Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. 9 Utlönd Báðir lýsa yf ir sigri Bæði fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar og stjórnarinnar í Panama lýstu yflr sigri í morgun í kosningunum sem ffam fóru þar í gær. Niðurstöður liggja ekki fyrir en kosið var um for- seta, varaforseta, þingmenn og sveit- arstjórnarmenn. Sendiráð Panama í Bandaríkjun- um lýsti yfir því að kannanir bentu til sigurs Guillermo Endara, forseta- efnis stjórnarandstöðunnar. Sendi- ráðið, sem Bandaríkjastjóm viður- kennir sem fulltrúa stjórnar Eric Dulvalles sem Noriega steypti af stóli árið 1988, sagði að Endara hefði hlot- ið 55 prósent atkvæða en frambjóð- andi stjórnarinnar Carlos Duque, 39,5 prósent. En Duque lýsti þvi afur á móti yfir að samkvæmt könnum stjómvalda hefði hann hlotið tæp- lega 51 prósent en Endara um 45 pró- sent. Arias Calderon, varaforsetaefni stjómarandstöðunnar, lýsti yfir sigri í gærkvöldi, nokkram klukkustund- um eftir að kjörstöðum var lokað en áður en tölur birtust. „Við erum full- viss um að fólkið hefur kosið fulltrúa Lýðræðisbandalagsins," sagði Cald- eron. „Sigur okkar er óvefengjanleg- ur.“ Calderon kvaðst byggja niður- stöðu sína á upplýsingum fengnum frá fulltrúum stjórnarandstöðunnar á kjörstöðum víðs vegar um landið. Fyrir kosningar ásakaði stjórnar- andstaöan í Panama og Bandaríkja- stjóm Noriega hershöfðingja, sem margir segja einræðisherra í landinu, um víðtæk kosningasvik til að tryggja sigur frambjóðenda stjómarinnar. Noriega var ekki í framboði en margir telja að kosning- amar hafi engu að síður snúist um hvort hann haldi völdum sínum eður ei. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu að stjórn landsins hefði haft í frammi kosningasvik í gær. Sögðu þeir að m.a. hefði verið dregið að 1 studio-linie „Sindbad sæfari“ Á átta gullfallegum diskum lýsir Björn Wi- inblad þessari ævin- týralegu sjóferð. TIL GJAFA TIL AÐ SAFNA ROSENTHAL- VERSLUNIN Laugavegi 91, s. 18400. opna kjörstaði til að draga úr kjör- sókn og að skortur hefði verið á kjör- seðlum stjórnarandstöðunnar. Góð kjörsókn var og mynduðust langar biðraðir víða. Fólkið hrópaði slagorð gegn Noriega og stjórninni að fulltrúum stjórnarinnar þegar þeir kusu í gær. En kosningarnar fóru þó að mestu friðsamlega fram. Reuter Guillermo Endara, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar i Panama, veifar til stuðningsmanna sinna i gær en þá fóru fram kosningar þar í landi. Simamynd Reuter Lactacyd hársápan fyrir viÓkvæmt smafölkið! Lactacyd hársápan er kjörin fyrir viðkvæman hársvörð bama. Sam- setning hársápunnar stuðlar að góðri rækt hársins og yinnur gegn húðertingu. Húðin er í eðli sínu súr og er það vöm hennar gegn sýklum og sveppum. Mikilvægt er að eðlilegt sýmstig húðarinnar raskist ekki við þvott. Þetta þarf að hafa í huga við val á sápu. Flestar tegundir „venjulegrar" sápu hafa hátt sýmstig (hátt pH-gildi, 10-11) og vinna gegn náttúrulegum vömum húðarinnar. Lactacyd hársápan er mild og hefur hina góðu eiginleika Lactacyd léttsápunnar. Lactacyd hársápan hefur lágt pH-gildi (5,2), áþekkt náttúmlegu pH-gildi hársvarðarijis og eflir þar með vamir hans. í Lactacyd hársápunni em: Lacto- semm sem gefur hársápunni lágt pH gildi og inniheldur vítamín, steinefni og eggjahvítuefni; lauryl súlföt sem gera hana að virkri sápu; Lactabas til næringar; Cocoamid MEA sem er mýkjandi; propylenglycol sem mýkir hárið og viðheldur raka þess; rotvamarefni. Lactacyd hársápan gerir hárið létt, mjúkt og meðfærilegt. Lactacyd hársápan fæst með og án ilmefna í helstu stómiörkuðum og að sjálfsögðu í næsta apóteki. iJist-brocades cöinaoa jðtsirtsibi :;iimncMir.o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.