Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Page 8
8 LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. Fremstir í flokki í Sjónvarpinu á fimmtudögum: HeM fallins stjórnmálamanns ramagosarnir í Fremstir í flokki. Þeir eru Raymond Gould, leikinn af Tom Wilkinsson; Andrew Fraser, leikinn af David Robb; Simon Kerslake, leikinn af James Fauikner og Charles Seymour, leikinn af Jeremy Child. „Archer ber fé á vændiskonu" var fyrirsögn eins af Lundúnablöðunum fyrir þremur árum. Á þeirri stundu, sem blaðið kom á göturnar, var póli- tískum ferb íhaldsmannsins Jeffrey Archer lokið. Áður var hann talinn manna líklegastur tb að verða arf- taki Margrétar Thatcher á stób for- sætisráðherra en hann hefur síðan einbeitt sér að ritstörfum. Hneyksbð, sem Archer flæktist í, var tilbúið frá rótum. Að undirlagi blaðsins krafðist vændiskonan þess að hann greiddi sér fé fyrir aö þegja um samband þeirra. Árcher hafði •engin samskipti átt við konuna en tók samt þann kostinn að reiða féð af hendi og þar með var hann geng- inn í gildruna. Blaðið hafði orðið sér úti um ókeypis hneykshsmál. Síðar vann Archer meiðyrðamál á hendur blaðinu en það breytti engu um niðurstöðuna; maðurinn, sem átti að leiða þjóðina, hafði látið blekkjast. Hann varö að segja af sér embættum fyrir íhaldsflokkinn og hætta afskiptum af stjórnmálum. Háð um fyrri félaga Archer hefur þó ekki lagt árar í bát. Hann var þegar þekktur sem rit- höfundur og hefur eftir hneyksbð vakið athygb fyrir póbtískar háðs- ádeilur. Eina slíka hefur Sjónvarpið tekið til sýninga á fimmtudagskvöld- um. Þetta er röð tíu þátta sem hér bera heitið Fremstir í flokki en heita á frummábn First Among Equals. Þessa sögu samdi Archer gagngert sem sápuóperu þótt hún hafi fyrst komið út í bókarformi. Þættirnir bera þess öb merki að höfundurinn er heimavanur í stjórnmálunum. Ur þeim má reyndar lesa flest það sem gerst hefur í breskum stjórnmálum á síðustu tuttugu árum og aðalper- sónurnar eiga sér fyrirmyndir í þekktum stjórnmálaleiðtogum. Á yfirborðinu minna þeir á banda- rískar sápuóperur en undir niðri er ádeilan hárbeitt og húmorinn að sjálfsögðu eins breskur og hægt er að hugsa sér. Þetta er hápóbtísk sápuópera. Þvi er meira að segja haldið fram að aðalpersónan Simon Kerslake sé Archer sjálfur. Hann hefur aldrei neitað að svo sé. í þáttunum er fjallað jöfnum hönd- um um framapot ungra manna úr öllum helstu stjórnmálaflokkum í Englandi og þróun stjórnmálanna á tímabbinu. Einkum er þó saga íhaldsflokksins breska sögð í skop- legu ljósi. Þingmaóur fyrir Granada Sú saga er sögð af síðasta lands- fundi íhaldsmanna að þar hafi sjón- varpsmenn verið að taka viðtöl við þingmenn flokkins. Þeir komu auga á náunga sem var fús til að tala og hafði skoðanir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum. Hann var glæsilegur í útliti og sjónvarpsmenn flokkuðu hann umsvifalaust með einum af þeim ungu framagosum sem hafa verið á uppleið í flokknum í tíð Thachers. Að endingu var maðurinn spurður fyrir hvaða kjördæmi hann sæti á þingi. „Granada," svaraði hann að bragöi. Engin mundi eftir þvi kjör- dæmi en þingmaðurinn efnilegi benti þeim á að hann ætti við sjónvarps- verið Granada. Hér var kominn leik- arinn James Faulkner sem leikur Simon Kerslake í Fremstir í flokki. Hann er nú í hópi þekktustu þing- manna í Bretlandi þótt hann hafl aldrei boðið sig fram í öðru kjördæmi en Granada. Erindi hans á flokksþingið var að kynna sér framkomu þingmanna vegna hlutverksins í þáttunum. Eftir stutta dvöl á landsfundinum var hann búinn að ná óaðfinnanlegum tökum á hlutverki ungs íhaldsþing- manns. Valdagræðgi og undirferli Margt í þáttunum minnir á vin- sælar sápuóperur eins og Dabas og Dynasty. Karlmennirnir eru valda- sjúkir og konumar undirforular. í upphafl er sýnd mynd af háhýsi und- ir hressilegri tónbst. Húsin eru þó á bökkum Thamesárinnar og klukku- tuminn Big Ben gnæfir hæst. Archer er rithöfundur sem kann þá bst að setja saman spennandi sög- ur. Framleiðendur þáttanna lögðu bka mikla áherslu á að gera persón- umar raunverulegar þrátt fyrir ýkj- urnar í sögunni. Leikararnir skoð- uðu nákvæmlega myndir af stjórn- málamönum og aðalleikarinn fór í sjálft höfuðvígið til að fullnuma sig í yfirborðsmennsku. Sérstök áhersla var lögð á að fylgj- ast með ráðhermm. Jeremy Child, einn af aðabeikurunum, segir frá því að þegar verið var að taka upp fyrir framan bústaö forsætisráðherra að Downingstræti 10. Von var á Thatc- her heim en áður en hún kom ók bíb frá embættinu að húsinu og út kom maður með appelsínu og epU í poka - hádegisverðinn fyrir Denis Thatcher. „Það eru völd í mínum augum að fá hádegismatinn með einkabílstjóra," sagði Jeremy ChUd á staðnum. í þáttunum segir frá fjórum mönn- um sem allir komu fyrst inn á þing árið 1964. Þetta eru ólíkir menn sem eiga drauma um frama sameiginlega. Charles Seymour, sem Jeremy Child leikur, er yfirstéttarmaður. Hann hefur erft kjördæmi, enda er allt yppeldi hans miöað við að hann verði áhrifamaöur í stjórnmálum. Simon Kerslake hefur ekki sterka fjölskyldu á bak við sig en þeim mun meiri metnað. Hanri er fátækur en staðráðinn í að ná langt, rétt eins og höfundurinn Archer var í upphafi ferils síns. Líka úrVerka- mannaflokknum Hinir aðalmennirair tveir fylgja Verkamannaflokknum aö málum. Þeir eru Andrew Fraser sem er af skoskum íhaldsættum en hefur gengið tb bðs við andstæðing- ana. í tímans rás snýst hann gegn Verkamannaflokknum og gengur tb bðs við Bandalag jafnaðarmanna. Þetta er maður sem hefur ákveðnar skoðanir - en oft nokkuð breytbegar. Þeir sem tb þekkja segja að þama séu leiðtogarnir David Owen og David Steel komnir saman í einni persónu. Fjórði maðurinn í hópnum er Raymond Gould. Hann fylgir Verkamannaflokknum að mál- um og þykir með greindustu þingmönnum. Það háir honum á hinn bóginn að hann er ansi laus í rásinni. Ferib hans er í stöðugri hættu vegna kvenna- mála. Þessir menn ætla sér allir að verða forsætisráðherrar og á endanum nær einn þeirra stöð- unni. í sögulokunum felst spá- dómur um hver taki við af Thatcher en Archer tekur ekki afgerandi afstöðu til málsins því hann samdi tvenn sögulok. í lokum sögunnar, sem ætluð er fyr- ir breskan markað, er það maöur Verkamannaflokksins sem hreppir hnossið. Bandaríkjamenn fá hins vegar að sjá þætti þar sem íhalds- maður sigrar. Pólitíkusamir þegja Breskir stjómmálamenn hafa verið ófáanlegir til að segja álit sitt á þáttunum. Sumir vilja ekki taka þá áhættu að gagnrýna Archer því hann á örugglega eftir að skrifa fleiri sögur af valdabrölti stjórnmála- manna. Aðrir segja að Archer sé að- eins að hefna sín vegna eigin ófara. Þess vegna dragi hann upp ófagra mynd af störfum stjórnmálamanna. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.