Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1989, Qupperneq 43
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 1989.
43
i> v Fólk í fréttum
Finnbogi G. Kjeld
Finnbogi G. Kjeld, forstjóri Saltsöl-
unnar, er annar aðalmaðurinn á
bak við björgun danska skipsins
Mariane Danielsen. Hann hefur ver-
ið í fréttum DV vegna samningavið-
ræðna við Pólveija um fullnaðar-
viðgerð á skipinu. Finnbogi Guð-
mundur er fæddur 25. október 1938
í Rvík og ólst upp í Innri-Njarðvík.
Hann var háseti á togurum og flutn-
ingaskipum 1955-1961, lauk fiski-
mannaprófi 1959 og farmannaprófi
frá Stýrimannaskólanum í Rvík
1961. Finnbogi var stýrimaður
1961-1972, stofnaði skipafélagið Vík-
ur hf. í Rvík 1969 og hefur lengst af
verið forstjóri og stjórnarformaður.
Hann hefur verið forstjóri og stjórn-
arformaður Saltsölunnar hf. frá
1978, stjómarformaður Pólarlax hf.
frá stofnun 1980 og Fiskeldis hf. frá
stofnun 1987. Finnbogi kvæntist 10.
nóvember 1962, Önnu Jónu Þórðar-
dóttur, f. 14. maí 1939, hjúkrunar-
fræðingi. Foreldrar Önnu em Þórð-
ur Sigurbjömsson, deildarstjóri í
Tollgæslunni í Rvík, og kona hans,
Ragnhildur Einarsdóttir. Böm
Finnboga og Önnu eru Ragnhildur,
f. 24. október 1965, ritari hjá Skipafé-
laginu Víkum, bam hennar er Anna
Andrea Jónsdóttir, Ragnhildur, er
trúlofuð Jónasi Ragnari Helgasyni
alþjóðastjómmálafræðingi, Þórður,
f. 10. júní 1967, d. 23. júní 1967, Jóna
Guðrún, f. 13. desember 1969, nemi
í MH, sambýlismaöur hennar er Jón
Emil Magnússon viðskiptafræðing-
ur, Þóra Ehsabet, f. 18. júní 1971,
Þórður, f. 26. september 1972, Jens
Einar, f. 27. febrúar 1976, Jóhann,
f. 25. júh 1979 og Gunnar Guttorm-
ur, f. 3. apríl 1982.
Systkini Finnboga eru María, f. 2.
mars 1932, fóstra, Hanna, f. 16. des-
ember 1933, matreiðslukennari,
Kristbjörg, f. 18. júní 1935, leikkona,
gift Guömundi Steinssyni rithöf-
undi, Matthías, f. 19. desember 1936,
læknir, kvæntur MarceUu Iniguez
lækni og Kristjana Hanna, f. 17. júh
1944, d. 2. október 1984.
Foreldrar Finnboga vom Jens
Kjeld, smiður í Innri-Njarövík, og
kona hans, Jóna Guðrún Finnboga-
dóttir. Jens var sonur Matthíasar
Elduvík, útvegsb. í Funningsbotni á
Austurey í Færeyjum, og konu
hans, Jóhönnu Elduvík, f. Johanns-
en. Jóna Guðrún var dóttir Finn-
boga Þórðar, útvegsb. í Tjamarkoti
í Innri-Njarðvík, bróður Guömund-
ar, afa Hauks Helgasonar, aðstoðar-
ritstjóra DV. Finnbogi var sonur
Guðmundar, b. í Tjarnarkoti, Gísla-
sonar. Móðir Guðmundar var Guð-
rún Jónsdóttir, b. í Grímsfjósum í
Stokkseyrarhreppi, Bjarnasonar, og
konu hans, Guðrúnar Helgadóttur,
b. í Brattsholti, Sigurðssonar, bróð-
ur Jóns, afa Jóns forseta.
Móðir Jónu var Þorkehna, systir
Margrétar, móður Jóns M. Guðjóns-
sonar, fyrrv. prests á Akranesi. Þor-
kehna var dóttir Jóns b. í Hópi í
Grindavík, bróður Tómasar, afa
Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissátta-
semjara. Jón var sonur Guðmund-
ar, b. á Úlfsstöðum í Landeyjum,
Bjarnasonar, og konu hans, Jórunn-
ar ljósmóður Jónsdóttur, b. á Álfta-
hóli, Guðmundssonar. Móðir Þor-
kehnu var Guðrún Guðbrandsdóttir
á Vestri-Geldingalæk á Rangárvöll-
um, Jónssonar, b. á Gaddastöðum á
Rangárvöllum, Sveinssonar. Móðir
Guðrúnar var Ehn Jónsdóttir, b. á
Vatnsskaröshólum í Mýrdal, Þor-
steinssonar, b. á Sólheimum í Mýrd-
al, Þorsteinssonar, b. og smiðs á
Vatnsskarðshólum, Eyjólfssonar.
Móðir Þorsteins Þorsteinssonar var
Finnbogi G. Kjeld.
Karítas lj ósmóðir J ónsdóttir,
klausturhaldara á Reynistað, Vig-
fússonar, og konu hans, Þórunnar
Hannesdóttur Scheving, sem síðar
giftist Jóni Steingrímssyni eld-
presti. Móðir Jóns var Ehn Jóns-
dóttir, b. á Hvoh, Eyjólfssonar, bróð-
ur Þorsteins á Vatnsskarösshólum.
Móöir Elínar var Valgerður, lang-
amma Jóns Helgasonar, prófessors
og skálds í Kaupmannahöfn. Val-
gerður var dóttir Sigurðar, b. í Steig
í Mýrdal, Ámasonar, og konu hans,
Þórunnar Þorsteinsdóttur ljósmóð-
ur, systur Þorsteins á Sólheimum.
Afmæli
Hjalmar S. Sigmarsson
Hjálmar S. Sigmarsson, b. að Hóla-
koti í Hofshreppi í Skagafirði, er sjö-
tugurídag.
Hjálmar fæddist í Svínavallakoti í
Unadal í Skagafirði.
Hann kvæntist 9.5.1954 Guðrúnu
Hjálmarsdóttur húsmóður, f. 23.12.
1928, dóttur Hjálmars Pálssonar, b.
að Kambi, og Steinunnar Hjálmars-
dótturhúsmóður.
Hjálmar og Guðrún eiga tíu börn.
Þau eru Steinunn, gift Hafsteini
Ragnarssyni og eiga þau þrjú börn;
Kristjana Hjálmarsdóttir, gift Valdi-
mar H. Birgissyni og eiga þau tvö
börn og eitt barnabam; Guömund-
ur, kvæntur Heiðdísi Andradóttur
og eiga þau eitt barn; Hahdór,
kvæntur Huldu Gísladóttur og eiga
þau tvö böm; Guðrún, gift Grétari
Jakobssyrú og eiga þau þrjú börn;
Ingibjörg Ásta, gift Siguröi Þorleifs-
syni og eiga þau þrjú böm; Jakobína
Helga, gift Þórami Þórðarsyni og
eiga þau þrjú börn; Guðfinna Hulda,
gift Herði Ragnarssyni og eiga þau
tvö börn; Haraldur Árni og hann á
eitt barn, og Hjálmar Höskuldur,
kvæntur Svanfríði Gróu Guðnadótt-
ur.
Hjálmar á sjö systkini. Þau eru
Guðmundur, átti Unu Þorgilsdóttur;
Ingólfur, átti Halldóru Márusdóttur;
Finnbogi, átti Hjördísi Gunnars-
dóttur; Sigurbjöm, átti Guðmundu
Eðvarðsdóttur; Vilhelm, átti Vald-
ísi; Jakob, átti Sólveigu Magnús-
dóttur, og Valgarð, átti Mörtu.
Foreldrar Hjálmars vom Sigmar
Þorleifsson, b. í Svinavallakoti í
Unadal í Skagafirði, síðast útgerðar-
maður á Hofsósi, f. 15.10.1889, d.
27.2.1968, og kona hans, Kristjana
Sigríður Guðmundsdóttir, húsmóö-
ir þar, f. 27.6.1888, d. 11.3.1944.
Kristjana var dóttir Guðmundar,
b. í Svínavallakoti, Kristjánssonar,
b. að Snorragerði í Sléttuhlíð, Guð-
mundssonar, b. að Skarðdal, Þórð-
arsonar, b. í Dalabæ, Gamahelsson-
ar.
Móðir Guðmundar í Skarðdal var
Þuríður Bjarnadóttir. Móðir Kristj-
áns í Snorragerði var Sigríður, dótt-
ir Þorfinns Þorlákssonar og Guð-
rúnar Þórarinsdóttur. Móðir Guð-
mundar í Svínavallakoti var Mál-
fríður Jónsdóttir, vinnukona að'
Lambanes-Reykjum. Móðir Kristj-
önu var Jakobína Jóhannsdóttir.
Sigmar var sonur Þorleifs, b. að
Hrauni á Hofsströnd, Pálssonar, b.
í Auðnum í Ólafsfirði, Jónssonar,
b. á Vatnsenda, Steingrímssonar, b.
á Burstabrekku, Steingrím?sonar,
b. að Þverá í Ólafsfirði, Oddssonar,
b. að Reykjum í Ólafsfirði.
Móðir Steingríms á Þverá var
Guðrúp Steingrímsdóttir, b. á
Reykjum, Þorgrímssonar.
Móðir Steingríms á Burstabrekku
var Guðrún Magnúsdóttir, b. á Þór-
oddsstöðum, Hálfdánarsonar, og
Sesselju, dóttur Brands, hreppstjóra
Hjálmar S. Sigmarsson
í Skeiði í Fljótum, Guðmundssonar
og Guðnýjar Sigfúsdóttur, b. á
Skeiði, Sveinssonar.
Móðir Jóns á Vatnsenda var Sig-
ríður Magnúsdóttir, b. á Ósbrekku,
Andréssonar.
Móðir Páls var Guðrún Hahdórs-'
dóttir, b. í Garði í Ólafsfirði, Ingi-
mundarsonar, b. í Garði, Jónssonar.
Móðir Þorleifs var Þuríður
Bjamadóttir, b. á Staðarhóli, Ara-
sonar, b. í Leyningi, Sveinssonar,
prests á Knappstöðum, Jónssonar í
Tungu í Stíflu, Jónssonar.
Móöir Sigmars var Margrét Ing-
ólfsdóttir, hins sterka, b. í Naustum
og víðar, Sigmundssonar og konu
hans, Ingibjargar Benjamínsdóttur.
Ingi Kristinn Stefánsson
Ingi Kristinn Stefánsson tannlækn-
ir, Seiðakvísl 28, Reykjavík, er fer-
tugurídag.
Ingi fæddist í Neskaupstað og ólst
þar upp hjá fósturforeldrum sínum,
Ingveldi Sveinsdóttur og Kristni
Olsen, vélstjóra á Neskaupstað, en
Kristinn var ömmubróðir Inga.
Ingi lauk stúdentsprófi frá MA
1968 og tannlæknaprófi frá HÍ1974,
en tannlækningaleyfi öðlaðist hann
1975.
Hann var aðstoðartannlæknir hjá
Ólafi G. Karlssyni 1974-77 en hefur
síðan starfrækt eigin stofu.
Ingi kvæntist 13.9.1969, Valgerði
Jónu Gunnarsdóttur, söngkennara
í Reykjavík, f. 10.6.1948. Foreldrar
hennar: Gunnar Bjömsson, hús-
vörður í Reykjavík og Ragnheiður
Jónsdóttir baijkaritari.
Börn Inga og Valgerðar eru Gunn-
ar Trausti, Jón Kristinn og Hanna
Ragnheiður
Foreldrar Inga: Stefán Sigbjörns-
son sjómaður, f. 16.3.1924, og Anna
María Guðmundsdóttir Bachmann,
verslunarkona á Akureyri, f. 1.1.
1930.
Foreldrar Stefáns: Sigbjörn Bene-
dikt Sveinsson, trésmiður á Fá-
skrúðsfirði, og kona hans, Helga
Sigurbjörg Stefánsdóttir húsmóðir.
Foreldrar Önnu Maríu: Guð-
mundur Jónsson, b. á Hrauni á
Reyðarfirði, og kona hans, Guðrún
Jónína Olsen húsmóðir.
Ingi Kristinn Stefánsson.
Brúðkaups- og starfsafmæli
Ákveðið hefur verið að birta á afmælis- og ættfræðisíðu DV greinar um einstaklinga sem eiga
merkis brúðkaups- eða starfsafmæli.
Greinarnar verða með áþekku sniði og byggja á sambærilegum upplýsingum og fram koma í
afmælisgreinum blaðsins en eyðublöð fyrir upplýsingar afmælisbarna liggja frammi á afgreiðslu DV.
Upplýsingar varðandi brúðkaups- eða starfsafmæli verða að berast ættfræðideild DV með minnst
þriggja daga fyrirvara.
Það er einkar mikilvægt að skýrar, nýlegar andlitsmyndir fylgi upplýsingunum.
Til hamingju með
afmælið
90 ára
Ásmundur Jónasson,
Unufelh 31, Reykjavík.
24. apríl
Sleitustöðum II, Hólahreppi.
Sigurgeir Júlíusson,
Norðurvegi 29, Hrísey.
Emilia Kristjánsdóttir,
Skeggjagötu 14, Reykjavík.
70 ára 40 ára
Jóhanna Jónsdóttir,
Víðihvarami 13, Kópavogi. Hún
verður að heiman á afraæhsdaginn.
60 ára
Óli B. Gunnarsson,
Holtagötu 12, Akureyri.
Jón Sigurðsson,
Auður Björnsdóttir,
Kjarrmóum 26, Garöabæ.
Guðrún Ólafsdóttir,
Búagrund l, MosfeÚsbæ.
Óli Ólafsson,
Beykilundi 2, Akureyri.
Sigríður Eysteinsdóttir,
Fjólugötu 21, Reykjavík.
Margrét Eðvalds,
Unufehi 44, Reykjavik.
Rannveig Jósepsdóttir.
Rannveig Jósepsdóttir
Rannveig Jósepsdóttir, fyrrv.
starfsmaður hjá Gefjun á Akureyri,
til heimihs að Helgamagrastræti 17,
Akureyri, er hundraö ára í dag.
Rannveigfæddist á Eyrarlandi við
Akureyri ogólst þar upp í foreldra-
húsum fyrstu níu árin en fór á tí-
unda árinu í sveit að Kroppi í Eyja-
firði og ílengdist þar hjá Davíð Jóns-
syni, b. og hreppstjóra að Kroppi,
og konu hans, Sigurlínu Jónsdóttur
húsfreyju. Rannveig var hjá þeim
hjónum fram undir tvítugt en fór
þá í kaupavinnu að Fjósatungu tvö
sumur. Þá var hún í vist hjá Pétri
Péturssyni, kaupmanni á Akureyri,
og konu hans, Þórönnu Pálmadótt-
ur.
Rannveig hóf síðan störf hjá ullar-
verksmiðjunni Gefiuni 1926 og starf-
aði þar í rúm fiörutíu ár.
Dóttir Rannveigar er Freyja Jó-
hannsdóttir en hún starfaði í fiölda
ára hjá fataverksmiðjunni Heklu á
Akureyri. Rannveig býr hjá dóttur
sinni en þær mæðgur hafa ætíð
haldið saman heimili.
Rannveig var yngst fiögurra
systkina. Systkini hennar voru
Hasnína, sem lést í barnæsku; Lau-
fey, lengi húsfreyja í Eyjafirðinum,
og Jóhann, lengi b. að Hömrum við
Akureyri.
Foreldrar Rannveigar voru Jósef-
ína Guðmundsdóttir og Jósep Jó-
hannsson, b. að Naustum og Höm-
rum.
Tilmæli til afmælisbama
Blaðið hvetur afmælis böm og aðstandendur
þeirra til að senda því myndir og upplýsingar
um frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta
lagi þremur dögum fyrir af mæbð.
Munið að senda okkur myndir