Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Side 15
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989. 15 Undirstöðuatvinnu- vegir þjóðarinnar íslendingar lifa á sjávarútvegi. Þetta er setning sem oft heyrist þegar rætt er um tilveru íslend- inga. Þetta má til sanns vegar færa vegna þess aö megniö af útflutning- tekjum íslendinga kemur frá sjáv- arútvegi. Af þessu er dregin sú ályktun að sjómenn og fiskvinnslu- fólk brauðfæöi þjóöina og aö allir aðrir séu afætur sem taki það sem þessu fólki ber með réttu. Ekki ætla ég aö gera lítið úr hlut- verki þessa fólks í félagi sem geng- ur undir nafninu þjóðfélag. Eg vil þó varpa fram nokkrum spurning- um og velta vöngum yfir þeim. Hvemig stendur á því að sjómenn í dag veiða margfalt á við það sem stéttarbræður þeirra gerðu fyrir 100 áram? Af hveiju framleiðir hver bóndi í dag margfalt á við það sem bændur gerðu á landnámsöld? Af hverju getum við byggt okkur betri hús en þau sem algeng voru á tímum íslendingasagna? Jafnrétthár hlutur Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Ég vil þó fullyrða að það er ekki vegna þess að sjómenn nútímans séu margfalt duglegri en forfeður þeirra. Það er ekki heldur vegna þess að bændur og smiðir séu orðnir þau heljarmenni að þeir vinni margfalt hraðar en áður var. KjaUariim Hörður Ragnarsson verkmenntakennari við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi Það yrði ekki mikill aíli dreginn á land ef sjómenn þyrftu að notast við þá tækni sem forfeður þeirra notuðu. Það sem gerst hefur er að tækni og þekking hefur aukist. Menntun þjóðarinnar hefur aukist og þar með tekjur hennar. Maður- inn, sem vinnur við að smíða afla- skip og viðhaida því, á jafnréttháan hlut í því sem það kemur með á land og sjómennirnir sem veiða þennan fisk. Hvaða þjóðir eru það sem hafa hæstu þjóðartekjurnar? Það era ekki þær þjóðir sem eiga mestar auðlindir hráefna heldur þær sem best eru menntaðar. Japanir eru gott dæmi um að framleiðni fylgir í kjölfar menntunar. Eg sem kennari er því alveg óhræddur við að halda því fram að við séum að vinna við undirstöðu- atvinnugrein á íslandi og það era hrein svik við afkomendur okkar hvernig farið hefur verið með skólakerfið á íslandi. Ég byijaði að vinna sem verkmenntakennari fyr- ir 10 árum og þá hafði ég um það bil ein og hálf rafvirkjalaun (ég er rafvirkjameistari og rafmagns- tæknifræðingur) en í dag hef ég hærri laun fyrir að vinna sem raf- virki en sem kennari. Það má einn- ig minna á að það er ekki mjög langt um liðið frá því að alþingis- menn fóru fram á það að kaup þeirra væri miðað viö það sem framhaldsskólakennarar hefðu. Þeir hafa hklega ekki áhuga á því núna. Svik bitna á nemendunum Kennarastarfið er þess eðlis að hver kennari er ábyrgur fyrir því sem hann er að gera. Mjög erfitt er að fylgjast með starfi kennara fyrr en eftir á. Það er oft ekki fyrr en nemendur hafa fengið að súpa seyðið af mistökum eða vinnusvik- um kennara. Þess vegna þurfum viö ekki seinna en núna að losna við það fólk úr kennarastéttinni sem getur lýst því yfir að það kenni 36 tíma á viku og geti gert það með því að vinna frá 8-2 fimm daga vikunnar. Þetta fólk er einfaldlega að svíkj- ast um í starfi og svik þess bitna á þeim nemendum sem það á að sinna. Það þarf að launa kennara- starfið það vel að það verði eftír- sótt svo hægt sé að vísa svona fólki eitthvað annað. Sagt er að þrengingar séu miklar í íslenska þjóðfélaginu núna og allt á niðurleið. Þaö mun rétt vera að einhver lítils háttar samdráttur hefur orðið á þjóðartekjum okkar. En meðan ég sé fólk aka um á bflum sem kosta meira en íbúðin mín neita égþví að ég hafi of hátt káup. Fyrrverandi alþingismaður var svo utangátta að hann skrifaði af „gömlum vana“ undir pappíra sem stjórnarmaður í fyrirtæki. Hann fékk greiddar yfir 800 þúsund krón- ur fyrir að hætta að vera alþingis- maður og verða bankastjóri hjá stærsta banka á íslandi. Þarf ekki að gera eitthvað annað á íslandi en að halda niðri kaupi láglaunafólks? Og þegar Víglundur Þorsteinsson kemur í sjónvarpið, í leðurjakka sem kostað hefur nokkur mánaðar- laun verkamanns, og lýsir því yfir að fyrirtækin geti ekki hækkað kaupið vegna þess að ekkert sé tfl skiptanna þá verður mér hreinlega óglatt. Hörður Ragnarsson „Hvaða þjóðir eru það sem hafa hæstu þjóðartekjurnar? Það eru ekki þær þjóðir sem eiga mestar auðlindir hrá- efna heldur þær sem best eru menntað- ar.“ Stilling og styrkur Atlantshafsbandalagið á fertugs- afmæh um þessar mundir. Allt ork- ar tvímælis þá gert er en það hlýtur að vera skemmtileg afmælisgjöf fyrir hið fertuga bandalag að vera talið núna ein helstu friðarsamtök veraldar. Vopnaöur friður er auð- vitað hugtak með þverstæðu. Vopn og friður eru ekki það sama í vit- und fólksins. Umræðan um þetta minnir stundum á fræga ræðu sem þáver- andi menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, hélt þar sem hann benti á að þjóðir þyrftu stund- um að gefa eftir hluta af sjálfstæði sínu tfl þess að halda sjálfstæðinu. Eins er meö friðinn, þeir sem leggj- ast á meltuna og halda að allt komi af sjálfu sér vakna einn góðan veð- urdag upp við að árás er gerð og þeir orðnir bandingjar, ef þeir þá á annað borð era lengur meðal vor. Friður er bestur Margir hafa orðið til þess að segja mikla speki um friðinn. Forn speki norræn segir að vík skuli á milli vina og frændur séu frændum verstir. Þetta eru nokkuð kuldaleg- ar staðhæfingar, sérstaklega með tilliti til þess að einnig segir að ber sé hver að baki nema sér bróður eigi og í fornum lögum norrænum eiga menn framfærslurétt til frænda sinna í allt að fimmta hð. Þá hafa félagsfræðingar bent á að því margbrotnari og víðtækari sem tengsl manna, hópa og þjóða eru þeim mun líklegra er að friður sé haldinn. Öfgar nærast á heimsku. Það getur enginn sagt nokkrum manni að það þurfi að fara í stríð við þriðja mann ef hann er vinur eða kunningi þess fyrrnefnda. Einnig er erfitt að segja þjóðum að berjast ef vinátta ríkir á milli ein- staklinga hjá þjóðunum. Þessi skoðun styöur það að ríki eigi sem víðtækust tengsl sín á milli. Við- skipta- og menningartengsl, íþrótta- og ferðamennskutengsl. KjaUarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur Margháttuð samskipti Þjóðir sem eiga í viðskiptum hvor við aðra, þannig að báðar hagnast greinilega vel af þeim, eru oftast vinaþjóðir og það talar enginn um ófrið. Þjóðir sem tigna sömu menn- ingu eiga erfitt með að berjast. Trú- bræður vilja ekki eiga í vopna- skaki. Allt sem veldur samkennd og tilfinningu með öðru fólki stuðl- ar að friði. Fallegt mark í fótbolta, sem svertingi skorar, vekur að- dáun hjá hvítum manni og sam- kennd með þjóð hans. Góð þjónusta á hóteh í Ásíu eða góð japönsk myndavél vekur sömu samkennd- ina og sömu vináttuna. Aht stuðlar þetta að friði. Friður og framfarir Friðurinn er forsenda efnahags- legrar hagsældar. Þekkt er úr ís- lendingasögunum að forfeður okk- ar fóru með vopn sín og veijur út á akrana tfl þess að veijast inögu- legri árás. Shkt myndi hagfræði nútímans ekki telja „framleiðni- faktor" en fornmennirnir gætu sjálfsagt bent á að veginn maður- inn nyti fárra hluta. Sjálfsagt hefur verið erfitt að hlaupa uppi fé á fjall- imeð alvæpni. Aö vísu er sagt að í ófriði verði til eða komi fram ýmsar framfarir sem gagnist síðar á friðartímum. í ófriði neytir maður hæfileika sinna og getu til hins ýtrasta því að hann á sjálft lífið að verja. Á hinn bóginn verða auðvitað ótal tækninýjungar til á friðartímum. Skipulögð rann- sóknarstarfsemi eins og núna er víða stunduð og er forsenda lang- tímaframfara er auðvitað gífurlega íjárfrek og nánast óframkvæman- leg nema á friðartímum. Viðskipti - samskipti Friðurinn er forsenda sérhæfðr- ar atvinnustarfsemi og nútímavið- skiptahátta. Þess vegna er friður í sjálfu sér „framleiðnifaktor“ og ýmislegt til þess vinnandi að efla hann. Alþjóðaviðskipti era auövit- að stunduð af ábatavon en þau efla í sjálfu sér heimsfriðinn. Karl Marx benti á að öll viðskipti eru hka sam- skipti. Mönnum sem finnst þeir gleymdir og yfirgefnir fá samt gíró- seðlana sína og rukkanir. Þeir era ekki svo hefllum horfnir að ekki sé hægt að eiga viðskipti við þá. Einhvern tíma brá fomkappa nokkrum í brún því að hann fann ekki á sér lús. Sjálfsagt hefði þó gíróið skilað sér. Dæminu snúið við Feigðarboð heimsfriðarins eru þegar aht sýnist glatað og enginn sér tilgang í neinu. Það þrífst ekki einu sinni á honum lús og það er ekki hægt að standa í neinu við neina. Bjartsýnismenn og fram- taksmenn eru því í raun friðflytj- endur. Eftir heimsstyrjöldina síð- ari gerðust forsetar Bandaríkjanna vemdarar alþjóðaviðskipta og frí- verslunar í veröldinni. Bandaríkja- menn gerðu meira. Þeir veittu beinan fjárstuðning tfl stríðs- hrjáðra þjóða til þess að vekja þær til lífsins. í kjölfar þessa eignuðust Bandaríkjamenn stóran hluta í iðnaði og verðmætasköpun ríkj- anna. Einnig seldu þeir ríkjunum varning og þjónustu þegar þau komust á legg. Margir sáu ofsjón- um yfir þessu og núna má segja að dæmið hafi alveg snúist við. Bretar, Þjóðverjar og Japanír eignast stóran' hluta af bandarísku efnahagslífi og verðmætasköpun á hverju ári. Bandarikjamennirnir sjálfir eru komnir í vörn. Og sporin hræða, því að auðvitað var það íjár- magn frá Bretlandi og víðar að úr Evrópu sem byggði Bandaríkin upp á hðnum öldum. Tilboð sem ekki var hægt að hafna Það sem er hættulegt í þessari þróun er sú spurning hvað verði um fríverslun, hagvöxt og frið í veröldinni ef enginn heldur uppi vörnum í málinu. Þetta er brenn- andi spurning og líklega brennur hún hvergi heitar en einmitt á hinu fertuga afmæhsbami vamar og friðar, Atlantshafsbandalaginu. Bandaríkin háðu á sinni tíð stór- styrjöld við heimsveldin í Evrópu til þess að losna undan kúgun fjár- magnsins og drottnunarhyggju. þau vora hka þvinguð út í tvær heimsstyrjaldir, fjörbrot heims- veldanna og ragnarök heims- drottnunar. En flóttafólk misréttis lénskipulagsins, uppskerubrests og pólitískrar ánauðar hafði gert ver- öldinni tilboð sem hún gat ekki hafnað. Núna er aftur spurning um tilboðið sjálft. Þeir sem halda uppi friðnum, fríverslun og hagvexti eru að tapa og spurningarmerki er óneitanlega sett við núverandi gróðapunga. Þetta er höfuðverkur hins fertuga Atlantshafsbandalags. Allt er fertugum fært Ljósið kemur úr austri en það er líka það eina í þessu sambandi. Síð- asta heimsveldið er komið að fótum fram, afhjúpað af foringjanum sjálfum, biðjandi um þróunarað- stoð eins og ríki þriðja heimsins og hugmyndafræði miðstýringar len- ínismans - kommúnismans gjald- þrota. Atlantshafsbandalagið er ekki viðskiptabandalag. Samt hafa viðskipti og velmegun blómstrað í þeim friði sem það hefur veitt ver- öldinni og þau helgast af bjartsýni og framtaki. Breytingar eiga sér stað og völd geta færst úr stað. í þessu tilviki er þetta þó allt innan bandalagsins sem tryggt hefur frið- inn hingað tfl. Ríki Atlantshafs- bandalagsins verða núna að standa vel í ístaðinu og láta ekki breytt valdahlutfóll sundurshta friðinn. Breytt valdahlutfoU mega heldur ekki verða til þess að veröldin verði af þeirri hagsæld sem hlýst af blómlegri heimsverslun í skjóh friðar. Hið fertuga Atlantshafs- bandalag er vettvangur fyrir frið- samlegar breytingar af þessu tagi og er liklega eini aðihnn sem getur sannfært aðila málsins um mikil- vægi sameiginlegrar ákvarðana- töku og farsæhar niðurstöðu á kostnað mögulegrar hugmyndar viðkomandi ríkja um eigið sjálf- stæði. Guðlaugur Tryggvi Karlsson ,,Þaö sem er hættulegt í þessari þróun er sú spurning hvaö verði um fríversl- un, hagvöxt og frið í veröldinni ef eng- inn heldur uppi vörnum 1 málinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.