Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. 7 Fréttir Nýja fiskverkunarhúsið á Héraði. DV-mynd Sigrún Sólstofu- og garðhúsgögn i miklu urvali Hagstætt verð Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson Þingholtsstræti 18 Sími 24-333 Þorskhausar til Nígeríu Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egiisstööum; Nýlega tók tjl starfa fyrsta fisk- verkun á Héraði. Það er fyrirtækið Herðir hf. sem reist hefur hús fyrir fiskþurrkun og mun þurrka þorsk- hausa fyrir Nígeríumarkað. Undir- búningur að byggingunni hófst í des- ember sl.og húsið var reist í febrúar. Kostnaður við það og vélar er nú 22 milljónir króna en eftir er aö koma upp aðstöðu fyrir starfsmenn. Áætl- aður kostnaður er 24 milljónir. Reiknað er með að vinna 2300 tonn af þorskhausum á ári. Vinnslurásin tekur 12 daga og þarna starfa 9-10 manns. Asiaco í Reykjavík mun annast útflutning framleiðslunnar og sagði Kjartan Jóhannsson, forstjóri As- iaco, viö opnunarathöfn fisverkunar- hússins að söluhorfur væru góðar. Kjartan sagði og að markaður í Níg- eríu gæti tekið við miklu meira magni en nemur því sem Herðir get- ur framleitt. Framkvæmdastjóri Herðis er Pálmi Kristmannsson, Egilsstöðum, en stjórnarformaður Gunnlaugur Ingvarsson, Reyðarflrði. Þessi snjótittlingur náðist hér á Djúpavogi 28. mars síðastliðinn. Hann var merktur einhvers staðar í Bretlandi og hafði auk þess litmerki á vinstri fæti, rautt ofar en blátt neð- ar. Á álmerkinu stóð: Brit. Museum, London, S.W.7, VE 59138. DV-mynd SÆ Snjótittlingavertíð lokið: Sjö þúsund merktir hér á landi í vetur Siguröur Ægisson, DV, Djúpavogi: Umfangsmiklar merkingar á snjó- titthngum undir stjórn Náttúru- fræðistofnunar íslands hafa staðið yfir í vetur og var þeirra getið í DV í mars. Þegar sú frétt var rituð höfðu náðst frá upphafi einungis 9 bresk- merktir snjótitthngar hérlendis. En litlu síðar, í byrjun apríl, fóru að nást hér og þar á landinu fleiri merktir snjótittlingar af Bretlandi. Einn fugl náðist á Húsavík, annar við Stóru-Tjarnaskóla í Ljósavatns- skarði, einn að Kvískerjum í Öræf- um, einn í Laugardælum í Hraun- gerðishreppi og tveir hér á Djúpa- vogi. Hafa því alls náðst 15 bresk- merktir snjótittlingar hér á landi frá upphafi. Nú er þessum merkingum lokið að sinni því fuglamir hurfu á braut um leið og snjóa tók að leysa. Alls voru merktir um 7 þúsund snjótittlingar. Fróðlegt verður að sjá hversu margir þessara fugla koma í búr merkingar- manna næsta haust og vetur. Ný kynslóð örbylgjuofna frá Panasonic JAPjSf • Brautarholti 2 • Kringlunni • • Sími 27133 • • Akureyri • Skipagötu 1 • • Sími 96-25611 • PANASONIC NN-5557 . Smekklegur örbylgjuofn með fjölda frá- bærra möguleika, m.a. sjálfvirkt mat- reiðsluafþíðingar- og upphitunarkerfi. Þú velur matreiðsluflokk og stimplar inn þyngd matvælanna, ofninn velur sjálf- virkt réttan matreiðslutíma. Einnig er unnt að gefa fyrirmæli um þriggja þrepa matreiðslu (sjálfvirk gangsetning, afþíð- ing, matreiðsla). Með Panasonic örbylgjuofninum verður matreiðslan leikur einn. • Orkugjafi, 70-600 vatta • Snertitakkar • Innanmál, 20 lítrar • Auðvelt að þrifa • Snúningsdiskur • Klukka • Matreiðsiukerfi • Upphitunarkerfi • Afþíðingarkerfi • Þriggja þrepa matreiðsla • Sjálfvirk gangsetning • Litir hvítur og brúnn. 9 klst. 99 mln. • Fullkominn íslenskur leiðbeiningabæklingur Verð: 21.950,- stgr. Umboösaðilar: Bókaskemman Akranesi / Kaupfólag Borgfiröinga Borgamesi / Einar Guðfinnsson hf., Bolungarvík / Póllinn Isafirði / Rafbúð Jónasar Þórs Patreksfirði Radiólínan Sauðárkróki / Radíóvinnustofan Akureyri / Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Seyðisfirði og Eskifirði / Mosfell Hellu / Vömhús K. Á. Selfossi Kjami Vestmannaeyjum / Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsayík / Tónspil Neskaupsstað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.