Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989.
39
Fréttir
Lokun sendiráöa á Norðurlöndum:
Athyglisverð
hugmynd
- segir utanríkisráðherra
„Mér flnnst hugmyndin athyglis-
verð og þykir rétt, ekki síst ef Sjálf-
stæðisflokkurinn sem slíkur stendur
á bak ,við hana, að hún verði skoðuð.
Og þá kannað um leið hvort hún fær
einhverjar undirtektir á Norður-
löndum,“ sagði Jón Baldvin Hannib-
alsson utanríkisráðherra um þá hug-
mynd Þorsteins Pálssonar að loka
sendiráðum íslands á Norðurlöndum
og opna þess í stað verslunarskrif-
stofur.
Utanríkisráöherra sagði að það
væri alltaf viðkvæmt mál í samskipt-
um ríkja að loka sendiráðum og því
geti lokun sendiráða aldrei gengið
hratt fyrir sig. Þá sagði hann að
ákvarðanataka hjá Norðurlanda-
þjóðunum væri það seinvirk að ekki
væri að vænta niðurstöðu skjótt ef
málið yrði borið upp.
Þá sagði Jón Baldvin að af og frá
væri að bera máhð upp á Norður-
landaráðsþingi hér á landi næsta
vetur. Þetta mál þyrfti að ræða á
öðrum vettvangi og þá fyrst óform-
lega við utanríkisráðherra landanna.
Þorsteinn Pálsson sagði að sam-
starf þessara þjóða væri orðiö það
náið og færi það mikið fram í gegnum
fagráðuneytin og ráðherranefndir að
reka mætti samskipti þjóðanna mik-
ið á þeim grundvelli. Því mætti hag-
ræða í utanríkisþjónustunni með því
að koma upp sameiginlegum þjón-
ustumiðstöðvum einstaklinga.
Það sem þannig sparaðist mætti
síðan nota til að byggja upp utanrík-
isþjónustuna í löndum þar sem við
værum að afla okkur markaða. Þor-
steinn sagði að spennandi væri að
heyra viðbrögð annars staðar af
Norðurlöndum við þessum hug-
myndum.
Jón Baldvin sagði að það væri langt
síðan hann hefði nefnt slíkar hug-
myndir og það væri rangt að hann
hefðifalliðfráþeim. -SMJ
• Veiðimenn með tveggja punda urriða sem þeir fengu í Helluvatni í gær.
í baksýn sjást margir veiðimenn að renna fyrir siiung en gífurlegt fjöl-
menni var við Elliðavatn í gær. DV-mynd G.Bender
Silimgsveiðitímabilið hófst í gær:
Mikið fjölmenni
við Elliðavatn
Silungsveiðitímabilið hófst í gær
og víða fjölmenntu áhugasamir
veiðimenn á bakka vatna og renndu
fyrir silung. Veiði var frekar dræm
enda vötnin köld og enn vantar
nokkuð á að ís sé alveg horflnn.
Gríðarlegur áhugi virðist vera á
silungsveiði og um 300 manns voru
við Elliðavatn í gær þegar mest var,
auk flölda fólks sem kom til að horfa
á veiðimenn sýna listir sínar.
Mjög gott veður var í gær, sól og
logn, og voru veiðimenn á öllum
aldri. Afli var frekar dræmur en þó
fréttum við af nokkrum urriðum sem
fengust á flugu í Elliðavatni. Sá
stærsti mun hafa verið þrjú pund.
Margir veiðimenn fengu þó lítið. „Ég
byrjaöi að veiöa klukkan sjö í morg-
un og hef enn ekki fengið neitt. Veiði-
menn í Helluvatni, sem voru við hlið-
ina á mér, fengu nokkra fiska þar,“
sagði Árni Þ. Sigurðsson sem var við
veiðar í Elliðavatni um hádegið í gær
þegar DV mætti á staðinn. Annar
kunnur veiöimaður, Jón Petersen,
sagði: „ Ég held að vatnið sé enn of
kalt en það má samt reyna.“ Um leið
og Jón sleppti orðinu óð hann út í
og hóf að sveifla flugustönginni.
Veiðimenn, sem voru við Elliða-
vatn í gær og hafa verið þar 1. maí
svo lengi sem elstu menn muna, voru
sammála um það að þeir hefðu ekki
áður séð svo mikinn flölda fólks við
veiðar í Elliðavatni. Of snemmt er
að spá um það hvort menn hafi í
auknum mæli ákveðið að einbeita
sér að silunginum en vera kann að
mjög hátt verð á laxveiðileyfum eigi
hér hlut að máli.
Veiði hófst einnig í Vífilsstaðavatni
í gær og þar veiddist ágætlega. Mun
það ekki vera eins kalt og Elliðavatn-
ið og því fyrra til. Þar var flöldi veiði-
manna við veiðar í gær.
-G.Bender
Varmi
RÉTTINGAR 0G SPRAUTUN
AUÐBREKKU 14, KÓPAV., SÍMI 44250
Blaðauki um gróðurhirðingu og vorverkin
fylgir DVá morgun.
Gar ðy rkj umeistarar verða spurðir spjörunum
úr. Gefnar verða ráðleggingar um klippingu
og áburð, hvenær má gróðursetja eða flytja
tré, - á að úða garðinn, - hvernig á að losna
við mosa ofl. Einnig verða gefnar upplýsingar
um ókeypis garðaráðgjöf, verð á verkfærum
og fyrirhugaðar hreinsunaraðgerðir íbúa í
Reykjavík og nágrenni.
Garðar og gróður I
\bÆNUM
STEKKJARBAKKA 2
OÝW
Be\nt í
,ij ji)
Nætursala allar helgar!
ALLT í HELGARFERÐINA
Idraðw
STEKKJARBAKKA 2