Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1989, Blaðsíða 7
uaiJ • tí ll t hI l f ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1989. 7 Fréttir Akureyri: Fegurðar- drottningar sýna í Sjallanum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hópur feguröardrottninga með sjálfa alheimsfeguröardrottninguna, Lindu Pétursdóttur, í fararbroddi, mun gera innrás í Sjallann á Akur- eyri nk. miðvikudagskvöld. Þar verða á ferðinni auk Lindu, stúlkumar tíu sem munu keppa um titilinn „Ungfrú ísland 1989“ á Hótel íslandi áður en langt um líður. í Sjallanum ætla drottningarnar m.a. að sýna fatnað frá versluninni 17. Jón Axel Ólafsson útvarpsmaður mun kynna stúlkurnar og gestum gefst því tækifæri á að virða fyrir sér rjómann af hinni rómuðu fegurð ís- lenskra kvenna. Sjallinn verður op- inn fyrir matargesti frá kl. 20 og á eftir leikur Rokkbandið fyrir dansi til kl. 3 um nóttina. Viltu liggja marflatur á sólarströnd? Eða fara í sólarferð á söguslóðir, með frábærum fararstjóra. Akureyri: hefur næg verkefni í sumar Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Verkefnastaðan hjá okkur hefur breyst þannig að undan- fórnu að nú erum við komnir með næg verkefni í sumar og fram aö haustinu, erj það er ekki rétt sem fram hefur komið að við höfum næg verkefni fram á næsta ár,“ segir Sigurður G. Ringsted, for- stjóri Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. „Við höföum haft mjög lítil verkeftii lengst af á þessu ári, en vinna sem við höfum fram- kvæmt, s.s. tilboðsgerð í ýmis verkefhi og samningar sem náðst hafa, hafa breytt ástandinu veru- lega,“ sagöi Sigurður. Meðal verkefha, sem samning- ar hafa náðst um, eru miklar breytingar og endurbætur á tog- aranum Bjarti frá Neskaupstað, breyting á togaranum Aðalvík frá Keflavík í frystitogara og breyt- ingar og smíði yfirbyggingar á togaranum Bjarna Gíslasyni frá Homafiröi, en það verk veröur hafiö í liaust og mun standa fram á næsta ár. Þá gerði Slippstöðin tilboð í smíði og uppsetningu á vinnslu- búnaði í togara sem verið er að smíða í Svíþjóð fyrir Norðurtang- ann á ísafiröi, og var meö lægsta tilboðið í það verk. Hluti búnað- arins er þegar fullsmíðaður og hefur verið sendur utan, og um þessar mundir eru menn frá Slippstöðinni á leið til Svíþjóðar til að setja búnaöinn niður í skip- inu. Nýsmiðin bjargaði Eins og fram hefur komið, hef- ur í Slippstöðinni verið unnið að smíði á 250 tonna togskipi, og er það verk nú vel á veg komiö. „Það að við höfðum þetta verk- efni til aö grípa í, hreinlega bjarg- aði því að ekki þurfti aö koma til fjöldauppsagna hér í stöðinni í vetur,“ sagöi Sigurður G. Ringsted. „Við eigum eftir nokkra vinnu við þetta skip, en klárum hana ekki fyrr en kaup- andi hefur fengist aö skipinu. Vegna anna að undanfömu við að tryggja okkur verkefni höfum við lítiö getað hugsað um sölu á þessu skipi, en þegar gengiö verð- ur frá því máli munum við Ijúka viö skipiö, og tekur sú vinna 2-3 mánuði,“ sagði Sigurður. Bátamir Farsæll og Fengsæll gerðir út frá Vík í Mýrdal Fjórir sjómenn á tveimur bátum stunda útræöi frá Vík í Mýrdal. Bát- amir Fengsæll og Farsæll eru gerðir út allt árið og skapa þeir mönnunum fjórum mjög stöðuga atvinnu. Auk þess er afli bátanna verkaður í Vík. Einnig hefur afli verið keyptur af öðmm bátum og eins hefur fiskur verið keyptur á fiskmörkuðunum í Hafnarfirði og í Reykjavík. „Bátarnir fiskuðu um 70 tonn á síð- asta ári. í fyrra keyptum við um 30 tonn. Við verkuðum því um 100 tonn í fyrra. En við setjum allt í salt. Það sem af er þessu ári höfum við keypt 50 til 60 tonn af fiski. Atvinna í vinnslunni hefur ekki verið stöðug. Þegar við höfum fisk þá köllum við til okkar fólk og þegar flest er þá starfa um 12 manns við vinnsluna. Hér hafa verið um 15 manns á at- vinnuleysisskrá þannig að það mun- ar um þessa atvinnugrein. Auk þess höfum við haft gaman af þessu,“ sagði Reynir Ragnarsson í Vík í Mýrdal. Reynir er einn af forsvarsmönnum eina sjávarútvegsfyrirtækisins í Vík. Synir hans, Gísli og Ragnar, eru for- menn á bátunum. Bátarnir, sem eru rúmlega 7 tonn hvor, eru allsérstakir fyrir þær sakir að á þeim eru hjól og komast þeir jafnt áfram á landi sem legi. Til þessa hafa bátarnir aðal- lega verið á handfærum og sækja þeir venjulegast um 10 sjómílur suð- ur frá Vík. „Við höfum aðeins keypt á mörk- uðunum þegar verðið er lágt - við erum ekki samkeppnisfærir annars. Það kostar okkur rúmar tvær krónur aö flytja hvert kíló hingað austur. Það getur vel verið að við reynum hnuveiðar í sumar. Ef af verður munum við vera með haukalóð og reyna við lúðuna,“ sagði Reynir Ragnarsson. -sme Kýpur er „sögueyjan í suðri", oft nefnd paradís ferðamanns- ins. Á Kýpur er besta loftslagið við Miðjarðarhafið, gestrisni íbúanna er engu lík, náttúru- fegurðin er einstök og við hvert fótmál eru fornar minjar og menning sem á sér enga líka. Á Kýpur getur þú notið lífsins í sól og sjó. Þar er úrval góðra hótela og íbúða, ágætis bað- strendur, mikill fjöldi veitinga- staða, vínkjallara, verslana og markaða og að sjálfsögðu nætur- líf af bestu gerð. Verðlag á Kýpur er sérlega hag- stætt fyrir íslendinga. Sem dæmi má nefna: Bflaleigubíll 1.700 kr. á dag, kvöldverður fyrir 2 með öllu 950 kr., ítalskir leðurskór 1.990 kr. Ottó Jónsson fararstjóri Sögu á Kýpur er líklega einn besti far- arstjóri allra tíma. Hann leiðir farþega okkar á vit 9.000 ára' gamallar menningar sem er vel þess virði að kynnast nánar. Við bjóðum brottfarir alla mánudaga um London eða Amsterdam. Gisting þar er inni- falin í vérði. Gott verð á gæðaferð 47.550 kr. (2 vikur, 4 í íbúð, 2 fullorðnir og 2 börn). Athugið. Söguafsláttur gildir til 1. maí. j Eitt símtal og þú getur bókað j ' ---------góða ferð!-------- 91-62 40 40 j Frá Kýpur er stutt til ísrael og Egyptalands. Kaíró og Jerúsal- em eru engu öðru lík og þangað bjóðast ódýrar 2-4 daga ferðir með flugi eða skipi. FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S. 624040

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.