Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 48
F R ÉTT/VS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórrs - Augíýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. Ásmundur Stefánsson: Sækjum ekki Jangt með þess- um samningi „Við sækjum ekki langt með þess- um samningi. Hann er gerður af raunsæi og er ólíkt skynsamlegri kostur en að stefna í átök sem yrðu öllum ákaflega dýr. Það er mikill vafi á hvað hefði fengist út úr átök- um," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Ásmundur sagðist vera ánægður með félagsleg atriði sem fylgja samn- ingnum. Hann nefndi atvinnumálin, verðlagsmál og fleira. „Það er slæmt að hafa ekki verð- tryggingarákvæði þar sem samning- *_ytrinn gildir til áramóta. Viö hefðum kosið aö hafa þetta öðruvísi," sagði Ásmundur Stefánsson. Ásmundur sagði að samningurinn hækkaði laun um 10 til 12 prósent á samningstímanum. -sme Bolungarvik: Geymsluhús- > næði brann í gærmorgun kom upp eldur í geymsluhúsnæði í Bolungarvík. Húsnæðið, sem er um 100 fermetra hús, var notað sem geymsla og véla- verkstæði. Þegar slökkviliðið kom að húsinu þurfti aö sprengja læstar útidyr upp þar sem húsið er gluggalaust. Gekk slökkvistarflð greiðlega eftir þaö. Brann allt sem brunnið gat innan- húss. -HK Akureyri: Þrír á yfir 100 km haða i Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ökumenn á Akureyri virtust vera helst til þungstígir á bensíngjöfinni um helgina, hvað sem veldur. Þrír þeirra voru teknir í bænum á yfir 100 km hraða og sá sem hraðast ók var á 125 km hraða þegar hann kom í radar lögreglunnar. Þá voru nokkrir fleiri teknir fyrir aö aka yfir löglegum hraða en mælar lögreglu sýndi Þó ekki þriggja stafa tölu þegar þeir voru staðnir að verki. Að öðru leyti var helgin fremur tíð- , ipdalítil hjá lögreglunni á Akureyri, smá umferðaróhöpp urðu og þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Kjaradeila háskólamanna: Nýtt tilboð frá ríkinu verður lagt fram í dag - veröi því hafnaö er búist viö sáttatillögu frá ríkissáttasemjara: I dag verður haldinn samninga- fundur milli háskólamanna og samninganefndar ríkisins. Þar verður lagt fram nýtt tfiboð frá rík- inu, sem er í anda þeirra kjara- samninga sem gerðir hafa verið að undanfómu. Talsmenn háskóla- manna hafa marglýst því yfir að þeir séu ekki tilbúnir til að semja á þeim nótum og ætla sér meira. Þetta sjónarmið var ítrekað í ræðu formanns þeirra, Páls Halldórsson- ar, á útifundi háskólamanna í gær. Samkvæmt heimildum DV má búast viö að ríkissáttasemjari leggi fram sáttatillögu síðar í þessari viku, verði tilboðiríkisins, sem lagt verður fram í dag, hafnað. Ef sátta- tillaga kemur fram frá ríkissátta- semjara verður að bera hana undir atkvæði í hverju félagi fyrir sig innan BHMR sem nú er í verkfalli. Þá hefur DV heimildir fyrir því að einnig hafi komið fram hug- mynd um aö vísa kjaradeilu há- skólamanna til gerðardóms. Þeir sem það vilja benda á að þar sem öll önnur samtök launamanna séu búin að gera kjarasamninga á sömu nótum sé þaö réttlætanlegt að leggja deiluna fyrir gerðardóm. Þeir munu hins vegar vera fleiri sem hallast að því að fyrst eigi að reyna að leggja fram sáttatillögu frá ríkissáttasemjara til atkvæða- greiðslu i félögunum og sjá til hvernig henni reiðir af. Samningafúndurinn í dag er því augljóslega afar þýðingarmikill. S.dór Steingrimur Sigfússon landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra barðist eins og Ijón með liði IS i 2. deild í Islands móti öldunga í blaki sem fram fór á Akureyri um helgina og ÍS sigraði í 2. deild. DV-mynd g Sakadómari kærður fyrir líkamsárás Oddný Gunnarsdóttir, leigubíl- stjóri í Reykjavík, hefur kært Sverri Einarsson sakadómara fyrir líkams- árás. Ók leigubílstjórinn Sverri heim úr samkvæmi fyrir rúmum mánuði. Á leiðinni mun ágreiningur hafa ris- ið milli þeirra sem síðan mun hafa endað í handalögmálum. Málið er í rannsókn hjá rannsókna- deild lögreglunnar í Reykjavík og verður sent saksóknara ef ástæða þykir til. Að sögn lögmanns bílstjór- ans er nú beðið eftir áverkaskýrslu frá slysadeild Borgarspítalans. Var óskað eftir þeirri skýrslu 6. apríl en hún hefur ekki borist ennþá. -hlh Fíknlefhalögreglan: Tveir með kókaín Fíkniefnalögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönn- um sem handteknir voru um helg- ina. Mennirnir eru grunaðir um að hafa staðið að sölu á kókaíni. Rann- sókn málsins er á frumstigi. -sme LOKI Er einhver „skítamórall" milli nágrannanna í Fossvoginum? Veðriö: Bjart á Vesturlandi Meinleysisveður verður á landinu næsta sólarhring. Bjart verður vestanlands en úrkoma víð- ast hvar annars staðar. Hitinn verður frá um þremur gráðum og allt að tíu stigum þar sem best ger- ist. Veóurspðr DV eru akki byaoöar á upplýsingum fré Veöurstofu fslends. Þear eru fengner erlendis gegnum veöurkorta- BÍIALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.