Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1989, Qupperneq 31
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1989.
31
Fréttir
Kleifarvatn:
Sama verð á veiðileyfum og
Silungsveiðin er hafm í mörgum
veiðivötnum, þar sem hægt er að
koma niður færi en vegna kulda eru
sum vötn ennþá á ís. En veiðimenn
kalla nú ekki allt ömmu sína í veið-
inni og setja upp húfur og vettlinga
ef þarf.
„Það verður reynt um leið og hægt
er í Kleifarvatni því þeir eru til væn-
ir þar,“ sagði Sigurður Bergsson, for-
maður Stangaveiðifélags Hafnar-
fjarðar, ,og bætti við „ dagurinn er
seldur á 600 kr. og hálfur á 400 kr.
Sumarkortið seljum við á 2500 kr. og
við seljum veiðileyfið á sama og í
fyrra, enginn hækkun hjá okkur. Við
viljum fá fleiri veiðimenn til að koma
og veiða í vatninu," sagði Sigurður í
lokin.
Silungsveiðin getur oft verið góð eins og þessi mynd sýnir með sér, 40
silungaráland. DV - mynd Sveinn
í Elliðvatn ætla margir að renna
fyrstu veiðidagana, en dagurinn er
seldur á 640 kr. og hálfur á 420. Sum-
arkortið eru seld á 5900 kr. „Þetta er
allt að koma hérna við vatnið og
veiðimenn eru farnir að fá bleikjuna
til að taka, þó ekki sé hlýtt eins og
er,“ sagði tíðindamaður okkar við
vatnið í vikunni.
Veiðimenn munu víða renna næstu
daga fyrir silung, eins og í Hlíðar-
vatni í Selvogi, þar hefur verið reynt
með litlum árangri ennþá, þó er ein
og ein bleikjan sé farinn að veiðast.
Dagurinn kostar 1000 kr. hjá Ár-
mönnum.
í Geitabergsvatn í Svínadal er dag-
urinn seldur á 600 kr. og sumarkort
á 4000 þúsund. í Eyrarvatn í Svínad-
Verkamannabústaðir á Fáskrúðsfírði:
Lægsta tilboði tekið
Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfiröi:
Nú eru hafnar framkvæmdir við
seinni áfanga nýbyggingar verka-
mannabústaða við Garðaholt. Þrjú
tiiboð bárust í verkið. Það lægsta var
frá Þorsteini Bjarnasyni húsasmíða-
meistara, um 12,8 milljónir króna eða
92,8% af kostnaðaráætlun og var því
tekið.
í þessum áfanga verða þrjár íbúðir,
ein þriggja herbergja og tvær tveggja
herbergja. íbúðirnar eiga að afhend-
ast fullbúnar í febrúar-mars 1990.
Byrjunarframkvæmdir við verkamannabústaði við Garðaholt.
DV/mynd Ægir
Vistheimili í Ölfushreppi
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Berta G. Björgvinsdóttir, Hlíðar-
tungu í Ölfushreppi í Árnessýslu,
rekur heimili fyrir andlega fatlað
fólk í góðum húsakynnum sem eru
glæsileg á að líta. Berta hefur alltaf
haft áhuga á að vinna að líknarmál-
um og hefur gert það í mörg ár ásamt
manni sínum, Tómasi Högnasyni, og
taka þau sex til sjö manns í sambýli.
Það er fólk á öllum aldri og eru tvö
pláss laus.
Ég fékk að sjá húsakynnin og fólk-
ið sem dvelur þar og er það ánægt
með dvöl sína á staðnum. Húsið er
yflr 3002 að stærð með nýbyggðri,
stórri sólstofu. Það á eftir að klæða
neðri hæðina að utan með stáli en
efri hæðin, þar sem vistfólkið býr,
er fullfrágengin.
Þau hjónin fara með sitt fólk í sund
á Selfössi og fara einnig dagsferðir
yfir sumarinánuðina að sjá helstu
staði Suðurlands.
Álfheimar á Selfossi.
DV-mynd Kristján Einarsson
DaghemúlLð Selfossi:
Kostnaður innan
viðmiðunarverðs
ráðuneytisins
Regina Thorarsnsen, DV, Selfossi:
Ég fór nýlega að skoða nýja dag-
heimilið Álfheima við Sólvelli á Sel-
fossi og hitti ég þar fyrst fyrir mat-
ráðskonurnar Guðbjörgu Ólafsdótt-
ur og Jónu Jónsdóttur, sem matreiöa
þarna fyrir 50 manns góðan, hollan
mat.
Ingibjörg Stefánsdóttir fóstra er
forstöðukona þessa fallega dagheim-
ilis og greinilegt að hún nýtur þess
að hugsa um 40 börn. Á yngri deild-
inni, 2-6 ára, eru 20 börn og á skóla-
dagheimilinu eru einnig 20 börn frá
6-9 ára allan daginn. Ingibjörg hefur
fimm konur sér til hjálpar og eina
fóstru, húsmæður, sem eru búnar að
koma upp sínum börnum. Þær eru
góður vinnukraftur og góður andi
ríkir hér.
Ég átti einnig tal við byggingafull-
trúa Selfossbæjar, Bárð Guðmunds-
son, um dagheimilið. Það er 518,7
m2 og lóðin er 5520 m2. Húsið kostaði
um 30 milljónir en eftir er að fullgera
lóðina og kaupa leiktæki. Áætlað er
að kostnaður við húsið, lóðina og
leiktækin verði 40 milljónir og er það
undir viðmiðunarkostnaði mennta-
málaráðuneytisins enda eru hér dug-
legir fagmenn og flinkir.
í fyira
al kostar dagurinn frá 400 kr. til 1000
kr, sumarkortið er á 8000 þúsund. í
Þórisstaðavatn í Svínadal er dagur-
inn frá 400 kr til 800 kr, sumarkortið
er á 5000 þúsund.
-G.Bender
M. Benz 500 SE árg. '83, einn
með öllu.
M. Benz 260E árg. '88 og M.
Benz 200 árg. '88.
Toyota Corolla árg. '88, 3ja dyra,
ekinn 10.000.
Sprinter 20 fet árg. '83, isskápur,
eldav., svefnherbergi.
Sprite Major árg. '87, verð aðeins
580.000.
ATH. HJÁ OKKUR SELUR ÞÚ
HJÓLHÝSIÐ.
BÍLASALA GUÐFINNS
ÞAR SEM ÞÚ FÆRÐ JEPPANA
SÍMI 621055
FISHER
AvaOt í tararbroddi
IMSWS, LOkSI VS. KMLSI VS... \TJRI) SEM ALUR RAÐA Vl»
L&IFISHER
HQ myndbandstski
Inníheldur m.a.:
★ VHS - Pal
★ HQ — betri mynd
★ 30 minni
★ 4 tíma upptökumöguleika
★ 14 daga upptökumínní með
4 mögulegum dagfærslum
★ Þráðlausa 13 liða Qarstýringu
★ Skyndíupptöku
★ Vegur aðeins 7,2 kg.
SÝNING
IFISHER
seæcc
Kaupféiag Húnvetninga, Blönduósi,
8. maí.
Kaupfél. Skagfirðinga, Skagfirðingabúð,
9. maí. 1H1ENS31
Hljómver, Akureyri, 10. og 11. maí.