Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAl 1989.
Fréttir
Ólafur Ragnar Grímsson:
Samningarnir njóta
víðtæks stuðnings
„Ég er mjög ánægður með þessa
samninga. Það var greinilegt í hinni
fjölmennu 1. mai göngu aö þeir njóta
víðtæks stuðnings launafólks. Þessir
samningar eru í öllum aðalatriðum
eins og þeir samningar sem opin-
berir starfsmenn riðu á vaðið með,“
sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra inntur álits á hinum
nýja kjarasamningi aöila vinnu-
markaðarins.
Ólafur var spurður hvað samning-
arnir myndu kosta ríkissjóð á þessu
ári og hvort sú upphæð rúmaðist
innan fjárlaga?
Hann sagði að annars vegar væri
þar um niðurgreiðslur á landbúnað-
arafurðum að ræða og hins vegar um
skattabreytingar í atvinnulífinu. Erf-
itt væri að meta sumar þeirra. Búið
var að ákveða margvíslegar undan-
þágur á skattinum á erlendar lántök-
ur. Varðandi lækkun á hluta vöru-
gjalds, kæmi á móti hækkun á hiuta
jöfnunargjalds. Ólafur sagði að að-
gerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka
fyrir kjarasamningum í heild myndu
kosta ríkissjóð um eða innan við einn
milljarð króna. í fjárlögum hefði ver-
ið reiknað með 600 milljóna króna
tekjuafgangi og þrír fyrstu mánuðir
þessa árs hafa sýnt 800 milljóna
króna meiri tekjur ríkissjóðs en
reiknað var með. Það hafi því verið
vel þess virði að liðka fyrir kjara-
samningum með þeim hætti sem gert
var.
S.dór
Þórarinn V. Þórarinsson:
Ósáttur við að
hafa þurft að
gera samninginn
„Ég er sáttur við að búið er að gera
samning en er ósáttur við að hafa
þurft að gera hann. Samningurinn
er yfirfærður á launastefnu ríkis-
stjómarinnar. í honum eru til muna
hærri launahækkanir en við hefðum
kosið. Hins vegar er mikilvægt að
tryggja vinnufrið í sumar. Þegar
harðnar á dalnum megum viö ekki
við miklu,“ sagði Þórarinn V. Þórar-
insson, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambands íslands.
- Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hjálpa
ykkur væntanlega eitthvað.
„Okkur þykir mikils um vert að
hafa fengið fram breytingar á stefnu
ríkisstjómarinnar í skattamálum.
Lántökugjaldiö var sett á til að
spoma við þenslu sem var árið 1987.
Nú er engin þensla og forsendurnar
þvi ekki lengur fyrir hendi. Þá var
mikilvægt að fá fram viðurkenningu
á að vörugjaldið var vitlaust og að
það verður endurskoðað fyrir ára-
mót. Þessi samningur er gerður á
yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um
að hún ætli að tryggja viðunandi
rekstrarskilyrði," sagði Þórarinn V.
Þórarinsson.
-sme
Tóku astmalyf 1 partíi:
Þrjú ungmenni
af gjörgæslu
Ungmennin þijú, sem hafa verið
á gjörgæsludeild Borgarspítalans
eftir að hafa tekið astmalyf í sam-
kvæmi, munu vera á batavegi. Það
var í gærmorgun sem fyrsta ung-
mennið af níu kom á Borgarspítal-
ann með eitrun eftir töku astma-
lyfs. Var strax farið að smala sam-
an fólki sem tekið hafði lyfið og
komu alis níu ungmenni með eitr-
unaráhrif á spítalann. Þar af voru
þrjú lögð á gjörgæslu en munu vera
úr lífshættu nú.
Að sögn lækna eru þessi lyf stór-
hættuleg öörum en þeim sem eiga
aö taka þau. Eru hjartsláttartrufl-
anir og krampar hættulegustu
fylgifiskar eitrunarinnar. Fyrir um
tveimur árum mun ung stúlka hafa
látist vegna töku astmalyfja.
-hlh
Jóhann G. Jóhannsson stóö uppi sem sigurvegari i lok keppninnar um
Landslagið sem fór fram á Hótel íslandi á föstudagskvöld. Lag hans, Við
eigum heimleið, var kosið Landslagið af sérstakri dómnefnd og gestum. Á
myndinni sjáum við Jóhann G. Jóhannsson ásamt Sigríði Beinteinsdóttur,
Grétari Örvarssyni og Þorsteini Gunnarssyni en þau, ásamt Einari Braga,
Eiði Arnarsyni og Jón Einari Hafsteinssyni, skipa hljómsveitina Stjórnina
sem flutti lagið. -HK/OV-mynd KAE
Til þess að stöðva ökumanninn varð lögreglan að grípa til þess ráðs að aka
á bíl mannsins.
Lögreglubílar
í árekstrum
vegna eftirfarar
Lögreglumenn urðu að grípa til
þess ráðs í fyrrakvöld að aka á bíl
ökumanns sem lét sér ekki segjast
og reyndi að sleppa úr greipum rétt-
vísinnar. Leið mannsins lá um Borg-
artún, Skúlatorg, Sætún og víðar.
Hann var grunaöur um ölvunarakst-
ur. Reynt var að króa manninn af
en hann komst undan. Á homi Borg-
artúns og Kringlumýrarbrautar
tókst loks að stöðva manninn er lög-
reglubíll ók á bíl hans. Skemmdir
reyndust óverulegar á bOunum.
Annar lögreglubOl, sem var á leið
eftir Reykjavegi til aðstoðar við eftir-
fórina, ók aftan á bíl þannig að hann
kastaðist á grindverk. Nokkrar
skemmdir urðu á báðum bílum.
-JH
Lögreglubíll á leið til aðstoðar við eftirförina lenti aftan á bíl á Reykjavegi.
DV-myndir S
Greenpeace
hætta málssókn
Greenpeacesamtökin í Danmörku
hafa hætt við að fara í meiðyröamál
við Magnús Guðmundsson og sjón-
varpsstöðina TV-2 vegna myndar-
innar Lífsbjörg í norðurhöfum sem
sýnd var í Danmörku í mars. Sam-
tökin telja sig ekki hafa ráð á máls-
sókn. Munu þau þess í stað ætla að
hvetja samtökin í öðrum löndum til
að taka málið fyrir verði myndin
ísfirðingar
hafna nýrri
kirkju
I atkvæðagreiðslu á ísafirði á
laugardag hafnaði meirihluti
safitaðarins afdráttarlaust
áformum sóknarnefndar um
staðarval og stefnu í kirKjubygg-
ingarmálum. Nýrri kirkju hafði
verið valinn staöur á uppfyllingu
fyrir framan fjórðungssjúkrahú-
sið og líkan og teikningar lágu
fyrir eftir Gylfa Guðjónsson.
Vegna vaxandi andófs í söfnuðin-
um var ákveöiö á aðalsafnaðar-
fundi í byijun apríl að boða til
almennra kosninga um þessi
áform.
Á kjörskrá voru 2.076 og tóku
1.169 þátt í atkvæðagreiðslunni.
290 voru fylgjandi áformum
sóknamefndar en 869 voru þeim
andvígir.
Næstkomandi sunnudag kl. 16.
verður framhaldið aðalsafnaðar-
fundi og þar veröa niðurstöður
þessar ræddar og stefna mörkuö
um framhaldið. Hluti sóknar-
nefndar hefur þegar setið tilskil-
inn tíma og búist er við að um-
skipti veröi talsverð í stjórn safn-
aðarins í Ijósi þessara niður-
staðna.
Söfnuðurinn er margklofinn í
afstöðu sinni tO kirkjubyggingar-
mála. Einhverjir munu vOja end-
urbyggja gömlu kirkjuna og
stækka hana talsvert. Aðrir vOja
rífa hana og byggja nýja á sama
stað. Enn aðrir vilja varöveita
gömlu kirkjuna í sem uppruna-
legastri mynd en byggja nýja
annars staðar.
Sóknarkirkja ísfirðinga eyði-
lagðist í eldi sumarið 1987. Hún
er 125 ára gömul timburkirkja og
samkvæmt nýlegu mati mun
kostnaður við endurbyggingu
hennar nema 21 núlljón króna.
-Pá
Kópavogs-
búar í bar-
áttuhug
- eftit til borgaraftmdar
Fyrirliðar flokkamia í Kópa-
vogi komu saman í gærkvöldi á
skyndifundi vegna viðbragða
Davíðs Oddssonar, borgarstjóra í
Reykjavík, við riftun Kópavogs-
bæjar á Fossvogssamningnum en
Reykjavíkurborg tekur ekki við
sorpi frá Kópavogi frá og með 1.
júlí. Á skyndifundinum í gær-
kvöldi var ákveðið að halda borg-
arafund í Kópavogi næstalaugar-
dag um Fossvogsdalinn. Baráttu-
fundur það.
Að sögn Kristjáns Guðmunds-
sonar, bæjarstjóra í Kópavogi, í
morgun er bærinn nú að skoða
ýmsa möguleika á losun sorps
eftir 1. júlí. „Það eru ýmsir kostir
í gangi sem viö erum nú aö
skoöa.“
Borgarstjórinn ogforráðamenn
Kópavogsbæjar hafa ekkert rætt
frekar saman eftir að hann sagöi
upp sorpsamningnum síöastlið-
inn föstudagsmorgun og hótaði
jafnframt uppsögn annarra
samninga eins og heitt og kalt
vatn, slökkvilið og rafmagn.
-JGH
Fjórar rúður
í Eddufelli
Fjórar rúður voru brotnar í
verslunum viö Eddufell í gær-
kvöld. Unglingar, sem voru
nokkrir saman, brutu rúðumar.
Lögreglumaður meiddist er hann
var að handtaka sökudólgana.
-sme