Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989.
21
DV
Vestur-Þýskaland - knattspyma:
Fyrsti ósigur Bremen á
heimavelli á tímabilinu
- Stuttgart sigraði Karlsruhe. Ásgeir Sigurvinsson 34 ára gamall í dag
Staðan
Bayern..28 15 12 1 51-20 42
Köln......28 16 7 5 48-21 29
Breraen...28 14 8 6 46-28 36
Haraburg..28 15 5 8 50-31 35
Gladbach..28 11 11 6 39-35 33
Stuttgart.28 13 6 9 48-39 32
Dortmund...28 9 12 7 45-30 30
Kaiserslaut. 28 9 12 7 41-32 30
Leverkusen.28 8 11 9 35-36 27
Uerdingen... 8 11 9 37-39 27
St.Pauli..28 7 13 8 30-32 27
Karlsruhe ...28 10 6 12 38-41 26
Bochum....28 9 8 11 33-40 26
Mannheim ..28 6 10 12 30-45 22
Nurnberg....28 7 7 14 30-47 21
Frankfurt....28 6 7 15 21-44 19
StuttgartK.,28 7 5 16 34-63 19
Hannover....28 3 7 18 24-57 13
„Þetta gekk svona þokkalega í
leiknum gegn Karlsruhe. Leikurinn
gegn Napoli fyrr í vikunni sat í okkur
en engu aö síður náðum við að
tryggja okkur góðan sigur. Ég fékk
slæmt spark í ökklann þegar þrjátíu
mínútur voru liðnar af leiknum og
fór út af. Ég tók enga áhættu enda
mikilvægur leikur gegn Dortmund í
undanúrslitum bikarkeppninnar á
þriðjudaginn. Ég vonast til að verða
orðinn góður þá,“ sagði Ásgeir Sigur-
vinsson hjá Stuttgart í samtali við
DV í gær en í dag á Ásgeir afmæh
og verður 34 ára gamall.
Gaudino skoraði aftur
fyrir Stuttgart
Júrgen Klinsmann skoraði fyrra
mark Stuttgart gegn Karlsruhe en
Maurizio Gaudino seinna markið í
síðari hálfleik. Gaudino skoraði
einnig fyrir Stuttgart í leiknum gegn
Napoli á dögunum. Karlsruhe átti sín
tækifæri í leiknum en tókst ekki að
skora.
Naumursigur hjá
Bayern Munchen
Bayern Múnchen vann nauman sig-
ur á Waldhof Mannheim, 1-0. Olaf
Thon skoraði sigurmark Bayern með
skalla þegar ellefu mínútur voru til
leiksloka eftir hornspyrnu frá Lud-
wig Kogl. Bayern heldur því þriggja
stiga forystu í vestur-þýsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu.
Fyrsti sigur Köln í
Bremen í átta ár
Werder Bremen tapaði sínum fyrsta
leik á heimavelli á keppnistímabilinu
gegn Köln sem er í öðru sæti deildar-
innar. Þetta var fyrsti sigur Köln í
Bremen í átta ár. Bremen fékk óska-
byrjun í leiknum er Frank Ordenew-
itz skoraði þegar aðeins fimm mínút-
ur voru liönar af leiknum. Pierre
Littbarski jafnaði með hörkuskoti af
16 metra færi á 24. mínútu og danski
landsliðsmaðurinn Flemming Pouls-
en, tryggði Köln sigurinn á 58. mín-
útu.
Úrslit í úrvalsdeildinni um helgina
urðu eftirfarandi þegar sex umferð-
um er ólokið:
Hamburg - Frankfurt..........2-1
Dortmund - St. Pauli.........0-0
Bremen - Köln................1-2
Hannover - Stuttgart Kickers..3-4
VfB Stuttgart - Karlsruhe....2-0
Gladbach - Uerdingen.........3-0
Bayern - Mannheim............1-0
Kaiserslautern - Bochum......3-0
Leverkusen - Núrnberg........3-0
-JKS
• Bremen og Köln áttust við í hörkuviðureign um helgina. Thomas Hessler til vinstri hefur hér betur í baráttunni við Giinther Herrmann hjá Werder Bremen.
Símamynd/Reuter
„Ekki á förum frá Stuttgart“
- segir Ásgeir Sigurvinsson sem gefur kost á sér í leikinn gegn Sovétmönnum
„Það er búið að vera mikið álag á
okkur síðustu vikurnar. Leikir á
Evrópumótinu, úrvalsdeildinni og í
bikarkeppninni. Það segir sig alveg
sjálft aö álagið á okkur hefur verið
mikið. Við höfum leikið nánast tvo
leiki á viku upp á síðkastiö. Fram-
undan eru svo leikir á þriðjudag,
fóstudag og síðari leikurinn gegn
Napoli í Evrópukeppninni á mið-
vikudag í næstu viku,“ sagði Ásgeir
Sigurvinsson í samtali við DV í gær.
- Nú hafa heyrst sögusagnir í Vest-
ur-Þýskalandi um að þú sért á fórum
frá -Stuttgart og svissnesk fólög hafi
sýnt þér áhuga?
„Það er ýmislegt skrifað í vestur-
þýskum dagblöðum. Ég get samt full-
yrt að ég er ekki á fórum frá Stutt-
gart. Hins vegar getur vel verið að
svissnesk félög hafi spurst fyrir um
mig. Ég á enn eitt ár eftir af mínum
.samningi hjá félaginu. Þann samning
mun ég klára og að öllu óbreyttu
mun ég þá leggja knattspyrnuskóna
á hilluna. Ég er orðinn 34 ára gamall
og tel að ég hafi skilað mínu sem
knattspyrnumaöur. Ég hef verið í
atvinnumennsku frá 1973 þannig að
þetta er orðinn langur tími.“
„Það ríkir mikil stemmning fyrir
síðari leiknum gegn Napoli. I þeim
leik eru allir möguleikar opnir. Okk-
ur nægir að sigra, 1-0, til að tryggja
okkur sigurinn í Evrópukeppni fé-
lagsliöa og að því verður stefnt með
öllúm ráðum. Eg vil meina að úrslit-
in í fyrri leiknum á Ítalíu hafi ekki
verið svo slæm. Það er mikil pressa
að leika gegn ítölskum félögum á
útivelli og ekki bætir úr skák að
áhorfendur er yfir áttatíu þúsund
eins og á leiknum gegn Napoli. Það
var samt súrt að tapa leiknum, léleg-
ur dómari leiksins gaf Napoli vítið.
Vonandi fáum við sama heimadóm-
ara í leiknum hér í Stuttgart,“ sagði
Ásgeir ennfremur.
Ásgeir var inntur eftir því hvort
hann gæfi kost á sér í landsleikinn
gegn Sovétmönnum í Moskvu 30. maí
en leikurinn er liður í forkeppni
heimsmeistarakeppninnar. „Ef ég
kemst heill frá leikjunum sem fram-
undan eru, sem vonandi verður
raunin á, mun ég gefa kost á mér í
leikinn í Moskvu gegn Sovétmönn-
um,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson.
-JKS
_________íþróttir
Fótbolta-
stúfar
Genkféll i2. deild
Genk féll í 2. deild
belgísku knattspyra-
unnar um helgina er
liðið tapaði fyrir Club
Brúgge á heimavelli, 0-1. Úrslit
í öðrum leikjum urðu þessi:
Beerschot - Kortrijk...l-l
R. Mechelen - FC Liege.1-1
Molenbeek - Lokeren....1-2
Cercle Brúgge - St. Truiden 8-1
Beveren - Anderlecht....2-4
Standard Liege - Mechelen .3-4
Waregem - Antwerpen.....1-4
Charleroi - Lierse......1-1
Glasgow Rangers gefur
ekkert eftir
Glasgow Rangers,
sem ti-yggði sér
skoska meistaratitil-
inn í síðustu viku,
sigraði Dundee, 1-2, á útivelli á
laugardaginn var. Andy Gray
skoraði bæði mörk Rangers.
Joe Miller tryggði Celtic sigur
á Hiberaian í Glasgow. Einni
umferð er ólokið í úrvalsdeild-
inni. Úrslit í deildinni um helg-
ina urðu þessi:
Aberdeen - Motherwell........0-0
Celtic - Hibernian........1-0
Dundee - Rangers..........1-2
Hamilton - St. Mirren.....2-1
Hearts - Dundee Utd.......0-0
Marseille vann í
uppgjöri toppliðanna
Marseille sigraöi
Paris Saint Geimain
í uppgjöri topphð-
anna í 1. deild
frönsku knattspyrnunnar í
gær. Marseille sigraöi í leikn-
um, 1-0. Frankc Sauzee skoraöi
sigurmarkið i fyrri hálfleik. Að
loknum 35 umferðum er Mar-
seOle með 47 stig en Paris Saint
Germain er í öðru sæti með 45
stig. Þremur umferðum er
ólokiö í deildinni.
Úrslit f öðrum leikjum urðu
þessi:
Bordeaux - Cannes......0-0
Laval - Caen...........1-1
Lens-Monaco............1-1
Matra - Toulon.........1-1
Metz-Nantes......!.....0-0
Montpellier - Sochaux...1-2
Nice-Lille.............0-1
St. Etienne - Toulouse...3-2
Strasbourg - Auxerre..'...1-0
Alan Smith markahæstur
í 1. deildinni i Englandi
Alan Smith, Atsenal,
er markahæstur í 1.
deild ensku knatt-
spyrnunnar. Smith
hefur skorað 23 mörk. John
Aldridge, Liverpool, og Alan
Mclnally, Aston Villa, koma
næstir með 22 mörk. Nigel Clo-
ugh, Nottingham Forest, hefur
skorað 20 mörk og Dean Saund-
ers, Derby County, 19 mörk.
Steve Bull, sem leikur með
Wolves í 3. deild, er hins vegar
markahæstur yfir allar deild-
irnar meö 50 mörk.
PSV Eindhoven með
þriggja stiga forystu
PSV Eindhoven sigraði Fortuna
Sittard, 1-0, í hollensku 1. deildar
keppninni um helgina og hefur
þriggja stiga forystu á Ajax. PSV
hefur hlotið 47 stig og Ajax 43 stig
en PSV hefur leikiö einum leik
meira. Þessi tvö félög hafa afger-
andi forystu og berjast um sigur-
inn í deildinni. Úrslit í öðrum
leikjum uröu þessi:
MVV - Sparta............2-0
VW Venlo - SC Veendam...2-1
Haarlem - RKC...........1-1
Utrecht - Twente........2-0
Groningen-Roda..........1-0
Feyenoord - Zwolle......1-1
Volendam-Ajax...........1-0
Den Bosch - Willem n....5-1