Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla,-áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Valdið, sviðið og listin Sveitarstjórnarmaður hótaði í síðustu viku að taka heitt og kalt vatn, rafmagn, slökkvilið og sorphirðu af nágrannasveitarfélaginu, af því að það sagði upp samn- ingi um hraðbraut á mörkum sveitarfélaganna. Hann virtist ekki sjá neitt athugavert við slíkar hótanir. Ofbeldishneigð er eitt þriggja persónulegra vanda- mála, sem hrjá íslenzka stjórnmálamenn um þessar mundir. Hún skýtur víðar upp kollinum en hjá hinum galvaska sveitarstjórnarmanni, sem hefur langan og eftirminnilegan valdshyggjuferil að baki sér. Einn ráðherrann hótaði í vetur að ofsækja eigið mál- gagn með ríkishandafli, ef stjórn þess yrði ekki skipuð að hans vilja. Hann hefur verið skamman tíma að völd- um, en hefur þegar öðlazt frægð fyrir tilhneigingu til að beita hótunum um misbeitingu ráðherravalds. Báðum þessum stjórnmálamönnum vegnar vel í flokkum sínum. Annar hefur tekið við stjórn flokks síns og hinn bíður eftir kalli flokksbræðranna, sem hlýtur að koma á hverri stundu. Sauðféð, sem kallar sig kjós- endur, er fremur hallt undir sterka menn af þessu tagi. Þriðji stjórnmálaflokkurinn er undir stjórn ráðherra, sem htur á pólitískar burtreiðar sem upphaf og endi stjórnmála. Hann nýtur sín bezt í slagsmálum, þótt hann sé alveg laus við ofbeldishneigð hinna tveggja fyrr- nefndu starfsbræðra. Lífið er málfundur í hans augum. Sem ráðherra sinnir hann htlu af embættisskyldum. Hann er á skrifstofu sinni um klukkustund á viku og veit htið um gang mála í ráðuneytinu. Hann hefur yndi af að setja aht á hvolf með litlum pennastrikum og baða sig síðan í sviðsljósi upphlaupsins, sem fylgir. Báðir eru þessir ráðherrar afar óvinsælir af starfsliði sínu. Valdshyggjumaðurinn htur á það eins og hunda og umgengst það sem shka. Burtreiðamaðurinn lítur á það eins og leiktjöld að baki hins mikla málfundar síns og skákar því til og frá eftir aðstæðum andartaksins. Skaðsemi burtreiðamannsins er önnur og ekki síðri en skaðsemi valdshyggjumannsins. Innihald mála skipt- ir hann engu í raun, heldur eingöngu burtreiðarnar sem slíkar. Þess vegna verður hann einkar tækifærissinnað- ur og htt traustvekjandi í samstarfi milli flokka. Þriðji ráðherrann stjórnar einnig sínum flokki. Hans vandamál er í rauninni hættulegra en hinna tveggja, því að það felst í að hta á stjórnmál sem hrein og tær stjórnmál. Hann er alveg laus við valdshyggju og burt- reiðafíkn, en hann vih verða töframaður stjórnmálanna. Hann htur á sig sem hstamann hinna hreinpóhtísku viðfangsefna málamiðlunar og björgunar fyrir horn. Hann nýtur þess að vera með aha enda lausa og láta spá stjórn sinni falli, en tefla svo málum í þá stöðu, að ríkisstjórnin lifi áfram th næstu kollsteypu. Þannig situr hann efst á haugnum, án þess að stjórn hans hafi meirihluta á þingi. Þannig fékk hann þing- menn úr Borgaraflokki til fylgis við Qáröflunarfrum- vörp ríkisstjómarinnar. Og þannig fékk hann Kvenna- hstann til að fallast á málamiðlun í húsbréfum. Listamaður þessi htur á endalausa röð málamiðlana á síðustu stundu sem sönnun þess að hann sjálfur sé færari fuUtrúi hinna hreinu og tæru stjórnmála en nokkur annar íslendingur. Innihald eða efni mála skipt- ir hann htlu sem engu í þessu tæra samhengi. Samanlagt em það valdshyggjumenn, burtreiðamenn og hreinpóhtískir hstamenn, sem ráða því, að þjóðfélag- ið er á hraðri gjaldþrotsbraut um þessar mundir. Jónas Kristjánsson Um verkfall háskóla- manna hjá ríkinu Eins og kunnugt er hófu aðildar- félög BHMR verkfall 6. apríl sl. og er ekki að sjá að samkomulag sé á næsta leiti milli deiluaöila, svo mikið ber á milii þeirra. Mikið hef- ur verið rætt um verkfallið í fjöl- miðlum og ber þar hæst yfirlýsing- ar stjómvaida upp á síðkastið um að kröfugerð BHMR sé óljós og úr takti við raunveruleikann. Samn- inganefnd BHMR hefur á hinn bóg- inn bent á að fátt sé í kröfugerð BHMR sem ætti að koma ríkinu á óvart enda hafi meginatriði kröfu- gerðarinnar verið sett fram áður. Kröfugerðin gmndvallist á sann- girnissjónarmiðum. Hún miði að því að lagfæra þann mikla launa- mun sem orðinn sé milh almenna markaðarins og ríkisins. En lítum nánar á í hverju kröfugerð BHMR er fólgin. Samninganefnd BHMR telur að þar sem laun háskólamanna hjá ríkinu hafi dregist verulega aftur úr sambærilegum hópum á al- mennum markaði verði launakjör ríkisins og almenna markaðarins ekki gerð sambærileg í einu vet- fangi. Samninganefnd BHMR hefur stungið upp á því að gerður verði samningur til þriggja ára þar sem markmiðinu um sambærileg launakjör verði náð í áfóngum. Nánar tiltekið felast kröfur BHMR í því aö strax í upphafi verði lág- markslaun BHMR félaga hækkuð sem kæmi þeim helst til góða sem lægstu launin hafa. Þannig verði mánaðarlaun manns með BA eða BS próf ekki undir 71.500 krónum og laun manns með MA eða MS próf ekki undir 83.000 krónum. Jafnframt verði prófaldursþrepum strax flölgað um eitt og ákveðin lágmarkslaun tryggð vegna lífald- urs. Að öðru leyti gerir kröfugerð BHMR ráð fyrir að nánari útfærsla kaupmáttaraukningar BHMR fé- laga á þriggja ára samningstímabil- inu verði samkomulagsatriði milh stjómvalda og bandalagsins. Ekki verður annað sagt en kröfugerð BHMR sé í aðalatriðum ljós. Málstaður stjórnvalda Viðbrögð stjómvalda við kröfu- gerð BHMR hafa verið afar harka- leg. í Morgunblaðsviðtah 13. apríl sl. kahaði Indriði Þorláksson, for- maður samninganefndar ríkisins, kröfugerðina „eitt stórt undrunar- efni“ og taldi hana algerlega óraun- hæfa. Hann lýsti því jafnframt yfir aö ramminn um launahækkanir á árinu af hálfu ríkisvaldsins hefði verið settur í samningum BSRB og stjómvalda. Ólafur Ragnar Gríms- son íjármálaráðherra greindi í upphafi frá því að í komandi kjara- viðræðum hygðist ríkisvaldiö stefna að því að „viðhalda kaup- mætti fyrsta ársfjórðungs þess árs“. í kjölfar BSRB samningsins hefur fjármálaráðherrann síðan haldið því fram aö kjaraviðræður við BHMR ættu að miðast við BSRB samninginn. Loks hefur Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra lagt orð í belg. Á opnum fundi í Kópavogi 13. apríl sl. lýsti hann því blátt áfram yfir aö kröfugerð BHMR væri „vitfirring" þar sem um væri að ræða 30 eða jafnvel 70 (!) launahækkun. Það er margt sem vekur athygh við málflutning sfjórnvalda í þess- ari kjaradeilu. í fyrsta lagi hafa stjómvöld hvergi minnst á hina miklu kaupmáttarskerðingu sem átt hefur sér stað meðal háskóla- manna hjá ríkinu á undanfömum misserum. í þessu sambandi má til dæmis nefna aö á tímabihnu frá sept./nóv. 1987 til sept./nóv. 1988 hækkuðu heildarlaun allra laun- þega í landinu að meðaltali um 21% (skv. könnun Félagsvísindastofn- unar) og laun skrifstofufólks á al- mennum markaði hækkuðu að meðaltah um 32%. Á sama tíma hækkuðu heildarlaun BHMR fé- laga að meðaltah aöeins um 8%! í þessum dúr hefur þróunin verið á undanfömum árum meðal há- KjaUaiinn Rúnar Vilhjálmsson lektor i HÍ skólamanna hjá ríkinu. Þessi kjaraþróun gerir launasamanburð við aðha á almennum vinnumark- aði sífellt óhagstæðari. Um mán- aðamótin sept./nóv. 1988 voru heildarmánaðarlaun háskóla- manna hjá ríkinu orðin rúmlega 10 þúsund krónum lægri að meðal- tah en heildarmánaðarlaun iðnað- armanna og rúmlega 6 þúsund krónum lægri en heildarmánaðar- laun skrifstöfufólks á almennum markaði! Ekki tekur betra við þeg- viðbótar viö þá skerðingu sem þeg- ar er orðin. I þriðja lagi er þess að geta að yfirlýsing fiármálaráðherra um að væntanlegt samkomulag við BHMR eigi að miðast við BSRB samninginn stefnir þvert gegn því markmiði sem sami fjármálaráð- herra kynnti í upphafi samninga- viðræðna um að viðhalda bæri kaupmætti fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Af þessum ástæðum er ljóst að BSRB samningurinn er ekki grundvöllur fyrir samkomu- lagi í kjaradeilu ríkisins við BHMR. Meðan samninganefnd ríkisins og fjármálaráðherra halda BSRB samningunum á lofti sem ófrávíkj- anlegum ramma fyrir BHMR getur tæplega komið til samkomulags milh deiluaðila. Loks er það að at- huga við málflutning stjórnvalda í kjaradeildunni við BHMR að ekki verður þess vart að stjómvöld hafi markað einhverja hehdarstefnu til lengri tíma í launamálum ríkis- starfsmanna. í samningaviðræðum fyrir nokkrum árum virtist visir að slíkri launastefnu ríkisvaldsins vera að fæðast um það leyti er Þor- steinn Pálsson, þáverandi fjár- málaráðherra, lýsti þeirri skoðun sinni að stefna bæri að því að há- skólamenn hjá ríkinu nytu svip- aðra kjara og sambærilegir hópar „Af þesum ástæðum er ljóst að BSRB samningurinn er ekki grundvöllur fyr- ir samkomulagi í kjaradeilu ríkisins við BHMR.“ ar laun háskólamanna hjá ríkinu eru borin saman við þann hóp sem kalla mætti hinn eiginlega viðmið- unarhóp, þ. e. háskólamenn á al- mennum vinnumarkaði. Fyrir nokkrum árum var gerður viða- mikih samanburður á kjörum há- skólamanna í ríkisþjónustu og á almennum markaði sem m. a. leiddi í ljós að laun háskólamennt- aðs vinnuafls í einkageira væru hvorki meira né minna en 70-80% hærri en laun sambærilegra hópa hjá hinu opinbera! Þaö blasir því við að hér stefnir í mikið óefni hjá háskólamönnum í ríkisþjónustu. Málflutningur stjómvalda í yfir- standandi kjaradehu bendir hins vegar til aö þau geri sér ekki nægi- lega grein fyrir hve alvarlegt ástand mála er oröiö. Það hlýtur hins vegar að vera mikhvæg for- senda fyrir samkomulagi í deilunni að stjómvöld átti sig á og viður- kenni þá þróun í kjaramálum sem sannarlega hefur átt sér stað. En það er fleira sem vekur at- hygli við málflutning stjórnvalda. Formaöur samninganefndar ríkis- ins og fjármálaráðherra hafa báðir lýst því yfir aö væntanlegur BHMR samningur megi ekki fara út fyrir ramma BSRB samningsins. BSRB hafi m.ö.o. náð samkomulagi við ríkið sem önnur kjarafélög eða samtök verði að miöa við. Við þennan málflutning er þrennt að athuga. í fyrsta lagi hafa aöildarfé- lög BHMR frjálsan samningsrétt sem þýðir að þau verða ekki skuld- bundin af utanaðkomandi stéttar- .félögum eða samtökum. BSRB semur ekki við ríkið fyrir hönd BHMR! Það er ótvíræð skylda samninganefndarmanna BHMR að semja við ríkiö út frá forsendum, aöstæðum og sjónarmiöum sinna eigin félagsmanna. í annan stað er á það að líta að samningur BSRB og ríkisins var láglaunasamningur. Hann fól í sér sömu krónutölu- hækkanir á öh laun og miðaði því fyrst og fremst að því „að verja kaupmátt lægstu launanna" eins og formaður BSRB orðaði þaö. Efri launahópar í BSRB munu því verða fyrir kaupmáttarskerðingu á árinu vegna samningsins. Það er þess vegna ljóst að ef BHMR samþykkti slíkan samning yrði um verulega kaupmáttarskerðingu að ræða th á hinum almenna vinnumarkaði. Undir þessa skoðun tók á þeim tíma Steingrímur Hermannsson, núver- andi forsætisráðherra. Samninga- nefnd BHMR hefur í þessum kjara- viðræðum einmitt reynt að ná sam- komulagi við ríkisvaldið um slík kjaramarkmiö sem að verði stefnt á þriggja ára samningstíma. En hvaða undirtektir fær svo samn- inganefnd BHMR nú frá stjórn- völdum? Steingrímur Hermanns- son lýsir því yfir á opnum fundi að hugmyndir BHMR séu „vitfirr- ing“ og formaður samninganefnd- ar ríkisins segir hugmyndirnar „eitt stórt undrunarefni". Það er ekki von að saman gangi með dehu- aðilum þegar viðbrögð ríkisvalds- ins eru með þessum hætti. Segja má að það sé helsti þrándur í götu samkomulags að stjórnvöld hafa verið að hverfa frá þeirri stefnu sem þau voru byrjuð að marka í kjaramálum háskólamanna hjá ríkinu. Vaxandi launamunur há- skólamanna í einkageira og hjá ríki er meðal annars afleiðing af þessu fráhvarfi stjórnvalda. Þessu hafa BHMR félagar ekki viljað una eins og nærri má geta. Lokaorð Afstaða stjórnvalda vegna yfir- standandi kjaradeilu við BHMR bendir hvorki til mikhs skilnings á launakjörum eða aðstæðum há- skólamanna hjá ríkinu né mikils áhuga á að þoka málum th betra horfs. Þessi afstaða er vitnisburður um mikla skammsýni. Svo er að sjá sem stjórnvöld átti sig ekki að fullu á því að íslenskt samfélag, eins og raunar önnur nútímasam- félög, er í vaxandi mæli „þekking- arsamfélag" þar sem velferð og hagsæld er í síauknum mæli háð öflun, miðlun og hagnýtingu sér- þekkingar og sérkunnáttu. Vaxtar- skilyrði íslensks samfélags ráðast að miklu leyti af því hvaða skilyrð- um sérmenntuðu fólki eru búin. Þegar til lengri tíma er litiö er það slæm efnahagsstefna að búa hla að fólki með sérmenntun, hvort sem er hjá ríki eða einkaaðilum. Ef kjaradeha ríkisins og BHMR á aö leysast farsællega er brýnt að stjómvöld endurskoði afstööu sína og taki upp ný vinnubrögð. Rúnar Vilhjálmsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.