Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989. Iþróttir TaliðaðPáhafi selst fyrir metfé - stóðhesturinn Pá seldur til Bandaríkjanna ríkjamanninum Dan Slott fyrir skömmu. Pá fékk 8,09 fyrir sköpu- lag og 8,07 fyrir hæfileika á síðast- liðnu sumri og aðaleinkunn 8,08. Kaupverð hefur ekki verið gefið upp en er talið vera með því hæsta sem fengist hefur fyrir stóðhest á íslandi. Bjami Þorkelsson, eigandi Pás, sagðist sakna hestsins, en kvaðst jafnframt eiga veturgamlan hest undan honum svo hann væri ekki alveg á flæðiskeri staddur. Dan Slótt er áhugamaður um ís- lenska hestinn og keypti töluvert af hrossum, bæði geldingum og kynbótahrossum, þegar hann var hér á íslandi fyrir skömmu. Hann er með stóran búgarð í Bandaríkj- unum, en þar hafa íslendingar að- stöðu þegar þeir fara á hestasýn- inguna í Madison Square Garden, enda er Dan Slott sennilega sa maður sem á mestan þátt í því að íslenski hesturinn er sýndur þar. -EJ Horfnir góðhestar: Hvar er Óðinn frá Berserkseyri? Það kemur fyrir öðru hverju að hestamenn 'týna hestum sínum. Yfir- leitt fmnast þeir þó aftur en of oft tapast hestar algjörlega. Sigurbjörn Bárðarson hefur misst tvo hesta í vetur. Fálki, rauðskjótti klárinn hans, drapst skyndilega í vetur en örlög Óðins frá Berserkseyri eru ekki kunn. Óðinn var í girðingu í Skálmholtshrauni á bökkum Þjórsár í Ámessýslu í október er hann hvarf og hefur ekki sést síðan. Óöinn kom fram á sjónarsviöið í fyrrasumar á fjóröungsmótinu á Kald- ármelum er hann varð í 2. sæti í B flokki gæðinga. Sigurbjörn keypti hestinn en tapaði honura svo skömmu síðar. Óöinn er bleikálóttur, kolóttur á fótura, dökkur á fax og er faxið jafnan vinstra megin á hestinum. Ef einhver rekst á hest sem hann telur vera Óðin er hann vinsamlegast beöinn um að ræða viö Sigurbjöm Bárðarson. -EJ • Hvar er Óðinn frá Berserkseyrí? Einn hinna efnilegu stóðhesta an Eiöfaxa frá Stykkishólmi og Sif landsins, Pá frá Laugarvatni, und- frá Laugarvatni, var seldur Banda- • Pá frá Laugarvatni - og Bjarni Þorkelsson. DV-mynd ej Lokasýningin í Reið- höllinni tókst vel frá Hofstöðum, Hrafns frá Holts- múla og Ófeigs frá Flugumýri. Sunnlenskir og norðlenskir ungl- ingar sýndu ýmiss konar hlýðniæf- ingar, krakkar úr Reiöskólanum í Vestra-Geldingaholti léku sér á hesti í taumi og hestamenn úr Grana, Létti og Þjálfa á Norður- landi sýndu norðlenska gæðinga. Á milli hinna þyngri og tímafrek- ari sýninga brá fyrir glensi og gamni og vom trúðar jafnan til staðar. Lína Langsokkur brá á leik og Hafliöi Stefán Gíslason söng hressilegt lag. Þeir Daníel Jónsson og Sigurður Vignir Matthíasson riðu um á hestinum Snata með dúfur á öxl og lögðu Snata að lok- um á hliðina. Úlfar Guðmundsson áhættuknapi þeysti gegnum höll- ina standandi á tveimur hestum og einnig þeysti hann gegnum höllina á Mansa sínum og dró Róbert Pet- ersen á eftir sér á skíðum. Aöal- steinn Aðalsteinsson renndi Berki frá Kvíabekk á skeiö, sitjandi í kerm og nokkrir knapar reyndu með sér í hindmnarstökki. Gamm- vökrum skeiöhestum var rennt gegnum Reiðhöllina undir dynj- andi tónlist. -EJ Mikil reiðsýning var haldin í Reiðhöllinni um síðustu helgi. Þar fóm hestamenn hamförum, jafnt einir sér og í hópum. Unglingar settu svip sinn á sýningarnar, kyn- bótahross og einnig voru góðir gestir að norðan frá hestamannafé- lögunum Létti, Grana og Þjálfa, með gæðinga sína. Sem fyrr hófst sýningin með fánareið félaga í Félagi tamninga- manna en síðan rak hvert atriðið annað. Sýndir voru stóðhestar og hryssur og nokkur afkvæmi Gáska • Það var mikið neistaflug eftir skiðakappann Róbert Petersen, sem var dreginn af Úlfari Guömundssyni á Mansa. DV-myndir E.J. • Stígandi frá Sauðárkróki fékk hæstu einkunn fimm vetra stóðhesta á sýningu Árleg stóðhestasýning 1 Gimnarsholti Gvfurlegur hrossaræk - Stígandi frá Sauðárkróki fékk Hin árlega sýning Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti var haldin laugardaginn 6. maí síðastliðinn í miklu vatnsveðri og roki. Dæmdir voru 16 hestar en sýndir 12 á aldrinum fjögurra til fimm vetra og að auki þrír eldri hestar. í fyrravor voru aðstæður þó enn verri. Þá rigndi, blés og snjóaði. Tún í Gunnarsholti tættust upp og bílar festust í forinni. Því var ákveðiö að bæta aðstöðuna og var sýningarvöllur byggður síðastliðið haust og vígður nú. í tilefni dagsins riðu félagar í hestamannafé- laginu Geysi í hópreið og einnig voru sýnd nokkur hross frá Kirkjubæ. Kirkjubæjarbóndinn, Sigurður Har- aldsson, var auðvitað í fararbroddi sýn- ingarmanna. Enn á eftir að bæta við aðstöðuna og er stefnt að því að byggja nýtt stóöhestahús skammt frá sýningar- velhnum. Geysilegur áhugi er á hrossarækt í landinu og voru áhorfendur á þriðja þúsund, alis staðar af landinu. Margir komu bílum sínum að sýningarvellin- um en fleiri urðu að híma í rigningunni á meðan stóðhestarnir voru sýndir. Þau Rúna Einarsdóttir og Eiríkur Guð- mundsson hafa verið umsjónar- og tamningamenn hestanna í vetur og virt- ust þeir vera við prýðilega heilsu og þau líka. Það kom í hlut þeirra Eiríks og Rúnu að sýna hestana í óveðrinu og voru þau vægast sagt gegndrepa eftir sýningarnar. • Toppur frá Eyjólfsstöðum stóð efstur fjögurra vetra stóðhestanna. Knapi Rúna Einarsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.