Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. í moldviðri pólitíkur: Landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið Einhvers staðar í moldviðri póli- tíkur hefur tekist að koma upp íjandskap milli landsbyggðar Is- lands og höfuðborgar. Þetta litla land hefur ekki efni á að hafa tvö ríki. Þessi litla höfuðborg, sem köll- uð er stór-Reykjavík, kemst ekki af án landsbyggðarinnar. Sumir virðast álíta að ríkið og Reykjavík sé eitt og hið sama, landsbyggðin annað. Dragbítar á þjóðfélagið Margir hafa ráðist gegn bændum í sjónvarpi og blöðum sem ein- hverjum þurfalingum sem lifi á ríkinu. Þeir eru taldir dragbítar á þjóðfélaginu, valda verðbólgu, of- háu verði á matvöru og allar skepnur, sem bíta gras, taldar vera að leggja landið í moldarflag. Mátt- ur fjölmiðla er mikill. Ritstjóri DV talar um það hve hagstætt og ódýrt yröi fyrir neyt- endur að flytja inn matvörur. Það er flutt inn öll iðnaðarvara sem við notum, íslenskur iðnaður er í rúst af því að það er ódýrara og betra fyrir heildsala. Það er eitt sem gleymist í umræð- unni um íslenskar búsafurðir, það vinna fleiri við þær en bændur. Það eru ótal kjötvinnslur, mjólk- urbú og að ógleymdri Osta- og smjörsölunni sem skapa ótal at- vinnutækifæri fyrir fólk á ýmsum stöðum á landinu. Þetta fólk fær laun af þessum afurðum bænda og trúlega meira en þeir. Eða ætli nokkur af þeim sem vinna á þess- um stöðum þurfi að bíða á annað ár eftir laununum sínum eins og bændur gera. Svo gleymist ullin af íslenska sauðfénu. Það færi lítið fyrir ullarfatnaði hér af dauðum kindum. Það er eitt smáatriði enn sem þessir spekingar hafa ekki tek- ið meö í reikninginn. Víða um heim eru hafnar rann- KjáHaiinn Erla Alexandersdóttir framkvæmdastjóri sóknir á jarðvegi og gróðri sem sanna það að jarðvegur á mestu uppskerusvæðum er orðinn gjör- samlega snauður af lífrænum efn- um vegna ofnotkunar á gerviá- burði. Allt sem sprettur upp úr þessum jarðvegi er næringarsnautt og auk þess mengað af skordýra- eitri og fleiri eiturefnum. Fólk og fénaður, sem lifir á þess- um gróðri, verður varla heilsu- hraust. Á hverju eigum við þá að lifa? Við gætum líka átt kost á því að flytja inn nautakjöt með hormón- um og egg með salmonellu. Ef við ætlum aö flytja allt inn og getum ekki framleitt neitt sjálf, af hverju eigum við þá að lifa? Viö erum enn á því stigi sveita- mennskunnar, og þar á ég við alla íslendinga, að halda að allt sem kemur frá útlöndum sé betra. Við eigum heilbrigða mold og nóg af henni. Við eigum tært vatn beint úr krönunum og nóg af því. Þetta er undirstaða lífs á jörðinni en við kunnum ekki að meta það. Á með- an Mið-Evrópa er að drukkna í megun, fiskarnir fljóta dauðir upp í ánum og laufið sölnar á tijánum er verið að rífast hér yfir gróður- eyðingu af völdum búfjár. Þær umræður eiga einhvern rétt á sér en ekki í þeim anda sem nú er, það hlýtur að vera hægt að stjórna þeim málum hér eins og annars staðar. Það gleymist líka í þessum málum að landið er ekki skóglaust af völdum sauðkinda heldur for- feðra okkar sem felldu skóginn eins og fleiri gera enn. Hér á íslandi ætlar allt vitlaust að verða ef sauð- kind eða aðrir ferfætlingar sjást á þjóðvegum. Ég sendi hér með mynd af kind með lamb sem labbaði um í þorpi á Englandi og þótti engum mikið. Þegar hraðinn og vélmenn- ingin er komin á svo hátt stig hér að ekið er yfir allt sem bærist og enginn þohr lengur að sjá skepnur nema í lofttæmdum umbúðum ætt- um við að fara að hugsa okkar ráð. Það er furðulegt að íslenskt lambakjöt skuli ekki vera seljan- legt erlendis þrátt fyrir margum- ræddar niðurgreiðslur, vegna þess að öllum erlendum ferðamönnum, sem smakka það, ber saman um að það sé besta kjöt sem þeir hafi fengið. Ef íslenskir ráöamenn ætla að koma upp einu „stóriðjuveri" í hverjum landsfjórðungi, með allri þeirri mengun sem af því hlýst, getum við hætt að tala um hreint land og nagandi sauðkindur. Þá erum við búin aö flytja inn það síðasta sem okkur vantaði upp á menninguna til að vera eins og hin- ir, mengunina, dauðadóminn yfir okkar hreina og mengunarlausa landi. Erla Alexandersdóttir „Það er eitt sem gleymist í umræðunni um íslenskar búsafurðir. Það vinna fleiri við þær en bændur.“ „Hér ... ætlar allt vitlaust að verða ef sauðkind eða aðrir ferfætlingar sjást á þjóðvegum." - Kind með lamb - „og þótti engum mikið“, segir greinarhöf. Merming Svo megn karlmannsstækja að það gæti liðið yfir geit Þannig lýsir danska ljóðskáldið Mahnowski íslamstrú í einu ljóði þessarar bókar. Þetta er dæmigert fyrir frumlega umfjöllun hans um nærtæk málefni. Malinowski er eitt kunnasta ljóðskáld Dana. Hann er um sextugt og kom fram á bók- menntahátíð á íslandi fyrir tæpum fjórum árum. Þar las hann meö miklum glæsibrag upp úr ljóða- bálkinum „Fuga“, sem er í þessari bók, en birtist áður sérprentaður með teikningum Dea Trier Mörk. Af þeim bálki dregur bókin nafn því þar segir frá vindinum sem blæs um heim allan, þannig tengir höfundur Suður-Ameríku og Kína, m.a. dvalarstað sínum í Suður- Svíþjóð. Heimurinn birtist okkur sem ein heild, í stórpólitík og dag- legu lífi. Opin Ijóð Allt sem ég hefi lesið eftir Mal- inowski er af þessu tagi. Hann fiall- ar um daglegt líf sitt, tíðindi -úr dagblöðunum og hversdagslega viðburði, á næsta hversdagslegu máh. Lítið er um myndmál eða lík- ingar, allt auðskhið. Á íslandi er svona skáldskapur kunnastur af þeim Jóni úr Vör, Matthíasi Jo- hannesen og Jóhanni Hjálmars- syni. Mahnowski greinir sig hins vegar frá þeim með því að fialla mikið um heimspóhtík frá vinstra sjónarmiði, hkt og Göran Sonnevi, sem birtist á íslensku fyrir fáeinum árum. En eru þessir textar þá bara dagblaðsgreinar um pólitík eða rispur um einkalífið? Nei, þeir hafa megineinkenni ljóða, þéttleika. Þar ber mest á mótsögnum og fyndni. Við getum litiö á dæmi úr löngu ljóði um ísland, íslandslýsingin byggist öll á mótsögnum: Fá kilometer fra finansens paladser snakker præsidenten om „land- et uden slotte" Það er gaman aö rekast á hana Vigdísi okkar í danskri Ijóðabók. í öðru erindi kvæðisins spinnur skáldið m.a. frá andstæðunum rísa, falla, standa í stað: Bólonermtir Örn Ólafsson „Pengelugt" kalder folk stan- ken af lodde, en lille laksefisk hjembragt fra Jan Mayen „skidtfisk" „industrifisk“ men rognen hojt værdsat især i Japan. Mensket har en fast værdi mens snapsen stiger kronen styrtdykker og ol er strengt forbudt. De multinationale morer sig pá motellerne. Ophængt i sine akillessener svovler ísland pá verdens knap- peste sprog. Skáldið lætur skýringar fylgja ljóöum sínum, rétt eins og þeir gerðu Eggert Ólafsson og Hannes Hafstein. Og þar kemur m.a. fram að í næstsíöustu línu vitnar hann í pyntingaratriði Hrafnkels sögu Freysgoða. Röksemdafærsla Heimalandi sínu lýsir skáldið þó enn betur í sláandi mótsögnum. Ljúkum þessu á dæmi úr lokum ljóðabálks, sem heitir „Kritik af ökonomien". Titillinn er tekinn eft- ir kunnu fræðiriti Karls Marx, enda er þessi ljóöabálkur öðrum þræði röksemdafærsla: De advarer mod egioisme. Spids orerne! De efterlyser „Soldidaritet mellem de for- skellige samfundsgrupper" Hor, de tal- er til lammet, ikke til ulven! De kræver udholdenhed over for det uudholdehge! De ber svinet forsone sig med kniven! De háber endnu en tid at kunne udskyde flertallets selviske fællesskab! En þetta er aðeins einn þáttur skáldskaparins, sem Malinowski gerir grípandi með einstökum Ivan Malinowski. dæmum, eins og þessari mynd búð- arstúlkunnar sem stelst í smásól- bað á botni þröngrar götugjár. Hverfið Norrebro er þekkt að mengun og óhreinindum, það er andstæðan við sólbaðsstrendum- ar: Med endnu blege arme lænet mod stobejernsgriffen ved en kælderhals pá Norrebro stár der en pige i ti-minutters- solen. Hendes ojne siger Bali Hawaii Bahamas hendes pung máske ikke en- gang Mallorca. Om ojnene eller pungen fár ret afgores andetsteds. Ivan Malinowski: Vinden i verden Borgen 1988, 116 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.