Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Síða 4
4 LAUGARÐAGUR ll.-MARS 1989, Fréttir Sænsk hjón í vetursetu um borö í skútu sinni í Reykjavíkurhöfh: „Njótum þess að hafa gert draum að veruleika“ - skútan Hluster draumaíbúö fyrir tvo Gunnar Syren um borö i seglskútu sinni í Reykjavikurhöfn. Draumur hans er orðinn aö veruleika en veturinn var aö hans sögn líkastur martröð. DV-myndir Brynjar Gauti „Tilfinningar okkar eftir veturset- una hér í höfninni eru blandnar. Okkur gnmaði reyndar hvað biði okkar af veðri og vindum en þessi vetur hefur verið með eindæmum þungur og leiðinlegur. Það hefur gert dvölina enn leiðinlegri en ella að við skulum ekki hafa getað verið meira úti við. Veturinn viröist heldur ekki fara of vel í heimamenn sjálfa," sagöi Sviinn Gunnar Syren sem hafst hef- ur við um borð í seglskútunni Illust- er í Reykjavíkurhöfn í vetur, ásamt konu sinni Gun. Frá því í september hafa þau legið utan á Sæbjörgu, skipi Slysavamafélagsins, við Norðurgarð hafnarinnar. Gunnar er auglýsingateiknari og hefur sinnt ýmsum smáverkefnimi í vetur og dyttað að skútunni. Gun hefur unnið sem hjúkrunarfræðing- ur á Vífilstaðaspítala og þannig dreg- ið björg í bú. í svartasta skammdeg- inu kom dóttir þeirra í heimsókn og hélt jól með pabba og mömmu. Það var sólargeisli sem ekki virtist van- þörf á í myrkrinu við höfnina. En af hveiju veturseta í Reykjavík? I fullkomnu lagi „Við vorum á nýrri skútu sem var fullsmíðuð í fyrasumar, eftir rúm- lega tveggja ára smíði, og urðum að láta reyna á fleyið. Til þess þýðir ekKert að sigla meðfram strönd Sví- þjóðar. Eftir sjósetningu sigldum við því til Shetlandseyja og þaðan til Vestmannaeyja. Síðan komum við hingað. Þetta er jómfrúarferð skút- unnar og til þess ætluö aö finna ann- marka hennar. Viö höfum komist að þvi að stýrisútbúnaðurinn er ekki nægilega góður og þurfum að lag- færa hann. Skútan verður að vera 100 prósent í lagi áður en við leggjum í stórsiglingu. Það var komiö haust þegar við komrnn hingaö og veður misjöfn. Afréðum við því að dvelja hér í vetur.“ Heimsreisa Gunnar rak auglýsingastofu í Sví- þjóð en hætti rekstri hennar þegar skútan var tilbúin. Segist hann hafa selt stofima meðan hún gekk sem best og sér ekki eftir þvi. Gunnar segist hafa siglt á hveiju sumri síð- asthðin 20 ár, alltaf á eigin skútum. Hefur stefnan verið aö fara í eina langa siglingu á hveiju sumri. Fyrir tveimur árum var siglt til Svalbarða og norður fyrir áttundu breiddar- gráðu. 1985 höfðu þau viðkomu hér í Reykjavík og lágu þá á nákvæmlega sama stað og nú, við Norðurgaröinn. Framundan er þriggja og hálfs árs sighng um heiminn. Héðan er ferö- inni heitið til Shetlandseyja, írlands, Spánar og Kanaríeyja. Þá mun leiðin hggja til Vestur-Indía, í gegn um Pan- ama, yfir Kyrrahafið og til Nýja Sjá- lands. Þar ætla þau að dvelja ein- hvem tíma og sigla síðan áfram sem leið hggur heim til Svíþjóðar. Auglýsingastofan seld „Að hætta að vinna og leggjast í siglingar er eins og draumur sem flestir halda að eigi ekki eftir að ræt- ast. Við erum vön sighngum og því er þetta mjög sjálfsagt fyrir okkur. Auk þess er dóttir okkar vaxin úr grasi og farin aö búa sjálf. Þvi var ekkert tíltökumál að selja auglýs- ingastofuna. Nú tilheyra langir og strangir vinnudagar fortíðinni. Að sigla getur reyndar verið mjög erfitt, en á aht annan hátt. Nú nýtur maðúr þess að hafa gert þennan draum að veruleika. Maður er orðinn 48 ára gamah og því um að gera að drífa sig áður en maður verður of latur.“ íbúö fyrirtvo Skútan Dluster, sem merkir eitt- hvaö í þá átt aö vera í frómum félags- skap, er skírð í höfuðið á sænskum verðlaunahesti, þeim eina er hefur unnið th meiriháttar verðlauna á stórmóti. Dluster er hin vandaðasta í aha staði og smíðuð sérstaklega með tvær mannesKjur í huga. Hún er 46 feta löng og 20 tonn að þynd. Skútur af þessari stærð eru að sögn Gunnars oftast byggðar fyrir aht að 10 manns, en þá er plássið ekki mik- ið. Aht pláss um borð í Dluster er mjög haganlega nýtt. Frammi undir stefni er smákytra þar sem Gunnar hefur verkfæri og fleira th viðgeröa. Þá kemur borðstofan eða setustofan og þar inn af vel rúmt eldhús, með vaski, hellum og ofni. „Við vhjum gjarnan hafa gott pláss th að hnoöa llluster liggur utan á Sæbjörgu, skipi Slysavarnarfélagsins, viö Norðurgarð- inn í Reykjavíkurhöfn. Skútan llluster er mjög haganlega skipulögð. „Reynslan hefur kennt manni að maður þrifst mikið betur þegar vel fer um mann. Siglingar eru oft mjög erfiðar," segir Gunnar Syren, fyrrverandi auglýsingateiknari, þar sem hann situr í setustofunni. brauðið okkar." Maturinn er geymd- ur í kjölnum, undir gólfþhjunum. Gégnt eldhúsinu, stjórnborðsmegin, er olíuofn sem auk þess aö hita vist- arverumar hitar vatn. Þá er bað og salemi þar aftan við. Við lúguna upp á dekk er ofurlíthl borðkrókur fyrir kort og siglingatæki. Þá er einnig lít- ið hólf fyrir tvær kojur og aftur í stefni er loks hjónarúm í fullri stærð og skrifstofukrókur þar sem Gunnar hefur Macintoshtölvuna sína. Allir innviðir em sérsmíðaðir eftir mihi- metramáU. Rafmagnið sér 220 volta díselvél um. Einnig er 12 volta kerfi um borð. Ofan þiija er öllu vel fyrir komið og auðvelt fyrir einn að standa vaktina. Þó ekki fari mikið fyrir íburði er ekki hægt að segja annaö en að þetta sér lúxus fyrir tvo. Norðurhöfin skemmtilegust „Þetta er fullkominn bústaður fyrir tvo. Það er ekki vit í öðm en láta fara vel um sig, þá þrífst maður mik- ið betur. Þetta lærir maður af reynsl- unni. Þótt vel fari um mann eru sigl- ingar oft erfiðar. Viö stöndum fjög- urra tíma vaktir og þaö krefst mikhs af manni. Þohð hef ég æft meö sundi, enda er frábært að iðka sund á ís- landi. í norðurhöfum verður oft ekki mikið úr svefni vegna veðurs og bjartra nótta. Þá er freistandi að vera á fótum allan sólarhringinn. Það er skemmthegast að sigla þar. Upplif- unin er miklu öflugri í þessari óspjöhuöu náttúru." Góðir grannar Gun mun vinna fram í maímánuð þegar þau leggja úr höfn. Henni hef- ur fundist mikil reynsla að vinna á Islandi en segir það tiltölulega létt fyrir Svía. Hún hefur orðið veður- teppt á Vííhsstöðum nótt og nótt en þá hefur Gunnar getað stytt sér stundir við að horfa á sjónvarp sem skipverjar á Sæbjörginni hafa lánað þeim. Að sögn Gunnars hafa Sæ- bjargarmenn verið hinir bestu ná- grannar. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.