur við Corrado Verdelii. Lið hans tap- aöi, 0-1, í slag við nágranna sína, Inter Milano, og skoraði Aldo Serena sigurmarkið. Inter er því áfram efst, hefur 17 stig eftir 9 leiki, en Napoli vann Verona, 1-0, úti og er með 15 stig. Juventus og Sampdoria gerðu markalaust jafnteQi og eru næst með 12 stig, ásamt Atalanta sem vann Pisa, 1-0. '. Eindhovenlá í Tokýo Álfumeistarar okkar Evrópubúa í knattspyrnu, PSV Eindhoven frá Hollandi, máttu sætta sig við ósigur gegn S-Ameríkumeistur- unum, Nacionai frá Úrúgvæ, í heimsbikarkeppni félagsliða. Ameríkumennirnir réðu gangi leiksins en staðan var þó 1-1 eftir hefðbundinn tíma og 2-2 í kjölfar framlengingar. í vítaspyrnukeppninni voru síðan Ameríkumennimir sterk- ari á taugum og náðu að hampa heimsbikar félagsliða. Möltumenn koma á óvart Tveir leikir voru í forkeppni heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu um helgina. Möltumenn komu mjög á óvart og héldu jöíhu gegn Ungverjum, 2-2. Busuttil gerði bæði mörk Möltubúa en Vincze og Kiprisch skoruðu fyrir Ungverja. Júgóslavar treystu stöðu sína í sínum riðh með 4-0 sigri á Kýp- ur. Dejan Savicevic gerði þrennu og Faruk Hadzibegjc skoraði úr víti. T 2.deíld f stadan / ÍR - Þór ..32-16 Keflavík - Afturelding ..32-19 HK - Selfoss ..34-29 Haukar - Þór ..28-21 ÍH -Ármann ..24-25 Haukar......9 7 1 1 229-171 15 ÍR..........9 7 1 1 238-178 15 HK...........9 7 1 1 238-180 15 Ármann.......9 6 0 3 214-215 12 Selfoss......9 4 0 5 228-226 8 Njarðvík.....8 3 1 4 195-188 7 Keflavík.....9 2 0 7 205-213 6 ÍH...........9 2 0 7 165-239 4 Aftureld..9 2 0 7 197-234 4 Þór.......10 2 0 8 192-258 4 • Óskar Elvar Óskarsson fór á kostum með HK og skoraði 18 mörk. Hann hefur nú gert 46 mörk í þremur síðustu leikjum liðsins! MÁhfÐDÁGÚiR'12. ’DESEMBER11988.-'' „Engin furða þó eld- fjallaeyjan sé trjálaus“ - sögðu Svisslendingar eftir 16-15 sigur Amicitia á Valsmönnum Pétur Guðmundsson, DV, Ziirich: ,,Það er engin furða þó eldfjallaeyj- an í norðri sé trjálaus," skrifaði eitt svissnesku blaðanna eftir Evrópu- leik Amicitia og Vals á laugardaginn. Þar var verið að tala um öll bylm- ingsskotin sem Valsmenn áttu í markstangir svissnesku meistar- anna í leiknum en þau voru átta tals- ins - þar af átti Sigurður Sveinsson sex! Amicitia yann þarna sinn tólfta sigur í þrettán heimaleikjum í-Evr- ópukeppni en aðeins 16-15 og þann mun ættu Valsmenn aö eiga góða möguleika á að vinna upp og gott betur í Laugardalshöllinni næsta sunnudagskvöld. Amicitia kærði leikinn Svissneska liðið hefur kært þann úrskurð vestur-þýsku dómaranna í lok leiksins að stöðva klukkuna 4 sekúndum fyrir leikslok. Þeir voru þá að reka einn Svisslendinganna af leikvelli og dæmdu Valsmönnum aukakast. Upp úr því skoraði Júlíus Jónasson síðasta mark leiksins sem kann að reynast dýrmætt þegar upp verður staðið. Amicitia sendi mótmæli með leik- skýrslunni til Alþjóða handknatt- leikssambandsins en ólíklegt er að þau skili félaginu einhverjum ár- angri. Slakur sóknarleikur en sterk vörn Valsliöið lék mjög vel, varnarlega séð, í leiknum en sóknin var fálm- kennd og mun slakari en fyrr í vet- ur. Augljóst var að taugaóstyrkur háði leikmönnum framan af en það lagaðist og síðari hálfleikur var ágætur af hálfu Valsmanna. Amicitia komst í 2-0 og 4-1. Valur minnkaði muninn í 4-3 og 6-5, Amic- ita breytti því í 9-5 en staðan var 9-6 í hálfleik. Valur jafnaði, 13-13, en í þeirri stöðu mistókst Valdimar Grímssyni að skora úr hraðaupp- hlaupi. í staðinn komst Amicitia í 15-13 og 16-14 en Júlíus átti lokaorð- ið eins og áður sagði. Dæmigert svissneskt lið Amicitia leikur dæmigerðan sviss- neskan handknattleik, langar sóknir og sterka vörn, og það endurspeglast vel í lágu skori beggja liða. Áö öllu eðlilegu á Valur að vinna heimaleik- inn örugglega, enda er árangur Amicitia á útivelli í Evrópukeppni fremur slakur en heima hefur það sigrað lið á borð við CSKA Moskva og Dukia Prag. Sigurður Sveinsson og Páll Guðna- son markvörður voru bestir Vals- manna í leiknum ásamt Geir Sveins- syni og Þorbirni Jenssyni sem báðir léku mjög vel í vörn. Páll tók viö af Einari Þorvarðarsyni í lok fyrri hálf- leiks og stóð í markinu leikinn á enda. Hann varði 14 skot, þar af þrjú vítaköst í röð og stóð sig frábærlega. Hjá Amicitia voru landsliðsmennirn- ir Rene Barth og Stefan Scharer í aðalhlutverkum. Mörk Vals: Sigurður Sveinsson 6, Júlíus Jónasson 4, Jakob Sigurðsson 3, Jón Kristjánsson 1, Valdimar Grímsson 1. Mörk Amicitia: Martin Glasaer 5, Stefan Balmelli 5, Jens Meier 3, Rene Barth 1, Stefan Schárer 1, Roger Kell- er 1. Dómarar voru frá Vestur-Þýska- landi og stóðu sig ágætlega þó vafaat- riði hafi flest fallið heimaliðinu í hag. Sjötíu mörk í Rúmeníu - FH tapaði, 31-39, fyrir Baia Mare í IHF-keppnirmi FH-ingar og rúmensku IHF-meist- ararnir Baia Mare deildu með sér heilum 70 mörkum er liðin mættust í fyrri ieik sínum í IHF-keppninni í handknattleik í gær. Heldur hallaði á FH í þessum mikla sóknarslag því Rúmenarnir sigruðu með átta marka mun, 39-31, og standa því ágætlega að vígi fyrir síöari viðureign liðanna sem fram fer i Hafnarfirði á fóstu- dagskvöldið. „Ég átti von á því aö rúmenska lið- ið væri sterkara en raun bar vitni og ég tel að við eigum möguleika á að vinna þennan átta marka mun upp í Firðinum ef við byrjum leikinn vel,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjáifari FH, í samtali við DV á þriðja tíman- um í nótt. FH-liðið var þá nýkomið inn á hótel í Vínarborg eftir 15 klukkutíma rútuferö frá Rúmeníu, í gegnum Ungverjaland, en þess má geta að ferð hðsins frá íslandi til Rúmeníu tók heilan sólarhring. Hins vegar voru móttökur í Rúmeníu allar mjög góðar og aðstæður allar eins og best varð á kosið, að sögn Viggós. „Dómgæslan var okkur mjög óhag- stæð, það voru Tékkar sem dæmdu og heimaliðið komst upp meö allt. Héðinn var t.d. sleginn í gólfið og fór vankaður af leikvelli án þess að nokkuð væri gert. Ég tel að dómar- arnir hafi munað einum sex mörkum fyrir rúmenska liöið,“ sagði Viggó. FH byrjaði vel og komst í 6-3 en Baia Mare jafnaði fljótlega og var 19-15 yfir í hléi. í seinni hálfleik munaði lengi vel 4-5 mörkum en þegar tíu mínútur voru eftir misstu FH-ingar tökin á leiknum og Rúmen- arnir komust átta mörkum yfir. „Voinea, sá stórkostlegi leikmaður, er slasaður, með slitin krossbönd í hné, og var því ekki með liði Baia Mare. Án hans virtust Rúmenarnir mjög taugaóstyrkir og við gætum nýtt okkur þaö í heimaleiknum," sagði Viggó. Að hans sögn áttu Guðjón Árnason, Héðinn GOsson og Óskar Ármanns- son mjög góðan leik með FH, Héðinn einkum í fyrri hálfleik en hann var tekinn úr umferð mestallan tímann. Mörkin gerðu Guðjón Árnason 10, Óskar Ármannsson 9/3, Héðinn Gils- son 6, Þorgils Óttar Mathiesen 3 og Gunnar Beinteinsson 3. -VS Framstúlkur í engum vanda - sigruðu Wakefield, 30-13, í Englandi Heimir Ríkharösson, DV, Englandi: Stúlkurnar úr Fram áttu í litlum vandræðum meö ensku meistarana Wakefield Metros í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik á laug- ardaginn. Fram sigraði 30-13 óg þar með er seinni leikur liðanna í Laug- ardalshöll næsta sunnudagskvöid nánast formsatriði. Staöan var 3-3 eftir 10 mínútur en síðan tók Fram öll völd og var komið í 14-6 fyrir hlé. Lið Wakefield er svip- aö og slakari lið íslensku 1. deildar- innar en hefur innanborðs nokkrar sprækar stúlkur, þar af eina afburða- góða sem spilar á línunni og skoraði bróðurpart markanna. Kolbrún Jóhannsdóttir markvörð- ur og Arna Steinsen áttu bestan leik hjá Fram. Arna skoraði 10 mörk, 5 úr vítum, Margrét Blöndal 6, Guðríð- ur Guðjónsdóttir 4, Guðrún Gunn- arsdóttir 4, Jóhanna Halldórsdóttir 3, Hafdís Guðjónsdóttir 1, Sigrún Blomsterberg 1 og Björg Bergsteins- dóttir 1. Lesendur DV velja íþróttamann ársins 1988 Sem og í fyrra gefst lesendum DV kostur á því aö velja íþróttamann ársins 1988. Hér að ofan er atkvæðaseöill þar sem lesendur geta raðað þeim fimm nöfnum íþróttamanna sem að þeirra mati hafa skarað fram úr á svo til liðnu ári. Eins og kemur fram neðst á seðlinum á að senda hann til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Seðlarnir þurfa að hafa borist til DV fyrir fóstudaginn 30. desember. í fyrsta blaöi DV eftir áramótin verður síðan greint frá því hverj- ir hafa orðið hlutskarpastir í kjörinu að þessu sinni. -SK Stórsigur og stórtap - hjá körfuboltalandsliðinu í Englandi Landslið íslands í körfuknattleik máttií gær þola tap, 82-114, gegn enska 1. deildar liðinu Bracknell í æfingaleik í London. Á laugardag vann lands- liðið hins vegar stórsigur á 2. deildar liði Oxford, 112-80. Lið Bracknell er í ööru sæti 1. deildar en Oxford efst í 2. deildinni. „Þessir leikir voru mjög góð æfing fyrir liðið. Leikurinn við Oxford var jafn framan af en síðan sigldu okkar strákar fram úr. Gegn Bracknell var við ofurefii að etja, enda í liði þeirra fiórir Bapdaríkjamenn og einn Argentínumaður og allir yfir 2 metrar á hæö. Samt lék íslenska liðið mjög vel í fyrri hálfleik og í hléi skildu aðeins níu stig liðin að en í síð- ari hálfleik rúlluðu þeir okkur upp,“ sagði Gunnar Þorvarðarson farar- sfióri i samtali við DV í gærkvöldi. Jón Kr. Gíslason var stigahæstur gegn Oxford með 24 stig, Guðmundur Bragason skoraði 21, ívar Ásgrímsson 16 og Valur Ingimundarson 14. Gegn Bracknell skoraði Magnús Guðfinnsson 18 stig, Guðjón Skúlason 16, Valur Ingimundarson 13 og Henning Henningsson 12. íslenska liðið fer í kvöld til Möltu þar sem það tekur þátt í smáþjóöamóti FIBA sem hefst á miðvikudag. -VS íþróttamaður ársins 1988 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1.________________________________ 2. 3. 4. 5. Nafn: ____________________________________ Sími: ___________ Heimilisfang:_______________________________________________ Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11 - 105 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.