Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Page 7
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989.
7
Þórbergur Þórðarson.
Stflverðlaun í
i
minningu Þórbergs
Á morgun, sunnudaginn 12. mars,
hefði Þórbergur Þórðarson rithöf-
undur orðið 100 ára. Af því tilefni
hafa bókaútgáfa Máls og menningar,
Háskóli íslands og menntamálaráðu-
neytið komið sér saman um að veita
Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar.
Verðlaunaháfmn verður vahnn af
þremur fulltrúum þessara aðila og
hlýtur kr. 150.000.
Verðlaunin skulu veitt fyrir
„óvenjulega vel unnin verk sem fólg-
in eru í framsetningu hvers konar
efnis á íslensku máli, í riti eða ræöu,
þannig að réttmætt er að telja þau
stílafrek“, eins og segir í fréttatil-
kynningu.
Sömu aðilar stefna að því að veita
verðlaunin annað hvert ár.
-ai.
Fréttir
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB:
Vaxandi olga
hjá almenningi
- ekki síst vegna rýmandi kaupmáttar dag frá degi
„Það er enginn áróöur þótt full-
yrt sé að hjá hinura almenna launa-
manni í landinu er vaxandi ólga.
Ástæðan er ofur einfóld. Verð-
hækkanir hafa skollið yfir frá 1.
mars og á sama tíma eru ráðamenn
þjóðarinnar með þær yfirlýsingar
aö kaupmáttur skuli í besta falli
haldast óbreyttur út árið. Þetta eru
vægt sagt óheppilegar yfirlýsingar
á sama tíraa og kaupmátturinn
rýrnar dag ífá degi. Ofan á þetta
bætast svo nýjustu yítrlýsingarnar
fr á Vinnuveitendasarabandinu um
að keyra kaupmáttinn enn meira
niður en orðið er. Það getur því
ekki farið hjá þvi að þetta veki upp
reiði hjá iaunafólki," sagði Ög-
mundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, aðspurður ura stöðuna I
samningamálunum nú.
Ögmundur benti á að þeir sem
vildu skerða kaupmáttinn vildu
atvinnulífinu ilít. Eðlilegur kaup-
máttur væri forsendaþessað versl-
un og atvinnulífið yfirhöfúð gengi
eðlilega. Hann sagði að það væri
korainn tími til að raenn létu af
þessum eilífa barlómi og tækju
höndum saman um aö skapa auk-
inn kaupmátt launa og þar meö
betri aíkomu þjóðarinnar.
„Stóra málið í þessu öllu saman
er að stórum hluta þjóðarinnar eru
búin óviðunandi kjör. Þetta fólk
vinnur eftir iaunatöxtum sem eng-
inn getur lifað af nema vinna
myrkranna á miili. Kjör þessa fólks
verður að bæta. Ef vinnuveitendur
og ekki síst ríkisstjórnin tekur ekki
þessum sanngjörnu og auðskiijan-
legu rökum þarf og verður gripið
til annarra ráða en notuð hafa ver-
ið til þessa,“ sagði Ögmundur.
Hann sagði að félögin innan
BSRB hefðu hvert fyrir sig veriö
að ræða við samninganefnd ríkis-
ins og kynna þar sérkröfur sínar
og síöan væri mikið um sameigin-
lega fundi forsvarsmanna félag-
anna, þar sem staðan væri rædd
ogþaðsemerframundan. S.dór
75 íslendingar í París:
Mótmæla
aðferðum
við sendi-
herraskiptin
„Mótmæh okkar beinast ekki gegn
mönnum heldur aðferðum. Okkur
finnst óréttlæti og ekki eiga skylt við
mikla diplórtiatíu þegar Haraldur
Kröyer sendiherra fréttir það úti í
bæ að Albert verði sendiherra í Par-
ís frá og með vorinu. Það var ekki
talað við hann í fyrstu heldur hringt
í hann með fréttir úr blöðunum
heima,“ sagði Nína Gautadóttir, sem
búsett er í París, í samtali við DV.
Nína er ein 75 íslendinga í París
sem skrifað hafa undir yfirlýsing-
una: „Við undirritaðir íslendingar í
París mótmælum þeim aðferðum
sem íslensk stjórnvöld hafa beitt við
skipti sendiherra í París.“
„Haraldur Kröyer á eftir tvö ár í
eftirlaun og vonaðist til að geta lokiö
starfsferh sínum hér í París. Það var
fyrst í síðustu viku sem hann fékk
að vita hvert hann ætti að flytjast,
þannig að hann er búinn að sitja og
bíða í nokkra mánuði eftir að fá það
á hreint. Okkur finnst þetta ómögu-.
leg framkoma af hálfu ráðuneytisins,
að tala bara við Albert en ekki Har-
ald. Ég vil ítreka að mótmæh okkar
eiga ekkert skylt við persónur, held-
ur aðferðir.“
Þórður Ægir Óskarsson hjá utan-
ríkisráðuneytinu tjáði DV að sendi-
herraskiptin væru afgreitt mál og
fundist hefði lausn sem alhr sættu
sig við. Sagðist hann ekki geta tjáð
sig um fullyrðingar íslendinganna
75.
Haraldur Kröyer hefur verið sendi-
herra í París síðasthðin fiögur ár. Þar
áður var hann í Moskvu í fimm ár.
-hlh
Vestmannaeyjar:
Ekki verkfall
Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjurrr
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
haíði boðað verkfall hjá starfsmönn-
um fyrirtækisins ÍSNÓ hf. sem er
með fiskeldi í Klettsvík í Vestmanna-
eyjum. Verkfallið átti að koma til
framkvæmda í gær en vinnuveiten-
dasambandið mótmælti því og taldi
það ólöglegt og kærði til Félagsdóms.
I fyrradag var dæmt í máhnu og
dæmdi Félagsdómur verkfahsboð-
unina ólöglega. Verkalýðsfélagið var
dæmt til greiðslu sektar, kr. 25.000,
og 30.000 kr. í málskostnað.
Dahli leikurínn
er hafinn í búðinni þinni
Nú bregður li'ifíTflri á leik við alla sem vita hvað eru
góðar kökur. Á umbúðunum er auðvitað ,
|^^^J merkið. Ekki henda umbúðúnum, klipptu
merkin út og geymdu þau þar til þú átt 15. Þá bið-
urðu um umslag í búðinni þinni (um leið og
þú kaupir sextáiidu kökuna). Merkin 15 seturðu í
umslagið og sendir okkur. Að launum færð þú svo
100 krónur, eða þú getur notað þessar 100 krónur
sem greiðslu fyrir þennan glæsilega þýska postulíns
kökudisk.
Dahli leikurinn stendur til 31. maí.
Dahli kökur og tertubotnar - alveg óborganlegt meðlœti.
FJÖRVI - VÖRUMIÐSTÖÐIN HF.
Sími 687877