Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Page 36
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989.
52
Fordkeppnin
Bakarísstúlkan vann
Það var vissulega ánægjuleg stund fyrir Lillí Karen Wdowiak þegar Bill Ford hafði tilkynnt úrslit keppninnar. Aðrar þrjár stúlkur geta átt möguleika á starfi
T.illí Karen Wdowiak, 17 ára af-
greiðslustúlka í bakaríi, bar sigur úr
býtum í Ford-keppninni 1989 sem
fram fór í Vetrarbrautinni í Þórs-
kaffi sl. miðvikudagskvöld. Tíu
stúlkur voru valdar til að taka þátt
í keppninni en þær voru valdar úr
hundrað stúlkna hópi sem sendu
myndir í keppnina.
Það var Bill Ford eða Gerard Will-
iam Ford, eins og hann heitir fullu
nafni, sem valdi sigurvegara keppn-
innar. DV og Katrín Pálsdóttir frétta-
maður, umboðsmaður Ford Models
á íslandi, standa að keppninni hér á
landi. Lillí Karen hlýtur að launum
starfssamning við Ford Models í New
York, auk þess sem hún tekur þátt í
keppninni Supermodel of the World,
sem fram fer í Bandaríkjunum í
ágúst. Þrjátíu og þrjár stúlkur frá
jafnmörgum löndum taka þátt í
þeirri keppni, þar sem verðlaunin
eru tólf og hálf milljón íslenskra
króna. Þá fær sigurvegari keppninn-
ar minkapels og skartgripi frá Carti-
er. Að sjálfsögðu er honum einnig
tryggður starfssamningur við þekkt-
ustu heimsblöðin.
Látiaust kvöld
Fyrirsætustarfið er erfitt og marg-
ar stúlkur gefast upp þegar út í þann
harða heim er komið. Þó er áhuginn
á starfinu gífurlegur jafnt hjá ís-
lenskum stúlkum sem annarra
þjóða. Áhuginn sýndi sig glöggt í
þeim íjölda bréfa sem DV bárust.
Ford-keppnin hér á landi er ein-
ungis fyrir boðsgesti, aðstandendur
stúlknanna, fjölmiðla og fólk sem
starfar í fyrirsætustörfum hér á
landi. Keppnin fór fram í Vetrar-
brautinni í Þórskaffi, glæsilegum sal
á þriðju hæð, og var gestum boðið
upp á kampavín og snittur. Kvöldið
var látlaust, stúlkumar þurfa ein-
ungis að kynna sig fyrir gestum áður
en úrslit voru kynnt. Bill Ford sagði
gestum lítillega frá hvers vegna
Ford-keppni er haldin víða um heim
en leit að fyrirsætum stendur yfir
allt árið hjá Ford Models.
Eileen Ford, stofnandi og eigandi
hjá Ford Models.
Ford Models, hefur starfrækt skrif-
stofu sína í 42 ár. Ford Models er ein
elsta umboðsskrifstofa í heiminum
og nýtur mikillar viðurkenningar
víða um heim. Frægustu fyrirsætur
heims hafa komiö frá Ford Models
og jafnframt hafa margar heims-
frægar leikkonur byijað feril sinn
sem fyrirsætur Ford Models.
Ferðalög um allan heim
Eileen Ford og böm hennar, Lacey,
Kathy og Bill, ferðast um allan heim
og leita að útliti sem hentar í fyrir-
sætustörf. Bill Ford sagði í samtali
við DV að það sem fyrst og fremst
skipti máli væm fallegir fótleggir og
sérstætt útlit. Hann sagði að LiUí
Karen hefði það útlit sem leitað væri
að og ætti hún því mikla möguleika
á að komast áfram í fyrirsætustarf-
inu. Jafnframt óskaði Bill eftir að
þrjár aðrar stúlkur, sem tóku þátt í
keppninni, sendu fleiri myndir af sér
til Ford Models og gætu þær því átt
möguleika á starfi.
Þær tíu stúlkur, sem valdar voru í
keppnina, vora allar mjög hávaxnar
og glæsilegar. Bill sagði að hópurinn
væri sérlega góður og valið hefði
verið nyög erfitt. Þó eru ákveðnar
formúlur sem hann vinnur eftir og
velur stúlku samkvæmt því. Bill hélt
héðan til írlands, þar sem valin var
Ford-stúlka í gærkvöldi, en síðan
liggur leiðin til Lundúna.
í næsta mánuði fer Bill til Hong
Kong en í maí ferðast hann til Sovét-
ríkjanna, Svíþjóðar og Sviss. Eins og
sjá má af þessari upptalningu er
sannarlega nóg um að vera hjá Bill
Ford og fjölskyldu hans og ekki sakar
að geta þess að hann sagðist ekki
geta kosið sér skemmtilegra starf.
Sjálfur er Bill Ford fæddur og uppal-
inn innan um fegurstu konur því
ávallt eru nokkrar fyrirsætur sem
búa á heimili Eileen Ford í New
York.
Stefnt á fyrirsætustarfið
Sigurvegarinn Lillí Karen Wdow-
iak hefur stefnt að því að verða fyrir-
sæta á erlendri grandu og lét skóla-
námið bíða til að safna peningum til
fararinnar. Hún sagðist hafa smitast
af frænku sinni, Helgu Melsted, sem
varð sigurvegari Ford-keppninnar
fyrir fjórum árum. Helga hefur starf-
að sem fyrirsæta í Hollandi og Þýska-
landi við góðan orðstír. Helga og Lillí
era systraböm.
„Helga hvatti mig eindregið til að
taka þátt í Ford-keppninni í stað þess
að fara á eigin vegum í fyrirsætu-
starfið. Hún sagði að það myndi auð-
velda mér starfið og framann á allan
hátt,“ sagði Lillí. „Það er langt síðan
ég ákvað að fara í fyrirsætustarf og
greip því tækifærið og sendi mynd
af mér þegar ég sá keppnina auglýsta
í DV,“ sagði Lillí.
„Ég vonaðist auðvitað til að vinna
keppnina en bjóst samt ekki við aö
ég yrði svo heppin. Við voram allar
mjög ólíkar og erfitt að sjá fyrir
hverja okkar BOl Ford myndi velja.
Það kom því á óvart þegar hann til-
kynnti úrslitin en líka ánægja," sagði
Lillí Karen.
Unnusti Lillíar Karenar heitir
Sölvi Fannar Viðarsson. „Samband
okkar breytist ekkert þó ég hafi unn-
ið keppnina," sagði Lillí Karen og
taldi fullvíst aö brauðin og snúðamir
kæmust í hendur viðskiptavinanna
eftir sem áður næstu daga.
-ELA
Það var Ágústa Ema Hilmarsdóttir, sigurvegari Ford-keppninnar í fyrra,
sem setti borða á Lillí Karen þegar úrslitin höfðu verið kynnt.
Bill Ford hélt stutta ræðu þar sem hann sagði gestum frá starfi Ford Mod-
els en þvi næst sagði Ágústa Erna Hilmarsdóttir frá reynslu sinni í keppn-
inni Supermodel of the World.
Anna Lára Magnúsdóttir, einn keppenda, getur átt von á starfi hjá Ford
Models í Tokýo eftir þvi sem Bill Ford sagði. Hann óskaði eftir að hún
sendi fleiri myndir af sér til Ford Models.