Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1989, Page 49
LAUGARDAGUR 11. MARS 1989. 65 Afmæli Júlíus H. Þórðarson Július H. Þórðarson útvegsmaöur, Vesturgötu 43, Akranesi, er áttræð- ur í dag. Júlíus er fæddur á Grund á Akranesi og vann lengst af sem útvegsmaður og einn af stjómend- um fyrirtækjanna Heimaskaga hf., Ásmundar hf. og Þórðar Ásmunds- sonar hf., sem faðir hans, Þórður Ásmundsson, stofnaði. Hann var formaður Útvegsmannafélags Akraness um árabil og fréttaritari Morgimblaðsins í tuttugu ár. Júlíus kvæntist 3. ágúst 1933 Ásdísi Ás- mundsdóttur, f. 18. ágúst 1912, d. 1986. Foreldrar Ásdísar: Ásmundur Júlíus Magnússon, kennari og sjó- maður á Akranesi, og kona hans, Þóra Þorvaldsdóttir. Böm Júlíusar og Ásdísar em: Guðrún Edda, f. 3. ágúst 1938, gift Björgvini Hólm Hagalínssyni, vélvirkja á Akranesi; Ragnheiður, f. 14. nóvember 1940, gift Gunnari Þór Jónssyni prófess- or, yfirlækni Slysadeildar Borgar- spítalans; Emelía Ásta, f. 19. nóv- ember 1942, umsjónarfóstra í Kópa- vogi, gift Guðmundi Bertelssyni raf- iðnfræðingi; Þórður Ásmundsson, f. 19. maí 1944, útibússtjóri Lands- bankans á Helhssandi, kvæntur Ömu Gunnarsdóttur meinatækni; Ásdís Elín, f. 16. september 1946, bankaritari, gift Aðalsteini Aðal- steinssyni rafeindavirkja, og Gunn- hildur Júlía, f. 11. júní 1951, sjúkra- hði á Akranesi, gift Smára Hannes- syni rafvirkja. Systkini JúUusar eru: Ólína Ása, f. 30. nóvember 1907, gift Ólafur Frímanni Sigm-ðssyni, framkvæmdastjóra á Akranesi; Steinunn, f. 8. febrúar 1910, d. 15. apríl 1915; Ragnheiður, f. 22. ágúst 1913, gift Jóni Ámasyni, d. 23. júU 1977, alþingismanni á Akranesi; Steinunn, f. 26. júlí 1915, gift Áma Ámasyni, verslunarmanni á Akra- nesi; Amdís, f. 2. desember 1917, gift Björgvini Ólafssyni, verkstjóra á Akranesi; Ingibjörg Elín, f. 22. september 1920, gift Armanni Ár- mannssyni, rafvirkjameistara á Akranesi; Þóra, f. 31. mars 1922, gift Ólafí M. Vilhjálmssyni, er látinn, húsasmíðameistara á Akranesi, og EmiUa, f. 9. mars 1927, gift PáU R. Ólafssyni, loftskeytamanni á Akra- nesi. Foreldrar JúUusar vom Þórður Ásmundsson, kaupmaður og út- gerðarmaður á Akranesi, og kona hans, Emilía Þorsteinsdóttir. For- eldrar Þórðar vom Ásmundur, óð- alsb. og formaður á Elínarhöfða á Akranesi, Þórðarsonar, afa Ólafs Bjarnasonar, prófessors í læknis- fræði. Móðir Ásmundar var EUn Ásmundsdóttir, b. og hreppstjóra í EUnarhöfða, Jörgenssonar, b. og skraddara í Elínarhöfða, Hanssonar Klingenbergs, b. á Krossi á Akra- nesi, ættfóður Klingenbergsættar- innar. Móðir Jörgens var Steinunn Ásmundsdóttir, systir Sigurðar, langafa Jóns forseta. Móðir Þórðar var ÓUna, systir Brynjólfs, langafa Þorsteins Gunnarssonar arkitekts. Systir Ólínu var Þómnn, amma list- málaranna Sigurðar og Hrólfs Sig- urðssona og Sigurlaugar og Sigurð- ar Bjamasonar frá Vigur. OUna var dóttir Bjarna, b. og hreppstjóra á Kjaransstöðum í Innri-Ákranes- hreppi, bróður Guðbrands, afa Sig- urðar Helgasonar borgardómara og langafa yfirlæknanna Ásgeirs EU- ertssonar og Helga Guðbergssonar og Brynjólfs Helgasonar, aöstoðar- bankastjóra Landsbankans. Annar bróðir Bjarna var Magnús, langafi Sigurðar Steinþórssonar prófessors. Bjarni var sonur Brynjólfs, b. í Ytra- hólmi, Teitssonar, bróður Amdísar, langömmu Finnboga, foður Vigdís- ar forseta. Móðir Ólínu var Helga Ólafsdóttir Stephensens, stúdents í Galtarholti, Björnssonar Stephen- sens, stúdents á LágafelU, Ólafsson- ar, stiftamtmanns í Viðey, Stefáns- sonar, ættfóður Stephensensættar- innar. Móðir Ólafs var Margrét, systir Jóns EspóUns sagnfræðings. Margrét var dóttir Jóns, sýslu- manns á EspihóU, Jakobssonar og konu hans, Sigríðar Stefánsdóttur, systur Ólafs stiftamtmanns, ætt- móður Thorarensensættarinnar. Móðir Helgu var Anna Stefánsdóttir Schevings, umboðsmanns á Leirá, Vigfússonar Schevings, sýslumanns á VíðivöUum. Móðir Stefáns var Anna Stefánsdóttir, systir Ólafs stiftamtmanns. Móðir Önnu Sche- ving var Helga Jónsdóttir, stiftpró- fasts á Hólum, Magnússonar, bróð- ur Skúla landfógeta, og konu hans, Þómnnar Hansdóttur Schevings, systurVigfúsar. EmiUa var dóttir Þorsteins, út- vegsb. á Grand á Akranesi, Jóns- sonar, b. á Ölvaldsstöðum, Runólfs- sonar, bróður Guðmundar, afa Karls O. Runólfssonar tónskálds, langafa Guðmundar Sveinssonar skólameistara og Alfreðs Elíassonar Júlíus H. Þórðarson. forstjóra. Systir Jóns var Kristín, amma Ara Gíslasonar ættfræðings. Móðir Þorsteins var Ragnheiður Jóhannsdóttir, prests á Hesti, Tóm- assonar, afa Jakobs Jóhannessonar Smára skálds. Móðir EmiUu var Ragnheiður Þorgrímsdóttir Thor- grímsson, prests í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, langafa Steinunnar, móður Jónasar Gústavssonar borg- arfógeta. Móðir Þorgríms var Sig- ríður HaUdórsdóttir, prests í Hítar- dal, Finnssonar, biskups í Skálholti, Jónssonar, ættfoður Finsensættar- innar. Móðir Ragnheiðar var Ingi- björg Guðmundsdóttir, systir Helga Thordersens biskups. Júlíus tekur á móti gestum í dag kl. 16-19 í húsi Kiwanismanna, Vesturgötu 48, Akranesl Gunnar Jónsson Gunnar Jónsson, fyrrv. bóndi og innheimtumaður, Nesi á Rangár- vöUum, er áttatíu og fimm ára í dag. Gunnar fæddist á Nesi í Norð- firði og ólst upp á Norðfirði. Hann naut almennrar farskólakennslu í æsku og bjó á Norðfirði tU fimmtán ára aldurs en flutti þá norður í Bárðardal og var þar fimm ár. Gunnar flutti suður á RangárveUi 1925 og hefur hann átt þar heima síðan. Fyrstu árin vann hann þar ýmis landbúnaðarstörf, fyrst sem vinnumaður, síðan vélamaður, þá ráðsmaður og loks bóndi á eigin jörð er hann og kona hans keyptu 1938, hluta úr landi HeUuvaðs, og reistu þar nýbýhð Nes. Þar búa þau enn en án búskapar nú í seinni tíð. Með búskapnum var Gunnar fyrstu árin pakkhúsmaður hjá Kaupfélaginu Þór en frá 1947 var hann innheimtu- maður hjá Rafmagnsveitu ríkisins í RangárvaUasýslu og stundaði hann það starf tU 1975 er hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Gunnar kvæntist 7. maí 1933 Guö- rúnu Jónsdóttur f. 23. júlí 1904, dótt- ur Jóns Jónssonar og Önnu Guð- mundsdóttur sem lengst af bjuggu í Bóluhjáleigu í Djúpárhreppi í Rang- árvaUasýslu. Bróðir Guðrúnar var Ingólfur ráðherra. Faðir Jóns var Jón Eiríksson, b. í Bóluhjáleigu, Jónssonar, á Helluvaði. Faðir Önnu var Guðmundur Einarsson, b. á Stó- rólfshvoli í Hvolhreppi. Börn Gunn- ars og Guðrúnar era Jóhann, f. 20. september 1935, deildarstjóri tölvu- mála hjá Fjárlaga- og hagsýslustofn- un, búsettur á Seltjamamesi, kvæntur Eddu Þorkelsdóttur, en þau eiga íjögur börn; Jón Bragi, f. 26. mars 1937, trésmiður á HeUu, kvæntur Stefaníu Unni Þórðardótt- ur og eiga þau fjögur börn; Kristinn, f. 25. janúar 1942, trésmiður á HeUu, kvæntur Unni Einarsdóttur og eiga þau fimm börn. Dóttir Gunnars fyr- ir hj ónaband með Ingibj örgu Sveinsdóttur frá Norðfiröi var Hulda Long, f. 18.janúar 1918, d. 7. október 1980, húsmóðir í Reykjavík. Fyrri maður Huldu var Sigurður Þórarinsson sjómaður sem fórst í sjóslysi 1940 og áttu þau eitt bam en seinni maður Huldu var Guðjón Bjarnason múrarameistari og eign- uðust þau tvö börn. Hálfsystkin Gunnars, samfeðra: Bjarni, b. á Skorrastað í Norðfirði, en hann er látinn, og Guðrún, verslunarmaður í Reykjavík, einnig látin. Hálfsystk- ini Gunnars, sammæðra: Sigur- björg, húsmóðir á Norðfirði, og Ár- mann, sjómaður í Vestmannaeyj- um. Foreldrar Gunnars voru Jón Bjarnason, b. á Skorrastað í Norð- firði, og kona hans, Halldóra Bjamadóttir. Föðurbróðir Gunnars var Halldór, faðir Halldórs prófess- ors. Jón var sonur Bjarna, b. í Við- firði, bróður Þrúðar, ömmu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöfundar. Bjami var sonur Sveins, b. í Við- firði, Bjamasonar og konu hans, Sigríðar, móður Davíðs, langafa Gunnar Jónsson. Bjama Vilhjálmssonar þjóðskjala- varðar og Gíslínu, móður Eyþórs Einarssonar, formanns Náttúm- verndarráðs. Sigríður var dóttir Davíðs, b. í Hellisfirði, Jónssonar og konu hans, Sesselju Þorsteins- dóttur, systur Guðnýjar, langömmu Jóns, foður Eysteins og Jakobs Jónssona. Halldóra var dóttir Bjarna, b. í Skálateig, Péturssonar, b. á Hofi í Hellisfirði, Björnssonar. Móðir Pét- urs var Guðlaug Pétursdóttir, systir Þorleifs, langafa Hallgríms, fóður Geirs seðlabankastjóra. Móðir Bjarna var Mekkín Bjarnadóttir, b. í Hellisfirði, Péturssonar, bróður Guðlaugar. Móðir Mekkínar var Guðrún Erlendsdóttir, b; í Hellis- firði, Árnasonar, langafa Guðnýjar, móður Vals Arnþórssonar. Móðir Halldóru var Guðrún Marteinsdótt- ir, b. á Sandvíkurparti, Magnússon- ar og konu hans, Guðrúnar Jóns- dóttur. Gunnar verður aö heiman í dag. III hamingju með daginn 90 ára 60 ára Jörgen S. Holm, Hafiiargötu 20, Siglulfirði. Hulda Sveinsdóttir, Iðufelli 2, Reykjavik. Marsibil Mogensen, Tryggvagötu 6, Reykjavík. 85 ára Brynja Hermannsdóttir, Klapparstíg 1, Akureyri. ólafur Guðmundsson, Brákarbraut 1, BorgamesL 50 ára Kristlaugur Bjarnason, Grund, Eyrarsveit. Ólöf Steinunn Þórsdóttir, Bakka, Öxnadalshreppi Viðar Valdimarsson, _ Heiöarbraut 4, Grindavík. 75 ára Reynir Stefánsson, Mjóanesi, Vallahreppi. Guðný Benediktsdóttir, Sogavegi 198, Reykjavík. Sólveig Inga Gunnlaugsdóttir, Ljósheimum 6, Reykjavík. - 40 ára 70 ára Aðalbjöm Þormóðsson, Sveinbjörg Björnsdóttir, Kambakoti, Vindhælishreppi Þórunn Ólafsdóttir, Háholti. 20, Akranesi. Árholti 3, Húsavik. Tómas Þorkelsson, Klapparstíg 17, Reykjavík. Særún Garðarsdóttir, Glitvangi 5, Hafnarfirði. Rós Níelsdóttir Rós Níelsdóttir bókavörður, Dal- bakka 9, Seyðisfirði, er sextug í dag. Rós fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp en hún hefur átt heima á Seyðisfirði frá fæðingu. Hún lauk barna- og gagnfræðaskólaprófum á Seyðisfirði og stundaði síðan auk húsmóðurstarfsins ýmis almenn störfáSeyðisfirði. Maður Rós var Hörður Jónsson, bókavörður og skrifstofumaður Pósts og síma á Seyöisfiröi, f. 11.9. 1925, d. 23.6.1983, sonur Sigurlínu Sigurðardóttur og Jóns Vigfússonar múrarameistara en þau bjuggu lengst af á Seyðisfiröi. Böm Rósar og Harðar eru Guðrún Lilja, f. 1957, gift Magnúsi Bergssyni trésmið en þau búa á Seyðisfirði og eiga tvær dætur; Jóna Sigurlín, f. 1959, nemi við HÍ; Ingiríður, f. 1962, myndlistarmaður; Níels, tvíbura- bróðir Ingiríöar, verkamaður á Seyðisfirði, kvæntur Sigrúnu Birg- isdóttur, og Einar Ármann, f. 1964, verkamaður. Systkini Rósar eru Bragi, f. 1926, læknir á Akranesi, kvæntur Sigríði Ámadóttur, f. 1929, bókasafnsfræð- ingi, en þau eiga fjögur börn; Sig- rún, f. 1927, húsmóðir á Akranesi, gift Jóni Guðjónssyni vélstjóra, f. 1926, en þau eiga átta börn, og Hjálmar, f. 1930, tryggingafulltrúi, kvæntur Önnu Þorvarðardóttur, f. 1935 en þau eiga þrjá syni. Foreldrar Rósar voru Níels S.R. Jónsson, verkmaður á Seyðisfirði, f. 1901, d. 1975, og kona hans Ingiríð- ur Hjálmarsdóttir húsmóðir, f. 1898, d/1961. Ingiríður var ættuð úr Skagafirð- inum, dóttir Guðrúnar, systur Ingi- bjargar, móður Páls Kolka læknis. Guðrún var dóttir Ingimundar, smáskammtalæknis og b. á Tungu- bakka í Laxárdal fremri, Sveinsson- ar, og konu hans, Júlíönnu Ólafs- Eggert Kr. Kristmundsson Rós Níelsdóttir. dóttur, smiös á Vatnsenda, Ás- mundssonar, manns Vatnsenda- Rósu. Faðir Ingiríðar var Hjálmar, b. á Kirkjubóli í Seyluhreppi, Jóns- son, húsmanns í I átladal í Blöndu- hlíð, Si'gurðssonar. Móðir Hjálmars var Margrét Jónsdóttir, b. í Kálfár- dal fremri, Ólafssonar, b. í Valadal, Andréssonar. Móðir Jóns var Björg Jónsdóttir, b. á Skeggsstöðum í Svartárdal, Jónssonar, ættfóður Skeggsstaóaættarinnar. Rós verður á afmælisdaginn stödd á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar að Gauksrima 3, Selfossi. Eggert Kr. Kristmundsson, húsa- smiður, Tungubakka 12, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Eggert er fæddur á Rauðbarðaholti í Dala- sýslu. Hann lærði húsasmíði í Iðn- skólanum í Reykjavík og hjá Ver- mundi Eiríkssyni húsasmíðameist- ara og lauk sveinsprófi 1960. Hann lauk prófi frá Meistaraskóla Iðn-, skólans 1966 og hefur unnið við húsasmíði í Reykjavik og víðar. Eggert hefur unnið að félagsmálum í Trésmíðafélagi Reykjavíkur og verið í stjórn Breiðfirðingafélagsins í Reykjávík 1979-1986, formaður 1984-1986. Eggert kvæntist 9. nóv- ember 1957, Báru Þórarinsdóttur, f. 31. desember 1935, hússtjórnar- kennara. Foreldrar Báru era Þórar- inn Guðmundsson, vélsmíðameist- ari frá Norðfirði, og kona hans, Guðrún Sigmundsdóttir. Börn Egg- erts og Bám em Georg, f. 7. júlí 1958, húsgagnasmiður í Rvík, og Guðrún, f. 3. nóvember 1959, gift Sigurjóni Aðalsteinssyni, húsasmiöi í Rvík, og eiga þau tvær dætur. Systkini Eggerts eru Einar, f. 4. desember 1920, b. á Rauðbarðaholti í Hvamms- sveit, kvæntur Guðrúnu Jóhannes- dóttur; Georg, f. 6. desember 1921, d. 1. mars 1938; Guðlaug, f. 6. janúar 1924, verkakona í Rvík, og Ingiríður, f. 21. desember 1925, gift Einari Helgasyni, b. í Glaumbæ í Staðar- sveit. Eggert Kr. Kristmundsson. Foreldrar Eggerts voru Krist- mundur Eggertsson, b. í Rauðbarða- holti, og kona hans, Salome María Einarsdóttir. Kristmundur var son- ur Eggerts, b. í Gröf í Laxárdal, Guðmundssonar, b. í Bessatungu, Guðmundssonar. Móðir Krist- mundar var Guðlaug Guðmunds- dóttir, b. í Magnússkógum, Guð- mundssonar. Salome var dóttir Ein- ars, b. á Hróðnýjarstöðum í Laxárd- al, Þorkelssonar, b. á Hróðnýjar- stöðum, Einarssonar. Móðir Salome var Ingiríður Hansdóttir, b. á Gauta- stöðum, Ólafssonar. Einar og kona hans taka á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn kl. 15-19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.