Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Page 2
2 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. Fréttir Bændur á Skaga og í Fljótum óttast mikið kal á túnum Þórhallur Ásraundsson, DV, Norðurl. vestra; „Mér sýnist allt benda til þess að þetta verði kalár og á einstaka svæð- um geti kalið orðið mjög mikið. Veðr- átta hefur verið dæmigerð, svell komu snemma á og síðan kom snjór ofan á, sem kom í veg fyrir bráðnun. Víða eru svell búin aö liggja á túnum í meira en þrjá mánuöi en það er hámark, sem við teljum að grös haldi lífl,“ sagði Bjarni Guðleifsson ráðu- nautur en hann hefur ferðast víða um Norðurland og tekið hnausa. Nið- urstaðna úr þeim rannsóknum er að vænta innan skamms. Vitað er að bændur á Skaga og í Fljótum eru mjög uggandi því svell hafa legið á túnum síðan í janúar. í Austur-Húnavatnssýslu kemur Svínadalurinn næst Skaganum hvað hættu á kali snertir en annars er útlit fyrir að sýslan sleppi nokkuð vel. í Vestur-Húnavatnssýslu eru þrír staðir aðallega í hættu, svæði í Vest- urhópi, Miðfirði og Hrútafirði. Sýnu verst er ástandið á Ströndum. Þar kom klaki snemma og enn er þar allt á kafi í fónn. Útlit er þó mun betra á Norðurlandi vestra þegar á heildina er litin en á Norðurlandi eystra. Svavar Gestsson menntamálaráðherra bjartsýnn ef samið verður strax: „Þad verður allt keyrt á fullu oq skólaárið mun bjargast“ Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagöi í morgun að skólaá- rið bjargaðist ef samningar tækjust á milli ríkisins og háskólamanna hjá ríkinu þessa sólarhringana. Að sögn Svavars byrja skólar strax ef samið verður þessa sólar- hringana.„Það verður allt keyrt á fullu og skólaárið mun bjargast." Dragist verkfallið eitthvað á lang- inn úr þessu telur Svavar að allt sé í upplausn og skólaárið í hættu. „Það sem nemendur voru búnir að læra þegar verkfallið skall á verður samt viðurkennt meö einhverjum hætti. Það er ljóst.“ Náist samningar í dag eða á morgun streyma nemendur í skól- ana og kennsla hefst. Stúdentar munu taka sín stúdentspróf og aðr- ir framhaldsskólanemar fara líka í sín próf. Samræmdu prófin svo- nefndu í níunda bekk grunnskól- ans eru þó úr sögunni og það fyrir löngu. Svavar heldur þessa dagana stöð- uga fundi með skólamönnum. Hann verður til dæmis á fundi með fræðslustjórum í hádeginu í dag. Um þaö hvort skólar hefjist fyrr í haust eða að möguleiki sé á að kenna lengur í júní, vildi Svavar ekki tjá sig um í morgun. „Þa ýmsir kostir til skoðunar di verkfallið á langinn. Ég vil líti þá ræða núna, en ákvarðanir' hins vegar teknar strax og í liggur fyrir.“ Gunnar Martin Úlfsson við DV-seglskipið sem er farið að taka á sig mynd í bílskúrnum heima hjá honum. Gunnar er ákveðinn í að leggja í heimsmets- siglingu sína milli Reykjavíkur og Akraness um miðjan júní. DV-mynd Brynjar Gauti DV-skipið tekur á sig mynd „Bygging skipsins gengur sam- kvæmt áætlun. Ég er búinn að líma þijú lög af DV á skrokkinn og hef snúið skipinu við. Nú klára ég að byggja grindina áður en ég held áfram að klæða með dagblaðspapp- ímum. Það geri ég síðan þar til skip- iö verður mannhelt," sagði Gunnar Martin Úlfsson í samtali við DV. Eins og DV skýrði frá á dögunum ætlar Gunnar að sigla á papírssegl- skipi milli Reykjavíkur og Akraness og komast þannig í Heimsmetabók Guinnes. Gunnar vann af fullum krafti við skipið í bílskúrnum heima hjá sér þegar DV leit viö í gær. Hann sagöist halda að tímaáætlunin stæð- ist en hann stefnir á að leggja í’ann um miðjan júní. „Ég tek mest af þverböndunum úr þegar ég hef klárað skrokkinn nema þar sem mastrið verður. Þar verð ég að styrkja skipið sérstaklega. Mastr- ið verður líklega úr pappahólkum en seglið verð ég að hafa úr taui. Það verður gamaldags þversegl frekar en nútímasegl. Ég þarf bara að kynna mér hvemig það er útbúið og hvem- ig á að sigla með það.“ í tengslum viö siglinguna ætlar Gunnar að safna fé í minningasjóð Úlfs Gunnarssonar, föður síns, sem var yfirlæknir við sjúkrahúsið á ísafirði. Mun féð þá ganga til nauð- synlegra tækjakaupa. En hvemig hafa viðbrögðin verið? „Þau hafa bara verið góð hingað til. Manni er strítt svolítið af sínum nánustu en það er nauðsynlegt að hafa eitthvert glens í kringum þetta.“ -hlh Akureyrarbær mun að einhverju Jeyti koma framhaldsskólanem- endum tll aðstoðar varðandi sumarvinnu Akureyri: Vel horfir með sumar- vinnuna Gj® Knstjánsson, DV, Akureyri: „Viö gerðum athugun á því hvernig ástandið væri hjá nem- endum framhaldsskólanna varð- andi sumarvinnu. Þessi athugun var gerð með aðstoð rektora Menntaskólans og Verkmennta- skólans, og gróf niöurstaða er þannig að um 70% nemendanna em búin að fá vinnu í sumar eða loforð um vinnu.“ Þetta sagði Þorleifur Jónsson, starfsmaður atvinnumálanefhd- ar Akureyrai'bæjar, er DV spuröi hann um útlit með sumarvinnu fyrir framhaldsskólanema á Ak- ureyri. „Okkur létti mjög mikið við að fá þá vitneskju að atvinnuástand- ið er raunverulega ekki verra hjá framhaldsskólanemum en þaö hefur verið undanfarin ár. Það er staðreynd aö það er allt annað ástand hér en á Reykjavíkur- svæðinu þar sem er alvarlegur samdráttur, við erum mun betur sett hér,“ sagöi Þorleifur. Rætt haföi verið um að Akur- eyrarbær myndi að einhverju leyti koma framhaldsskólanem- endum til aðstoðar varðandi sumarvinnu ef ástandiö reyndist vera jafhslæmt og menn hugöu. Þorleifur sagöi aö til þeirrar aö- stoðar þyrfti ekki að'koma sam- kvæmt þessum niðurstöðum, nema e.t.v. gagnvart 15-16 ára nemendum. „Það eru alltaf vandamál gagnvart unglingum á þeim aldri sem eru hættir aö vera böm en eklci orðnir fullorðnir,“ sagði Þorleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.