Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Page 5
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. 5 Fréttir Kirkjubæjarklaustur: Sobbeggi afi Valgeir Ingi Ólafeson, DV, Klaustri: Tuttugu manna hópur hér á Kirkjubæjarklaustri brá undir sig betri fætinum á dögunum og fór í leikferð til Hafnar í Homafirði tíi að sjá sýningu Leikfélags Homafjarðar á „Sálminum um blómið“ sem það setur upp í tilefni 100 ára afmæhs Þórbergs Þórðarsonar. Skemmtu aUir sér hið besta á þess- ari bráðskemmtilegu uppfærslu þeirra Hornfirðinga þótt yfir langan veg væri að fara eða rúma 200 km. Haft var á orði að Klausturbúar væm orðnir þjálfaðir í leikhúsferð- um því fyrr í vetur lögðum við einn- ig land undir fót og skmppum á „Síldina“ hjá Leikfélagi Rangæinga. Ekki veit ég hvort endurminningar- síldaráranna hafi vaknað hjá okkur landkröbbunum en eitt er víst að hópurinn skemmti sér hið besta. Það má ef til vill segja að við séum að bæta okkur upp það að í ár ákváðum við að setja ekki leikverk á fjalirnar hér heima. íslenska óperan: Brúðkaup Fígarós fflutt í Sindrabæ Júlía Imsland, DV, Ho&i: Þriðjudaginn 18. apríl gafst Horn- firðingum færi á að fara í ópem í sinni heimabyggð þegar íslenska óp- eran kom austur með Brúðkaup Figarós og flutti í Sindrabæ. Ekki var aðstaða í húsinu fyrir hljómsveitina en það kom ekki að sök þvi með í ferðinni var Chatarine Williams og lék hún undir á píanó. Meðal þeirra sem tóku þátt í sýn- ingunni var 16 manna blandaður kór heimamanna, æfður undir stjóm Jóhanns Moravek og Guðlaugar Hestsnes. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem fariö er með heila og óstytta óperu til sýningar út á land og von- andi verður framhald á því. Það leyndi sér ekki að sýningargestir kunnu vel að meta Brúðkaup Fígarós og var flytjendum og stjórnandanum, Anthony Hose, þakkað með miklu og löngu lófaklappi. REGLULEG SKODUN Á ÞJÓNUSTU- VERKSTÆÐINU EYKUR VERÐGILDIÐ. Einstakur bill fyrir krofuharða. AUMA Vogar eiga aö þjóna ttíllukörlum af öllum Suöumesjum: Framkvæmdir hafnar við smábátahöfnina „Langþráöur draumur hefur ræst hjá okkur smábátaeigendum, því fyr- ir tveimur vikum hófust fram- kvæmdir viö gerð smábátahafnar hér í Vogum. Þama er um að ræða um 70 báta höfn, sem þjóna á öllum Suðurnesjunum. Til þessa hafa trillukarlar á Suðumesjum verið í vandræðum með báta sína ef eitt- hvað hefur verið að veðri," sagði Jón Kristjánsson, frá Valfelh í Vogum, í samtali við DV. Hann sagði að fyrsta framkvæmdin væri að koma upp vamargarði fyrir suð-austanátt, en þannig háttaði til við hafnarstæðið að aðeins þyrfti að gera skjólgarð fyrir þessari átt. Þetta gerir hafnarframkvæmdina ódýrari en ella og þess vegna var það tekið fram yfir Sandgerði og Garð, en til greina kom að byggja höfnina á þeim stöðum. í ár em 5 milljónir króna á fjárlög- um til þessarar hafnargerðar en 1,2 milljónir króna koma á móti frá sveitarfélaginu. Tahð er aö þessi upphæð fari langt í að standa undir kostnaði við skjólgarðinn. Þá er eftir að dýpka höfnina og smíða flot- bryggjur. Jón Kristjánsson sagðist ekki vita hvenær hafist yrði handa viðþannþáttverksins. S.dór Við lækkum ferðakostnaðinn - Með raðgreiðslum Veraldar kemst þú til Benidorm fyrir aðeins kr. 8.176,-‘ á mánuði - vaxtalaust! Þaö bjóöa ekki aðrir betur. Með raðgreiðslum Veraldar hefur tekist að lækka ferðakostnaðinn og gera öllum kleift að kómast í fríið með þessu þægilega og ódýra greiðsluíyrirkomulagi. Þú greiðir með greiðslukorti og um hver mánaðamót er svo greiðslan skuldfærð á reikninginn þinn. HJÁ VERÖLD FÆRÐU MEIRA FYRIR PENINGANA FiRBAMIflSIÖfllN AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI 622200, OPIÐ 9-6 ^ Verð í 2 vikur í júní miðað við 4 í íbúð á Europa Center, 6 afborganir. Torre Levante flábær aöbúnaður í sumarffíinu. Myjar ibúðir, allar með loftkælingu. Verð. aðeins kr, 42.500 fyrir manninn 2 fullorðnir m. 2 börn í júní Europa Center Þessi vinsæli gistístaður gölskyldunnar á Benidorm Einstök staðsetning ^ CD Verð aðeins kr. fyrir manninn 2 fullorðnir m. 2 börn í júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.