Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. Iþróttir „Æfingarnar innanhúss eru mjög mikilvægar" - segir John Gardner, landsliðsþjálfari fslands í golfi, í viðtali við DV • John Gardner, landsiiðsþjálfari til vinstri, og John Barnwell, atvinnu- maður og golfkennari á Akureyri, glugga í gögn og athuga frammistöðu einstakra kylfinga. DV-mynd gk, Akureyri „Þegar ég var að fara til Islands fyrst spurði fólk mig hvert ég væri eiginlega að fara og ég sagðist vera að fara til íslands. „Já, ertu að fara í frí, á skíði?“ var þá spurt. Nei, ég er að fara þangað til að kenna golf. „Golfl Eiga þeir einhverja golfvelli þar? Já, þeir eiga 28 golfvelli sagði ég þá. Þá loksins fóru menn að hugsa. Sjáðu til, í Evrópu kemur snjór fyrst upp í hugann þegar fólkið heyrir orðið ísland og það er reyndar ekki hægt að spila golf í snjó. Ég segi fólki að hér sé ekki alltaf snjór, ísland sé mjög fallegt land og ég tek með mér myndir heim til að sýna fólkinu og reyni að segja því hvernig ísland er.“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Það er Englendingurinn John Gardner, landsliðsþjálfari íslands í golfi, sem hefur orðið en DV hitti hann að máli er hann var að kenna unglingum á Akureyri í síðustu viku. John, sem réðst til Golfsam- bands íslands á síðasta ári sem landsliðsþjálfari, er stórkostlegur persónuleiki. Það geislaöi af hon- um við kennsluna. Hann hafði aga á hlutunum en ávallt var stutt í húmorinn og með þessari blöndu hélt hann athygli um 20 unglinga vel vakandi. Enginn samningur „Til eilífðarnóns,“ sagði Gardner þegar hann var spurður aö því hversu lengi samningur hans við Golfsamband íslands varaði. „Ég hef engan samning og vil engan samning. Ég er heiöarlegur náungi sem ætla að starfa hér lengi, fram á næstu öld eða jafnvel svo lengi sem ég lifi, eða eins lengi og þið viljiö mig.“ Það er fróðlegt að velta þessu fyr- ir sér. Sá maður sem þetta segir er enginn „meðaijón“ þegar golf og golfkennsla er annars vegar. John Gardner, sem hefur verið atvinnu- maður í golfi í 26 ár, var i fremstu röð kylfmga í Evrópu og lék i Evr- ópuúrvali (Ryder-Cup hði) 1971 og 1973. Hann gerðist landsliösþjálfari írlands 1967 og undir hans stjórn unnu írsk landslið alla titia sem hægt var að vinna í Evrópu. Það er því ljóst að annan eins hvalreka pg að fá þennan mann til starfa hefur ekki áður rekið á fjörur kylf- inga hér á landi. Verst við flatirnar Gardner sagði við hina ungu kylf- inga á Akureyri að það sem ein- kenndi kylfmga hér á landi væri aö frá teig og ^ð flöt væru þeir jafn- góðir ogáÚrir kylfmgar en við flat- irnar kæmi helsti veikleiki þeirra fljós. „Þetta er ekki alfarið ykkur að kenna því það stafar af því m.a. hversu stutt sumarið er hér, hversu stuttur sá tími er sem hægt er að æfa og leika við bestu aðstæð- ur. En það er hægt að laga þetta mikið. Það er hægt að æfa innandyra þá hluti sem framkvæma þarf nærri flötunum og á þeim, innáskotin, púttin og þetta allt saman. Æfingar innanhúss á þeim tíma, þegar ekki er hægt að leika golf úti, eru geysi- lega mikilvægar og raunar grund- vallaratriði ef árangur á að nást. íslendingar ná ekki árangri i hand- boita ef þeir æfa bara 4 mánuði á ári. Það þarf að æfa allt árið og auðvitað gilda ekki aðrar reglur varðandi golfið. Ég er svo heppinn að þeir erlendu golfkennarar, sem eru hér á íandi, tala sama tungumál og ég og þá á ég ekki við enskuna. Ég á við að þeir tala „John Gardners tungu- mál“ við kennsluna. Þetta er afar mikilvægt." Nýtt landslið John Gardner hefur ákveðnar hug- myndir um hversu langan tíma það taki að byggja upp sterkt landsliö íslands í öllum flokkum. Varðandi karlaliðið segir hann að það taki 4-5 ár að endurnýja liðiö. Hann nefnir þó sterka kylfinga af „eldri kynslóðinni" sem séu góðir og æfi vel og þeir yngri þurfi auðvitað að sanna hæfni sína í samkeppni við þessa menn. En hann er bjartsýnn. „Eftir 4 ár verða íslendingar fær- ir um að keppa á öllum mótum í Evrópu," segir hann og það er al- veg Ijóst að hann hefur trú á ís- lenskum kylfingum. „Það eru greinilegar framfarir þjá yngri kylfingum hérlendis, þær eru áberandi þar sem aðstaða er góð til inniæfinga, t.d. í Reykjavík, á Akranesi og hér á Akureyri. David Barnwell, kennari hér á Akureyri, hefur gert mjög góða hluti hér t.d. og komiö upp mjög góöri aðstöðu og þaö-skilar sér.“ - Hvemig líst þér á þehnan hóp sem þú hefur verið með hér á Ak- ureyri? „Mjög vel. Krakkarnir hafa greinilega mjög mikinn áhuga á að ná árangri. Þeim hefur farið mikið fram og þeir hafa aðstöðu til þess að æfa vel innanhúss þangað til snjórinn verður farinn." Nú leit Gardner út um gluggann en snjóskaflinn fyrir utan var vel á annan metra á hæð. Hann hristi höfuðið og sagði: „Þetta er ótrú- legt.“ Pat er frábær Talið barst að Pat Smillei, ungri golfkonu frá Skotlandi sem hefur einnig verið ráðin sem kennari við Golfklúbb Akureyrar. Gardner þekkir vel til Pat því hann hefur alla tíð séð um þjálfun hennar en hún er með 0 í forgjöf og hefur get- iö sér gott orð sem kennari. „Hún er stórkostleg og hefur mjög alhliða þekkingu á golfi, er mjög góður kennari sem gengur ákveðið eftir hlutunum. Ég hef áhuga á aö hjálpa fleiri golfklúbbum hér varðandi ráöningu á kennurum og er að vinna að því, t.d. fyrir Akranes og Hafnarfjörð.“ Lífleg kennsla Það var gaman að fylgjast með kennslunni hjá Gardner á Akur- eyri. Unglingunum var skipt niður í hópa sem æfðu ýmis atriði golfs- ins. Jafnframt kallaði hann einn og einn fyrir og tók golfsveiflu við- komandi upp á myndband. Síðan sýndi hann þessar myndir í lok kennslunnar og viðkomandj fékk þá skriflegt hvað væri að hjá hon- um og hvað hann þyrfti að bæta. Þegar Gardner kemur svo næst til Akureyrar, eftir 3 vikur, verður farið yfir hlutina aftur og þá sér hann hvort viðkomandi hefur tekið sig á og lagað það sem að var. Sagt er að hann sé lítt hrifinn ef hann sér ekki breytingu í rétta átt. En er þetta ekki einmitt rétta leiðin til að ná árangri? Ef litið er á feril Johns Gardner sem þjálfara er ör- ugglega hægt að svara þeirri spurningu játandi. Hann er maður sem veit hvað hann syngur þegar golfþjálfun er annars vegar og á án efa eftir að gera kraftaverk á ís- lenskum kylfingum. • „Þú átt að gera þetta svona,“ segir John Gardner landsliðsþjálfari við áhugasaman kylfing. Svipur lands- liðsþjálfarans ber vott um mikla einbeitingu og áhuga. DV-mynd gk, Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.