Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989.
15
Kafka og boltavírusinn
Ein af smásögum Franz Kafka
fjallar um undarlega uppákomu í
lífi roskins piparsveins, Blumfelds
að nafni. Kvöld eitt, þegar hann
kemur heim til sín að afloknum
erfiðum vinnudegi við bókarastörf
í fatahreinsun, uppgötvar hann í
herbergi sínu tvo leikfangabolta
sem hoppa á gólfmu án þess að láta
sig þyngdarlögmálið nokkru
skipta. Blumfeld tekur þessu með
jafnaðargeði enda er hann vandur
að virðipgu sinni og finnst minnk-
un að því aö láta eitthvað koma
flatt upp á sig. Þá taka boltarnir
upp á því að hoppa í takt fyrir aftan
hann eins og auðmjúkir undirsát-
ar. Ef hann hreyfir sig fylgja þeir
honum eftir hvert fótmál af svo
mikilli nákvæmni að dynkirnir frá
þeim, þegar þeir skella í gólfið,
renna saman við fótatak hans. En
setjist hann hoppa þeir andaktugir
á sama stað fyrir aftan stólbákið.
Innsti koppur í búri
Kafka lést árið 1924 og hafði því
engin kynni af tölvum. En mér
flaug saga hans af Blumfeld og bolt-
unum í hug þegar ég las frétt í DV
18. þ. m. um tölvuvírus sem breidd-
ist nú mjög hratt út hérlendis og
sem lýsti sér í því að bolti af leikja-
diski hoppaði um á tölvuskjánum.
Ég sá fyrir mér alls kyns sérfræð-
inga, t. d. hjá Þjóðhagsstofnun, sem
væru að gera ógnvekjandi spá um
afkomu þjóðarbúsins en yrðu nú
KjaHariim
Viðar Víkinsson
kvikmyndagerðarmaður
að láta sem ekkert væri þegar fifla-
legur bolti hoppaði í sífellu yfir
þessa grafalvarlegu spá.
„Boltavírusinn er fyrsta forritið
sem fer í gang þegar kveikt er á
tölvunni og setur í raun sjálfa tölv-
una í gang,“ segir tölvuöryggis-
fræðingur í áðurnefndri frétt;
„boltavírusinn er því forrit sem er
innsti koppur í búri.“ Sérfræðingn-
um, sem fær ekki þjóðhagsspána á
skjáinn án þess að boltinn trani sér
inn fyrst, hlýtur að líða eins og
innstu rök tilverunnar séu önnur
en þau sem eru hugviti hans til
grundvallar. Honum hlýtur að
reynast erfltt að bæla gremju sína
gagnvart þeim óbærilega léttleika
sem lýsir sér í hinum hoppandi
bolta.
Hinir ómissandi
í smásögu Kafka tekst Blumfeld
að losna við boltana með því að
stíga ofan í opna kistu. Boltarnir
neyðast til að hoppa á eftir honum
ofan í hana og þá neytir hann fær-
is, stekkur upp úr henni og lokar
henni áður en boltarnir komast út.
Þetta gerði hann vegna þess að
honum leist ekki á að fara í vinn-
una með þá hoppandi á eftir sér;
slíkt hefði vakið athygh á götum
úti og gert honum illkleift að halda
uppi aga á vinnustað.
Blumfeld er nefnilega dæmigerð-
ur fyrir þá ábúðarmiklu manngerð
sem Þjóðverjar kalla „Wichtig-
tuer“ sem felst í því að viðkomandi
reynir ætíð að mikla fyrir sér og
öðrum þau störf og þá starfsþekk-
ingu sem hann býr yfir. Slíkar týp-
ur eru algengar í opinberri þjón-
ustu og einnig í bönkum, á sjúkra-
húsum og víðar.
Gagnvart samstarfsmönnumm
eru þeir sífellt að gera sig ómiss-
andi með því að láta engan vita í
hverju starf þeirra felst nákvæm-
lega, geyma sem mest í kollinum
og láta aðra klóra sér í kollinum
þegar þeir eru í leyfi. Það er erfltt
að ná fundi þeirra því þeir eru oft
„á fundi“; tími þeirra er svo miklu
merkilegri en tími hinna sem eiga
við þá erindi.
Takist hinum síðarnefndu samt
að bera upp við þá spurningu, bregt
„Wichtigtuerinn“ í besta falli við
með því að hlæja góðlátlega að fá-
visku viðskiptavinarins og loks,
þegar honum finnst hann hafa nið-
urlægt þann síðarnefnda nóg, svar-
ar hann spurningunni neð semingi
og helst á þann hátt að viðskipta-
vinurinn skilji ekki svarið nema
mátulega.
Fyrir tölvuvæðingu var hætta á
að viðskiptavinurinn ræki augun í
blaðabunka hjá starfsmanninum
og renndi í grun að starf hans væri
aðallega í því fólgið að sortera gulu
afritin frá þeim grænu. En nú getur
starfsmaðurinn falið sig á bak við
tölvuskjáinn og rætt viö móður-
tölvu sem fer sínu fram hvað sem
öllu barnalegu kvabbi viðskipta-
vina hður.
Á dögum Kaíka sáu menn skrif-
stofubáknið fyrir sér með ásjónu
skjalasafna þar sem hillurnar
svignuðu undan rykugum möpp-
um og þar sem þreyttir skrifstofu-
þrælar stimpluðu í gríð og erg. Nú
er það horfið inn í tölvurnar en
samhliða þvi að báknið minnkaði
að umfangi varð „Wichtigtuerinn"
mikilúðlegri.
Sem eini tengihðurinn við tölvuna
er hann einn um að eiga möguleika
á að skilja innri röksemdafærslu
hennar og ef hún fer með staðlausa
stafi, rukkar t. d. eitthvað tvívegis,
hefur hún til þess ástæður sem við-
skiptavininn varðar ekkert um.
Ef nú kemur á daginn að innsti
koppurinn í þeirri röksemdafærslu
sé bjánalegur bolti af leikjadiski
kann að verða auðveldara fyrir við-
skiptavininnn að fetta fingur út í
það sem tölvan segir. Og samtímis
verður erfiðara fyrir „Wichtigtuer-
inn“ að halda sínu yfirvegaða
augnatilliti og rólega myndugleika
með fiflalætin í boltanum fyrir
framan sig.
Viðar Víkingsson
„Sérfræöingnum, sem fær ekki þjóð-
hagsspána á skjáinn án þess að boltinn
trani sér inn fyrst, hlýtur að líða eins
og innstu rök tilverunnar séu önnur
en þau sem eru hugviti hans til grund-
vallar.“
unglingum sem hans njóta gott
veganesti fyrir lífið. En hvað um
hina? Mætti ekki koma slíkri
fræðslu og uppbyggingu, sem
þarna er veitt, inn í almenna skóla-
kerfið?
Rauði krossinn hefur farið af stað
með fjögurra kvölda námskeið í
foreldrafræðslu. Þetta er góð byrj-
un og eiga þeir sem að þessum
námskeiðum standa þakkir skild-
ar. En betur má ef duga skal. Skóla-
kerfið er í uppstokkun, svo nú er
lag að koma almennri uppeldis-
fræðslu inn í skólakerfið. Hún þarf
að ná til efri bekkja grunnskólans
og vera fylgt eftir í öllum fram-
haldsskólum landsins.
Of langt mál væri að benda á allt
það jákvæða sem slíkt gæti stuðlað
að og allt það neikvæða sem mætti
koma í veg fyrir með slíkri fræðslu.
En eitt verð ég að nefna. Það er
ofbeldi gagnvart börnum og milli
þeirra sjálfra, því þetta er mál sem
þolir ekki bið og þarf að taka á í
alvöru núna en ekki einhvern tíma
seinna.
Takmarkið
Hvernig væri að gera ísland að
heilbrigðu, ofbeldislausu fyrir-
myndar þjóðfélagi? Það er hægt ef
tekst að vekja, upplýsa og virkja
þjóðina til þess að vinna að sameig-
inlegum hagsmunamálum sínum.
Eins og hún gerði þegar berklunum
var útrýmt, í þorskastríðinu og í
Vestmannaeyjagosinu svo eitthvað
sé nefnt. Því ekki nú? Allir geta
haft áhrif í lýðræðisþjóðfélagi.
Málræktarátak ætti að geta skil-
að árangri ef látið er af togstreitu,
samkeppni og framapoti en fundið
það sem sameiginlegt er og viður-
kennt það sem vel er gert.
Tökum höndum saman og látum
ekki skipta máli hvaðan gott kem-
ur. Því það serh skiptir máli er að
börnin, sem allt samfélagið ber
ábyrgð á, þori að tala og verði sjálf-
stæðir og samábyrgir einstakling-
ar, hæfir th að móta og fylgja eftir
þróun framtíðarinnar. Stefnum að
því. Það borgar sig!
Erla Kristjánsdóttir
„Skólakerflð er 1 uppstokkun, svo nú
er lag að koma almennri uppeldis-
fræðslu inn 1 skólakerfið. Hún þarf að
ná til efri bekkja grunnskólans ...“
Foreldrar, verið með!
Sagt er að til þess að þjóð eigi fram-
tíð þurfi hún að hafa sameiginlegt
takmark. En hvaða takmark hefur
íslenska þjóðin?
Mikið hefur verið rætt og ritað
um uppeldis- og skólamál að und-
anförnu. Ráðstefnur eru haldnar
og þær bera nöfn sem lofa góðu, svo
sem „Börnin og nútíminn", Dag-
heimili menntastofnanir“ og fleira
í þeim dúr.
Að þessum ráðstefnum standa
ýmist áhugamenn, félagasamtök
eða stjórnmálaflokkar. En þrátt
fyrir að þessar samkomur séu yfir-
leitt opnar fyrir almenning ná þær
ekki þeim tilgangi að vekja al-
mennar umræður um málin.
Foreldrar ekki með
Hvað veldur því að foreldrar eru
ekki með þegar málefni barna
þeirra eru til umræðu? Ég hef ekki
trú á að foreldrum almennt standi
á sama um hvemig þessi mál þró-
ast, heldur hafi þeir ekki .fylgst
nægilega vel með þeim og finnist
að þeir hafi lítið til málanna að
leggja.
Þeir líta e.t.v. svo á að þarna séu
sérfræðingar aö fjalla um mál sem
þeir einir hafi vit á. Ástæðan gæti
hka verið sú að ekki eru ýkja mörg
ár síöan farið var að fjalla um þessi
mál fyrir opnum tjöldum og
kannski hafa foreldrar ekki heldur
áttað sig á að skólmál eru ekki leng-
ur einkamál kennara og skóla-
stjórnenda.
En .hvað sem þessu líður virðist
hafa gleymst að íjalla um uppeldis-
mál í samhengi við skólamálin. Ég
held að þetta tvennt þurfi að fara
saman ef foreldrar eiga að vera
með bæði sem áheyrendur og tals-
menn. Því þeir hljóta líka að hafa
eitthvað að segja.
Hverjir bera ábyrgðina?
Það er ætlast til þess af foreldrum
að þeir sinni hlutverki sínu vel. En
hvað ef það mistekst, vegna van-
þekkingar og/eða þrýstings frá
umhverfinu? Flestir kannast við
of mikið vinnuálag. Oft er það af-
leiðing af of lágum launum og erf-
iðum greiðslum af húsnæðislánum
KjaUarinn
Erla Kristjánsdóttir
húsmóðir
svo eitthvað sé nefnt.
í þessu sambandi má einnig
benda á skammarlega lág laun þess
starfsfólks sem vinnur á dagheim-
ilum og í leikskólum. Þau eru alls
ekki í samræmi við þá ábyrgð sem
því fylgir að annast um og upp-
fræða börn. Flótti úr þeim störfum
í önnur betur launuð er algengur
og kemur að sjálfsögðu niður á
börnunum. En þetta kemur einnig
niður á samfélaginu sem greiðir
kostnað vegna starfsmenntunar,
hvort heldur hún kemur að gagni
eða ekki. Varla er það hagkvæmt.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Hvað gera foreidrar ef þeir lenda
í vanda með börn sín? Jú, þeir sem
vilja, leita til sérfræðinga sem
reyna að leysa málin. En er mjög
fráleitt að láta sér detta í hug að
þessir sömu sérfræðingar væru til
með eða hefðu frekar hug á að
koma í veg fyrir þessi svokölluðu
vandamál meö því að veita al-
menna fræðslu og upplýsingar og
vera eins konar leiðbeinendur í
barnauppeldi?
Það er gott til þess að vita að nú
skuli í fyrsta skipti vera boðið upp
á valkost í sambandi við ferming-
ar. Fréttir af undirbúningi fyrir
borgaralega fermingu lofa góðu og
er ekki að efá að hann verður þeim
„Mikið hefur verið rætt og ritað um uppeldis- og skólamál að undanförnu", segir greinahöfundur.