Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. Fréttir 1. maí hátíðahöldin: Stjórnvöld vöruð við að kroppa í nýgerða samninga Það má með sanni segja að í gær hafi verið fyrsti alvöru sumardagur- inn. Sólin skein á fundargesti á Lækjartorgi og gott var að hvíla lúin bein við trausta fætur Hannesar Hafsteins eftir kröfugöngu niður Laugaveg. DV-myndir KAE Það er vor í lofti og vor í hjarta, sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í upphafi ræðu sinnar á há- tíðahöldunum 1. maí á Lækjartorgi. Það voru orð að sönnu. í kjölfar ný- gerðra kjarasamninga skein sólin glatt á fundarmenn sem fjölmenntu á Lækjartorg á fógrum degi til að hlusta á boðskap verkalýðsforingj- anna. Aðalræðumenn dagsins voru Örn Friðriksson, annar varaforseti ASÍ, og Ögmundur Jónasson. Örn minnt- ist í ræðu sinni á nýgerða samninga og átaldi ríkisstjórnir fyrir að kroppa hvað eftir annað í kjarasamninga og varaði núverandi ríkisstjórn við. Hann sagði að þó að fagna bæri launajöfnuði færðu nýgerðir samn- ingar launþegum ekki þann kaup- mátt sem vonast heföi verið eftir. Varaði hann alvarlega við því að hróflað yrði við innihaldi samnings- ins. Ögmundur var harðorður í garð frjálshyggjumanna í ræðu sinni og sagði markaðshyggjumenn berja höfðinu við stein. Hjá þeim væru húsnæðislausir og atvinnulausir að- eins tölur á blaði sem ekkert mark Mikiö fjölmenni sótti kröfugöngu og útihátiðahöld í tilefni 1. maí. Var gengið niður Laugaveg að Lækjartorgi þar sem hlustað var á boöskap verkalýðsleiðtoga og hlustað á baráttusöngva. væri takandi á. Ögmundur minntist einnig á nýgerða kjarasamninga VSÍ og ASÍ og gat sérstaklega þess ákvæðis þar sem segir að ákveðin sé bygging 200 nýrra félagsíbúða. Báðir ræðumenn minntust þess vandræðaástands sem ríkir í vistun- armálum fiölfatlaðra og voru harð- orðir í garð stjórnvalda vegna af- skiptaleysis í þeim málum. -HK Starfsfólk í þjónustu- greinum sameinast Þjónustusamband íslands er nýtt landssamband sem stofnað var í gær. Innan sambandsins verða félög starfsfólks í þjónustugreinum. Aðil- ar að sambcmdinu á stofnfundinum voru Félag starfsfólks í veitingahús- um, Félag framreiðslumanna, Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna og Fé- lag hárgreiðslu- og hárskerasveina. Hugmyndin aö stofnun sérstaks landssambands starfsfólks í þjón- ustugreinum hefur lengi verið uppi innan þeirra stéttarfélaga, sem á því sviði starfa, og veriö rædd, formlega og óformlega. Undirbúningur hófst í alvöru fyrir hálfu öðru ári. Var til- efnið fundur hjá ASÍ um samstarf félaga í hótel- og ferðaþjónustu. Að afloknu síðasta ASÍ-þingi var skipuö laganefnd, unniö að uppkasti að stefnuskrá og farið aö huga að stofnun landssambandsins sem loka- punkturinn var settur á í gær. Á stofnfundinum var kosin fram- kvæmdastjórn og varastjórn. Aðal- stjórnina skipa Sigurður Guðmunds- son sem verður forseti Þjónustusam- bands íslands, Kolbeinn Arngríms- son, varaforseti, Amþór Sigurðsson, gjaldkeri, Hrefna Guðnadóttir, ritari, og meðstjómendur eru Hjördís Bald- ursdóttir, Hreiðar Örn Stefánsson og Ólafur Sveinsson. -HK Nýkjörin framkvæmdastjórn og varastjórn Þjónustusambands Islands. Fremri röð frá vinstri: Hrefna Guðnadóttir, Sigurður Guðmundsson, Kol- beinn Arngrímsson og Arnþór Sigurðsson. Aftari röð: Auður Ágústsdóttir, Ragnhildur Bjarnadóttir, Hreiðar Örn Stefánsson, Kristinn Guðmundsson og Ólafur Sveinsson. Á myndina vantar Hjördísi Baldursdóttur og Ólaf Júlíusson. DV-mynd S í dag mælir Dagfari_____ Akademiskur bónus Háskólakennarar hættu við að fara í verkfall. Ætluöu sér raunar aldrei í verkfall en samþykktu það fyrir slysni, af því flestir háskóla- kennaranna annaðhvort máttu ekki vera aö því aö mæta eða nenntu því ekki, þegar atkvæða- greiðslan fór fram. Sumir voru að sjálfsögðu stikkfrí frá upphafi eins og Hannes Hólmsteinn sem telur það brot á akademisku frelsi að banna mönnum að vinna. Hannes orðaði það einhvern veginn þannig að það væri ekki hægt aö setja hugsunina í verkfall, sem þýðir auðvitað að Hannes og kollegar hans telja sig vera að vinna í hvert skipti sem þeir hugsa. Út af fyrir sig er það ósanngjarnt að halda því fram að kennaramir í Háskólanum nenni ekki aö mæta á fundi. Þetta em duglegustu menn. Það sem hefur aftrað þeim frá fundamætingunni, þegar verk- fallsheimildin var borin upp, hefur auðvitað verið vinna þeirra annars staöar en í Háskólanum. Háskóla- kennarar eru sagðir hafa fiögurra stunda vinnuskyldu í skólanum og eiga þar fyrir utan aö hggja yflr vísindarannsóknum. Þessu hafa fæstir efni á og alls enginn þolin- mæði og þar af leiðandi leiðast menn út í annars konar vinnu til að drýgja tekjur sínar. Kennslan í Háskólanum er hobbý og svo þegar menn eiga allt í einu aö fara í verk- fall í tómstundum sínum, þá veröur uppi fótur og fit. Nú gekk maður undir manns hönd til að forða háskólakennurum frá því að fara í verkfallið sem þeir sjálfir voru búnir að boöa. Ríkis- stjórnin var kölluð til hjálpar enda hefur ríkisstjórnin ærið nóg af pen- ingum til að hækka laun hjá starfs- mönnum ríkisins eftir að Ólafur Ragnar tók þar viö. Ríkisstjórnin mátti að vísu ekki borga meira en opinberir starfsmenn höfðu samið um, en það eru víða matarholur hjá ríkinu og til aö skera háskfela- kennarana niður úr eigin snöru, fundu þeir upp nýja aðferð til að bæta launin. Samið var um stofnun svokallaðs rannsóknastyrks handa kennur- unum í Hákólanum og eiga greiðsl- ur styrksins að vera háðar vinnu- matskerfi, sem seinna verður búið til af háskólakennurum sjálfum. Eins og áður segir er stutt kennslu- skylda háskólakennara réttlætt með því að kennaramir þurfi að stunda rannsóknir og vísindi. Nú er sem sagt ákveðið að borga kenn- urunum sérstaklega fyrir rann- sóknimar sem þeir eiga að stunda hvort sem er. Einhver afibll hafa víst veriö í rannsóknunum og vís- indastörfunum og þess vegna er fundiö upp þaö ráö að borga mönn- unum sérstaklega fyrir aö sinna vinnunni. Það verður forvitnilegt að sjá vinnumatskerfið sem þeir búa til, ekki síst ef sjónarmiö Hannesar Hólmsteins veröur ofan á, sem felst í því að menn séu að vinna þegar þeir hugsa. Það veröur sennilega að setja innbyggðan skrefateljara í heilabúin á akademikinni til að finna út hvenær hún hugsar. Vinnumatiö hlýtur aö fara eftir því hvenær heilastarfsemin fer í gang. Þetta er sniöug aðferö hjá ríkinu og háskólakennurum til aö komast hjá því að laun séu borin saman við önnur laun. Það er einfalt að stofna sjóöi og styrki og borga svo akademiskan bónus um hver mán- aðamót til aö styrkja kennarana til að stunda vinnuna. Ekki veitir af, þegar ekki verða eingöngu taldir alhr Qórir tímarnir sem þeir kenna, heldur heilt vinnumatskerfi í gangi til að fylgjast með því hver skilar einhverju starfi og hver ekki. Há- skólakennurum veitir ekki af styrk til að þola þetta álag. Þar að auki er gert ráð fyrir því í samningunum að háskólakennarar vinni sína eft- irvinnu í Háskólanum, það er að segja á vinnustaönum, og það er auðvitað tvöfalt álag, sem sjálfsagt er að styrkja. Það var gott fyrir háskólakenn- ara og Háskólann og alla nemend- urna aö kennararnir fóru ekki í verkfallið sem þeir sjálfir voru búnir að samþykkja. Þaö er gott að vita til þess aö háskólakennarar fái sérstakan styrk ofan á launin til að sinna vinnunni sinni. Það er gott til þess aö vita að akademisk hugsun er ríkjandi hjá akademisk- um mönnum þegar kemur að að- ferðum til aö fela launin, til að aðr- ir geti ekki borið þau saman við sín eigin. Háskólakennarar eiga allt gott skihð fyrir þá erfiðu vinnu sem felst í því aö hugsa í hljóði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.