Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Blaðsíða 30
46 LAUGARDAGUR 11.' MARS 1989. Skák d] Enn koma Polgar-systur á óvart: Nú var röðin komin að miðsysturinni - Stórglæsilegur sigur Zsofiu Polgar á opnu skákmóti í Róm Þessi mynd er tekin þegar Polgar-fjölskyldan gisti ísland vegna þátttöku systranna í skákmóti. En miðsystirir- in, Zsofia Polgar, vann stórglæsilegan sigur á opnu skákmóti í Róm. Judit, yngsta Polgar-systirin, verður að líkindum nálægt 2.600 stiga markinu á næsta lista, eftir sigur sinn í áskorendaflokki á Hastingsmótinu. Hún náði einnig stórkostlegum árangri á ólympíu- mótinu og er nú stigahæst kvenna. Elsta systirin, Zsuzsa, er í þriðja sæti en minna hefur kveðið að mið- systurinni, Zsofíu. Ástæða er þó til að rifja upp orð Englendingsins Hartston: Zsofía Polgar yrði al- mennt álitinn mesti snillingur allra tíma, ef hún ætti ekki yngri systur sem er enn snjallari! Nú hefur Zsofía, sem er 14 ára, náð að slá í gegn. Hún sigraði á opnu skákmóti í Róm í febrúar, hlaut 8,5 vinninga af 9 mögulegum og varð tveimur vinningum fyrir ofan næstu menn. Á mótinu tefldu m.a. fjórir sovéskir stórmeistarar. Þessi árangur Zsofíu slær snilld hinna systranna við og í stigum talið mun þetta vera þesti árangur frá þ\i mælingar hófust! Zsofía gerði sér lítið fyrir og vann átta fyrstu skákir sínar á mótinu. í tveimur fyrstu umferðunum tefldi hún við stigalausa menn, síð- an sovéska stórmeistarann Palatn- ik (2470 stig), þá ítalska alþjóða- meistarann D’Amore (2425), svo sovéska stórmeistarann Tsjérnín (2580), næst rúmenska stórmeistar- ann Suba (2515), svo júgóslavneska FIDE-meistarann Mrdja (2405) og loks vann hún sovéska stórmeis- tann Razuvajev (2550). í 9. og síð- ustu umferð þáöi hún svo jafntefl- isboð sovéska stórmeistarans Dol- matovs (2580), þrátt fyrir að hún ætti hetri stöðu. Árangur hennar gegn stigamönnunum sjö samsvar- ar 2930 Eló-stigum! Staða efstu manna varð þessi: 1. Zsofía Polgar 8,5 v. 2. -5. Dolmatov, Tsjernín, Vojkevits og Levitt 6,5 v. 6.-10. Razuvajev, Suba, Joseliani, Dragoljovic og Braga 6 v. O.s.frv. Þátttakendur voru 66 tals- ins. Skákheimurinn stendur á önd- inni yfir frammistöðu Polgar- systra sem hafa náð undraverðum árangri, svo vægt sé til orða tekið. Þær hafa a.m.k. þaggað snarlega niður í þeim fáu röddum er haldið hafa því fram að konur gætu aldrei lært að tefla. Margir spá því að Judit, 12 ára, sé efni i heimsmeist- ara og að Kasparov og Karpov megi fara að vara sig. Og eftir ár- angri Zsofiu í Róm að dæma, þyrfti ekki að koma á óvart, þótt eitthvert heimsmeistaraeinvígið yrði haldið í eldhúsinu heima hjá Polgar-fjöl- skyldunni. Zsofía hreinlega vafði stórmeist- urunum upp í Róm! Skákir hennar einkenndust margar hverjar af því, aö hún - eins og -systur hennar - glímdi við skákþrautir og leikflétt- ur í frumbemsku, í stað þess að leika sér að leggjum og skeljum. Foreldrar þeirra hafa tekið þá stefnu að mennta stúlkurnar heima fyrir í stað þess að senda þær í skóla. Þetta eru bráðvel gefnar og viömótsþýðar stúlkur og það er erfitt að koma auga ú úlfinn undir sauðargærunni. Hann kemur ekki upp á yfirborðið fyrr en þær setjast við skákborðið. Sjáið hvernig Zsof- ía lék stórmeistarann Tsjernín í Róm: Hvítt: Zsofía Polgar Svart: A. Tsjernín Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 Rf6 7. 0-0 Be7 8. Be3 0-0 9. f4 d610. Khl a611. Del Sígild staöa úr Scheveningen- afbrigðinu er á borðinu. Athyglis- vert er að Zsofía, eins og systur hennar, velur jafnan beinskeytt- ustu leiðina. Nú á dögum er 11. a4 algengara og reyna að tefja fyrir gagnsókn svarts á drottningar- væng. 11. - Ra5?! Stórmeistarinn leggur nú á háskalegar brautir. Svartur á tvo kosti sem gefa honum frambæri- legt tafl: 11. - Rxd4 12. Bxd4 b5; og 11. - Bd7 ásamt 12. - b5. 12. Dg3 Hún er ekkert að tvínóna við hlutina. Flestir hefðu kosið 12. Hdl, svo að drottningarhrókurinn lokist ekki inni eftir að biskupinn dregur sig í hlé. 12. - Rc4 13. Bcl b5 14. a3 Db6?! Svartur er á rangri braut. Betra er 14. - Bb7 og næst 15. - Hac8. Það er mikilvægt að halda þrýstingnum eftir c-línunni svo hvítur nái ekki að losa um stöðuna. 15. Hdl Bb7 16. b3 Ra5 17. BÍ3 Hac8 18. Bb2 Hfd8? Erfitt er að trúa því að svona sak- leysisleg stúlka geti haft eitthvað illt í hyggju. Tsjernín skynjar ekki hættuna. Með 18. - Dc7 hefði hann getað afstýrt slysinu. 19. Rd5! Bridge 12. alþjóðlega bridgehátíðin í Búdapest: Það em fleiri en íslendingar sem halda bridgehátíð og nýlega héldu Ungverjar eina slíka. Fjöldi bridge- meistara tók þátt í mótinu og þar á meðal kunningjar okkar frá Bridge- hátíð 1989, Wolfgang Meinl og Jan Fucik, Evrópumeistararnir frá Aust- urríki. Ennfremur tóku þátt tíu spil- arar frá Svíþjóð og nokkrir frá Holl- andi og Póllandi. Fucik sannaði einnig getu sína þarna með því að vinna opnu tví- menningskeppnina ásamt félaga sín- um, Jadali. Annars vom heimamenn sigursælir og í spilinu í dag sjáum við einn þeirra sýna snilli sína í vörn- * KDG873 * Á2 * G3 + KDG inni. NS/N * 1095 V KG3 ♦ Á92 + Á853 ♦ Á4 V 10964 ♦ 10876 + 1064 * 62 V D875 ♦ KD54 + 972 A ööru borðinu hafnaði norður í fjór- um spöðum og komst ekki hjá því að gefa einn slag á hvern lit. Vestur gaf einfaldlega tigulinn einu sinni og skar þannig á samganginn við blind- Bridge Stefán Guðjohnsen Á hinu borðinu, þar sem Ungveij- inn Macskásy sat í vestur, gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur 1L 1T 1G 2T 3 S pass 3 G pass pass pass Nákvæmnislaufið fann greinilega betri lokasamning og við fyrsta tillit virðist sagnhafi aðeins þurfa að gefa fjóra slagi eins og sagnhafi á hinu borðinu. Og útspilið virðist ekki skipta miklu máli. Spaða-, tígul- eða laufútspil gefa sagnhafa tíma til þess að sækja spaðaásinn, drepa síðan hjarta til baka með ásnum. Þar með á hann níu slagi - fimm á spaða, einn á tígul, einn á hjarta og tvo á lauf. Það verður samt sem áður að spila gætilega. Norður veröur að spila tíg- ulgosa áöur en hann reynir við ann- an laufslag, annars getur vestur drepið á ásinn og fríaö fíóröa laufið. Lítið hjarta í byijun er hættulaust, því liturinn stíflast; enn fremur hjar- takóngur drepinn með ás, síöan er hjartagosi gefinn og þar með skorið á samgang varnarspilaranna. Gabor Macskásy fann hins vegar banvæna útspilið, það eina af þrettán spilum: Hjartagosa. Sagnhafa em nú allar bjargir bann- aðar hvaö sem hann reynir. Sagn- hafi drepur á drottninguna heima og spilar spaða. Austur drepur, spilar litlu hjarta og vestur lætur kónginn undir beran ásinn. Síðan þegar hann drepur á annan hvorn ásinn þá getur hann spilað litlu hjarta og fellt spilið. Þrettánda alþjóðlega bridgehátíðin í Búdapest verður 21.-27. janúar 1990. Bridgesamband íslands Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni verður spiluð dagana 9.-12. mars næstkomandi, og tíma- setningar leikja eru eftirfarandi: Fyrsta umferð, 9. mars kl. 19.30- 24.00. Önnur umferð, 10. mars kl. 13.00-17.30. Þriðja umferð 10. mars kl. 19.30-24.00. Fjórða umferð 11. mars kl. 10.00-15.15, fimmta umferð 11. mars kl. 15.30-21.45. Sjötta um- ferð, fyrri hálfleikur, 11. mars kl. 22.00-00.15. Sjötta umferö, siöari hálf- leikur, 12. mars kl. 10.00-12.15. Sjö- unda og síðasta umferðin verður spiluð frá 13.00-17.15. Efstu tvær sveitirnar úr hveijum riðli komast í A-úrslitin og spila um titilinn íslandsmeistari í sveita- keppni 1989. Sveitir í 3. og 4. sæti úr undanúrslitum spila í B-úrslitum, og mun efsta sætiö úr þeirri keppni gefa rétt til sætis í A-úrslitum næsta árs, án spilamennsku, samkvæmt þeim breytingum sem oröið hafa um ís- landsmót. Þijár efstu sveitirnar úr A-úrslitum öölast einnig þann rétt, að fara sjálfkrafa inn í A-úrsht næsta árs, án spilamennsku í undanrásum. Ástæöa er til þess aö benda öllum pörum á aö fylla út kerfiskort, ljós- rita þau í nokkrum eintökum og hafa til taks á spilastað, áöur en keppni hefst. Sveitir eiga að geta gengið aö kerfiskortum andstæðinga sinna, nokkru fyrir leik. Þeim, sem ekki eiga kerfiskort, er bent á að hafa samband við Bridgesambandiö, sem sér um útvegun kerfiskorta, og jafn- vel leiöbeiningu um útfyllingu þeirra. Bridgefélag Hafnarfjarðar Hafin er hraðsveitakeppni hjá fé- laginu meö þátttöku 10 sveita. Áformað var að þetta yrði einnig firmakeppni en stjórn félagsins á- kvað á síðasta fundi sínum að hætta við það vegna bágrar stöðu í atvinnu- málum þjóðarinnar. Að loknu fyrsta kvöldinu í keppn- inni er staða efstu sveita þessi: Sveit Huldu Hjálmarsdóttur 624 Sveit Jóns Gíslasonar 588 Sveit Ólafs Gíslasonar 585 Sveit Þrastar Sveinssonar 585 Sveit Einars Sigurðssonar 552 Bridgefélag Reykjavíkur Eftir næstsíöasta spilakvöldið í aðal- sveitakeppni félagsins er skyndilega komin mikil spenna í toppbaráttuna og eiga nú einar 7 sveitir möguleika á sigri. Sveit Pólaris, sem leitt hefur allt mótið, tapaði illa fyrir Delta, 22-8, og nú munar ekki nema 7 stigum á sveitunum sem eru í fyrsta og sjö- unda sæti. Staöa efstu sveita, þegar einum leik er ólokið, er þannig: stig 1-2. Samvinnuferðir Landsýn 110 1-2. Delta 110 3. Pólaris 109 4. Bragi Hauksson 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.