Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. íþróttir Frétta- stúfar Guðjón fékk brons Steve Davis meistari í sjötta skipti Steve Davis, Englendingurinn sem er íslendingum aö góöu kunnur írá því í vetur, gjörsigr- aði landa sinn, John Parrott, í úrslitaleik heimsmeistaramóts atvinnumanna í snóker sem lauk í ShefBeld í gær. Davis hafði mikla yfirburði, vann 13-3, og því þurfti aðeins að spila 21 leik af mögulegum 35. Parrott náði að minnka muninn í 2-1,5-2 og 11-3, en Davis tryggði sér síöan titilinn með sjö sigrum í röö. Davis hefur nú orðið heims- meistari sex sinnum, eða jafnoft og landi hans, Ray Reardon, Þessí sigur er jafhfrarat sá stærsti sera um getur í úrslitaleik á heims- meistaramóti. Sovétmenn unnu Svíana stórt Sovétmenn urðu heimsmeistarar í íshokkíi með miklum glæsibrag en keppninni lauk í Svíþjóð í gær. Þeir höfðu tryggt sér gull- verölaunin fyrir lokaumferðina en í gær möluðu þeir gestgjafana og fráfarandi meistara, Svía, 5-1, frammiíyrir 13 þúsund áhorfend- um í Gautaborg. Til marks um áhugann fyrir þeim leik má nefna aö uppselt var á hann löngu fyrirfram og að- göngumiðarnir gengu á um 40 þúsund íslenskar krónur stykkið á svörtum markaöi! Kanadamenn tryggðu sér silfriö í gær með því að sigra Tékka, 4-3, en Tékkar fengu bronsið. Pólverjar misstu sæti sitt í A- keppninni en Norðmenn taka þar við af þeim. Önnur umferð í NBA-deildinni Úrshtakeppnin í bandarísku atvinnu- deildinni í körfu- knattleik er hafin og um helgina mættust liðin öðru sinni í 16-liða úrshtum, en þau lið sem á undan sigra þrisvar komast áfram. Úrslit urðu ■ þessi: New York-Philadelphia 107-106 (New York leiðir, 2-0) MUwaukee-Atlanta.....108-98 (hðin eru jöfn, 1-1) Golden State-Utah Jazz 99-91 (Golden State leiðir, 2-0) Cleveland-Chicago.....96-88 (hðin eru jöfn, 1-1) Detroit-BostonCeltics ..102-95 (Detroit leiðir, 2-0) LA Lakers-Portland...113-105 (Lakers leiðir, 2-0) Seattle-Houston......109-97 (Seattle leiðir, 2-0) Phoenix-Denver.......132-114 (Phoenix leiðir, 2-0) Norman vann í Japan Greg Norman frá Ástrahu bar sigur úr býtum á Nagoya-golf- mótinu sem lauk í Japan um helgina. Hann lék lokahringinn á 68 höggum og tryggði sér efsta sæhð og 136 þúsund dollara í sig- urlaun. Norman lék alls á 272 höggum en næstir komu Blaine McCalhster frá Bandaríkjunum og Koichi Suzuki frá Japan sem léku á 279 höggum. Loks vann Langer Á opna spænska meistaramótinu í Valencia vann Bernhard Langer frá Vestur-Þýskalandi langþráð- an sigur, sinn fýrsta í heilt ár á stórmóti. Langer átti lengi á brattann að sækja en lék frábær- lega undir lokin og sigraöi á 281 höggi, en næstir komu Paul Carr- igill frá Bretlandi og Jose-Maria Canizares frá Spáni sem báðir léku á 284 höggum. - 1 gólfæfingum á Norðurlandamótinu 1 fimleikum Guðjón Guðmundsson vann til bronsverðlauna á Norðurlandamótinu í fimleikum. DV-mynd Brynjar Gauti íslendingar hrepptu ein bronsverð- laun á Norðurlandamótinu í flmleik- um en það fór fram nú um helgina í Uleaaborg í Finnlandi. Það var íslandsmeistarinn í karla- flokki, Guðjón Guðmundsson, sem náði þessum ágæta árangri í gólfæf- ingum. Fékk hann þar einkunnina 8,650 ásamt Kalle Kasurinen frá Finnlandi. Guðjón Guðmundsson náði einnig góðum árangri í æfingum á svifrá en þar hafnaði hann í 6. sæti með eink- unnina 7,200. Svíinn Jonas Jonasson varð hlut- skarpastur á öllum einstökum áhöld- um í einstaklingskeppninni. Varð hann einnig sigurvegari í fjölþraut, hlaut þar 56,70 shg, en næstur Jonas- son kom landi hans, Örjan Dahl, með 53,45 shg. í fjölþrautinni í karlaflokki varð Guöjón í 16. sæh, fékk 48,75 shg en Jóhannes Sigurðsson fékk 34,75 stig en hann kepph ekki á síðasta áhald- inu vegna meiðsla. í kvennaflokki í fjölþraut varð ís- landsmeistarinn, Linda St. Péturs- dóttir, í 9. sæh með 34,200 shg en Fjóla Ólafsdóttir í því næsta á efhr með 34,075 stig. Bryndís Guðmunds- dóthr hafnaði hins vegar í 15. sæh með 33,050 shg og Ingibjörg Sigfús- dóttir í því 20. með 32,175 stig. Anna Werner frá Sviþjóð sigraði í fjölþraut kvenna, hrepph 36,050 shg. Önnur varð landa hennar, Jessica Andreasson með 35,900 shg. í keppni á einstökum áhöldum í kvennaflokki komst Fjóla Ólafsdóttir næst því að fara á verðlaunapall en hún varð í 4. sæh í gólfæfingum. Fékk hún þar einkunnina 8,600. Linda varð hins vegar næst verð- launasæti í æfingum á jafnvægisslá, hún hafnaði þar í 5. sæti. Fékk þar einkunnina 7,750. í keppni þjóðlanda varð íslenska karlaliðið ekki með en þrjá þarf til að talning verði lögmæt í lands- keppni. Aðeins tveir karlar kepptu fyrir ísland hönd. í kvennaflokki var þessu hins veg- ar á annan veg farið en þar skákaði lið íslands liði Danmerkur. íslenska kvennaliðið hrepph 101,800 shg og hlaut því 4. sæhð. -JÖG Eggert og f élag- ar koma á óvart - annar sigur Falkenberg 1 sænsku 1. deildinni Guimar Guimaisson, DV, Svíþjóð Falkenberg, lið Eggerts Guð- mundssonar markvarðar, hefur komið mjög á óvart í sænsku 1. deild- arkeppninni í knattspymu það sem af er tímabilinu. í þriðju umferðinni á sunnudag vann Falkenberg lið Elfsborg, 4-2, og er í 4. sætinu með 4 shg. Falkenberg var spáö neðsta sæt- inu fyrir mótið en Elfsborg hins veg- ar einu af þeim efstu. Hácken tapaði 3-1 fyrir Öster, sem hefur unnið alla sína leiki og stefnir beint í úrvalsdeildina á ný. Gunnar Gíslason lék ekki með Hácken, hann hefur enn ekki getað byrjað að leika með efhr að hafa gengist undir að- gerð á hné skömmu fyrir mótið. „Ég spila meö B-liðinu á miðviku- dag og vonast til þess aö geta byrjað með aðalliðinu um næstu helgi. Ágúst Már Jónsson hefur hins vegar Hemumdur Sigmundsson, DV, Noregi: Brann, lið Teits og Ólafs Þórðar- sona, máth sætta sig við ósigur, 4-2, gegn nýliöum Viking í Stavanger á sunnudaginn, en þá var leikin fyrsta umferð norsku 1. deildarinnar í knahspymu á þessu ári. Víkingamir sýndu góðan leik og komu mjög á óvart en fæshr áttu von á miklum afrekum frá þeim á þessu staðið sig mjög vel með Hácken qg verið besh varnarmaður liðsins. Ég býst við því að við Ágúst munum leika saman í miðju varnar Hácken þegar ég get byrjað að spila,“ sagði Gunnar í samtali við DV í gær. Kalmar FF gerði markalaust jafn- tefli við Bromölla á úhvelli. Læknir Kalmar bannaði Hafþóri Sveinjóns- syni að spila með þar sem hann var með hita tveimur dögum fyrir leik- inn og skæö inflúensa herjar á Svía um þessar mundir. Hafþór var ekki hress með þessa ákvörðun læknis- ins. Eftir 3 umferðir eru Öster og Karls- krona með 6 stig hvort, Trelleborg, Falkenberg, Jonsered og Bromölla 4, Kalmar AIK og Kalmar FF 3, Elfs- borg, Hácken, Oddevold og Mjállby 2 en Markaryd og Landskrona eru án stiga. hmabili. Brann var hins vegar spáð 4. sæh í deildinni af fyrirliðum lið- anna fyrir skömmum. Úrslit í 1. umferð urðu þessi: Tromsö-Mjölner...............2-0 Kongsvinger-Molde............1-0 Lilleström-Válerengen........1-0 Rosenborg-Sogndal............3-2 Start-Moss...................0-1 Viking-Brann.................4-2 Þrottur sigraði tvöfalt Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyrt- Þróttur Reykjavík sigraði bæöi í 1. deild karla og kvenna á öld- ungameistaramóti íslands í blaki sem haldið var á Akureyri um helgina. Þar mættu talsvert á fjóröa hundraö eldri blakmanna til leiks og var hart barist og ýmis tilþrif í frammi höfð, Kepp- endur voru á aldrinum 27 ára og uppundir sjötugt og þeir voru af öllum stærðum og í hinum ýmsu þyngdarflokkum. Þróhur Reykjavík áhi tvö efstu lið í 1. deild karla og Óðinn Akur- eyri varð í þriðja sæti. í 1. deild kvenna sigraði Þróttur einnig, HK í 2. sæh og Völsungur í því þriðja. í 2. deild vann ÍS S karlaflokki með samgöngu- og landbúnaðar- ráðherrann Steingrím Sigfússon í fararbroddi. Mosöld úr Mos- fellsbæ í 2. sæh og Óðinn Akur- eyri í 3. sæh. Hjá konunum urðu Súlur frá Siglufirði í 1. sæti, Völs- ungur í 2. sæti og Bresi frá Akra- nesi i 3. sæti. í „öðlingaflokki“ sigruðu Akur- eyringar tvöfalt. Eik vann í kvennaflokki, HK í 2. sæti og Vík- ingur í 3. sæti. Hjá körlunum vann Skautafélag Akureyrar, Óöinn varö í 2. sæti og Hyrna frá Siglufírði í 3. sæti. Blak: Tveir sigrar og tap Unglingalandslið íslands og Lúx- emborgar í blaki kepptu þrjá leiki um helgina. Fyrsti leikurinn var á fostudagskvöld og vann ísland-þann leik nokkuð örugglega, 3-1. Hrinurn- ar fóru: 15-13, 15-17, 15-11 og 15-6. í Þriðju hrinu breytti Elva Rut Helga- dóttir stöðunni úr 2-0 í 11-0 fyrir ís- land með mjög góðum uppgjöfum. Greinilegt var að ferðaþreyta háði Lúxemborgarstúlkunum enda sýndu þær betri leik daginn eftir og unnu, 3-0, (15-10, 15-8 og 15-13). íslensku stúlkurnar voru óöruggar í þessum leik og gerðu mikið af mistökum. Seinasti leikurinn var síðan á sunnudag og tókst íslensku stúlkun- um að sigra eftir að Lúxemborgar- stúlkurnar höfðu unniö fyrstu hrin- una, 15-6. Lúxemborg komst í 12-9 í annarri hrinu þegar Una Aldís Sig- urðardóthr fór í uppgjöf og vann fimm shg. Nú komst íslenska liðið í góðan gang og vann þessa hrinu, 15-13. Tvær næstu hrinur voru einn- ig þeirra, 15-8 og 15-11, og þær stóðu uppi sem sigurvegarar. ísland vann sem sagt tvo leiki af þremur, sem verður að teljast gott, enda hafði lið- ið einungis komið saman á þremur eða fjórum æfmgum áður en fariö var í fyrsta leik. Af íslensku leikmönnunum var Karítas Jónsdóttir best, mjög sterkur leikmaður, sem getur þó orðið enn betri. Jóna Harpa Viggósdóthr átti ágæta spretti en var allt of mistæk. Liðiö í heild áth þokkalega leiki en getur þó betur. /, -gje Ósigur hjá Brann - tapaði fyrir nýliðunum 1 Stavangri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.