Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAl 1989. 9 dv Útlönd Andres Rodrigues, settur forseti i Paraguay,( lýsti yfir sigri i morgun í forsetakosningunum sem haldnar voru þar í gær. Símamynd Reuter Kosningar í Paraguay: Rodrigues fagnar sigri Andres Rodrigues, hershöföingi og settur forseti Paraguay, lýsti sig sig- urvegara í morgun í forsetakosning- unum sem fram fóru í gær. Seint í gær, þegar búiö var aö telja helming atkvæöa, hafði Rodrigues, sem bauö sig fram fyrir hönd Colorado-flokks- ins, hlotið 74 prósent en sá er næstur kom honum, Domingi Laino, hafði hlotið 21 prósent. Þessum tölum ber saman við niðurstöður kosning- akannanna sem spáðu Rodrigues auðveldum sigri. Rodrigues steypti stjórn Alfredos Stroessners í febrúarmánuði en þá hafði Stroessner verið við völd í 34 ár. Margir hinna rúmlega 2 milljóna kjósenda höfðu aldrei átt valkosti í forsetakosningum fyrr en nú. Ásakanir um kosningasvindl settu svip sinn á þessar kosningar og kvaðst Laino nú vera að íhuga hvort stjórnarandstaðan myndi sækja um ógildingu kosninganna. Kosið var til forseta, 72 fulltrúa á þing og 36 öldungadeildarþing- manna. Lokatölur liggja ekki fyrir fyrr en seinna í dag. . Reuter Kynþáttaóeirðir í V-Afríku: Tugþúsundir flýja Tugþúsundir Máritana, sem bú- settir eru í Senegal, og Senegalar, búsettir í Máritaníu, flýja nú til síns heima eftir að blóðugar kynþáttaó- eirðir milli ríkjanna hafa orðið um 450 að bana. Allt að 20 farþegaflutningavélar voru í stöðugri notkun um helgina til að ferja fólk á milli ríkjanna tveggja og er talið að hátt í 30 þúsund hafi þegar flúið. Óeirðimar brutust út í byrjun apríl og snerust um rétt bænda í Senegal, sem eru blökku- menn, og hirðingja í Máritaníu, sem eru arabar, til bithaga á landamær- um ríkjanna. Blóðugar óeirðir brut- ust út þegar fréttist um að 400 Seneg- alar búsettir í Máritaníu hefðu verið myrtir í síðustu viku. Um 300 þúsund Máritanar, flestir kaupmenn, bjuggu í Senegal áður en til óeirðanna kom en um 30 þúsund Senegalar bjuggu í Máritaníu. Reuter' Ný kynslóð örbylgjuofna frá Panasonic PANASONIC NN-5557 Smekklegur örbylgjuofn með fjölda frá- bærra möguleika, m.a. sjálfvirkt mat- reiðsluafþíðingar- og upphitunarkerfi. Þú velur matreiðsluflokk og stimplar inn þyngd matvælanna, ofninn velur sjálf- virkt réttan matreiðslutíma. Einnig er unnt að gefa fyrirmæli um þriggja þrepa matreiðslu (sjálfvirk gangsetning, afþíð- ing, matreiðsla). Með Panasonic örbylgjuofninum verður matreiðslan leikur einn. • Sími 96-25611 0 STUDEO, KEFLAVÍK • BÓKASKEMMAN, AKRANESI • RADIÓVINNUSTOAN, AKUREYRI • KJARNI SF„ VESTMANNAEYJUM • EINAR GUÐFINNS- SON HF„ BOLUNGARVlK • KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA, EGILSSTÖÐUM, SEYÐISFIRÐI, ESKIFIRÐI • PÓLLINN HF„ ISAFIRÐI • TÓNSPIL, NESKAUP- STAÐ • BÓKAVERSLUN ÞÓRARINS STEFÁNSSONAR, HÚSAVlK • KAUPFÉLAG ÁRNESINGA • KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA • RAFBÚÐ JÓNASAR, PATREKSFIRÐI • Orkugjafi, 70-600 vatta • Snertitakkar • Innanmál, 20 lítrar • Auövelt að þrifa • Snúningsdiskur • Klukka •. Matreiðslukerfi • Upphitunarkerfi • Afþiðingarkerfi • Þriggja þrepa matreiðsla • Sjálfvirk gangsetning • Litir hvitur og brúnn. 9 klst. 99 mín. • Fullkominn islenskur leidbeiningabæklingur Verð: 21.950,- stgr. JAPISS 0 Brautarholti 2 0 Kringlurmi 0 0 Sími 27133 0 0 Akureyri 0 Skipagötu 1 0 5. maí til Benidorm 27 dagar 33.350 kr. Ódýr vorferð á Hvítu ströndina Costa Blanca. Við bjóðum úrvals íbúðagistingu í nýjum íbúðum á besta stað. Athugið strax verð og greiðslukjör. Aðeins örfá sæti laus. 5. maí 33.350 kr. ó mann: tveir fullorðnir og tvö börn í íbúð. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI16 SÍMI 91-621490 1.511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.