Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1988. LífsstHl saman í jólaföndri Nágrannarnir Þorgeir og Guðrún sátu saman og föndruðu með dætrunum, Ernu og Þóru. er yfirleitt mjög góö, en það er ekki mikið um að feöur komi með bömum sínum, þeir mættu gjarnan vera fleiri." Baldur Örn var mjög áhugasamur um föndriö, mátti vart vera að því að líta upp úr jólakettinum sem hann var að klippa út, og skemmti sér greinilega mjög vel. „Ég er aö búa til jólakort og serv- éttuhringi og mér finnst það ofsa gaman. Ég myndi vilja hafa fleiri daga til að fondra með mömmu, en ég held að pabbi gæti ekkert fondr- að.“ Svo hló Baldur Örn dátt yfir til- hugsuninni að sjá pabba sinn fóndra, ekki var laust við að Ragnheiður brosti líka viö hugmyndinni. „Ætti aðvera liður í skólastarfi grunnskólanna" Þorgeir Sigurösson kom með Þóru dóttur sinni, enda finnst honum mjög gaman að föndra. Þorgeir var einn fárra feðra sem komu í jólafóndrið, en eflaust á þátttaka þeirra eftir að vaxa. „Þessi föndurdagur er orðinn fast- asta ári ætlar t.d. aö afhenda skólan- um tölvu sem kemur örugglega í góð- ar þarfir.“ í anddyri Ölduselsskóla seldu for- eldrar úr fulltrúaráði efni til fóndur- gerðar sem börn og foreldrar klipptu og límdu síðan saman svo úr varð myndarlegasta jólaskraut. Mest var um börn úr yngri bekkjum grunn- skólans, en unglingarnir mættu líka nokkuð vel. „Pabbikann ekkert aðföndra" Ragnheiður Baldursdóttir kom að sjálfsögðu i jólafóndrið'ásamt syni sínum. Snorra Páli, enda er það i miklu uppáhaldi hjá honum að fá að föndra með mömmu fyrir jólin. „Mér finnst það mjög þarft að hafa svona dag. Hann er líka mjög vin- sæll hjá fjölskyldum. Þetta er frá- bært framtak og á foreldrafélagiö mestar þakkir skildar enda vinnur það mikið starf við undirbúning. Ég hef komið á hverju ári og föndr- að með syninum síðan hann byrjaði í skólanum, það er honum mjög mik- ilvægt að ég komi með. Sjálfsagt er alveg nóg að hafa einn svona föndur- dag fyrir jólin, það má ekki vera of oft til að þátttaka sé góð. Mætingin Það er góður siður að allir fjöl- skyldumeðlimir taki þátt í jólaundir- búningnum og geri vinnuna þannig skemmtilegri um leið og samheldni fjölskyldunnar er styrkt. En á þess- um tíma hraða og yfirvinnu vill skemmtunin oft verða útundan og jólaundirbúningnum hespað af á sem stystum tíma. Það er því miður allt of sjaldgæft að foreldrar setjist niður með börnum sínum og þau fóndri saman fyrir jólin, tíminn er naumur og ílest taliö meira áríðandi en mark- laust fóndur. En það er nú svo að það ónauðsynlegasta er oftar en ekki það mikilvægasta þegar upp er staðið og tíminn sem fólk gefur sér með börn- um sínum. sérstaklega við jólaundir- búning. er ómetanlegur. Þetta er einu sinni hátíö barnanna og fyrir þau er jólastúss með pabba og mömmu þaö besta til að þreyja lang- an biðtímann fram að jólum. Hátíðardagur fyrirbörnin Laugardaginn 26. nóvember var líf og fjör í Ölduselsskóla í Breiðholti, en þá komu saman foreldrar og börn og föndruðu fyrir jólin. Þátttaka var mjög góð, allar kennslustofur fylltust af fólki og gott betur. Ekki vantaði heldur jólastemninguna, jólalögin spiluð og fólk gat fengiö sér drykki og piparkökur. En það sem skapaði mestu stemninguna var einlæg gleði barna og foreldra. Þessi föndurdagur var unninn og skipulagður af foreldrafélagi Öldu- selsskóla. Formaður félagsins heitir Guðmundur Hjálmarsson og sagði hann að þessi dagur hefði verið við lýði í nokkur ár og notiö mikilla vin- sælda. „Þátttakan hefur verið mjög góð frá upphafi og öll viðbrögð mjög jákvæð. Það er hátíð hjá börnunum að fá að vera með foreldrum sínum og fyrir okkur er virkilega kærkomið í öllu stressinu að setjast niður og föndra. Það liggur að sjálfsögðu mikil undir- búningsvinna að baki þessum degi og annast foreldrar alla þá vinnu. Þaö þarf að búa til sýnishorn, kaupa efni sem er klippt niður og sett í poka o.s.frv. Svo leggur nemendafélagið sitt af mörkum með gossölu og að- stöðu fyrir borðtennis. Foreldrafélagið stendur einnig fyr- ir grillveislu á vorin, en það er auð- vitað háð veðri hvenær hún er hald- in. Þénustan af þessu starfi fer öll í að hjálpa við uppbyggingu skólans. Fulltrúaráð foreldrafélagsins frá síð- Baldur Öm skemmtir sér greinilega mjög vel i jólalöndrinu og mamma hans, Ragnheiöur, og Snorri Páll eru lika i góAu skapi. Katrín Torfadóttir sýnir hróðug afrakstur dagsins. Hún kom með syni sínum en hann staldraði stutt við og lét móður sína um föndrið. ur punktur í jólaundirbúningnum, enda mjög góður og æskilegur siður, og mikið tilhlökkunarefni hjá börn- um og foreldrum. Svona nokkuð ætti að vera liður í skólastarfi grunnskól- anna. Nú á tímum þegar allir eru alltaf að vinna þá gefur þetta foreldr- um líka tækifæri til að hittast sem er nauösynlegt til að styrkja böndin milli heimila og skóla. Mér flnnst tímasetningin á þessu góð, það er ekki of snemmt að hafa þetta i upp- hafi aðventu. í ár er jólaföndrið lika mjög vel heppnað, alveg nógu ein- falt, en stundum hefur það verið full- flókið fyrir þau yngstu." Þóra var ekki jafnspennt yfir föndrinu og pabbinn, en fannst það samt alveg ágætt. Við sama borð og þau feðgin sátu þær Guðrún Jónsdóttir og dóttir hennar Erna Guðmundsdóttir. Guð- rún lýsti yfir ánægju sinni með sam- starf foreldra, kennara og barna í Ölduselsskóla. „Um daginn fór t.d. bekkur til Þor- lákshafnar og heimsóttu frystihús, skoðuöu fjöruna ogkynntust vel öllu því er snýr að sjávarútvegi. Eftir að þau höföu unnið úr þessari ferð buðu þau foreldrum eitt kvöldið að sjá hvaö þau höfðu verið að gera, svo tróðu krakkarnir upp með skemmti- atriði og foreldrar komu með kaffi og kökur. Foreldrar komu og skemmtu sér mjög vel og er þetta samstarf til fyrirmyndar. Mér finnst líka mikilvægur þáttur í uppeldi og kennslu að láta krakkana koma fram.“ Ernu fannst alveg frábært að fá heilan dag til að föndra með mömmu, en kvaðst annars ekkert föndra heima við. Það voru ánægðar fjölskyldur sem fóru heim með jólaföndur í poka eft- ir velheppnaðan dag. Allir komnir í jólaskap enda stutt í hátíðarnar. -Ade Dægradvöl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.