Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Side 10
10 LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. Breiðsíðan Guðbjöm Guðbjömsson óperu- söngvari er aðeins 26 ára gamall en engu að síöur hefur hann komist í hringiðu tónhstarlífsins í Berlín. Guðbjörn er staddur hér á landi um þessar mundir og ætlar að halda tón- leika í íslensku óperunni 2. apríl. Guðbjörn er að ljúka námi í Þýska- landi en hann hefur þegar fengið til- boð frá óperuhúsi í Austurríki, sem hann hafnaði. „Þeir vildu ráða mig til tveggja ára sem mér fannst of langur tími,“ segir hann. „Undanfar- ið hef ég verið að syngja fyrir um- boðsmenn og á von á að það skili árangri áður en langt um hður. Reyndar varð ég undrandi á að fá thboð strax,“ segir Guðbjöm. Hann hefur haldið nokkra tónleika 'í Berlín, Köln og Stuttgart og mun halda enn eina er hann snýr aftur til Þýskalands í apríl. „Það verða skandínavískir tónieikar sem haldn- ir verða í minnsta sal Fílharmon- íunnar í Berlín." Guðbjörn hefur auk þess sungið Messias með Útvarpssinfóníunni í Berhn. Hann var svo heppinn að John Dawson, æfingastjóri Þýsku óperunnar í Berhn, heyrði hann syngja í útvarpsþætti með erlendum listamönnum og bauð honum að koma og æfa með sér. „Ég er ekki kominn á svið þar ennþá en auðvitað vonast maður efhr að það geti orð- Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari ætlar að halda tónleika í islensku óperunni 2. apríl. Hér er hann með eiginkonunni Katí Hasse. DV-mynd GVA Guðbjöm Guðbjömsson söngvari: Hafnaði tilboði í Austurríki ið,“ segir Guðbjöm. „í þessu ópem- húsi rekst maður á marga fræga söngvara. Eitt skiptið gekk ég fram á Placido Domingo og ég held að það hafi verið í fvrsta skipti sem ég varð orðlaus. Ég átti sannarlega ekki von á að rekast á þann mann í óperuhús- inu. Viö ræddum saman nokkra stund og Domingo var ákaflega hress,“ segir Guðbjöm og hlær að þessari einkennilegu thviljun. Guðbjöm er kvæntur Katí Hasse frá Austur-Berlín, sem einnig er í söngnámi. „Ég kann vel við mig í Þýskalandi og reikna með að búa þar áfram,“ segir Guðbjörn. En segir jafnframt að hann muni skreppa heim annað slagið. Guðbjörn hefur talsvert orðið var við áróður Green- peace manna í Þýskalandi og segir að kunningjar sínir ræði mikið um hann. „Greenpeace eru svo stór sam- tök að það má alls ekki vanmeta þau,“ segir þessi ungi óperusöngvari. -ELA Þú ert 2000 krón- um rík- ari Stjarnan og Valur léku hörkuleik í handboltanum fyrir stuttu og þeir stóðu sig það vel strákarnir, ahir sem einn, að rétt þykir að verð- launa þann sem stekkur hæst. Hann fær því hring um höfuð sér þessa vikuna og má vitja peninganna á ritsjórn helgarblaðs DV, Þverholtill. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.