Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. Utlönd Arafat í Frakklandi T Ró sú er ríkti í Beirút í fjóra daga hefur nú verið rofin. Bardagar brutust út á nýjan leik í morgun. Símamynd Reuter Vopnahlé rof- ið í Líbanon Bjami Hiniiksson, DV, Bordeaux: Heimsókn Yassers Arafats, leið- toga Frelsissamtaka Palestínu- manna, PLO, til Parísar og viöræður hans við franska ráðamenn er á margan hátt mikilvægur áfangi fyrir Palestínumenn og um leið umdeild í Frakklandi. Arafat kom til Frakk- lands í morgun og mun dvelja hér fram á fimmtudag. Mun hann hitta bæði Mitterrand forseta og Rocard forsætisráðherra. Arafat hefur áður heimsótt fjöl- mörg lönd í Evrópu og jafnvel talað við páfann en nú sex mánuðum eftir að PLO viðurkenndi tilverurétt ísra- elsríkis og opinberar viöræður hafa farið fram við Bandaríkjamenn er þetta fyrsta heimsókn Arafats til vestræns ríkis sem er fastur fulltrúi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Frakkland hefur þar að auki leikið stórt hlutverk í Austurlöndum nær síðastliðna tvo áratugi. í landinu eru stærstu hópar múhameðstrúar- manna og gyðinga í Evrópu og Mitt- errand hefur löngum lagt sérstaka rækt yið samband sitt við æðstu menn ísraels. Bæði utan og innan Frakklands er þessi heimsókn álitin hápólitísk. Rúmlega sextíu fulltrúar kínver- skra námsmanna fóru í morgun hjól- andi með úrslitakosti til aðalstöðva yfirvalda. Ef yfirvöld vilja ekki við- ræður ætla námsmenn að efna til fjöldamótmæla á fimmtudaginn. Námsmennimir sextíu, sem eru fulltrúar nefndar nýrra stúdenta- samtaka sem skipulagt hafa mót- mælin í Peking undanfarnar tvær vikur, afhentu embættismanni mót- mælaskjal sitt. í því krefjast þeir meðal annars viöurkenningar á hin- Gyðingar mótmæla komu Arafats til Frakklands og viðræðum hans við franska ráðamenn. Þessir náms- menn úr röðum gyðinga i París mótmæltu með því að fara í gervi Arafats og Mitterrands. Símamynd Reuter Yfirvöld í ísrael hafa lýst yfir óánægju sinni og samtök gyðinga í Frakklandi telja heimsóknina ótíma- bæra. 30. apríl er í Frakklandi helg- aður minningu þeirra sem fluttir um nýstofnuðu samtökum sem námsmenn í um fjörutíu háskólum í Peking eru aðilar að. Yfirvöld hafa fengið frest þar til á hádegi á morgun til að svara. Ef ekk- ert svar berst ætla námsmenn að gera alvöru úr þeirri hótun sinni að efna til fjöldamótmæla á fimmtudag- inn en þá eru sjötíu ár hðin frá þvi að fjöldi kínverskra námsmanna mótmælti íhlutun erlendra aðila í Kína. Reuter voru í útrýmingarbúðir nasista og 2. maí minnast gyðingar um allan heim hlutskiptis síns í síðari heims- styrjöldinni. Mitterrand sendi gyð- ingasamtökunum bréf í síðustu viku þar sem hann fullvissar þau um sam- 'úö sína og stuðning sinn við málstað ísraels. Hefur það róað leiðtoga gyð- inga sem engu að síður skipuleggja mótmælagöngur. Franskir stjórnmálamenn eru ýmist með eða móti. Arafat mun hitta formenn sósíalista og Kommúnistá- flokksins en leiðtogar hægri manna eru ýmist fjarverandi eða neita að hitta Arafat. Miðjumenn eru frekar jákvæðir gagnvart heimsókninni. Eins og oft áður skipta innanlands- stjórnmál miklu máli í viðbrögðum flokkanna. Sósíalistar hafa gegnum tíðina tengst gyðingum sterkum böndum og atkvæði hinna síðar- nefndu fallið þeim í skaut. Fyrir PLO er þessi heimsókn bæði viðurkenning á starfi undanfarinna mánaða og undirbúningur fyrir þá komandi. Frakkar sýna hins vegar að þeir láta sig varða málefni Austur- landa nær og að utanríkisstefna þeirra er sjálfstæð þrátt fyrir gott samstarf við ísrael. Mótmæli geta veriö þreytandi. Þessi kinverski námsmaöur notaöi tæki- færið til að hvila sig þegar færi galst. Símamynd Reuter Sprengjuárásir og skothríð dundi á ný á íbúum Beirút í Líbanon í morgun. Bardagar geisuðu einnig í fjöllunum í kringum Beirút og nær- liggjandi þorpum. Þar með hefur fiögurra daga vopnahlé kristinna manna og múhameðstrúarmanna verið rofið. Heimildir innan Beirút segja aö þrír hafi beðið bana og átta særst í árásum sem hófust fyrir dögun í morgun. Eitthvað dró úr skotbardög- um þegar daga tók. Bardagarnir í morgun eru þeir verstu síðustu 10 daga. Margir óttast að þeir hafi bundið enda á vopnahlé það er Arababandalagið kom á milli kristinna manna undir stjórn Aouns herforingja og múhameðstrúar- manna sem Sýrlendingar styðja. Sex vikna bardagar hafa nær því lagt borgina í rúst og neytt rúmlega 2 milljón íbúa hennar til að flýja heimih sín og hafast viö í neðanjarð- arbyrgjum. Rúmlega 380 hafa látiö lífið og meira en 900 særst. Þessir nýju bardagar geta komið í veg fyrir að fulltrúar Arababanda- lagsins, sem koma áttu til Líbanon í dag eða á morgun, komist. Reuter Yfirvöldum settir úrslitakostir DREFING A VÖRUM FRA aita. ■ D r Mixerar - effektar - míkrófónar - heyrnartæki - mælitæki - spennugjafar - hleðslutæki og rafhlöður - reykskynjarar « ## „ , . _ - bilhátalarar - Ijósasjó - dyrasímar - 100 V linukerfi - verkfæri - alls konar spray - snúrur og tengi. O wm OTTftVlll Trt otangarnyl O, Besta verð á islandi og þó viðar væri leitað. Sendum mynda- og verðlista. ÖlliaVUl U.J. U1 • s. 674099

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.