Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. 3 x>v Viðtalið Veuufiarmögnun - ný þjónusta fyrir nútíma rekstur! ^ Glitnirhf Ármúla 7,108 Reykjavík, sími: (91) 681040 Telex: 3003 ibank, Telefax: (91) 687784 - Fluguveiðar og fjallaferðir Nafn: Yngvi Örn Kristins- son Aidur: 32 ára Staða: Formaður Sam- bands íslenskra banka- manna „Forraaður Sambands banka- manna leiðir starf félagsins í sarnningamálum og félagsmálum svipað og formenn annarra laun- þegasamtaka," segir Yngvi Örn Kristinsson sem nýverið var kjörinn formaður íslenskra bankamanna. Yngvi er forstöðu- maður gagnavinnsludeildar Seðlabankans en sú deild sér meðal annars um að safna gögn- um, vinna skýrslur og greinar- gerðir. Hann hefur lengi verið verið virkur innan sambandsins, byrjaði fyrst sem reikningsmað- ur fyrir samninganefndir og sat í stjórn á árunum 85-87. Skíðaganga á vetrum Yngvi er mikill útivistarmaður og áhugamaður um fjallaferðir, stundar gönguskíði á vetrum en íluguveiöar, aðallega siiung, á sumrin. „Eins og svo rnargir aðrir er ég í Ferðafélagi fsiands og ferðast svolítið með þvi. Hins vegar er ég ekki í neinum Ijallaferða- klúbbi; við erum lítil klíka af gömlum vinum sem höfum gam- an af þessu. Þvi miður gefst alltof lítill tími í útivistina nú orðið. Einnig hef ég ánægju af bóka- lestri, helst íslenskum nútíma- bókmenntum og enskum reyfur um til aíþreyingar.“ Yngvi er fæddur á Sauðárkróki en ólst upp í Reykjavík. Hann gekk í Austurbæjarskóla, Breið- holtsskóla og lauk stúdentsprófi frá MT 1976. Þaðan lá leiðin til Gautaborgar þar sem hann lagði stund á hagfræði og stærðfræði. Eftir eitt ár fluttí hann sig milli landa og settist í University of Essex í Bretlandi oglauk BA prófi í hagfræði tveiinur árum síðar. Mastersgráðuna tók Yngvi síðan frá London árið 1980. Hann vann síðan smátíma hjá Háskóla ís- lands við sjávarútvegslíkanið. í ársbytjun 1981 hóf Yngvi störf hjá Seðlabankanum og hefur starfað þar óslitið síðan. Griöarstadur á eyðibýli Yngvi Örn er að hluta ættaður austan af Héraði og var þar í sveit sem bam. „Það má segja að þessi sveitavist hafi haft örlagarík áhrif því núna á fjölskyldan sér þar griðarstað á gömlu eyðibýli. Við stundum auðvitað engan búskap heldur nýtum eingöngu húsin og höldum þeim við. Þarna allt um kring eru vötn og tjamir sem hægt er að dýfa stöng í. Svo er auðvitað Lag- arfljótiö ágætt tii veiða þó við séum ekki að eltast við Orminn.“ Foreldrar Yngva eru Kristinn Karlsson múrari og Hulda Pét- ursdóttir sjúkraliði. Yngvi Örn er yngstur í hópi þriggja bræðra og tveggja systra. Hann er giftur Guðrúnu H. Tuliníus mennta- skólakennara og eiga þau þrjá stráka, Torfa 8 ára, Atla 5 ára og Hjalta 3 ára. "•"t.... ■'............... -JJ eltufjármögnun felur í sér að Glitnir annast innheimtu útistandandi viðskiptakrafna seljenda og hefur eftirlit með þeim. Jafnframt býðst seljendum lán gegn veði í kröfunum til að fjármagna lánsviðskiptin. Markmiðið er að draga úr vinnu fyrirtækja við innheimtu svo að meiri tími verði fyrir sölu og þjónustu við viðskiptavini. jrlendis hefur notkun Veltufjármögnunar leitt til þess að útistandandi kröfur hafa minnkað verulega vegna markvissra vinnubragða við inn- heimtuna. Minni fjárbinding í útistandandi viðskiptakröfum stuðlar að bættri lausafjárstöðu og lægri fjármagnskostnaði. f|ijj|ækkun kostnaðar með aukinni hagræðingu er lykilatriði í íslensku atvinnulífi. Verkaskiptingu þar sem sérhæfing og hagkvæmni vegna stærðar nýtist til lækkunar á kostnaði er nú gefinn gaumur í vaxandi mæli. Með þessari þjónustu Glitnis býðst þér slík sérhæfing og hagkvæmni. Veltufjármögnun gefur, að auki möguleika á sveigjanlegri fjármögnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.