Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. 27 Iþróttir Akstursíþróttir: Veltigrindin í fjölskyldubflinn , Nýr spennandi flokkur 1 rallinu í sumar Þaö mun nú ljóst að keppt verður í nýjum flokki óbreyttra bíla á rall- mótum sumarsins. Þrátt fyrir að skiptar skoðanir hafl verið um þessa nýjung meðal rallmanna er ljóst að þetta eykur breiddina í rall- inu í sumar og laðar vonandi að nýja keppendur. Stefnt verður að því að gera þess- um keppendum jafnhátt undir höfði og þeim keppendum er keppa á mikið breyttum bílum enda munu menn væntanlega berjast af sömu hörku á óbreyttu bílunum og keppendur á breyttum bílum sem oft er fátt eftir af miðað við upprunalega gerð annað en nafnið. Til aö fræða lesendur meira um þennan nýja flokk fengum við Óskar Ólafsson, sigurvegara í flokki óbreyttra bíla á liönu ári, til þess að spjalla við okkur um töfra þess að keppa á bifreið sem líkastri þeim sem almenningur ekur um á götunum. - Telur þú standard flokkinn hag- stæðan fyrir byrjendur? Þetta er ágæt leið til að kynnast íþróttinni án mikils stofnkostnaðar þó ekki sé hægt aö vænta sigurs á öflugri breyttum bílum. Það er hægt að fá mikiö úrval af hentug- um bílum á vægu verði. Skemmti- legast væri ef sem flestir tækju sig til og kepptu í þessum flokki, það gerði baráttuna skemmtilegri. í hverju ralli geta verið haldin mörg æsispennandi einvígi þó ekki sé verið að berjast um sigurinn í rall- inu. Það getur verið ótrúlega gam- an að berjast á hægfara bíl við jafn- ingja sinn á svipuðu ökutæki. Þar fær ökugleði, lagni og útsjónarsemi áhafnar að njóta sín til fullnustu við að koma keppnisfáknum heil- um í mark á sem skemmstum tíma. - Hver var besti árangur þinn á síðasthðnu ári? Ég tók þátt í öllum þeim 6 keppn- um er gefa stig til íslandsmeistara á liðnu ári og lauk þeim öllum. Þegar upp var staðið endaði ég í 4. sæti til íslandsmeistara, aðeins 3. stigum á eftir Jóni S. Halldórssyni sem ekur á Porche 911. Besti ein- staki árangurinn er þriðja sæti í vorrallinu og íjórða sætið í alþjóða- rallinu sem er mjög erfið þriggja daga keppni. í fimm af sex keppn- um sumarsins sigraði ég í flokki óbreyttra bíla. Það má því segja að uppskera sumarsins hafi verið góð. - Hvernig eiga áhugamenn um íþróttina aö bera sig að? Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur er öllum opinn og þar hittast menn á hverju fimmtudagskvöldi, spjalla saman og horfa á nýjustu rallmyndirnar. Þar fást auðveld- lega allar upplýsingar er koma byrjendum til góða fyrstu skrefin á rallbrautinni. - Hvernig bíla eiga menn að fá sér til keppni í óbreytta flokknum? Ég ek nú sjálfur á Subaru RX Turbo 4WD sem við eigum saman, aðstoðarökumaðurinn minn, Jó- hann Jónsson, og ég og hefur hann reynst einstaklega vel en í raun geta flestallar bifreiðategundir dugað vel. Best er að bílarnir séu sem nýjastir því slitnum bíl er hættara við bilunum. Hver er helsti munurinn á aö keppa á breyttum bíl og óbreyttum? Breyttur bíll hefur oftast mikla vélarorku, endurbættar bremsur og fjöðrun og getur því farið mun hraðar á vondum vegi. Óbreyttum bílum verða menn að hlífa meira á slæmum vegarköflum. Ánægjan við aksturinn er svipuð þar sem í báöum tilfellum er keppt við jafningja. Ég tel að það sé mjög jákvætt að hefja keppnisferilinn á óbreyttum bíl því það gefur byrj- endum góða innsýn í íþróttina án mikilla flárútláta. Hér á árum áöur keppti ég á mis- munandi mikið endurbættum bíl- um og var hársbreidd frá íslands- meistaratitli árið 1982 en það var fyrsta heila keppnisáriö mitt. Þó að gaman sé að dútla viö að breyta bílum geta Ijölskyldumenn tæpast lagt allan sinn tíma í íþróttina. Ég hef ódrepandi áhuga á rallinu og tel það ekki eins tímafrékt aö vera keppandi í flokki óbreyttra bíla. - Stefnir þú á íslandsmeistaratitil- inn þetta árið í flokki óbreyttra bíla? Hvort sem titillinn verður nefnd- ur íslandsmeistari eða bikarmeist- ari Bílgreinasambandsins þá stefni ég ótrauöur að því að gera hann að mínum. Það er tilbúið pláss í hillunni heima fyrir bikarinn en samt mun ég ekki vanmeta and- stæðingana. Það má vænta harðrar keppni í sumar. Ég keppi á nýjum Subaru sem verð- ur væntanlega eitthvað öflugri en sá gamli sem nú er kominn í hend- ur Páls Halldórssonar og mun hann ætla sér að keppa á honum. Það verður spennandi að sjá hvern- ig gengur að eiga viö hann og fleiri harða keppnismenn á jafnréttis- grundvelli. Þetta gæti orðíð spenn- andi og skemmtilegt sumar. - Hverju vilt þú spá um keppnina í flokki breyttra bíla? Hver verður íslandsmeistari árið 1989? Mér sýnist þrír bílar vera sigur- stranglegastir. Fyrst er að nefna Jón Ragnarsson/Rúnar Jónsson. Jón hefur geysimikla keppnis- reynslu og er öruggur og jafn öku- maður. Steingrímur Ingason/Witek Bogdanski ráða yfir miklum hraða og öflugum bíl sem þó hefur brugö- ist þeim á örlagastundu. Ef Ásgeir og Bragi mæta í sumar á Metro 6R4 súperbíl verða þeir mjög skæöir keppinautar ef Ásgeir ekur eins og hann hefur gert undanfárin ár. Það getur þó tekið þá nokkurn tíma að venjast nýjum keppnisbíl. Það er alveg ljóst að komandi keppnis- tímabil veröur spennandi á báðum vígstöðvum rallíþróttarinnar. -BS/ÁS • Subaru bifreið Óskars Ólafssonar og Jóhanns Jónssonar æðir upp úr ársprænu á leið til sigurs í sinum flokki. Ökutækið er óbreyttur Subaru RX turbo 4WD. TILBOÐ adidas ^ 20% AFSLATTUR af Adidas fótboltaskóm vikuna 1.-6. maí Laugavegi 97 og Völvufelli 17 Póstkröfusími 17015 MUNN-SPRAY Lykteyðandi Virkar á andremmu vegna tóbaks, víns, bjórs, hvítlauks, krydds, megrunar (rangar magasýrur) og tannskemmda. STERKASTA MUNN-SPRAYIÐ Til að úða: Þrýstið tapp- anum niður 2-3 sinnum og úðið upp í munninn þegar þið tinnið til munn- þurrks. Til að hreinsa góm: LJðið 3-4 sinnum dagl. Við andremmu: Not- ist eftir þörfum. HEILDVERSLUNIN KAMILLA SUNDABORG 1 BOX 4331, 124 R SÍMI (91)681706 (ámo(a (amo(áre Throat Spray/Gargle PÓSTKRÖFUSÍMI Tekur pantanir á símsvara allan sólarhringinn: > 681706 < ÚTSÖLUSTAÐIR Apótek Garðabæjar, Apótek Noróurbæjar, Árbæjarapótek, Borgarapótek, Eygló, Lang- holtsv. 17, Garðsapótek, Háaleitisapótek, Heilsubúðin, Reykjavikurvegi, Heilsumarkað- urinn, Laugavegi 41, Iðunnarapótek, Ingólfsapótek, Keflavíkurapótek, Laugavegsapótek.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.