Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Side 30
46
LAUGARDAGUR 11.' MARS 1989.
Skák d]
Enn koma Polgar-systur á óvart:
Nú var röðin komin
að miðsysturinni
- Stórglæsilegur sigur Zsofiu Polgar á opnu skákmóti í Róm
Þessi mynd er tekin þegar Polgar-fjölskyldan gisti ísland vegna þátttöku systranna í skákmóti. En miðsystirir-
in, Zsofia Polgar, vann stórglæsilegan sigur á opnu skákmóti í Róm.
Judit, yngsta Polgar-systirin,
verður að líkindum nálægt 2.600
stiga markinu á næsta lista, eftir
sigur sinn í áskorendaflokki á
Hastingsmótinu. Hún náði einnig
stórkostlegum árangri á ólympíu-
mótinu og er nú stigahæst kvenna.
Elsta systirin, Zsuzsa, er í þriðja
sæti en minna hefur kveðið að mið-
systurinni, Zsofíu. Ástæða er þó til
að rifja upp orð Englendingsins
Hartston: Zsofía Polgar yrði al-
mennt álitinn mesti snillingur allra
tíma, ef hún ætti ekki yngri systur
sem er enn snjallari!
Nú hefur Zsofía, sem er 14 ára,
náð að slá í gegn. Hún sigraði á
opnu skákmóti í Róm í febrúar,
hlaut 8,5 vinninga af 9 mögulegum
og varð tveimur vinningum fyrir
ofan næstu menn. Á mótinu tefldu
m.a. fjórir sovéskir stórmeistarar.
Þessi árangur Zsofíu slær snilld
hinna systranna við og í stigum
talið mun þetta vera þesti árangur
frá þ\i mælingar hófust!
Zsofía gerði sér lítið fyrir og vann
átta fyrstu skákir sínar á mótinu.
í tveimur fyrstu umferðunum
tefldi hún við stigalausa menn, síð-
an sovéska stórmeistarann Palatn-
ik (2470 stig), þá ítalska alþjóða-
meistarann D’Amore (2425), svo
sovéska stórmeistarann Tsjérnín
(2580), næst rúmenska stórmeistar-
ann Suba (2515), svo júgóslavneska
FIDE-meistarann Mrdja (2405) og
loks vann hún sovéska stórmeis-
tann Razuvajev (2550). í 9. og síð-
ustu umferð þáöi hún svo jafntefl-
isboð sovéska stórmeistarans Dol-
matovs (2580), þrátt fyrir að hún
ætti hetri stöðu. Árangur hennar
gegn stigamönnunum sjö samsvar-
ar 2930 Eló-stigum!
Staða efstu manna varð þessi:
1. Zsofía Polgar 8,5 v.
2. -5. Dolmatov, Tsjernín, Vojkevits
og Levitt 6,5 v.
6.-10. Razuvajev, Suba, Joseliani,
Dragoljovic og Braga 6 v.
O.s.frv. Þátttakendur voru 66 tals-
ins.
Skákheimurinn stendur á önd-
inni yfir frammistöðu Polgar-
systra sem hafa náð undraverðum
árangri, svo vægt sé til orða tekið.
Þær hafa a.m.k. þaggað snarlega
niður í þeim fáu röddum er haldið
hafa því fram að konur gætu aldrei
lært að tefla. Margir spá því að
Judit, 12 ára, sé efni i heimsmeist-
ara og að Kasparov og Karpov
megi fara að vara sig. Og eftir ár-
angri Zsofiu í Róm að dæma, þyrfti
ekki að koma á óvart, þótt eitthvert
heimsmeistaraeinvígið yrði haldið
í eldhúsinu heima hjá Polgar-fjöl-
skyldunni.
Zsofía hreinlega vafði stórmeist-
urunum upp í Róm! Skákir hennar
einkenndust margar hverjar af því,
aö hún - eins og -systur hennar -
glímdi við skákþrautir og leikflétt-
ur í frumbemsku, í stað þess að
leika sér að leggjum og skeljum.
Foreldrar þeirra hafa tekið þá
stefnu að mennta stúlkurnar
heima fyrir í stað þess að senda þær
í skóla. Þetta eru bráðvel gefnar
og viömótsþýðar stúlkur og það er
erfitt að koma auga ú úlfinn undir
sauðargærunni. Hann kemur ekki
upp á yfirborðið fyrr en þær setjast
við skákborðið. Sjáið hvernig Zsof-
ía lék stórmeistarann Tsjernín í
Róm:
Hvítt: Zsofía Polgar
Svart: A. Tsjernín
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 Rf6 7. 0-0 Be7
8. Be3 0-0 9. f4 d610. Khl a611. Del
Sígild staöa úr Scheveningen-
afbrigðinu er á borðinu. Athyglis-
vert er að Zsofía, eins og systur
hennar, velur jafnan beinskeytt-
ustu leiðina. Nú á dögum er 11. a4
algengara og reyna að tefja fyrir
gagnsókn svarts á drottningar-
væng.
11. - Ra5?!
Stórmeistarinn leggur nú á
háskalegar brautir. Svartur á tvo
kosti sem gefa honum frambæri-
legt tafl: 11. - Rxd4 12. Bxd4 b5; og
11. - Bd7 ásamt 12. - b5.
12. Dg3
Hún er ekkert að tvínóna við
hlutina. Flestir hefðu kosið 12. Hdl,
svo að drottningarhrókurinn lokist
ekki inni eftir að biskupinn dregur
sig í hlé.
12. - Rc4 13. Bcl b5 14. a3 Db6?!
Svartur er á rangri braut. Betra
er 14. - Bb7 og næst 15. - Hac8. Það
er mikilvægt að halda þrýstingnum
eftir c-línunni svo hvítur nái ekki
að losa um stöðuna.
15. Hdl Bb7 16. b3 Ra5 17. BÍ3 Hac8
18. Bb2 Hfd8?
Erfitt er að trúa því að svona sak-
leysisleg stúlka geti haft eitthvað
illt í hyggju. Tsjernín skynjar ekki
hættuna. Með 18. - Dc7 hefði hann
getað afstýrt slysinu.
19. Rd5!
Bridge
12. alþjóðlega bridgehátíðin í Búdapest:
Það em fleiri en íslendingar sem
halda bridgehátíð og nýlega héldu
Ungverjar eina slíka. Fjöldi bridge-
meistara tók þátt í mótinu og þar á
meðal kunningjar okkar frá Bridge-
hátíð 1989, Wolfgang Meinl og Jan
Fucik, Evrópumeistararnir frá Aust-
urríki. Ennfremur tóku þátt tíu spil-
arar frá Svíþjóð og nokkrir frá Holl-
andi og Póllandi.
Fucik sannaði einnig getu sína
þarna með því að vinna opnu tví-
menningskeppnina ásamt félaga sín-
um, Jadali. Annars vom heimamenn
sigursælir og í spilinu í dag sjáum
við einn þeirra sýna snilli sína í vörn-
* KDG873
* Á2
* G3
+ KDG
inni.
NS/N
* 1095
V KG3
♦ Á92
+ Á853
♦ Á4
V 10964
♦ 10876
+ 1064
* 62
V D875
♦ KD54
+ 972
A ööru borðinu hafnaði norður í fjór-
um spöðum og komst ekki hjá því
að gefa einn slag á hvern lit. Vestur
gaf einfaldlega tigulinn einu sinni og
skar þannig á samganginn við blind-
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Á hinu borðinu, þar sem Ungveij-
inn Macskásy sat í vestur, gengu
sagnir á þessa leið:
Norður Austur Suður Vestur
1L 1T 1G 2T
3 S pass 3 G pass
pass pass
Nákvæmnislaufið fann greinilega
betri lokasamning og við fyrsta tillit
virðist sagnhafi aðeins þurfa að gefa
fjóra slagi eins og sagnhafi á hinu
borðinu. Og útspilið virðist ekki
skipta miklu máli. Spaða-, tígul- eða
laufútspil gefa sagnhafa tíma til þess
að sækja spaðaásinn, drepa síðan
hjarta til baka með ásnum. Þar með
á hann níu slagi - fimm á spaða, einn
á tígul, einn á hjarta og tvo á lauf.
Það verður samt sem áður að spila
gætilega. Norður veröur að spila tíg-
ulgosa áöur en hann reynir við ann-
an laufslag, annars getur vestur
drepið á ásinn og fríaö fíóröa laufið.
Lítið hjarta í byijun er hættulaust,
því liturinn stíflast; enn fremur hjar-
takóngur drepinn með ás, síöan er
hjartagosi gefinn og þar með skorið
á samgang varnarspilaranna.
Gabor Macskásy fann hins vegar
banvæna útspilið, það eina af þrettán
spilum: Hjartagosa.
Sagnhafa em nú allar bjargir bann-
aðar hvaö sem hann reynir. Sagn-
hafi drepur á drottninguna heima og
spilar spaða. Austur drepur, spilar
litlu hjarta og vestur lætur kónginn
undir beran ásinn. Síðan þegar hann
drepur á annan hvorn ásinn þá getur
hann spilað litlu hjarta og fellt spilið.
Þrettánda alþjóðlega bridgehátíðin
í Búdapest verður 21.-27. janúar 1990.
Bridgesamband íslands
Undankeppni íslandsmótsins í
sveitakeppni verður spiluð dagana
9.-12. mars næstkomandi, og tíma-
setningar leikja eru eftirfarandi:
Fyrsta umferð, 9. mars kl. 19.30-
24.00. Önnur umferð, 10. mars kl.
13.00-17.30. Þriðja umferð 10. mars
kl. 19.30-24.00. Fjórða umferð 11.
mars kl. 10.00-15.15, fimmta umferð
11. mars kl. 15.30-21.45. Sjötta um-
ferð, fyrri hálfleikur, 11. mars kl.
22.00-00.15. Sjötta umferö, siöari hálf-
leikur, 12. mars kl. 10.00-12.15. Sjö-
unda og síðasta umferðin verður
spiluð frá 13.00-17.15.
Efstu tvær sveitirnar úr hveijum
riðli komast í A-úrslitin og spila um
titilinn íslandsmeistari í sveita-
keppni 1989. Sveitir í 3. og 4. sæti úr
undanúrslitum spila í B-úrslitum, og
mun efsta sætiö úr þeirri keppni gefa
rétt til sætis í A-úrslitum næsta árs,
án spilamennsku, samkvæmt þeim
breytingum sem oröið hafa um ís-
landsmót. Þijár efstu sveitirnar úr
A-úrslitum öölast einnig þann rétt,
að fara sjálfkrafa inn í A-úrsht næsta
árs, án spilamennsku í undanrásum.
Ástæöa er til þess aö benda öllum
pörum á aö fylla út kerfiskort, ljós-
rita þau í nokkrum eintökum og hafa
til taks á spilastað, áöur en keppni
hefst. Sveitir eiga að geta gengið aö
kerfiskortum andstæðinga sinna,
nokkru fyrir leik. Þeim, sem ekki
eiga kerfiskort, er bent á að hafa
samband við Bridgesambandiö, sem
sér um útvegun kerfiskorta, og jafn-
vel leiöbeiningu um útfyllingu
þeirra.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Hafin er hraðsveitakeppni hjá fé-
laginu meö þátttöku 10 sveita.
Áformað var að þetta yrði einnig
firmakeppni en stjórn félagsins á-
kvað á síðasta fundi sínum að hætta
við það vegna bágrar stöðu í atvinnu-
málum þjóðarinnar.
Að loknu fyrsta kvöldinu í keppn-
inni er staða efstu sveita þessi:
Sveit Huldu Hjálmarsdóttur 624
Sveit Jóns Gíslasonar 588
Sveit Ólafs Gíslasonar 585
Sveit Þrastar Sveinssonar 585
Sveit Einars Sigurðssonar 552
Bridgefélag Reykjavíkur
Eftir næstsíöasta spilakvöldið í aðal-
sveitakeppni félagsins er skyndilega
komin mikil spenna í toppbaráttuna
og eiga nú einar 7 sveitir möguleika
á sigri. Sveit Pólaris, sem leitt hefur
allt mótið, tapaði illa fyrir Delta, 22-8,
og nú munar ekki nema 7 stigum á
sveitunum sem eru í fyrsta og sjö-
unda sæti. Staöa efstu sveita, þegar
einum leik er ólokið, er þannig:
stig
1-2. Samvinnuferðir Landsýn 110
1-2. Delta 110
3. Pólaris 109
4. Bragi Hauksson 108